Morgunblaðið - Sunnudagur - 06.10.2013, Síða 48
að skrifa um mig í blöðin þegar ég kom
tíu ára gamall með kálfskratta á landbún-
aðarsýningu í Reykjavík. Þegar ég fór
fyrst á fjall, sautján ára, var Guðlaugur
Tryggvi Karlsson með í för en hann var á
þeim tíma að gera kvikmynd um Land-
mannaafréttinn. Hann var með okkur í
þrjú skipti. Eftir það kom Kristinn Bene-
diktsson ljósmyndari og myndaði í gríð og
erg, síðan RAX. Þannig að maður þekkir
ekkert annað, myndataka er partur af
fjallferðinni.“
– Hefurðu fengið einhver viðbrögð við
bókinni?
„Já, töluverð. Vænst þykir mér um um-
mæli minnar fyrrverandi, Margrétar Egg-
ertsdóttur, sem var viðstödd útgáfuhófið í
Hörpu. Sjálfur komst ég ekki, var á fjöll-
um. Mikið var um dýrðir og fjölmenni.
Þegar hófinu var lokið hringdi Magga, sem
er ekki kona margra orða, í mig og sagði:
„Þetta snerist dáldið um þig.““
Sé alltaf eitthvað nýtt
– En hvað er það við fjöllin, hvers vegna
unir þú hag þínum svo vel þar?
„Það eru fjárleitirnar. Ég hugsa að ég
myndi aldrei nenna að ganga á fjall án
þess að vera í fjárleit. Sumir keppa í
íþróttum af ýmsu tagi. Ég keppi í smala-
mennsku. Það er alltaf nýtt verkefni, ný
áskorun. Að smala svona erfitt land, eins
og Landmannaafréttinn, við misjafnar að-
stæður er að stóru leyti hópvinna. Byggist
á því að fólk vinni saman. Stundum þarf
maður samt að treysta á sjálfan sig.“
Í
landi Köldukinnar í Holtum er
álagablettur, Kaldólfsleiði. Bletturinn
sker sig úr á túninu, ósleginn enda
harðbannað að valda þar raski.
Hvers vegna ætli það sé? Á álaga-
blettum hvílir helgi, samkvæmt íslenskri
þjóðtrú, og ef helgin er rofin verður ein-
hver óskundi. Enginn veit fyrir víst hvers
vegna helgi hvílir á téðum bletti en Þórð-
ur Guðnason fjallmaður hefur heyrt að
það sé vegna þess að gamall bóndi sem
eitt sinn bjó í Köldukinn, Kaldólfur, hafi
verið lagður þar til hinstu hvílu.
Í aldarfjórðung hefur Ragnar Axelsson
ljósmyndari, RAX, fylgt smalamönnum eft-
ir á Landmannaafrétti. Afraksturinn getur
nú að líta í bókinni Fjallalandi, þar sem
Þórður í Köldukinn er í forgrunni. Í máli
jafnt sem myndum.
„Ég var fjóra smaladaga á Auðkúluheiði
í fyrra og á seinni hluta annars dags fór
mér að líða eitthvað undarlega. Þá áttaði
ég mig á því að engar myndir höfðu verið
teknar af mér í ferðinni. Það vantaði
RAX. Ég hef aldrei skilið hvers vegna
hann hefur tekið svona margar myndir af
mér,“ segir Þórður þegar við erum sestir
við eldhúsborðið í Köldukinn.
Hans vandamál, ekki mitt
– Eitthvað hlýtur RAX að sjá í þér.
„Það má vel vera en ég lít frekar á það
sem hans vandamál en mitt.“
– Hefur myndatakan einhvern tíma
truflað þig?
„Nei, ég er ýmsu vanur. Það var byrjað
– Drakkstu smalamennskuna í þig með
móðurmjólkinni?
„Ekki get ég sagt það. Pabbi fór aldrei
á fjall, ekki heldur mamma. Þau hafa allt
önnur áhugamál en ég. Kúabúskap og
skógrækt. Afar mínir höfðu hins vegar
báðir gaman af hrossum og gott lag á
þeim.“
– Er það alltaf sama tilhlökkunin að
fara á fjall?
„Já, það er alltaf jafn merkilegt að fara
í leitir. Þegar ég fór í fyrsta skipti sagði
Haraldur í Hólum, sem var margreyndur
fjallmaður, mér að það væri alveg sama
hversu oft hann færi á fjall, hann sæi allt-
af eitthvað nýtt. Þetta þótti mér á þeirri
stundu ótrúlegt en var fljótur að sannfær-
ast um að Haraldur hafði á réttu að
standa. Ef það er til einhver sannleikur
um Landmannaafréttinn þá er þetta
hann.“
Fæddur á uppgangstímum
Þórður Guðnason fæddist árið 1957 á
bænum Þverlæk í Rangárþingi ytra. Elst-
ur fimm barna hjónanna Guðna Guð-
mundssonar og Margrétar Þórðardóttur
sem enn búa á Þverlæk. Búskapinn hafa
þau hins vegar eftirlátið bróður Þórðar,
Guðmundi Kristni. Hinn bróðir Þórðar,
Þröstur, leggur líka stund á búskap í
sveitinni. Systurnar tvær, Ásdís og Frið-
gerður Helga, sinna öðru.
Þegar Þórður segist vera fæddur á
Þverlæk meinar hann einmitt það. Hann
leit fyrst dagsins ljós heima á bænum.
„Arndís á Fosshólum tók á móti mér.“
Margir Sunnlendingar kannast eflaust
við hana.
Þetta voru miklir uppgangstímar þar um
slóðir eftir langvarandi hokur. „Landsveitin
er ofboðslegur harðbali frá náttúrunnar
hendi. Bændur voru löngum ánægðir ef
eitthvað af fénu drapst úr hor á vorin. Þá
höfðu þeir ekki notað of mikið hey. Í þá
tíð voru bara tvö tryggingarkerfi í þessu
landi, hey og fiskur. Afi var þrettán ver-
tíðir á togurum til að geta keypt Þverlæk
á fjórða áratug síðustu aldar. 1944 vildi
hann selja og auglýsti jörðina í útvarpinu.
Ekki ein einasta fyrirspurn barst. Ekki
þótti eftirsóknarvert að stunda búskap
hér,“ segir Þórður.
Lífsgæðin jukust með mjólkinni
Vatnaskil urðu hins vegar um 1950 þegar
Rangæingar byrjuðu að leggja mjólk inn í
Mjólkurbú Flóamanna. Eftir það varð
mjólkurframleiðsla mjög mikilvægur þáttur
í búskapnum og jók lífsgæðin til muna.
Ekkert rafmagn var í sveitinni á þessum
árum og Þórður minnist þess að hafa
handmjólkað kornungur í fjósinu við skím-
una frá olíuluktinni. Upp úr 1960 kom raf-
magnið og fljótlega eftir það hélt mjalta-
vélin innreið sína. Það var mikil bylting.
Ekki má heldur vanmeta áhrif öflugri
landbúnaðarvéla og tilbúins áburðar.
Á fyrri hluta tuttugustu aldar breyttist
húskostur líka mjög mikið. „Ég man vel
hvað afi var glaður þegar hann gat rifið
síðasta torfkofann á Þverlæk sem hann
Keppi í smalamennsku
ÞÓRÐUR GUÐNASON Í KÖLDUKINN ER FJALLMAÐUR AF GUÐS NÁÐ. Í TÆPA FJÓRA ÁRATUGI HEFUR HANN
SMALAÐ LANDMANNAAFRÉTT, VERKEFNI SEM HANN NÁLGAST SEM HVERJA AÐRA KEPPNI.
OG NÚ ER HANN ORÐINN AÐALSÖGUHETJA Í BÓK, FJALLALANDI EFTIR RAGNAR AXELSSON.
Texti: Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is
Myndir: Ragnar Axelsson rax@mbl.is
1989. Þórður Guðnason kominn á fjall. Alsæll. 2007. Allra veðra er von á fjalli. Þá reynir á þrautseigju fjallmanna.
Viðtal
48 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6.10. 2013