Morgunblaðið - Sunnudagur - 08.09.2013, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - Sunnudagur - 08.09.2013, Blaðsíða 36
Notaðu iPad sem annan skjá Fólk sem vinnur mikið við tölvu þekkir vel kosti þess að hafa fleiri en einn tölvuskjá tengdan við tölvuna. Það tekur þó pláss að hafa slíkt með heimilistölvunni. Air Display er sniðugt forrit fyrir iPad og iPhone, sem breytir skjá spjaldtölvunnar/snjallsímans í annan skjá með tölvunni og virk- ar bæði með Apple- og Windows- tölvum. Sendu SMS úr tölvunni SMS lifir góðu lífi þrátt fyrir að það sé ekki jafn áberandi sam- skiptamáti og það var fyrir nokkrum árum síðan. Helsti gall- inn við SMS er þó að það krefst talsverðrar þolinmæði að stafsetja á litum snjallsímaskjá. Mighty- Text forritið fyrir Android gerir þér kleift að nota tölvuna til að senda og taka á móti SMS með því að tengjast símanum yfir wifi. Það ætti að gera samskiptin við unglingana auðveldari. Afturkallaðu aðganginn að samfélagsmiðlunum Mörg símaforrit og vefsíður fara fram á leyfi til þess að skoða notendaupplýsingarnar þínar á samfélagsmiðlum, ýmist til að gera þér auðveldara að tengjast vinum, eða til að nota þá til að deila upplýsingum í þínu nafni. Það er erfitt að henda reiður á því hvaða síða eða forrit hefur fengið leyfi þitt til að nota hvaða samfélagsmiðil. Þar kemur vefsíð- an My Permissions til sögunnar, en með henni er hægt að skoða öll leyfi sem þú hefur veitt og afturkalla þau ef svo ber undir. Hættu að vera hrædd/ur við Snapchat Snapchat er á góðri leið með að verða ráðandi samskiptamáti ungs fólks, en þeir eldri hafa síður verið ginnkeyptir fyrir því. Það er þó engin ástæða til að óttast Snapchat. Þetta sniðuga síma- forrit sendir mynd eða myndband með textaskilaboðum, sem ein- ungis er hægt að sjá í skamma stund, áður en þeim er sjálfkrafa eytt. Þetta er ótrúlega þægilegur og sniðugur samskiptamáti sem getur hleypt lífi í tjáskipti þín. Notaðu Trello til að skipuleggja alla hluti Það er fjöldinn allur til af verk- efnastjórnunartólum og minn- islistaforritum og öðrum smáum viðbótum sem geta hjálpað þér að halda utan um skipulagið í dagsins önn. Fá tól sameina þó einfaldleika, skalanleika og fjöl- hæfni með sama hætti og Trello. Það má nota til að halda utan um smærri og stærri verkefni, útbúa minnislista, útdeila verk- efnum, setja upp skiladag og svo framvegis. Notast beint úr vafra á tölvum, en hægt er að fá smá- forrit fyrir flestar gerðir snjall- síma og spjaldtölva. Fullkomið fyrir bæði heimilið og vinnustað- inn. LÁTTU TÆKNINA EINFALDA TILVERUNA 11 sniðug/ar forrit/vefsíður sem gera lífið einfaldara/skemmtilegra Morgunblaðið/Styrmir Kári REGLULEGA FÆÐAST NÝJAR VEFSÍÐUR OG FORRIT FYRIR BÆÐI SÍMA OG TÖLVUR SEM GETA HJÁLPAÐ OKKUR AÐ EINFALDA LÍFIÐ EÐA GERA ÞAÐ SKEMMTILEGRA MEÐ EINUM EÐA ÖÐRUM HÆTTI. VANDAMÁLIÐ ER AÐ ÞAÐ GETUR VERIÐ ERF- ITT AÐ FYLGJAST MEÐ ÞVÍ SEM ER AÐ GERAST. HÉR ERU ÞVÍ NOKKRAR ÁBEND- INGAR UM SNIÐUG FORRIT OG VEFSÍÐUR SEM GÆTU VERIÐ ÞESS VIRÐI AÐ SKOÐA NÁNAR. Sveinn Birkir Björnsson sveinnbirkir@gmail.com 36 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 8.9. 2013 Græjur og tækni Samsung lætur ekki deigan síga á spjaldtölvumarkaði og kynnti fyrir stuttu þrjár nýjar gerðir af Galaxy Tab-seríunni, allar með tegund- arheitinu Tab en mis-stórar, 7", 8" og 10.1". Nýjust í þessari útgáfuröð er 8" græjan, sem má skoða sem beina samkeppni við iPad Mini, sem er með 7,9" skjá (og reyndar við Samsung Galaxy Note 8 – meira um það síðar). Þó að það virðist ekki mikið á pappírnum er umtalsverður munur á 7" og 8" skjá og þó 7" sé kappnóg alla jafna, þá er 8" skjárinn á Tab 3 óneitanlega sérdeilis glæsilegur. Upplausn á honum er 1280x800 dílar (sam- anborið við 1024x600 díla á 7" Tab 3). Stærri skjár þýðir stærri vél og fyrir vikið er hægt að koma fyrir í henni 1,5 GHz tveggja kjarna Samsung Exynos-örgjörva og 1,5 GB- vinnsluminni. Geymsluminni í vélinni er ýmist 16 eða 32 GB, en hægt að stækka það með MicroSD-minniskorti. Bakið á vélinni er úr plasti, líkt og Samsung er siður, sem gerir vélina vissulega léttari, en, tja, plastlegri fyrir vikið. Hún fer þó vel í hendi, en ég hefði kostið að hafa plastið aðeins stamara. Það skiptir þó ekki máli þegar maður er búinn að setja hana í spjaldtölvutösku, sem ég geri ráð fyrir að flestir geri hvort eð er. Að þessu sögðu er rétt að taka fram að húsið á vélinni er ekkert skæni; hún er mjög traust viðkomu og bakið vel stíft. Vélinni fylgir Android 4.2.2, sem er ekki nýjasta útgáfa af Android, það er 4.3, en sú nýjasta sem er í almennri notkun, það eru ekki nema örfá tæki að nota 4.3. Líkt og jafnan hefur Samsung bætt við sinni eigin útgáfu af notendaskilum TouchWiz, sem er viðbót að mestu leyti en kemur líka í stað ýmissa þjónustuþátta Android. Það er og einn af kostum Galaxy-síma og spjaldtölva að sitthvað góðgæti fylgir, sjá: Samsung Apps og fleiri viðbætur, en öðrum finnst það ókostur að vera ekki alltaf með nýbakað stýrikerfi á símanum eða í spjaldtölvunni. Eins og getið er í upphafi kynnti Samsung þrjár ný- ar Tab 3-spjaldtölvur, en veldur eflaust ruglingi að skammt er síðan á markað komu áþekkar tölvur sem hétu annað – Galaxy Note 8.0, sem er með 8" skjá, og Galaxy Note 10.1, sem er 10,1" skjá. Þær eru áþekkar í útliti, en munurinn á þeim er sá helstur að Note- línan er með sérstakan skjápenna, öflugari örgjörva og betri rafhlöðuendingu – og kostar líka talsvert meira. ÞRJÁR SPRÆKAR SPJALDTÖLVUR MENN VERÐA AÐ HAFA SIG ALLA VIÐ TIL AÐ FYLGJAST MEÐ ÞEIM GRÚA TÆKJA SEM SAMSUNG SETUR Á MARKAÐ Á HVERJU ÁRI. FYRIR STUTTU BIRTUST ÞRJÁR SPRÆKAR ANDROID-SPJALDTÖLVUR, 7", 8" OG 10,1" TAB 3. * Rafhlaðan er fín, dugir í allt aðtíu tíma segir framleiðandi og entist mér vel í blandaða vinnslu, vefnotk- un, póst, leiki og vídeó. Það eru tvær myndavélar á henni, 1,3 MP að framan og 5 MP að aftan með sjáf- virkum fólkus og LED-flassi. Hún tekur fínar myndir í góðri birtu, en ekki svo fínar þegar skyggja tekur. Hún tekur 720 p vídeó, 30 ramma á sekúndu. * Á vélinni eru MicroUSB-tengifyrir straum og tölvu, hljóðútgangur, rauf fyrir minniskort og innrauður sendir og því hægt að nota hana sem (dýra) fjarstýringu – sniðug við- bót. Loftnet í tölvunni er mjög gott, en sú sem ég prófaði var ekki með stuðning við 3G eða 4G, sem er eiginlega nauðsynleg viðbót núorðið. * Ég nefni það hér til hliðar aðvélin er augljós keppinautur iPad Mini og fer reyndar létt með að snýta iPadnum – upplausnin í Tab 3 8 er 1280x800, en 1024×768 í iPadnum, örgjörvinn íka hraðvirkari og vinnslu- minnið meira. Ekki má þó gleyma því að nýr iPad Mini er væntanlegur og líklega talsvert endurbættur. ÁRNI MATTHÍASSON Græja vikunnar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.