Morgunblaðið - Sunnudagur - 08.09.2013, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - Sunnudagur - 08.09.2013, Blaðsíða 15
meðvirkni með ofbeldisaðilanum, leyfir ofbeldinu að vinna sitt verk. Að lokum kemur að þeim punkti að sambandið er orðið svo veikburða vegna vanlíðunar og óöryggis að einstaklingarnir fara að fjarlægjast hvor annan. Þegar þarna er komið sögu athuga ég með skjólstæð- ingnum hvað í hans eigin hegðun veikir sambandið. Oftast er það vanræksla því ofbeldisfólk leitar sjaldnar aðstoðar því það tekur ekki ábyrgð á sambandinu, lítur á sig sem fórnarlamb og kennir hin- um aðilanum um. Ráðin byggjast á því að athuga hvort skjólstæðingur minn telji sig hafa gert það sem hann getur til að bjarga sambandinu. Telji hann svo vera er mitt ráð að slíta sam- bandinu því einstaklingur heldur ekki uppi sambandi sem tveir koma að. Þegar skjólstæðingar fara eftir þessum ráðum fylgir því oftast mikill léttir þó að sorg sé líka alltaf inni í myndinni því um leið og einhverju sem var gott lýk- ur fylgir því söknuður. Telji skjól- stæðingur minn að hann geti bætt um betur í sambandinu förum við yfir hvernig hann geti reynt að koma hinum aðilanum í skilning um hvað í hans fari veldur skjól- stæðingnum sárindum og kvíða í samskiptunum. Stundum tekst það vel og þá kemst aftur líf í sam- bandið. Rót samskiptavanda er oftast að finna í barnæskunni. Sem börn er- um við mjög sjálflæg og þegar ein- hver er vondur við barn þá er því eiginlegast að líta fyrst í eigin barm og hugsa: Það hlýtur að vera eitthvað að mér. Það er hræðilegt að hitta fullorðið fólk sem var alið upp við vanrækslu, var beitt of- beldi eða varð fyrir einelti, því það fær gjarnan þá hugmynd að það sé ekki þess virði að vera elskað. Stundum kemur slíkt fólk til mín af því að það heldur að það sé þunglynt en oft er það ekki þung- lynt heldur í endalausu sorgarferli yfir einhverju sem gerðist fyrir mörgum árum. Þá þarf ég að hjálpa þessu fólki að komast í tengsl við tilfinningar sínar í gegn- um nándina og gefa því þá upplifun að gegnt því sitji manneskja, í þessu tilviki ég, sem hlusti á það, virði það og styðji. Þetta hjálpar fólki til að komast í tengsl við til- finningar sínar og setja hluti í sam- hengi. Ef við erum ekki meðvituð um af hverju við erum eins og við erum er erfitt að takast á við vandamál og átta sig á hvað maður þarf að gera öðruvísi til að líða bet- ur og hvernig maður eigi að breyta framkomu sinni gagnvart ákveðnu fólki þannig að það vaði ekki yfir mann.“ Ekki hægt að skapa nánd á facebook Er eitthvað í nútímasamfélagi sem truflar nándina meira en annað? „Já, hraði og óhóflegar kröfur trufla nútímamanninn mjög mikið því þær gera okkur stressuð en streita minnkar hæfni okkar til að upplifa nánd. Sömuleiðis geta raf- rænir miðlar, eins og til dæmis facebook, dregið úr hæfni okkar til nándar. Við mennirnir erum afurð mjög langrar þróunarsögu og heili okkar er forritaður til að fá upplýs- ingar um annað fólk þegar við stöndum frammi fyrir því augliti til auglitis. Þá horfumst við í augu, sjáum líkamstjáningu og hlustum á raddblæ þess sem við ræðum við. Rafrænir miðlar gera okkur auð- veldara að fá upplýsingar frá fólki en við erum ekki í raunverulegri nánd við það því nærveruna skort- ir. Ég man eftir sjónvarpsþætti þar sem talað var við rúmlega tvítugan pilt sem átti 500 vini á facebook en aðalumkvörtunarefni hans var: Ég er einmana. Það er umhugsunar- vert að eiga alla þessa svokölluðu vini en vera samt einmana. Það er ekki hægt að skapa nánd í gegnum facebook þar sem við sjáum bara stafi. Og af því það skapast ekki nánd þá stendur samkenndin höll- um fæti og því er auðvelt, ef maður verður ósammála einhverjum, að ausa út úr sér svívirðingum sem maður myndi aldrei við hann segja augliti til auglitis.“ Ást við fyrstu sýn Í lok bókar þakkar þú eiginmanni þínum og segir að hvergi sé ham- ingja þín meiri en í nándinni með honum. Hver er maðurinn þinn? „Hann heitir Bjarni Viðar Sig- urðsson leirlistarmaður. Við kynnt- umst á skemmtistað fyrir mörgum árum. Það var í raun og veru ást við fyrstu sýn.“ Þú trúir þá á ást við fyrstu sýn? „Já, ég geri það. Það að vera ástfanginn af einhverjum er samt ekki það sama og elska viðkom- andi. Það tekur miklu lengri tíma að elska einhvern. En það varð strax neisti á milli okkar Bjarna. Við erum ólíkir að mörgu leyti, ég er meira inn í mig og hann er meira út á við og við eigum ólíkan bakgrunn. Það eru tæp tuttugu ár síðan við kynntumst og frá þeim tíma höfum verið mikið saman í nándinni. Við erum bestu vinir hvor annars. Okkur finnst gaman að hlæja og fíflast og getum eytt heilu kvöldunum í að tala saman um lífið og tilveruna og hugðarefni hvor annars. Ég er mjög lánsamur. Í upphafi átti ég móður sem veitti mér ör- yggi í gegnum nándina og svo fékk ég áframhaldandi öryggi með Bjarna, en þau mamma urðu miklir vinir.“ Hefur þú sem sálfræðingur velt því fyrir þér hver sé tilgangurinn með lífinu? „Ég er sammála Dalai Lama sem segir að tilgangur lífsins sé að vera hamingjusamur. Ég vona að þessi bók mín hjálpi þeim sem lesa hana til að gera sér grein fyrir því hvað gerir okkur hamingjusöm og þar er nánd lykilatriði. Nánd kost- ar áreynslu af okkar hálfu en hún kostar ekki peninga og hún eykur hamingjuna.“ Morgunblaðið/Ómar *Það er ekki hægt að skapanánd í gegnum facebook þarsem við sjáum bara stafi. Og af því að það skapast ekki nánd þá stendur samkenndin höllum fæti. 8.9. 2013 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15 „það besta sem ég hef grillað á“ GÆÐI ENDING ÁNÆGJA WWW.WEBER.IS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.