Morgunblaðið - Sunnudagur - 08.09.2013, Blaðsíða 52
52 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 8.9. 2013
Viðamikil bókaþing hefjast í Reykjavík í
næstu viku; Bókmenntahátíð í Reykjavík og
alþjóðleg ráðstefna PEN-samtakanna. Prent-
smiðjan Oddi, PEN á Íslandi og Bók-
menntahátíðin hafa gert með sér samning
sem felur í sér að prentsmiðjan styrkir þing-
ið og hátíðina með því að prenta án endur-
gjalds allt efni sem gefið verður út í kringum
hina viðamiklu alþjóðalega ráðstefnu PEN
International, og Bókmenntahátíð í Reykja-
vík. Jón Ómar Erlingsson, framkvæmdastjóri
Odda, Sjón forseti PEN-samtakanna á Íslandi
og Sigurður G. Valgeirsson, stjórnarformað-
ur Bókmenntahátíðar í Reykjavík, undirrit-
uðu samstarfssamninginn í Hörpu en þar fer
PEN-þingið fram að hluta.
ODDI STYRKIR BÓKAÞING
HÁTÍÐIN STYRKT
Sigurður G. Valgeirsson, Jón Ómar Erlingsson
og Sjón undirtituðu styrktarsamninginn.
Morgunblaðið/Rósa Braga
Hluti eins verka Kristjáns á sýningunni. Mynd-
efnin eru oft uppstillingar en einnig landslag.
Morgunblaðið/Einar Falur
Þessa dagana stendur yfir í Gallerí Fold við
Rauðarárstíg sýning á málverkum eftir Krist-
ján Davíðsson (1917-2013). Kristján var einn
þekktasti listmálari þjóðarinnar og merkur
brautryðjandi, þekktur fyrir persónuleg ljóð-
ræn abstraktverk. Á sýningunni gefur hins
vegar að líta á annan tug verka sem hann
málaði áður en hann hélt til Bandaríkjanna í
nám árið 1945. Verkin eru fígúratíf að mestu
og sýna vel formtilraunir og glímu hins unga
listamanns. Verkin voru í eigu Sigríðar
Sveinsdóttur og við lát hennar eignuðust
börn hennar tvö þau. Einnig eru nokkur nýrri
verk á sýningunni.
MÁLVERK FRUMKVÖÐULS Í FOLD
VERK KRISTJÁNS
Tónleikaröðin Klassík í
Salnum hefur göngu sína á
sunnudag klukkan 16. Þá
kemur Edda Erlendsdóttir
píanóleikari fram á útgáfu-
tónleikum. Fagnað verður
útgáfu nýs geisladisks
Eddu, þar sem hún leikur
einleiksverk eftir Schu-
bert, Liszt, Schönberg og
Berg. Diskurinn er sá sjö-
undi sem Edda gefur út.
Edda Erlendsdóttir er einn fremsti píanó-
leikari þjóðarinnar og hefur haldið fjölda
tónleika og tekið þátt í tónlistarhátíðum víða
erlendis, í Evrópu, Rússlandi, Bandaríkjunum
og Kína. Hún er búsett í París og starfar sem
prófessor í píanóleik við Tónlistarskólann í
Versölum.
Tíu tónleikar verða í tónleikaröð Salarins í
vetur, með mörgum okkar þekktustu tónlist-
armönnum auk erlendra listamanna.
ÚTGÁFUTÓNLEIKAR
EDDA Í SALNUM
Edda
Erlendsdóttir
Leiðangur er heiti sýningar þýsku listamannanna Thomasar Hu-bers og Wolfgangs Aichners sem opnuð var í sal 2 í ListasafniÍslands á föstudagskvöldið. Sýningin fjallar um þriggja vikna
þraut þeirra fyrir tveimur árum, þar sem þeir drógu rauðan bát yfir
ríflega þrjú þúsund metra hátt fjallaskarð í Ölpunum. Ásamt farkost-
inum fylgja heimildir um þessa raun, sem endaði sem sýning á Fen-
eyjatvíæringnum. Verkið vekur spurningar um tengsl listar og nátt-
úru og samanstendur m.a. af málverkum, ljósmyndum, grafíkverkum,
bókverkum og vídeóinnsetningu. Sýningarstjóri er Christian Schoen,
fyrrverandi fortöðumaður Kynningarmiðstöðvar íslenskrar mynd-
listar.
„Verkefnið snerist að vissu leyti um myndhverfingu,“ segir Schoen.
„Fyrst þurfti að smíða bátinn og leggja síðan í að draga hann yfir
fjöllin. Sýningin á verkinu, eða um verkefnið, var opnuð án þess í
Feneyjum; Huber og Aichner voru þá á leiðinni yfir fjöllin. Það var
að vissu leyti höfnun á markaðsmaskínu tvíæringsins. Til að byrja
með sýndum við fjarveru verksins en vorum með daglegar upp-
færslur á dagbókinni, þar til kom að lokaþættinum þegar verkið birt-
ist loks.“
Og hvert var markmiðið með verkinu?
„Eins og í klassísku drama var tvenns konar mögulegur endir.
Annars vegar þar sem allt færi í vitleysu, og hinn, sá rómantíski, þar
sem hetjurnar komast í guða tölu. Við vissum að verkið yrði að enda
illa! Ef leiðangurinn hefði endað vel hefðu skilaboðin verið þau að
menningin drottnaði yfir náttúrunni. En skilaboðin gátu ekki verið
slík, heldur að náttúran myndi alltaf hafa betur. Þetta er ákveðin
gagnrýni á þann draum manna að brjóta náttúruna undir sig.“
Hér á landi mun leiðangurinn nú halda áfram, undir nýjum for-
merkjum, Powerwalk 2013, þegar Huber og Aichner hefja vikulanga
kraftgöngu á Vatnajökli. Munu þeir bera vindmyllu sem hleður raf-
magni á batterí. Að leiðangrinum loknum verður fatnaður listamann-
anna þveginn með uppsafnaðri vindorkunni sem notuð verður til að
knýja tvær þvottavélar úti í Þýskalandi. Heimild um gjörninginn
verður til í formi kvikmynda og ljósmynda sem verða síðan grunnur
að innsetningu á nýrri sýningu. efi@mbl.is
LEIÐANGUR HUBERS OG AICHNERS YFIR ALPANA
Drógu bátinn
yfir fjöllin
Listamennirnir Thomas Huber og Wolfgang Aichner, sem eru hér í
Listasafni Íslands ásamt Schoen, munu nú safna raforku á Vatnajökli.
Morgunblaðið/Kristinn
„VIÐ VISSUM AÐ VERKIÐ YRÐI AÐ ENDA ILLA,“ SEGIR
SÝNINGARSTJÓRINN, CHRISTIAN SCHOEN.
Menning
Þ
etta er „Flatey Dream“, fyrsta
verkið sem ég vann á Íslandi,“
segir Kees Visser og sýnir ljós-
mynd þar sem hann sést standa
upp fyrir mitti í köldum Breiða-
firði og veifa til hafs. „Þetta var um versl-
unarmannahelgina 1976 og ég vaknaði að
morgni fyrsta ágúst og hafði dreymt afa
minn. Hann kom og tilkynnti mér að þennan
dag væri öld frá fæðingu hans, hann væri að
fara út á sjó og spurði hvort ég vildi ekki
koma og kveðja hann. Þarna er ég að kveðja
afa,“ segir Kees, brosir og fer með ljóð sem
hann samdi einnig þennan dag. „Mér finnst
gaman að hafa þetta verk með á sýningunni,
það fyrsta sem ég gerði hér,“ bætir hann svo
við.
Á föstudagskvöldið var opnuð í tveimur söl-
um Listasafns Íslands sýningin Ups and
Downs, á verkum þessa hollenska listamanns
sem bjó á Íslandi um árabil og tengdist náið
þróun íslenskrar myndlistar á áttunda og ní-
unda áratug liðinnar aldar. Þótt Kees hafi
ekki verið jafnáberandi hér síðan hann flutti
til Parísar árið 1993, þar sem hann hefur átt
blómlegan feril á meginlandinu sem kennari
og listamaður, finnst okkur mörgum hann
vera íslenskur listamaður. Hann talar fljúg-
andi íslensku og þekkir landið betur en flestir,
eftir að hafa starfað sem leiðsögumaður og
dvalið á fjöllum í mörg sumur.
Samhliða opnun sýningarinnar gefur
Crymogea út bók um listsköpun Kees.
„Flest verkin á sýningunni eru gömul og
tengjast þeim tíma þegar ég bjó hér; ég var
einn vetur á Varmalandi, tvö og hálft ár á
Stórutjörnum og sjö og hálft ár í Reykjavík,“
sagði Kees þar sem hann var önnum kafinn
við uppsetningu verkanna. Þvert gegnum ann-
an salinn er búið að smíða létta grind og á
hana hefur verið raðað verkum sem hann hef-
ur fléttað saman úr skornum síðum bóka um
tvo listamenn, Piet Mondrian og Roy Lichten-
stein.
„Fyrirmyndin að þessu verki er bók sem ég
fléttaði á Varmalandi á sínum tíma, 1978, og
kallaði Hjónaband íslensku og hollensku,“ seg-
ir hann. „Það er í raun grunnverk þessarar
sýningar því mín hollensk-íslensku tengsl
mynduðust þennan fyrsta vetur hér.“
Fjallabak, Klaustur, Rauðaá …
Í þessum sal gefur líka að líta skúlptúra, stórt
verk úr litaflötum sem Kees sýndi á eft-
irminnilegri sýningu í SÚM-sal Nýlistasafns-
ins árið 1992 og á löngum borða eru samhliða
raðir ljósmynda; sú neðri sýnir jörðina við
fætur ljosmyndarans en hin upp í himininn.
Þetta er verkið Ups and Downs.
„Þessi er frá Fjallabaki, þetta er í Lund-
arreykjadal, þarna horfi ég niður af brúnni við
Kirkjubæjarklaustur, þetta er Rauðaá við
Hellu …“ þylur listamaðurinn upp þar sem
hann bendir á myndirnar af jörðinni. Þar sem
Kees ferðaðist um Ísland ár eftir ár uppgötv-
aði hann að hann var alltaf að mynda jörð og
himin. Og verk tók að mótast í huga hans,
verk með 3.200 myndrömmum sem sýna ætti
í 40 slædssýningavélum; 20 beindust upp í loft
og sýndu himin en hinar 20 héngju í loftinu
og vörpuðu jarðarmyndum á gólfið. Aldrei
tókst þó, sökum kostnaðar og tækniörð-
ugleika, að sýna verkið í heild. Seinna fór
hann að vinna að myndskreytingu fyrir hús
Kennaraháskólans, þar sem í efri glugga átti
að prenta myndir af himninum en af jörðinni
á þá neðri; það gekk heldur ekki upp. En hér
á sýningunni er þessi útgáfa verksins og önn-
ur minni í bás með átta myndvörpum.
„Nú er ég farinn að geta litið til baka yfir
ferilinn og sé að margt sem ég gerði er
blanda af innsæi og þörf til að greina allt og
túlka,“ segir Kees. „Þetta tvennt birtist aftur
og aftur í ferlinu en er þó ekki eitthvað sem
ég þarf að halda mér í, ég þarf ekki að halda
mér í einhvern stíl. Persónuleikinn kemur
hins vegar í ljós í því sem maður gerir. Maður
rúllar áfram gegnum lífið og það kemur í ljós
að í ferðalaginu er eitthvert samhengi.“
Gestir á sýningunni sjá hvað listsköpun
Kees þróaðist á athyglisverðan hátt. Eitt sinn
hafði hann vinnustofu á Korpúlfsstöðum og
var að smíða rimlarúm fyrir börnin sín þegar
honum datt í hug að sníða fæturna af og setja
rúmhliðarnar með máluðum rimlunum upp á
vegg. Það var byrjun á röð áhugaverðra
verka. Árið 1985 vann hann röð expressjón-
ískra prenta út frá verkum eftir Einar Jóns-
son myndhöggvara.
„Ég tók þrjú þemu úr symbólisma hans,
fæðingu, líf og dauða, og vann upplagsverk í
möppu auk þessara ellefu mónóþrykkja,“ seg-
SÝNING Á VERKUM SEM KEES VISSER VANN Á ÍSLANDI Í LISTASAFNI ÍSLANDS
„Ég þarf ekki að halda
mér í einhvern stíl“
„FLEST VERKIN Á SÝNINGUNNI ERU GÖMUL OG TENGJAST ÞEIM TÍMA ÞEGAR ÉG BJÓ HÉR,“ SEGIR KEES VISSER. Á
SÝNINGUNNI Í LISTASAFNINU FÁ GESTIR GÓÐA YFIRSÝN YFIR FJÖLBREYTILEGA SKÖPUN HANS.
Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is
MondLicht, 2013. Verk fléttað úr síðum bóka
um Mondrian og Lichtenstein.