Morgunblaðið - Sunnudagur - 08.09.2013, Blaðsíða 59

Morgunblaðið - Sunnudagur - 08.09.2013, Blaðsíða 59
8.9. 2013 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 59 LÁRÉTT 1. Þrjóskur drepur á götu. (9) 5. Erfiðleikar með læknisfræðilega mælingu á þeim á niðurleið. (9) 9. Út með 24 tíma af greind við það þegar ný bók kemur á markað. (11) 10. Fljót og ljúfur áætla. (8) 11. Loforð gefin með ópum af illum. (10) 13. Skal ruglaður og ginntur koma fram fullkomlega tilbúinn. (10) 15. Auðhumlu kið umvafið. (7) 17. Í svefni sést læknir við það vesæla ríki. (10) 19. Skrifa um fugl. (4) 20. Aðdáun Dante á King fær enn það sem er ekki það venjulega. (12) 22. Verða gleyminn út af sérkennilegu kuldakasti. (7) 24. Æpir: „Sjálfstæðisflokkur!“ og veiðir. (6) 25. Óðinn minnist á það sem fólki er gefið. (10) 27. Hálsmen úr rafi sem liggur oft í jörð hér á landi? (11) 30. Búir til guðaveigar á ljósmyndum. (12) 33. Skynjun Vilhjálms er ímyndun. (9) 34. Vinnur karl á bónstöð eða er hann betlari? (10) 35. Ekki með möl og án prjáls. (11) 36. Guði fjarlægja í vitleysu. (10) LÓÐRÉTT 1. Tak á hlut í því sem á sér stað í Alþingishúsinu. (8) 2. Rekkjustandsetning felur í sér að hafa misst maka. (10) 3. Hálf þokkalegt V í þunnri köku. (6) 4. Flöskur, tja, til að setja rúður inn. (6) 6. Snerta létt þann sem fór með KA í neðansjávartæki. (12) 7. Hamrandi einhvern veginn upp á lengdina. (8) 8. Breiddi einhvern veginn úr Völu í hlutum verslana. (13) 12. Ég fæ stól með ryki frá félögum mínum. (8) 14. Plani með STEF að finna gerviefni. (9) 16. Svartahafið geymir húðlýti. (5) 18. Auk AA eru fleiri að finna kraft. (7) 19. Rík íslensk sigli inn með signet. (13) 21. Tók mynstur af þegar afskráði (11) 23. Útgerðarfélag kvenna er í eigu soldáns. (9) 26. Gull Rannsóknarstofnunar landbúnaðarins í Bandaríkjunum lendir hjá blönkum. (8) 28. Eldaði þrátt fyrir ofsa peninga. (7) 29. Grastopp myrði með merkingarlausum orðum. (7) 31. Ávarpar ef þú þyrftir. (5) 32. Ensk hurð Íþróttafélags Akranes er að sögn á bát. (5) Margir af yngri skámönnum okkar undirbúa sig af kappi fyrir haust- vertíð skákarinnar sem er alveg að bresta á. Norðurlandamót grunn- skóla í tveimur aldursþrepum mun fram í Finnlandi og Noregi á næstu dögum og Evrópumót ung- menna hefst í Svartfjallalandi und- ir lok mánaðarins. Í byrjun októ- ber mun Taflfélag Reykjavíkur standa fyrir glæsilegu alþjóðlegu móti, Íslandsmót skákfélaga kem- ur í kjölfarið og Víkingaklúbburinn hyggur á þátttöku í Evrópukeppni taflfélaga á Rhodos. Meistaramót Hellis sem lýkur næsta mánudags- kvöld hefur reynst ágætur vett- vangur fyrir undirbúning en þar ber helst til tíðinda þegar ein um- ferð er eftir að 15 ára gamall piltur Oliver Aron Jóhannesson hefur ½ vinnings forystu með 5 vinninga af sex mögulegum en í 2. – 5. koma Mikhael Jóhann Karlsson, Kjartan Maack, Sverrir Örn Björnsson og Jón Árni Halldórsson. Hinn 10 ára gamli Vignir Vatnar Stefánsson tapaði tveim fyrstu skákunum en Monrad-meðvindurinn hefur skilað fjórum sigrum hans í röð og er hann jafn Stefáni Bergssyni, Vero- niku Steinunni Magnúsdóttur, og Atla Jóhanni Leóssyni að vinn- ingum í 6.-9. sæti. Oliver Aron, sem var næstum því orðinn heimsmeistari áhuga- manna í fyrra hefur á Hellis- mótinu unnið kappa á borð Mikha- el Jóhann Karlsson og Sævar Bjarnason. Sá síðastnefndi, alþjóðlegi meistarinn Sævar Bjarnason, á heiður skilinn fyrir dugnað sinn við að tefla á innlendum mótum. Hann tekur yfirleitt þátt í Haust- móti TR, Skákþingi Reykjavíkur, Íslandsmótinu og er mættur á Meistaramóti Hellis. Það er gott veganesti fyrir yngri kynslóðina að fá að kljást við svo sterkan meist- ara í kappskák. Í viðureign þeirra í 3. umferð greip Oliver Aron greip tækifærið og sýndi allar sínar bestu hliðar: Sævar Bjarnason – Oliver Aron Jóhannesson Reti byrjun 1. Rf3 d5 2. g3 c6 3. Bg2 Bg4 4. 0-0 Rd7 5. d3 e6 6. Rbd2 Bd6 7. h3 Bh5 8. c4 Re7 9. a3 a5 10. b3 0-0 11. Bb2 e5 12. cxd5 cxd5 13. Hc1 Rc6 14. Hc2 De7 15. Da1 Þessi uppstilling sem oft kom fyrir í skákum Richard Reti og þeirra sem aðhylltust vængtöfl er úr sér gengin og bitlaus. Og Oliver bregst hart við. 15. … f5! 16. e3 e4 17. dxe4 fxe4 18. Rd4 Rxd4 19. Bxd4 Be2 20. He1 Bd3 21. Ha2 Re5! Með hnitmiðaðri taflmennsku hefur svartur náð yfirburðastöðu. 22. Rf1 a4 23. Bxe5? 23. b4 var skárra en pressan er þung eftir t.d. 23. … Hf7. 23. … Bxe5 24. Dd1 axb3 25. Dxb3 Bc4 26. Dc2 Df7 Það liggur ekkert á að hirða skiptamun. 27. Rh2 Bxa2 28. Dxa2 28. … Hxa3! Ekki batnar ástandið í her- búðum hvíts eftir þennan öfluga leik, 29. Dxa3 strandar vitaskuld á 29. … Dxf2+ o.s.frv. Eftirleikurinn er auðveldur. 29. De2 h5 30. Hf1 Ha1 31. Hxa1 Bxa1 32. Rf1 Be5 33. Rd2 g5 34. Rb3 Kg7 35. Dc2 De6 36. Da2 b6 37. Da4 Df6 38. Da2 Bb2! Línurof. Nú er ekki lengur hægt að verja f2-peðið. 39. Da7 Hf7 40. Da8 Dxf2+ – og hvítur gafst upp án þess að bíða eftir 41. Kh2 Dxe5+! 42. Kxg3 Be5 mát. Kramnik vann heimsbikarmótið Vladimir Kramnik vann loka- einvígið við landa sinn Dmitry Andreikin á heimsbikarmótinu í Tromsö sem staðið hefur síðan í byrjun ágúst. Lokaniðurstaðan varð 2 ½ : 1 ½. Kramnik fór í gegnum mótið án þess að tapa skák, vann níu – þar af fimm kapp- skákir – og gerði 13 jafntefli. Helgi Ólafsson helol@simnet.is SKÁK Oliver Aron efstur á Meistaramóti Hellis Verðlaun eru veitt fyrir rétta lausn krossgátunnar. Senda skal þátttökuseð- ilinn með nafni og heim- ilisfangi ásamt úrlausninni í umslagi merktu: Kross- gáta Morgunblaðsins, Há- degismóum 2, 110 Reykjavík. Frestur til að skila úrlausn krossgátu 7. september rennur út föstudaginn 13. sept- ember. Vinningshafi kross- gátunnar 1. september er Árni Freyr Gunnarsson, Lindarbraut 10, Seltjarnarnesi. Hlýtur hann í verð- laun bókina Leynd eftir L.Marie Adeline. JPV gefur út. KROSSGÁTUVERÐLAUN Nafn Heimilisfang Póstfang
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.