Morgunblaðið - Sunnudagur - 06.10.2013, Side 28

Morgunblaðið - Sunnudagur - 06.10.2013, Side 28
*Matur og drykkir Gréta Ingþórsdóttir býður upp á gómsætt ferskjusalat með halluomi-osti og spírum »32 H elga býr á Svalbarðsströnd við Eyjafjörð, þar sem villt náttúran með sitt nægtaborð er rétt í seilingarfjarlægð. Enda er Helga dugleg að nýta sér nánasta umhverfi við matargerð og fer m.a. til berja, tínir sveppi, fjallagrös og fleira. „Berjatíðin var fín hérna fyrir norðan, þótt ekki sé hægt að segja það sama um allt landið. Enn er vel hægt að tína fjallagrösin áfram, á meðan helst snjólaust,“ bætir hún við. Fyrir þá sem síður þekkja jurtirnar, líkt og blaðamaður, bendir Helga á að lykilatriði sé að rugla ekki fjallagrösunum saman við hreindýramosann, sem þau líkj- ast um margt, en hann er óætur. Annars er grösin að finna víða, í móum og á heiðum og í návígi við berjalyng. Spurð að því hvernig hafi komið til að hún hafi fyrst byrjað með vefsíðuna www.allskonar.is, sem hefur verið í loftinu um tveggja ára skeið, segir Helga að hún hafi ein- faldlega hugsað með sér að gott væri að hafa uppskrift- irnar aðgengilegar á einum stað, en bæði væri það hand- hægt fyrir hana sjálfa og aðra sem vildu nýta sér þær. „Þetta er ekki svo ólíkt því að skrifa uppskriftirnar niður fyrir sjálfan sig, af hverju þá ekki að hafa þær aðgengi- legar víðar,“ segir hún létt í bragði. Vefsíðan á sér dygg- an fylgjendahóp. Auk þess sem þar er að finna fjöldann allan af uppskriftum, prýða þær allar fallegar ljósmyndir sem kveikja svo sannarlega í bragðlaukunum en Helga hefur löngum getið sér gott orð sem ljósmyndari. „Ég reyni að nota sem mest ferskt hráefni úr nær- umhverfinu,“ segir hún spurð út í eigin áherslur í mat- argerð, og þar með á vefsíðunni. „Það eru engar öfgar þarna, bara sitt lítið af hverju, hollu og öðru, en ferskt hráefni er í aðalhlutverki,“ bætir hún við. Helga gefur hér lesendum uppskriftir að ljúffengu fjallagrasabrauði sem hún segir dásamlegt með smjöri og osti. Ljósmynd/Helga Kvam SÆLKERI Á SVALBARÐSSTRÖND Bakað úr fjallagrösum LÍKT OG NAFNIÐ GEFUR TIL KYNNA KENNIR ÝMISSA GRASA Á VEFSÍÐU HELGU KVAM, ALLSKONAR.IS. ÞAR GEFUR HÚN M.A. UPPSKRIFTIR AÐ GIRNILEGUM RÉTTUM ÚR FERSKU HRÁEFNI HAUSTSINS. Gunnhildur Ásta Guðmundsdóttir gunnhildur@mbl.is Helga reynir að nota sem mest ferskt hráefni úr nærumhverfinu við matargerð. Hún fer m.a. til berja, tínir sveppi og fjallagrös. Undirbúningur: 20 mínútur Baksturstími: 60 mínútur 10 g fjallagrös (um 2 lúkur) vatn 375 g heilhveiti 75 g malað byggmjöl 100 g hafragrjón 35 g sólblómafræ 2 msk. pálmasykur eða hrásykur 1 msk. lyftiduft 1 tsk. matarsódi 1 tsk. salt 5 dl mjólk (eða annar vökvi) Byrjið á því að leggja fjallagrösin í bleyti í skál með köldu vatni, svo fljóti vel yfir. Í stærri skál blandið saman öllum þurr- efnunum; heilhveiti, byggmjöli, hafra- grjónum, sólblómafræjum, sykri, lyfti- dufti, matarsóda og salti. Hrærið vel saman. Smyrjið tvö lítil brauðform vel að innan. Hitið næst ofninn í 190° C undir og yfirhita – ekki nota blástur. Hellið vatninu af fjallagrösunum og grófsaxið þau. Blandið síðan út í þurr- efnablönduna. Blandið nú mjólkinni eða vökvanum saman við og hrærið vel. Hægt er að nota sojamjólk, möndlu- mjólk, haframjólk, súrmjólk, hreina jóg- úrt eða bara vatn ef maður vill ekki nota hefðbundna mjólk. Skiptið deiginu í formin og bakið neð- arlega í ofninum í um eina klukkustund eða þar til prjónn kemur hreinn út þegar honum er stungið í deigið. Fjallagrasabrauð

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.