Morgunblaðið - Sunnudagur - 06.10.2013, Blaðsíða 39
Í
síðustu viku talaði ég um fata-
stíl Jasmine í nýjustu mynd
Woody Allen, Blue Jasmine.
Hvernig búningahönnuðurinn
hafi náð að fanga fyrrum lífsstíl
Jasmine, sem leikin er af Cate
Blanchett, með því að klæða hana í
alla þá merkjavöru sem ríkum
konum finnst eftirsóttar. Í kreðs-
um forríkra kvenna er snobbað
fyrir allt öðrum merkjum en hjá
okkur venjulegu konunum. Eitt
hrokafullt dæmi er að forríkar
konur myndu aldrei láta sjá sig
með Marc Jacobs-tösku …
Sannleikurinn er sá að það sem
þú getur keypt í massavís í erlend-
um stórverslunum þykir ekki sér-
staklega spennandi í fyrrnefndum
kreðsum. Allar konur sem hafa
farið í bandarískar stórverslanir
vita um hvað ég er að tala. Alla
jafna gætir þú líklega keypt fjórar
Marc Jacobs-töskur fyrir eina
Prada-tösku, en ég get ekki reikn-
að út hvað þú gætir keypt margar
Marc Jacobs-töskur fyrir eina
Birkin-tösku frá Hermés.
Árið 1981 lenti forstjóri Hermés,
Jean-Louis Dumas, við hliðina á
kyntákninu Jane Birkin í flugvél
frá París til Lundúna. Þar kvartaði
hún sáran yfir því að hana vantaði
smart helgartösku úr leðri sem
gæti geymt allar hennar gersemar
og kæmi í veg fyrir að hún þyrfti
að druslast með tvær töskur.
Þremur árum síðar, 1984, kom
Birkin-taskan á markað og hefur
síðan þá þótt með því fínna sem
konur geta eignast. Það er ekkert
skrýtið enda er það ekki á færi
allra kvenna að eignast slíkan grip.
Fyrir þann tíma var Kelly-taskan
frá Hermés, sem nefnd var eftir
Grace Kelly, ein af eftirsóttustu
töskum veraldar og er enn. Vic-
toria Beckham á til dæmis eitt
stærsta safn af Hermés-töskum
sem um getur, bæði með Kelly
og Birkin sniði.
Ódýrasta
Hermés Birk-
in-taskan kostar í kringum 900
þúsund krónur. Allar venjulegar
konur myndu líklega frekar fara í
jógaferð til Taílands og kaupa sér
lítinn gamlan Yaris fyrir afganginn
ef þær ættu þessa upphæð í lausu.
Á sama tíma er það grátlegt að
krónan leiki okkur svo grátt að
Marc Jacobs-taska hérlendis kosti
næstum því jafn mikið og Prada-
taska í útlöndum. Það „meikar
engan sens“ eins og sagt er …
Vinkona mín var einu sinni á
lausu og á því tímabili var þekktur
„peningamaður“ líka á lausu þann-
ig að þau ákváðu að hittast eins og
tíðkast hjá einhleypu fólki. Hún
var 22 ára, lífsglöð og til í allt og
fannst gæinn spennandi. Hún
mætti heim til hans í sínu fínasta
pússi ef ég þekki hana rétt og þeg-
ar þetta atvik var rifjað upp á dög-
unum fengum við hláturskast.
„Hann benti mér á að kaupa mér
nýja handtösku. Ég benti honum á
að það væri góður siður að eiga fyr-
ir hlutunum. Hann er í dag eigna-
laus en ég á loksins aðeins betri
handtösku,“ sagði vinkona mín.
Ódýrasta Hermés-
taskan kostar um
900 þúsund.
Kelly-taskan var
nefnd í höfuðið á
Grace Kelly.
Victoria Beck-
ham, Nicole Ric-
hie og fleiri sjást
hér bera djásnið.
Forríkar snobba
fyrir Hermés
Hermés Birkin er sko
enginn Marc Jacobs.
6.10. 2013 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 39
Bæjarlind 16 I 201 Kópavogur I sími 553 7100 I www.linan.is
Opið mánudaga til föstudaga 12 - 18 I laugardaga 11 - 16
GYRO
fáguð hönnun &
þægindi sameinuð
í einum stól
Skandinavísk
hönnun og
framleiðsla.
Verð frá
kr. 152.000
MOSFELLSBAKARÍ
Handverksbakarí
fyrir sælkera
Daglega er bakað bakkelsi
sem fá bragðlaukana til að
kætast.
Hjá okkur er hægt að fá þetta
gamla og góða og einnig
eitthvað nýtt og spennandi.
Háholti 13-15 Mosfellsbæ | Háaleitisbraut 58-60 Reykjavík
s. 566 6145 | mosfellsbakari.is