Morgunblaðið - Sunnudagur - 08.09.2013, Side 20

Morgunblaðið - Sunnudagur - 08.09.2013, Side 20
*Heilsa og hreyfingÍ Sjálandsskóla í Garðabæ er dansað í vatni en zumba námskeið í sundlaug njóta vinsælda »23 Morgunblaðið/Kristinn Inniloft hefur áhrif á heilsufar og afköst VELLÍÐAN Á VINNUSTAÐ HEFUR BEIN ÁHRIF Á EINBEITINGU, AFKÖST OG VINNUGLEÐI AL- MENNT. VANDA ÚLFRÚN LIV HELLSING, UM- HVERFIS- OG AUÐLINDAFRÆÐINGUR, SEGIR SLÆM LOFTGÆÐI GETA VALDIÐ HÖFUÐVERKJ- UM, ERTINGU, ÓÞÆGINDUM Í ÖNDUNAR- FÆRUM OG ALMENNRI VANLÍÐAN. Unnur Hrefna Jóhannsdóttir uhj@simnet.is 1. Loftaðu út Með því að lofta út fást nauð- ynleg loftskipti sem koma fremur í veg fyrir að varasöm efni safnist fyrir. Rifa á gluggum í lengri tíma hefur ekki sömu áhrif og er sóun á orku og fjár- munum. 2. Ekki loka rakann inni Vaxtarskilyrði fyrir örverur sem geta myndað gró, ertandi efni og jafnvel eitur eru kjörin þar sem raki er. Sérstaklega skal huga að baðherbergjum. 3. Ekki reykja inni Þetta ætti að vera augljóst, tóbaksreykur spillir loftgæðum auk þess að vera skaðlegur heilsu fólks. 4. Þrífðu reglulega Ýmis efni leynast í ryki sem eru óæskileg við innöndun en með reglulegri ræstingu má draga reglulega úr rykinu. 5. Loftaðu um nýja hluti Ný raftæki, húsgögn og text- ílvörur láta frá sér varasöm rok- gjörn efni sem loða við rykagnir og geta haft heilsuspillandi áhrif. 6. Hugaðu að innkaupum Veldu umhverfivæn hreinsiefni, ilmefni og snyrtivörur. 7. Hugaðu að raftækjum Raftæki láta frá sér varasöm rok- gjörn efni, einkum þegar þau hitna og því er best að slökkva á þeim eftir notkun. Forðast skal að hafa raftæki í svefnherberginu. 8. Ekki bera inn varasöm efni Varasöm efni geta borist inn með skóm og yfirhöfnum. Settu góða mottu við útidyrnar og hafðu lokaða skápa fyrir yf- irhafnir. 9. Hugaðu að loftræstikerfinu Það þarf reglulega að hreinsa loftræstikerfi og tryggja að þau virki sem skyldi. 10. Hugaðu að blómunum Mörg blóm hreinsa loftið með því að brjóta niður varasöm efni og framleiða súrefni. Dæmi um slíkar plöntur eru tengdamamma, drekatré og friðalilja. Gætið samt að því að vökva plönt- urnar mátulega því ef þær eru of lítið vökvaðar er hætta á rykmengun en myglusvepp ef það er í hina áttina. Morgunblaðið/Styrmir Kári EKKI GLEYMA AÐ LOFTA ÚT 10 skref að bættum loftgæðum K vartanir tengdar innilofti og gæðum þess eru á meðal þeirra algengustu þegar verið er að taka út starfsumhverfi á vinnustað. Rann- sóknir sýna að með því að auka gæði inni- lofts úr ásættanlegum í fersk þá aukast afköst til muna,“ segir Vanda, sem í meistaraverkefni sínu við Háskóla Íslands rannsakaði loftgæði í 15 íslenskum grunnskólum, en hún vinnur nú sem ráðgjafi hjá Alta. „Birtingamynd og áhrif slæmra loftgæða eru mjög mismunandi eftir einstaklingum, en algengt er að fólk upplifi einkenni eins og höfuðþyngsli, húðroða, ertingu í nefi, augum og hálsi og einbeitingarskort án þess að tengja það beint við slæm loftgæði.“ Vanda bendir á að iðulega sé hægt að bæta gæði innilofts með einföldum aðgerðum þegar orsakirnar eru ljósar. Hún segir að algengar orsakir fyrir slæmum loft- gæðum liggi í byggingu húsnæðisins, notkun, viðhaldi og innréttingum. „Stundum er verið að kasta til höndunum eins og þegar uppbygging í nýjum hverf- um hefur verið of hröð. Ný og óþekkt byggingarefni geta brugðist, húsnæði er oft notað undir annan rekstur en það var upphaflega ætlað til. Þá geta inn- réttingar, eins og gólfefni eða textíll í bólstruðum stólum eða gluggatjöldum dregið í sig ryk sem hefur áhrif á loftgæði.“ „Spyrja fyrst, mæla svo“ Það eru mörg smáatriði sem þarf að huga að þegar kemur að loftgæðum. „Ef lofthiti er t.d. lækkaður úr 28°C í stað 22°C þá hefur það jákvæð áhrif á fram- leiðni. “ Vanda leggur þó áherslu á að það sé mik- ilvægt að spyrja fyrst og mæla svo. „Við vinnum eft- ir sænskri aðferðafræði, sem er einmitt hönnuð af lækni og byggir á að skoða „sjúklinginn“ vel áður en meðferð er ákveðin. Við getum borið niðurstöður mælinga hér heima saman við tölfræðilegan gagna- grunn frá Svíþjóð, Örebromedellen, sem er gríðarlega víðtækur, en það er ekki sama hvort verið er að skoða skóla, heilbrigðisstofnun, skrifstofur eða versl- anir. Fjármagn er yfirleitt takmarkað og því mik- ilvægt að forgangsraða og vanda til verks. Grunn- matið byggist á samtölum og stöðluðum spurningakönnunum sem lagðar eru fyrir starfsfólk, nemendur og foreldra þegar við metum skóla eða leikskóla. Spurningar eru bæði opnar og lokaðar en það er ekki síst þær opnu sem eru mikils virði því oft koma þar fram góðar ábendingar. Ef niðurstöður benda til þess að þörf sé á mælingum eða sýnatökum vegna t.d. loftskipta eða myglu, þá gerum við það, en höfum þá líka upplýsingar til á byggja á þegar við ákveðum hvar og hvað skal mæla.“ Vanda segir að ekki þurfi að vera svo dýrt að auka loftgæði. „Litlar breytingar eins og lækkun hitastigs, endurskoðun ræstingavenja, fjölgun plantna, viðhald og hreinsun loftræsikerfa, geta haft heilmikil áhrif til hins betra. Við leiðum oftast ekkert hugann að loftgæðum innan- dyra, en það er eitthvað sem snertir okkur öll því flest eyðum við um 90% af tíma okkar innandyra.“ Vanda Úlfrún Liv Hellsing segir algengt að fólk upplifi höfuðþyngsli, húðroða og einbeitingarskort vegna slæmra loftgæða.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.