Morgunblaðið - Sunnudagur - 06.10.2013, Síða 18
H
elena Aðalsteinsdóttir kom fyrst til
Damaskus, höfuðborgar Sýrlands,
sumarið 2009 en móðir hennar,
Solveig Sveinbjörnsdóttir, starfaði
á þeim tíma þar á vegum Flóttamannastofn-
unar Sameinuðu þjóðanna. Henni leist vel á
borgina. „Mér leið strax vel í Damaskus og
heillaðist af menningunni. Þá eignaðist ég vini
þetta sumar sem ég er enn í sambandi við,“
segir Helena. Í þessari ferð fór hún einnig yf-
ir til Jórdaníu.
Strax við heimkomuna fór Helena að leggja
drög að næstu ferð á arabaslóðir. „Mig lang-
aði að taka vinkonu mína með og ferðast um
Sýrland og fleiri lönd og kynnast þeim betur.“
Ásgerður Birna Björnsdóttir var til í tuskið
og eftir að hafa lokið stúdentsprófi vorið 2010
unnu þær í hálft ár til að safna fyrir ferðinni.
Lagt var í’ann í febrúar 2011.
Söknuðu strax Sýrlands
„Við byrjuðum í Tyrklandi en héldum þaðan
yfir til Sýrlands. Þarna voru mótmæli hafin í
Egyptalandi og spennustigið hærra í Sýrlandi
en það hafði verið tveimur árum áður,“ segir
Helena.
Stöllurnar drifu sig því yfir til Beirút í Líb-
anon. „Við vorum ekki fyrr komnar þangað
en við fórum að sakna Sýrlands,“ segir Hel-
ena hlæjandi. „Birna féll alveg kylliflöt fyrir
landi og þjóð eins og ég.“
Ekki var því um annað að ræða en snúa
þangað aftur. Í þeirri lotu ferðuðust þær vítt
og breitt um landið, meðal annars til Aleppo,
Hama og Homs. Þeim var hvarvetna vel tek-
ið.
„Sýrlendingar eru afskaplega opið og vin-
gjarnlegt fólk. Mjög spenntir að kynnast
ferðamönnum. Það helgast örugglega að hluta
af því að túrismi er ekki mikill í landinu. And-
rúmsloftið þarna var svo afslappað og þægi-
legt því hrikalega sorglegt að hugsa til þess
hvernig allt er núna,“ segir Helena.
Stöllurnar komu varla svo í verslun að ekki
væri boðið upp á te og heimboðin voru ófá.
„Fólk sem við hittum á förnum vegi vildi
endilega bjóða okkur í heimsókn. Við fengum
því einstakt tækifæri til að kynnast Sýrlend-
ingum í sínu nánasta umhverfi,“ segir Helena.
Dansglatt fólk
Hún segir Sýrlendinga afskaplega dansglatt
fólk. Þeim Birnu var víða kennt að dansa.
„Eftir kvöldmat kemur fólk saman á heim-
ilum og dansar hringdans í stað þess að horfa
á sjónvarpið. Það er mjög skemmtilegur sið-
ur.“
Hún segir íburð ekki mikinn á heimilum en
fólk uni glatt við sitt. Enskukunnátta er ekki
mikil í landinu en fólk fer, að sögn Helenu,
létt með að gera sig skiljanlegt. Á táknmáli ef
allt annað þrýtur. Sjálf getur hún bjargað sér
á arabísku.
Sýrlendingar versla aðallega á mörkuðum,
Souq, og þar er líf í tuskunum allan liðlangan
daginn. Í Aleppo, sem er, að sögn Helenu,
smækkuð útgáfa af Damaskus, er elsta Souq í
heimi. Mikil upplifun mun vera að koma
þangað.
Spurð hvort foreldrar hennar hafi ekki haft
áhyggjur af henni á þessum framandi slóðum
skellir Helena upp úr. „Nei, nei. Ég á mjög
umburðarlynda foreldra sem treysta mér.
Þess utan hefur mamma ferðast mjög víða í
sínu starfi fyrir hjálparstofnanir, þar sem hún
vinnur aðallega með börnum í Asíu og Afríku.
Hún hefur hvatt mig til að ferðast.“
Farsímar stúlknanna virkuðu ekki í ferð-
inni. Þess í stað hringdu þær heim tvisvar í
viku úr almenningssíma til að láta vita af sér.
Góðir ferðafélagar
Þegar á hana er gengið viðurkennir Helena
að fyrir hafi komið að hún hafi orðið smeyk í
ferðinni. Það geti þó komið fyrir hvar sem er
í heiminum. Alveg eins í Evrópu og annars
staðar. Í um tvær vikur ferðuðust tveir þýskir
piltar, Tom og Leif, með þeim en þeim kynnt-
ust stúlkurnar í lest á leið til Sýrlands frá
Tyrklandi. Þeir voru góðir ferðafélagar. „Það
var sérstakt upplifa það að minna var horft á
okkur meðan strákarnir voru til staðar og það
var dálítill léttir,“ segir hún.
Helena hefur verið í góðu sambandi við þá
félaga síðan og Leif kíkt hingað upp á klak-
ann í heimsókn.
Stöllurnar ferðuðust einnig um Jórdaníu og
Líbanon sem Helena segir um margt túrista-
vænni lönd. Fleiri ferðamenn komi þangað að
ÆVINTÝRAFERÐ UM ARABALÖND
Vor í Sýrlandi
BLÓÐUG BORGARASTYRJÖLD GEISAR Í SÝRLANDI. HÉR HEIMA
FYLGIST HELENA AÐALSTEINSDÓTTIR MYNDLISTARNEMI
ÁHYGGJUFULL MEÐ ENDA HEFUR HÚN MIKIÐ DÁLÆTI Á
LANDINU OG FÓLKINU SEM ÞAR BÝR.
Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is
*Eftir kvöldmatkemur fólk samaná heimilum og dansar
hringdans í stað þess
að horfa á sjónvarpið.
Það er mjög skemmti-
legur siður.
Helena og Birna með vinafólki
sínu í Sýrlandi. Þær eru í góðu
sambandi við fólkið.
Þessi litla og litríka hurð var í þröngri
götu gamla bæjarins í Damaskus.
Ásgerður Birna stendur í gættinni.
Brosmildur kúnni
á rakarastofu.
Kátir strákar sem
stöllurnar hittu í gamla
bænum í Damaskus.
Þessi verslaði
með gullfiska á
útimarkaði.
18 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6.10. 2013
Ferðalög og flakk