Morgunblaðið - Sunnudagur - 08.09.2013, Blaðsíða 48
48 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 8.9. 2013
röng og ekki í samræmi við rann-
sóknir,“ segir Karl Steinar.
Allar viðvörunarbjöllur hringja
og nýverið upprætti lögregla sam-
kvæmi nokkurra þrettán ára ung-
linga sem voru staðnir að kanna-
bisreykingum í bílskúr heima hjá
einum þeirra. Unglingarnir höfðu
skroppið heim í frímínútunum til
að reykja.
Dæmi eru um að börn allt niður
í fjórtán ára sprauti sig með harð-
ari efnum.
Gríðarleg peningavelta
Gríðarleg peningavelta er í fíkni-
efnaheiminum og ekki minnkar það
þegar steramarkaðurinn bætist við,
en hann er síst sagður í rénun.
Hliðarverkun þessara viðskipta
sem virðist vera að færast í vöxt er
fjárkúgun. Lengi hefur viðgengist
að skuldendur og þeirra nánustu
séu kúgaðir og gert að greiða
hærri og hærri upphæðir. Bíræfn-
ustu gerendurnir eru farnir að
hugsa lengra. Þannig hefur heyrst
af einstaklingum og fyrirtækjum
sem kúguð hafa verið til að greiða
fyrir „vernd“. Þeim er þá gert að
greiða ákveðna upphæð gegn
tryggingu fyrir því að ekkert komi
fyrir þá eða starfsemi þeirra. Þetta
er gert í krafti holdlegs atgervis og
„geðveiki“, eins og einn viðmælandi
blaðsins orðaði það.
Ekki er óalgengt að menn séu
þvingaðir til að skrifa undir skulda-
yfirlýsingu í þessu sambandi. Við-
skiptin séu því, þannig lagað séð,
uppi á borðinu.
Þá hefur vaknað grunur um að
starfsmenn í fyrirtækjum, með að-
gang að fjármunum, hafi verið
kúgaðir til að draga sér fé og af-
henda síðan brotamönnum, ellegar
sæta barsmíðum. Þetta fékk Morg-
unblaðið þó ekki staðfest.
Líka eru dæmi um að menn hafi
verið „sektaðir“ fyrir gjörðir sem
falla mönnum í undirheimunum
ekki í geð, jafnvel bláókunnugir
menn. Lífseig er til dæmis sagan
af því að maður hafi verið „sekt-
aður“ um hálfa milljón króna fyrir
það eitt að deila leigubíl með
„rangri“ konu. Skilaboðin voru
skýr: „Annaðhvort borgarðu eða
sætir limlestingum!“
Hann mun hafa borgað.
Fjárkúgunum fjölgar
Þetta bendir til þess að sífellt fleiri
séu farnir að gera sér grein fyrir
þessum möguleika, fjárkúgun af
litlu sem engu tilefni. Og hug-
myndafluginu er gefinn laus taum-
urinn. Skákað er í skjóli hræðslu
þolandans.
Komi mál af þessu tagi upp
hvetur Karl Steinar fólk eindregið
til að hafa samband við lögreglu.
Út frá þessu vaknar sú spurning
hvort hinum almenna löghlýðna
borgara sé hætta búin af skipu-
lagðri glæpastarfsemi hérlendis.
Karl Steinar segir svo ekki vera.
Langalgengast sé að snertiflötur
venjulegs fólks við undirheimana
sé fíkniefnaneysla og meintar
skuldir fjölskyldumeðlims eða ann-
ars nákomins aðila. Heldur megi
ekki útiloka gömlu góðu af-
brýðisemina. Hún geti knúið menn
til ólíklegustu verka. Því miður
hafi saklausir og vel meinandi
menn og jafnvel konur brennt sig
á því að leggja lag sitt við mann-
eskju sem stendur eða hefur stað-
ið ofbeldishneigðu undirheimafólki
nærri. „Enda þótt venjulegu fólki
stafi ekki bein hætta af skipu-
lagðri glæpastarfsemi er það veru-
leiki að hún hefur meiri áhrif á líf
þess en áður. Það má heldur ekki
gleyma því að óöryggið er gjarnan
mest hjá þeim sem síst skyldi, til
dæmis eldra fólkinu,“ segir Karl
Steinar.
Ísland hefur alltaf verið lítið
land og á seinni öldum hefur það
líka verið friðsælt land. Fólk hefur
getað farið sinna ferða óáreitt og
vill án efa gera það áfram. Í ljósi
þess sem hér hefur verið sagt er
það alls ekki sjálfgefið og Karl
Steinar geldur varhug við „þetta
reddast!“-viðhorfinu. Það geti ver-
ið stórhættulegur hugsunarháttur.
Vá er fyrir dyrum og tími stórra
ákvarðana runninn upp.
Ekki vonlaus barátta
„Baráttan gegn skipulagðri glæpa-
starfsemi á Íslandi er alls ekki
vonlaus. Sem þjóð verðum við hins
vegar að vera tilbúin til þess að
halda uppi fórnarkostnaði og
sofna ekki á verðinum, eins og
Danir gerðu í sambandi við mót-
Karl Steinar Valsson, yfirmaður
fíkniefnadeildar lögreglunnar á
höfuðborgarsvæðinu.
Morgunblaðið/Golli
Skotvopn sem lögreglan lagði
hald á í tengslum við rannsókn
hennar á ráni og frelsissviptingu
í Grafarvogi á þessu ári.
Morgunblaðið/Eggert
Sérafslættir (-10 kr. í fyrsta skipti, -10 kr. á afmælisdaginn og -15 kr. í 10. hvert skipti) koma ekki til viðbótar við aðra afslætti eða önnur viðskiptakjör. Nánar á ob.is.
Til að safna Vildarpunktum Icelandair með ÓB-lyklinum þarf að hafa hann tengdan Visa Icelandair, American Express vildarkorti eða Einstaklingskorti Olís.
Nánari upplýsingar eru á ob.is/Vildarkerfi.
-15kr.