Morgunblaðið - Sunnudagur - 06.10.2013, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - Sunnudagur - 06.10.2013, Blaðsíða 23
Fimleikakonan Íris Mist Magnúsdóttir er þekkt sem ein fremsta fimleikakona landsins. Hún hefur náð ótrúlega góðum árangri þrátt fyrir að vera eingöngu 26 ára gömul en hún byrjaði að æfa fimleika þegar hún var 7 ára. Íris ákvað nýlega að hætta í fimleikum eftir langan og farsælan feril en hún getur hins vegar ekki sagt skilið við heilbrigðan lífsstíl. Hversu oft æfðir þú á viku? Ég æfði að meðaltali í 15-18 klukkutíma á viku á meðan ég var á fullu í fimleikum, stundum meira, stundum minna. Hvernig æfir þú í dag? Núna er ég að koma mér í gang eftir smá pásu, er að æfa að meðaltali 5 sinnum í viku. Það eru samt bara rúmlega klukkutíma æfingar í hvert skipti. Ég er aðallega í ræktinni og í crossfit, svo fer ég í fim- leikaþrek. Henta slíkar æfingar fyrir alla? Stífar fimleikaæfingar henta að sjálf- sögðu ekki öllum en ef áhuginn er til stað- ar og líkaminn leyfir hef ég trú á að allir gert það sem þá langar til að gera. Hvernig væri líf án æfinga? Ég þekki bara ekki líf án æfinga, svo að ég get bara ekki svarað þessari spurningu. Ég byrjaði í fimleikum áður en ég byrjaði að muna eftir sjálfri mér. Líf mitt hefur einkennst að stórum hluta af fim- leikasalnum og öllu tengdu því. Hvernig er best fyrir nýliða að koma sér af stað? Það er í boði fimleikaþrek sem kallast ,,fullorðinsfimleikar“ í flest- um fimleikafélögum í dag þar sem allir geta byrjað að æfa, hvort sem þú hefur æft áður eða aldrei prófað. Þar er allur aldur frá unglingum upp í 50/60 ára. Svo er að sjálfsögðu svo margt í boði fyrir yngstu kynslóðina, hún á aldrei í vandræðum með að koma sér af stað. Hver voru heimskulegustu meiðslin á ferlinum? Þegar ég var að fara að sýna 12 ára gömul. Var í upphitun að hoppa á trampólíni að gera spíkathopp. Datt fram fyrir mig og handleggs- brotnaði. Hver er lykillinn að góðum árangri? Að leggja sig allan fram við verkefnið. Helga sig verkefninu dag og nótt. Borða, sofa og hugsa í samræmi við það. Í liðsíþrótt er góður liðsandi, opin samskipti, samvinna og bar- áttuandi er að mínu mati það mikilvægasta. Í mínu til- felli var ég svo heppin að fá auk þess að æfa og keppa með frábærum, hæfileikaríkum og skemmtilegum stelpum. Þær voru allar svo góðar í fimleikum að við höfðum nægan tíma til þess að vinna vel í smáhlut- unum og aukaatriðunum. Hvað ráðleggurðu fólki sem vill hreyfa sig meira? Að finna einhverja hreyfingu sem því finnst skemmtileg. Öll hreyfing er góð og að sjálfsögðu á hreyfing ekki að vera leiðinleg athöfn. Fyrir utan fim- leika finnst mér fjölbreytt hreyfing skemmtilegust. Ekki að gera alltaf það sama og það er auðvitað mik- ilvægt að muna að smá hreyfing er betri en ekki nein. Hvað eru algeng mistök hjá fólki við æfingar? Að fara of hratt af stað, hætta ekki þegar það finn- ur til og fá þar að leiðandi álagsmeiðsli og setja sér markmið sem erfitt er að standa við. Ertu meðvituð um mataræðið? Já, ég er mjög meðvituð um það þó að ég fylgi ekki alltaf því sem ég ætti að gera. Er algjör nammigrís og finnst ro- oosalega gott að borða góðan mat. Hvað borðarðu til að halda þér í formi? Ég borða nú ótrúlega einhæfan mat, finn mér nokkrar teg- undir af hollum mat sem mér finnst bestur og borða hann. Hafragrautur í morgunmat, flatkaka með hummus, serr- ano, harðfiskur og fleira eru m.a. á þeim matseðli. Hvað ráð- leggurðu fólki sem vill bæta mataræðið? Breyta hægt og rólega um lífsstíl, taka eitt og eitt út í einu. Ekki taka ýkta megrunarkúra. Þeir eru óhollir og fólk endar á að borða allt það sama aftur. Sérstaklega á kolvetnis- snauðum kúrum, þú nærir ekki heilann og ert alltaf svangur, ég mundi flytja á skyndibita- staðina eftir svona kúr. Þó að ég gæti reyndar aldrei fylgt honum eftir til að byrja með. KEMPA DAGSINS Hætt í fimleikum Mo rg un bla ðið /G oll i Íris Mist fimleikadrottning 6.10. 2013 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23 Það er ekki eins einfalt og margir halda að setja sér markmið íheilsurækt. Margir eiga eflaust eftir að reka sig á þessa staðreyndá næstu dögum í tilefni átaksverkefninu Meistaramánuður sem stendur nú yfir. Átakið stendur yfir í 30 daga og tilgangurinn er að fá fólk til að setja sér uppbyggjandi markmið í þeirri von að þau nái að festa sig í sessi til frambúðar. Markmiðin eru af ýmsum toga en mörg þeirra snúast um bætta heilsu og aukna hreyfingu. „Markmið eru mjög árangursrík verkfæri en til að þau virki sem best er gott að hafa nokkra grundvallarpunkta í huga,“ segir Hreiðar Har- aldsson, íþróttasálfræðinemi við háskólann í Lundi í Svíþjóð, en hann hefur kynnt sér vel markmiðasetningu í íþróttum. Hann segir markmið eiga að vera sértæk frekar en almenn. Einnig eru markmiðin ár- angursríkari ef hægt er að mæla þau á ein- hvern hátt. Gott dæmi um þetta er markmiðið „Eftir 1 mánuð ætla ég að vera farinn að geta hlaupið x kílómetra á 40 mínútum á hlaupabrettinu“ er mun betra markmið heldur en „ég ætla að vera kominn með betra úthald eftir 1 mánuð“. Langtímamarkmið geta verið ansi fjarlæg í tíma og því er betra að setja sér skammtímamarkmið sem hvetja mann á hverjum degi. Snið- ugt er að hugsa skammtímamarkmið sem þrep í stiga þar sem lang- tímamarkmið er efsta þrepið. Fókusinn dags daglega ætti að vera á næsta þrepi, frekar en efsta þrepinu og því er mikilvægt að setja sér markmið fyrir hverja einustu æfingu. Það er mikilvægt að skrifa markmiðin sín niður og hengja þau þar sem maður sér þau reglulega. Það að sjá markmiðin sín í hvert sinn sem maður fer í ísskápinn hjálpar til við að minna mann á þau og eykur lík- urnar á að maður nái settu marki. Loks verða markmið að vera raun- hæf. Of háleit markmið geta haft slæm áhrif á einstaklinginn, brotið hann niður og það hjálpar ekki í áttina að betra lífi. Brjóttu langtímamarkmiðið niður í smærri einingar sem koma þér á réttan áfangastað á tilsettum tíma Langtímamarkmið TímiMark- mið 1 Mark- mið 2 Mark- mið 3 Mark- mið 4 SETTU ÞÉR MARKMIÐ Heilbrigt líf JÓN HEIÐAR GUNNARSSON Mikil kyrrseta getur skapað ýmis stoðkerfisvandamál. Þrátt fyrir það neita margir að standa við vinnuna og því getur verið gott að skipta út skrifstofustólnum fyrir æfingabolta. Með þeim hætti er hægt að sitja við vinnuna ásamt því að æfa jafnvægið og kjarnavöðva á sama tíma. 3 flugur í einu höggi* „Hugsaðu vel um líkamaþinn því þetta er eini stað-urinn sem þú þarft að búa í.“ Jim Rohn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.