Morgunblaðið - Sunnudagur - 06.10.2013, Side 30

Morgunblaðið - Sunnudagur - 06.10.2013, Side 30
Fyrir 4 fullorðna 7-800 g grísalund salt og pipar 2 stórir laukar olía til steikingar smjör 1 dl vatn 1 ½ kjötkraftsteningur (svína eða kjúk- linga) 4 dl rjómi, sojasósa, dijon-sinnep, mai- zena-mjöl, sósulitur Aðferð Skerið lundina í frekar þunnar sneið- ar og steikið þær á pönnu þar til þær brúnast aðeins. Kryddið með salti og pipar og setjið til hliðar. Mýkið niðursneiddan laukinn í olíu á pönnu við meðalhita og setjið einnig smásmjör. Bæt- ið svo vatni og krafti á pönnuna og sjóðið í nokkrar mínútur. Bætið þá rjómanum út í og látið malla í svolitla stund við vægan hita og bragðbætið með smá sojasósu og dijon- sinnepi. Sirrý setur um eina tsk. af sinnepinu og smá skvettu af sojasósunni, en allt fer þetta eftir smekk. Hún þykkir einnig sósuna með maizena ef henni finnst þurfa og notar sósulit. Þegar sósan er tilbúin, bætið þá kjötinu út í og leyfið þessu að sjóða í 5-7 mínútur við vægan hita. Með þessu finnst Sirrý gott að bera fram gott salat og t.d. soðið blómkál og spergilkál. GRÍSALUND MEÐ RJÓMALAUKSÓSU 30 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6.10. 2013 Matur og drykkir S igríður Arnardóttir, eigandi PLUSMINUS OPTIC gler- augnaverslunar, er sá aðilinn í hjónabandinu sem eldar mat fyrir fjölskylduna en hún er gift Örvari Hallgríms- syni sjónfræðingi. „Ég er mjög sátt við það ef ég fæ frið í eldhúsinu og get einbeitt mér að matseldinni og átt góða stund með sjálfri mér,“ segir Sirrý eins og hún er jafn- an kölluð en saman eiga þau hjónin þrjár dætur á aldrinum fjögurra, átta og tíu ára. „Þær hafa enn sem komið er lítinn áhuga á eldamennsku nema sú í miðið, Agnes Gígja, sem hef- ur gaman af því að skera grænmetið en ég reyni að nota mikið grænmeti í matinn og með matnum. Ég er sjálf alin upp við að hafa mat á borðum á kvöldin og hef haldið þeirri reglu og hefur áhugi minn á matseld aukist með árunum. Örvar skiptir sér ekki mikið af eldamennskunni enda nóg að gera hjá honum í verslun okkar í Smáralind. En þótt mér finnist gaman að elda vil ég sjaldnast eyða miklum tíma í það nema á hátíðarstundum svo ég laðast að einföldum en góðum réttum eins og þessari grísalund sem er bæði fljótlegt að elda og ekki svo dýrt fyrir stóra fjölskyldu“. Morgunblaðið/Rósa Braga GRÍSALUND ER GÓÐ Alin upp við að hafa mat á borðum ÞAÐ ER NOTALEGT AÐ FÁ FRIÐ Í ELDHÚSINU SEGIR SIGRÍÐUR ARNARDÓTTIR EN HÚN VILL ÞÓ EKKI EYÐA OF MIKLUM TÍMA ÞAR NEMA Á HÁTÍÐARSTUNDUM. Eftir Unni H. Jóhannsdóttur Sigríður fær gjarnan hjálp frá dóttur sinni Agnesi Gígju, við að skera græn- meti og annað í eldhúsinu.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.