Morgunblaðið - Sunnudagur - 08.09.2013, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - Sunnudagur - 08.09.2013, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 8.9. 2013 Heilsa og hreyfing G uðrún Kristín Ívarsdóttir starf- ar sem miðill og heilari hjá Sálarrannsóknarfélagi Íslands. Guðrún segir starfinu fylgja mikil ábyrgð og að það krefjist heiðarleika. Guðrún byrjaði ekki að starfa sem heilari og miðill fyrr en um þrítugsald- urinn. „Ég vildi klára ákveðinn kafla í líf- inu fyrst, stofnaði fjölskyldu og eignaðist börn. Þetta er vandmeðfarið starf sem þarfnast mikils undirbúnings. Það tekur mörg ár að þróa þetta með sér og að vinna sér inn traust. Það er heilmikið mál að vinna með lifandi manneskju og hennar tilfinningar,“ segir Guðrún sem kallar miðla og heilara ljósbera. Guðrún telur hlutverk þeirra vera að miðla kærleika, hjálpa fólki að vinna úr tilfinningum og finna sitt innra sjálf. „Auðvitað er óheið- arlegt fólk í stéttinni sem notfærir sér veikleika annarra en það má finna alls staðar í samfélaginu.“ Fólk skrifi niður drauma „Ég byrjaði að sjá hluti þegar ég var barn en ég hef verið misnæm í gegnum árin, börn eru opnari en fullorðnir og hleypa meiru að sér. Þegar ég var 11 ára þá lokast þetta hjá mér þangað til ég varð 23 ára og ég veit ekki af hverju það gerist en ég trúi að það sé fyrirfram ákveðið. Eftir að ég eignaðist fyrsta barnið mitt þá opn- aðist ég enn meira, fór að skynja og sjá fleiri framliðna og fá fleiri skilaboð. Fyrst fannst mér þetta svolítið óþægilegt því ég vissi ekki alveg hvað ég átti að gera við þetta.“ Guðrún ákvað að fara þá til Friðbjargar Óskarsdóttur, miðils og heilara, í þjálfun til að læra að vinna með þetta á réttan hátt. „Þrátt fyrir að hafa ekki vitað hvað ég átti að gera þá óttaðist ég það ekki, ég óttaðist ekki að sjá framliðna manneskju eða að ég væri orðin eitthvað biluð á geði. Ég þurfti að velja hvort ég myndi loka á þetta eða vinna úr því. Ég valdi þá leið að vinna úr því af kærleika og heilindum með því að hjálpa öðru fólki,“ segir Guðrún sem sér ekki eftir ákvörðun sinni. Guðrún segist ekki hafa talað mikið um þessa hluti eða það sem hún sá þegar hún var barn. „Börn eiga sér oft ímyndaðan leikfélaga, en minn var það ekki og ég sá hann bara eins og hina krakkana. Ég gat ekki alltaf gert greinarmun þarna á milli, hvort manneskjan sem ég sá væri að hand- an eða hvort hún væri jarðnesk vera. Í dag sé ég muninn.“ Guðrún hefur alltaf trúað því að þeir sem eru farnir séu enn með okkur. „Ég hef alltaf trúað á og séð þessa hluti, ég ólst upp undir Eyjafjöll- unum umkringd klettum og steinum og hef því aldrei efast um álfa og huldufólk.“ Guðrún telur þennan eiginleika til að sjá og skynja oft liggja í ættum. „Amma var mjög næm og var talin vera miðill og heilari þrátt fyrir að hún hafi ekki starfað við þetta – það var meira falið. Svo er það stundum þannig að þeir sem fæðast hratt og koma hratt inn í ljósið eru næmari en ég held að allir sjái eitthvað, bara mis- mikið, til dæmis með tilfinningum og draumum,“ segir Guðrún sem hvetur fólk til að skrá niður drauma sína. „Öll dreymir okkur og ef fólk venur sig á að skrá niður drauma sína verður auðveldara að túlka þá.“ Óþarfi að fara oft til miðils Guðrún segir það taka mörg ár að læra að vinna með það sem maður sér og skynjar. „Í dag er þetta vinnan mín og ég vil fá frið þegar ég er ekki í vinnunni. Í daglegu lífi er ég ekki að horfa á árur fólks eða að opna mig. Ég hef gert samkomulag við mína leiðbeinendur, sem eru þeir sem tala í gegnum mig þegar ég vinn með tran- smiðlun, og þegar ég er ekki í vinnunni vil ég bara vera húsmóðir og mamma á Sel- fossi. Ég hef lært að stjórna þessu og get opnað mig þegar ég er að vinna.“ Þeir sem starfa hjá Sálarrannsókn- arfélaginu starfa allir á ólíkan hátt að sögn Guðrúnar en flest vinna þau í transi. Guð- rún lýsir transmiðluninni þannig að þá tek- ur einhver annar yfir og rödd miðilsins getur jafnvel breyst. Þá koma upplýsingar í gegnum miðilinn frá framliðnum. „Ég sit stundum með manneskju og spái fyrir henni og tala og tala um hluti sem ég hef ekki hugmynd um en um leið og tíminn er búinn man ég ekkert hvað ég sagði við viðkomandi. Sem betur fer þurrkast þessi samtöl út hjá mér því oft er fólk að kljást við stór vandamál og mikinn sársauka. Ef ég þyrfti að muna allt og vita af öllu þá yrði ég örugglega brjáluð. Oft er þetta sama fólkið sem kemur til mín og margir koma reglulega. Mér finnst samt alveg óþarfi að fara oft til miðils. Ef fólk kemur of oft fær það bara sömu upplýsingarnar aftur og aftur því hlutirnir breytast ekki það hratt,“ segir Guðrún sem telur að það sé hámark að fara einu sinni til tvisvar á ári til miðils. „Þetta er vandmeðfarið starf og maður þarf að passa hvað maður segir og vanda orðaval; það þarf oft ekki mikið til að særa,“ segir Guðrún sem vill sjá fólk fara brosandi út frá henni. „Ég byrja yfirleitt tímann á að spyrja fólk hvað það sé sem það vilji fá út úr tímanum og reyni svo að útskýra fyrir því hverju það eigi von á til að koma í veg fyrir vonbrigði. Ég veit ekkert meira en næsti maður. Þegar ég svara spurningum fólks um hvað taki við eftir dauðann þá geri ég það í gegnum transinn og man svo ekkert hvað ég sagði eftir tímann. En sjálf trúi ég að það sé eitthvað gott sem taki við, einhver önnur vídd. Ég trúi líka á fyrra líf, ekki spurning,“ segir Guðrún sem telur að dá- leiðsla geti stundum hjálpað fólki að rifja upp brot úr sínu fyrra lífi. Erum bara mannleg Efasemdafólk verður oft á vegi Guðrúnar í daglegu lífi en hún segir það vera allt í lagi. „Oft er fólk sem starfar í þessari grein álitið skrítið og furðulegt, en það hafa allir rétt á sínum skoðunum. Þegar fólk grínast með þetta og spyr spurninga þá passar maður sig á að taka það ekki of nærri sér.“ Guðrún telur eðlilegt að fólk sem starfar í þessari grein efist stundum sjálft, „Við erum bara mannleg og getum stundum efast um það sem við skynjum og segjum en sem betur fer fær maður yf- irleitt staðfestingu á því seinna að maður hafi farið með rétt mál.“ Þegar Guðrún er spurð af hverju fólk komi til hennar þá segir hún allan gang vera á því og ástæðurnar ólíkar. Guðrún segir suma til dæmis reyna að ná sam- bandi við einhvern látinn og fá leiðsögn að handan og aðrir komi til að fá svör og vilji vita hvert næsta skref sé í lífinu. „Margir koma svo í heilun sem er einskonar slökun og orkujöfnun. Fólk hefur mikla þörf fyrir að jarðtengja sig og það vill stöðugleika, þá getur verið gott að kunna að hugleiða.“ Guðrún segir það vera kúnst að hugleiða og að fólk komi til hennar í einkatíma til að læra það. „Þegar ég tek manneskju í einkatíma næ ég að einbeita mér að henni, þá kenni ég henni að fara inn í sinn kjarna en mismunandi fólk þarfnast ólíkra aðferða því allir hafa ólíkan kjarna og ólík- ar tilfinningar.“ Heilarar þurfa sjálfir að vera jarðtengdir að mati Guðrúnar og kunna að verja sjálf- an sig áður en þeir fara að meðhöndla og hjálpa fólki. „Við sem erum næm getum tekið sársauka og verki inn á okkur, til dæmis ef heilari er að meðhöndla hjart- veikan einstakling þá getur heilari fengið sársauka fyrir hjartað. Ég hef skynjað sársauka annarra og það vill maður ekki.“ Guðrún hefur notast við tólf spora kerfið en hún segir það ekki bara fyrir fíkla. „Ég vil sjá tólf spora kerfið kennt í grunn- skólum, þá væri ekki til neitt sem heitir einelti. Með tólf spora kerfinu myndu börn læra að bera virðingu fyrir umhverfi sínu, hvert öðru og tilfinningum annarra. Við þurfum öll að læra að vinna úr tilfinn- ingum okkar og þetta kerfi kennir okkur það meðal annars,“ segir Guðrún að lokum sem er bjartsýn á framtíðina, „Núna eftir áramót hefur alheimsorkan breyst. Það er nýtt upphaf að mínu mati og margt að breytast í rétta átt.“ Guðrún Kristín segir marga sækja í heilun til að ná slökun og jafna orku. Mikil ábyrgð að vinna með tilfinningar manneskju GUÐRÚN KRISTÍN ÍVARSDÓTTIR ER MIÐILL OG HEILARI HJÁ SÁLARRANNSÓKNARFÉLAGINU. HÚN GERIR EKKI LÍTIÐ ÚR VIÐ- HORFUM EFASEMDAFÓLKS OG SEGIR ALLA HAFA RÉTT Á SÍNUM SKOÐUNUM. HÚN SEGIR MIÐILS- GÁFUNA LIGGJA Í ÆTTUM OG AÐ ALHEIMSORKAN HAFI BREYST EFTIR ÁRAMÓT. Guðný Hrönn Antonsdóttir gha1@hi.is * Heilarar þurfa sjálfirað vera jarðtengdirað mati Guðrúnar og kunna að verja sjálfan sig áður en þeir fara að með- höndla og hjálpa fólki.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.