Morgunblaðið - Sunnudagur - 08.09.2013, Síða 32

Morgunblaðið - Sunnudagur - 08.09.2013, Síða 32
HNETU- OG KARRÍBUFF 20-25 stk. 2 meðalstórir laukar 1 rautt chillí 6 hvítlauksrif 5 cm ferskt engifer 1 msk. kókosolía 2 tsk. karrí 2 tsk. tómatkraftur (puree) ½ tsk. Himalaya- eða sjávarsalt 1 lítil kartafla 2 meðalstórar gulrætur 300 g blómkál (þyngd fyrir snyrtingu) 140 g blandaðar hnetur (kasjú-, hesli- eða brasilíuhnetur), malaðar í matvinnsluvél 25 g kóríanderlauf, söxuð gróft 100 g spelt brauðrasp (eða spelt hrökk- brauð) 1 egg, hrært lauslega Aðferð 1. Hitið ofninn í 190 gráður. 2. Skrælið engifer, lauk og hvítlauk og saxið smátt. 3. Skerið chilli langsum, fræhreinsið og saxið smátt. 4. Skrælið kartöflu og gulrætur og rífið á rifjárni. 5. Rífið blómkál á rifjárni eða setjið í matvinnsluvél (með blaði til að rífa grænmeti). 6. Hitið kókosolíuna á stórri pönnu. Bætið við vatni ef þarf meiri vökva. 7. Steikið laukinn þangað til hann fer að mýkjast. 8. Bætið chilli, hvítlauk, karríi, tómatkrafti, salti og engifer út í og hitið í nokkrar mínútur. 9. Bætið rifnu kartöflunni, gulrótunum og blómkál- inu saman við og hitið í nokkrar mínútur. 10. Blandið síðan saman í stórri skál. 11. Saxið kóríanderlauf smátt. 12. Setjið hnetur og brauðsneiðar (eða hrökkbrauð) í matvinnsluvél og blandið í nokkrar sekúndur eða þangað til nokkuð fínmalað. Setjið í stóru skálina og hrærið vel. 13. Bætið eggi og kóríander saman við og hrærið vel. 14. Mótið borgarana í höndunum (eins og stórt vatnsglas í ummál). Gott er að hafa þá tæplega 1 cm eða svo á þykkt. 15. Setjið bökunarpappír á bökunarplötu og raðið borgurunum á plötuna. 16. Bakið í 30-40 mínútur. Snúið borgurunum við eftir 25-30 mínútur og bakið áfram. HVÍTLAUKSJÓGÚRTSÓSA 400 ml hrein jógúrt, AB mjólk eða 5% sýrður rjómi (án gelatíns) frá Mjólku. Einnig má nota sojajógúrt 1 tsk. Himalaya- eða sjávarsalt 1-2 hvítlauksrif, marin ¼ eða ½ tsk. svartur pipar smávegis fersk steinselja (má sleppa) Aðferð 1. Hrærið öllu vel saman. 2. Kælið í a.m.k. 30 mínútur. Gott að hafa í huga · Nota má gríska jógúrt á móti venjulegri jógúrt. · Einnig má sleppa jógúrtinni og nota einungis 5% sýrðan rjóma í staðinn. KÓRÍANDER- OG PERUSALSA meðlæti fyrir fjóra 1 límóna, safinn 1 rautt chillí 1 hvítlauksrif 2 msk. fersk kóríanderlauf 1 pera, vel þroskuð 2 avókadó, vel þroskuð Himalaya- eða sjávarsalt og pipar að smekk 2 tsk. agave-síróp Aðferð 1. Skerið chilli langsum og fræhreinsið. Saxið afar smátt. 2. Saxið kóríanderlaufin smátt. 3. Afhýðið peruna og avókadó og skerið í grófa bita. 4. Setjið avókadó og peruna í skál og stappið (ekki samt þannig að verði alveg að mauki). 5. Skerið límónuna til helminga og kreistið safann yfir maukið. 6. Hrærið chilli og kóríanderlauf út í skálina. 7. Hrærið agave-sírópi út í. 8. Saltið og piprið að smekk. 9. Látið salsað standa í kæli í um klukkustund. Hnetu- og karríbuff með hvítlauksjógúrt- sósu og kóríander- og perusalsa 32 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 8.9. 2013 Matur og drykkir B erglind var í fæðingarorlofi með yngsta barn sitt og Sig- urðar Friðriks Gíslasonar, matreiðslumanns, þegar elsta barn þeirra greindist með Tourette-sjúkdóminn og fór hún í kjölfarið að leita að náttúrulegum leiðum fyrir son sinn og úr varð bók um heilsusamlegt mataræði. „Hann fékk mjög mikil einkenni á stuttum tíma, mikla kæki, kvíða og skapsveiflur. Þegar við fundum hve gríðarleg áhrif maturinn hafði fannst mér ég ein- hvern veginn verða að segja frá þessu og deila með öðrum og þannig varð fyrri bókin til með sögunni hans, uppskriftum og fróð- leik,“ segir Berglind. Berglind segir það mikilvægt að hlusta á lík- ama sinn og leggja áherslu á að maturinn sé næringarríkur. „Margir halda að þó eitthvað hafi fáar kaloríur sé það hollt, að allt snúist um að matur sé megrandi en ekki fitandi, en það er alls ekki svo. Að borða hreinan mat sem eldaður er frá grunni er allra best og reyna að bæta grænmeti meira inn er gott markmið til bættrar heilsu. Í bókinni tala ég mikið um fæðuóþol, þar sem ég tel að margir séu með slíkt án þess kannski að gera sér grein fyrir því. Við erum ekki alltof dugleg við að hlusta á líkamann og bregðast við því; velta fyrir okkur af hverju við erum með magaverk, brjóst- sviða, hausverk eða bara exem. Við erum svolítið fljót að taka bara verkjalyf en ekki reyna að finna út hver ástæðan er, hvað það er sem liggur að baki, hvað líkaminn er að reyna að segja okkur“. Bókin hennar, Heilsuréttir fjölskyldunnar, sló í gegn og nú er önnur bók hennar um heilsurétti komin í umferð. Í bókinni má meðal annars finna kafla um krydd og hvernig þau geta bætt heils- una. „Ég bað einnig fimm mæður að deila sögunum af börnunum sínum, hvernig breytt mataræði breytti lífi þeirra, og þær sögur eru mjög áhrifaríkar og segja mikið. Fólk á oft auðveldara með að tengja sig við reynslusögur frekar en til dæmis að lesa fræðitexta. Reynslusögur snerta mann og þær hjálpa fólki sem er í svipaðri stöðu og vill kannski frekar leita annarra leiða en þau hafa verið að gera,“ segir Berglind. „En ég vil bæta því við, að þó svo að ég sé með þennan kafla um mat og hegðun barna og þar sé verið að tala um óþolsvanda eins og glúten, þá er það ekki svo að bókin sé bara fyrir þá sem eru í þessum hugleið- ingum, hún er fyrir alla sem vilja borða holl- an og góðan mat og þar sem ég er með fjög- ur börn get ég sagt að maturinn henti allri fjölskyldunni, því hér borða allir matinn sem er í bókinni. Ég er hlynnt því að við borðum fjölskyldumáltíð, að það sé ekki margrétta, þar sem verið er að elda eitt fyrir foreldrana og annað fyrir börnin“. Berglind Sigmarsdóttir og Sigurður Gíslason eru höfðingar heim að sækja. MIKILVÆGT AÐ HLUSTA Á LÍKAMANN Matur getur ýmsu breytt Líflegt borðhald enda réttirnir litríkir og hollir. BERGLIND SIGMARSDÓTTIR GAF Á DÖGUNUM ÚT SÍNA AÐRA BÓK UM HEILSURÉTTI FYRIR FJÖLSKYLD- UNA. HÚN SEGIR LÍFIÐ VERA OF STUTT TIL AÐ BORÐA ÓSPENNANDI MAT OG GEFUR ÞAÐ MANNI TVÖFALDA ÁNÆGJU EF MATURINN ER HOLLUR OG BRAGÐGÓÐUR. Gunnþórunn Jónsdóttir gunnthorunn@mbl.is

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.