Morgunblaðið - Sunnudagur - 06.10.2013, Síða 53

Morgunblaðið - Sunnudagur - 06.10.2013, Síða 53
6.10. 2013 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 53 Alþjóðlegu kvikmyndahátíð- inni í Reykjavík, RIFF, lýkur um helgina. Því er um að gera að bregða sér í bíó að sjá áhugaverðar leiknar kvikmyndir eða heimildarmyndir, fjölbreytileik- inn er mikill og margt gott að sjá. 2 Sýning á nýjum olíu- málverkum og teikningum Þorra Hringssonar verð- ur opnuð í Studio Stafni, Ingólfsstræti 6, á laugardag klukkan 15. Verkin eru öll frá liðnu sumri, þegar Þorri dvaldi og starfaði í Haga í Aðaldal. Vinnur hann út frá umhverf- inu á næman og persónulegan hátt. 4 Á laugardagskvöld er Drangsnes staðurinn. Þá vaknar tónleikaröðin Mölin úr sumardvala þegar tónlist- armaðurinn Benni Hemm Hemm sækir Strandamenn heim og heldur tónleika á Malarkaffi á Drangsnesi. 5 Í Gerðurbergi verða á sunnudag kl. 13.15 tónleikar undir yfirskriftinni „Ekta- makinn elskulegi“. Hlín Pét- ursdóttir Behrens sópransöngkona og Nína Margrét Grímsdóttir pí- anóleikari leiða áheyrendur þá gegn- um aldirnar með ástina að vegvísi, og flytja lög eftir ólík en áhrifamikil tónskáld, innlend sem erlend. 3 Anna María Bogadóttir sýningarstjóri ræðir á sunnu- dag kl. 15 við gesti um hina áhugaverða sýningu „Vísar“ í Hafnarborg. Verkin eru eftir Elínu Hansdóttur, Ilmi Stefánsdóttur, Mar- cos Zotes og Theresu Himmer. MÆLT MEÐ 1 Þetta verkefni hefur gerjast lengi hjáokkur,“ segir Guðbjörg Lind Jóns-dóttir myndlistarkona um sýningu þeirra Hjartar Marteinssonar, rithöfundar og myndlistarmanns, eiginmanns hennar, í Listasafni ASÍ. Sýninguna kalla þau „Umhverfis djúpan fjörð“ og verður hún opnuð klukkan 15 í dag, laugardag. Hjónin eiga bæði rætur á Vestfjörðum; Guðbjörg er uppalin á Ísafirði, Hjörtur rekur ættir til Stranda og fyrir sex árum keyptu þau gamalt hús á Þingeyri og hafa verið að gera það upp, hægt og bít- andi. „Við erum því mikið á ferðinni, á þess- ari löngu leið, og höfum reynt að gera hana að viðfangsefni, að vera stöðugt að upplifa og sjá eitthvað nýtt,“ segir Guð- björg Lind. „Verkin mín hafa lengi tengst landslagi og uppruninn fyrir vestan hefur líka ver- ið uppspretta í verkunum. Hjörtur hefur haft mikinn áhuga á sögunni og sögnum sem tengjast örnefnum og ýmsu sér- kennilegu. Við höfum oft rætt um að sýna saman og nú er komið að því.“ Þegar spurt er hvernig þeim hjónum hafi gengið að vinna saman að sýning- unni segir hún hlæjandi að það hafi verið stormasamt á köflum. „En við náum allt- af lendingu – og þetta er líka gefandi.“ Guðbjörg Lind bætir við að verk þeirra séu afar ólík, eins og tveir heimar. „Hann er með nóttina og stjörnuhimininn í Gryfjunni í safninu en ég með birtuna og landið í málverkum uppi í Ásmund- arsal. Við mætumst síðan í Arinstofunni þar sem verkin blandast. Ákveðið flæði er því um sýninguna og vonandi tekst okkur að búa til einhvers- konar ferðalag á henni.“ efi@mbl.is HJÓNIN GUÐBJÖRG LIND JÓNSDÓTTIR OG HJÖRTUR MARTEINSSON SÝNA Í LISTASAFNI ASÍ Ferðalagið gert að viðfangsefni VINNAN AÐ SÝNINGUNNI VAR STORMASÖM Á KÖFLUM EN HJÓN- IN NÁÐU ALLTAF LENDINGU. „Við höfum oft rætt um að sýna saman og nú er komið að því.“ Guðbjörg Lind og Hjörtur. Morgunblaðið/Rósa Braga Blint stefnumót í plötubúð Spurður hvert hann sæki sér innblástur að dansverkum sínum segir Strømgren ekkert launungarmál að tónlistin sé hans helsti inn- blástur. „Ég fer þannig ekki í rannsókn- arferðir til Balí eða hangi inni á bókasafni, heldur safna ég plötum. Í einni Íslandsferð minni kynntist ég tónlist Hauks Morthens og hef síðan notað hana mjög mikið í verk- um mínum erlendis. Það er alltaf jafn magn- að að sjá hversu djúpt söngur hans snertir við fólki, en ég hef iðulega séð fólk fella tár yfir flutningi hans,“ segir Strømgren og tek- ur fram að sér finnist gaman að nota í verk- um sínum tónlist sem sárafáir ef nokkrir þekkja. „Sama er uppi á teningnum núna, því í Sentimental again, nota ég tónlist sem rússneski söngvarinn Pjotr Leschenko syng- ur, en upptökurnar eru frá því fjórða og fimmta áratug seinustu aldar,“ segir Strøm- gren og tekur fram að enginn utan Rúss- lands hafi heyrt Leschenkos getið. „Meira að segja Rússum finnst ég svolítið skrítinn þeg- ar kemur að tónlistaráhuga mínum.“ Spurður hvernig hann sjálfur hafi kynnst tónlist Leschenkos segist Strømgren hafa farið á blint stefnumót í plötubúð. Þegar blaðamaður hváir útskýrir Strømgren: „Í dag kaupa flestir tónlistina sína í gegnum Netið, en hér áður fyrr fór maður alltaf í plötubúð og gat þá látið koma sér á óvart. Mér finnst gaman að kaupa plötur listamanna sem ég þekki ekki. Það var þannig sem ég kynntist tónlist Hauks Morthens. Eina ástæða þess að ég keypti plötuna hans var að mér fannst myndin á umslaginu skemmtileg, en þar er Haukur brosandi í fínum jakkafötum,“ segir Strømgren og tekur fram að hann sé forfall- inn plötusafnari og hafi safnað í allmörg ár. Hugmynd sem varð að raungera „Ég ferðast mikið vinnu minnar vegna og er forvitinn að eðlisfari. Æti ég hafi ekki lagt leið mína til Rússlands a.m.k. tuttugu sinn- um. Ég hef því núorðið sterk tengsl við Rússland og finnst ég jafnvel vera rúss- neskur að hluta. Mér fannst því skjóta skökku við þegar gagnrýnandi Morgunblaðs- ins sakaði mig um rasisma í garð Rússa í uppfærslu minni á Ræðismannsskrifstofunni hjá Leikfélagi Reykjavíkur fyrir nokkrum árum. Það var alröng greining að mínu mati.“ Eins og fyrr sagði náði blaðamaður tali af Strømgren rúmum mánuði fyrir frumsýn- inguna, en hann var þá í löngu helgarstoppi og átti ekki von á að koma aftur fyrir frum- sýningu, sem helgast af því að hann er önn- um kafinn listamaður. „Ég var búinn að skipuleggja verkefni vetrarins þegar við Lára [Stefánsdóttir, listrænn stjórnandi Íd] hittumst yfir kaffibolla í Þýskalandi. Hún hafði orð á því að gaman væri að fá mig til að semja nýtt verk og þar kviknaði hug- mynd að uppsetningu sem varð hreinlega að verða að veruleika þó að það væri mikið púsluspil að koma því í framkvæmd. Sem betur fer eru dansarar Íd mjög duglegir að læra sporin af upptökum sem þýðir að þeir kunna næstum verkið þegar ég mæti á stað- inn og þá er hægt að vinna með túlkunina og framsetninguna,“ segir Strømgren sem nú hefur í nógu af snúast við að undirbúa fyrstu óperuuppsetningu sína. „Ég er að fara að leikstýra og semja sviðshreyfingar í Orfeusi og Evridísi eftir Gluck hjá Norsku óperunni sem frumsýnd verður 17. október,“ segir Strømgren og tekur fram að hann bindi enn vonir við að geta mætt á frumsýn- inga. Morgunblaðið/Ómar * „Í einni Íslandsferðminni kynntist égtónlist Hauks Morthens og hef síðan notað hana mjög mikið í verkum mínum erlendis.“

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.