Morgunblaðið - Sunnudagur - 08.09.2013, Blaðsíða 23
8.9. 2013 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23
V
atn veitir mótstöðu við
hverja hreyfingu, sem
gerir líkamsrækt í vatni
krefjandi. Það reynir á
þol og hefur auk þess líkamsmót-
andi áhrif. Vegna mótstöðu vatns-
ins verða hreyfingarnar hægari
sem dregur úr álagi á liði og
vöðva auk þess sem mýkingaráhrif
vatnsins minnka álag á hjartað. Í
vatninu er hægt að dansa, hoppa
og skoppa án mikils álags á líkam-
ann. Aqua Zumba er því örugg og
hressandi líkamsrækt sem hentar
mjög breiðum hópi fólks.
„Þetta er nýtt af nálinni hér á
landi, búið að vera í tæpt ár í
gangi og er að slá í gegn núna.
Það er uppselt hjá mér á nám-
skeiðið og kominn biðlisti og því
bættum við í Klifinu við öðru
námskeiði sem hefst 12. sept-
ember,“ segir Kristbjörg Ágústs-
dóttir sem kennir vatns-zumba í
Klifinu, skapandi fræðslusetri í
Garðabæ.
Hentar fyrir breiðan hóp
Zumba er leikfimi þar sem bland-
að er saman þolþjálfun og lat-
ínsporum. Zumba er í raun fjör,
dans og skemmtun í takt við suð-
urameríska tónlist. Í vatns-zumba
er þetta allt gert, nema í vatni.
Þjálfarinn er uppi á bakkanum og
þátttakendur ofan í lauginni. Suð-
uramerísk tónlist er sett í græj-
urnar og hækkað vel.
„Við hoppum og leikum okkur í
vatninu. Þetta hentar mjög víðum
hópi fólks. Þeir sem eru í góðu
formi taka vel á vegna mótstöð-
unnar í vatninu og fólk sem er
ekki í eins góðu formi getur gert
allar æfingar því vatnið dregur úr
álagi og hlífir liðum. Þeir sem
geta ekki verið í venjulegum
íþróttum vegna liðverkja, bak-
verkja og svo framvegis geta einn-
ig fundið sig í vatns-zumbanu
vegna vatnsins. Maður er léttari í
vatni og það er auðvelt að hoppa
og skemmta sér. Fólk fær mikið
út úr þessu.“
Lopez, Madonna
og fjórtán milljónir
Kristbjörg segir að zumba hafi
orðið til fyrir rúmum áratug þegar
upphafsmaðurinn, Beto Perez frá
Kólumbíu, var að kenna hóptíma í
leikfimi en gleymdi tónlistinni.
„Hann hljóp út í bíl og sótti tón-
listina sem hann var að hlusta á í
bílnum. Setti hana í gang og fór
að hreyfa sig í takt. Hann er með
bakgrunn bæði sem dansari og
einkaþjálfari og þróaði zumba,
sem í dag er risavaxið batterí. Það
er hægt að fara í alls konar
zumbatíma í dag,“ segir Krist-
björg en hún kennir einnig zumba
fyrir krakka.
Fjórtán milljónir manna stunda
zumba í dag og er það orðið lífs-
stíll hjá mörgum. Fjölmargar
Hollywoodstjörnur eru í þeim
flokki; Jennifer Lopez, Kirstie All-
ey, Madonna og Vivica A. Fox
meðal annars. „Zumba á Íslandi
byrjaði í kringum 2010 en vatns-
zumba er tiltölulega nýtt af nál-
inni – vinsælt sem aldrei fyrr.“
Hressir, bætir og kætir enda fátt
betra en að taka á því í vatni.
GUSUGANGUR Í GARÐABÆ
Það er mikill hamagangur í lauginni og fjörið mikið þegar vatns-zumba fer fram. Ekki skemmir útsýnið úr lauginni.
Morgunblaðið/Styrmir Kári
AQUA ZUMBA, EÐA VATNS-
ZUMBA, SEM KENNT ER Í
KLIFINU Í GARÐABÆ, LJÆR
HRESSILEGRI LÍKAMS-
ÞJÁLFUN NÝJA MERKINGU
EN ÞAR SAMEINAST HUG-
MYNDAFRÆÐI ZUMBA OG
HEFÐBUNDIN VATNS-
LEIKFIMI. GUSUGANGUR,
TEYGJUR, SNÚNINGAR,
HRÓP, GLEÐI, FLAUT, HLÁT-
UR OG STUÐ OG STEMN-
ING EINKENNA TÍMANA
SEM HAFA SLEGIÐ Í GEGN
HÉR Á LANDI.
Benedikt Bóas benedikt@mbl.is
Zumba í sundlauginni
Vatn veitir mótstöðu við hverja hreyfingu, sem gerir líkamsrækt í vatni krefj-
andi. Það reynir á þol og hefur auk þess líkamsmótandi áhrif. Kristbjörg Ágústsdóttir kennari.