Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 06.10.2013, Qupperneq 57

Morgunblaðið - Sunnudagur - 06.10.2013, Qupperneq 57
6.10. 2013 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 57 Henning Mankell segir að Höndin sé síðasta bókin sem hann muni skrifa um Kurt Wallander. Bókin á sér nokkra útgáfusögu sem Mankell rekur í eftirmála bókar. Wallander hyggst flytja upp í sveit en þegar hann skoðar gamalt hús finnur hann í garð- inum hönd af manneskju. Vit- anlega rannsakar hann málið. Þetta er stutt saga, alveg ágæt- lega spennandi og skrifuð af miklu öryggi. Aðdáendur Wall- anders ættu að verða ánægðir. Norski sakamálahöfundurinn og nýr handhafi Glerlykilsins, Jørn Lier Holst, skrifar eft- irmála og Mankell skrifar grein um lögreglumanninn vinsæla og sáluga. Síðasta bókin um Wallander Bókin Manga með svarta vanga eftir Ómar Ragnars- son verður endurútgefin af For- laginu fyrir jólin. Bókin kom upp- runalega út 1993 en seldist upp og hefur verið með öllu ófáanleg. Í bókinni er fjallað um afar sér- stæða konu, Margréti Sigurð- ardóttur, sem lengi var heim- ilisföst að Hvammi í Langadal í Húnavatnssýslu. Margrét var einn af smælingjunum í íslensku samfélagi og var einkum fræg fyr- ir hversu ófríð hún var og fyrir að ganga á miðjum þjóðveginum í dalnum og láta sig bílaumferð- ina engu varða. Í bókinni er einn- ig fjallað um sérkennilegt mannlíf í Langadal. Ný útgáfa bókarinnar verður að sögn útgefenda tals- vert aukin og endurbætt. Hin vinsæla bók Ómars Ragnarssonar, Manga með svarta vanga, verður endurútgefin. BÓK ÓMARS ENDUR- ÚTGEFIN Von er á ýmsum forvitnilegum erlendum bókum á næstunni. Í næstu viku kemur út erlendis áhugaverð ævisaga. Hún heitir I am Malala eftir Malala You- safzai og Christina Lamb. Malala er ein af hinum sönnu hetjum samtímans en þessi pak- istanska stúlka var skotin í höf- uðið af talibönum fyrir að berj- ast fyrir menntun kvenna. Hún náði bata og ávarpaði fulltrúa aðildarríkja Sameinuðu þjóð- anna á 16 ára afmæli sínu fyrr á þessu ári. Hún hefur merkilega sögu að segja. Seinna í þessum mánuði er svo von á ævisögu Alex Fergu- son, hins heimsfræga knatt- spyrnuþjálfara, en aðdáendur hans hafa hann nánast í guðatölu og bregðast iðulega ókvæða við geri einhver lítið úr afrekum kappans. Ævisaga Ferguson nefnist Managing My Life. Ferguson er kominn á áttræðis- aldur og hefur örugglega frá mörgu að segja. Í bókabúðum hér á landi fylgj- ast verslunarstjórar og bóksalar vel með því sem er að gerast er- lendis og þessar bækur munu því örugglega rata hingað til lands mjög fljótlega eftir útgáfu erlendis. Malala hélt tilfinningaþrungna ræðu hjá Sameinuðu þjóðunum á sextán ára afmælisdegi sínum. MALALA OG FERGUSON SEGJA SÖGU SÍNA Ævisaga Alex Ferguson kemur út í Bretlandi í næstu viku og mun senni- lega verða metsölubók þar í landi. Bókaforlagið Uppheimar sýnir mikinn metnað með útgáfu á heildarsafni ljóða Tomasar Tranströmers. Sænska ljóð- skáldið fékk Nóbelsverðlaunin árið 2011, ljóð hans hafa verið þýdd á sextíu tungumál og ýmis skáld hafa orðið fyrir sterkum áhrifum af þeim. Það er Njörður P. Njarðvík sem þýðir ljóð Tranströmers og annað skáld, Kjell Espmark, skrifar eftirmála í þessu heild- arsafni ljóða Nóbelsskáldsins. Heildarljóða- safn Nóbels- skálds Nóbelskveð- skapur og amma glæpon NÝJAR BÆKUR LJÓÐAUNNENDUR FÁ SÆNSKAN NÓBELSKVEÐSKAP, BÖRNIN FÁ NÝJAN OG BRÁÐSKEMMTILEGAN VERÐLAUNAHÖFUND OG KRIMMAUNNENDUR KVEÐJA KURT WALLANDER. ÞEIR SEM HAFA UNUN AF AÐ ELDA FÁ SVO BÓK UM KJÚKLINGARÉTTI EFTIR NÖNNU RÖGNVALDARDÓTTUR. Amma glæpon er bráðskemmtileg barnabók eftir David Walliams sem slegið hefur í gegn í Bretlandi og víðar. Benna finnst amma sín ekki mjög skemmtileg og kvíðir því að dvelja hjá henni. En svo sýnir amma á sér óvænta hlið sem gjörbreytir viðhorfi Benna til hennar. Walliams er einn aðahöfundur sjónvarpsþátt- anna Little Britain og hefur hlotið verðlaun fyrir barnabækur sínar. Barnabók verð- launahöfundar Kjúklingaréttir Nönnu er eins og nafnið gefur til kynna ný matreiðslubók eftir matgæðinginn góðkunna Nönnu Rögna- valdardóttur. Þarna er að finna fimmtíu fjölbreyttar upp- skriftir að gómsætum kjúklingaréttum. Hvort sem þið viljið snæða heilan kjúkling, kjúklingabringu, lundir, læri, leggi eða vængi þá finnið þið auðveldlega uppskrift við ykkar hæfi í þessari bók. Nanna Rögnvaldar eldar kjúkling * Ég get lifað í tvo mánuði á góðu hrósi. Mark Twain BÓKSALA 25. SEPT. – 1. OKT. Allar bækur Listinn er tekinn saman af Eymundsson 1 Maður sem heitir Ove - kiljaFredrik Backman 2 Heilsubók JóhönnuJóhannaVilhjálmsdóttir 3 Norðurslóðasókn - Ísland ogtækifærin Heiðar Guðjónsson 4 Höndin - kiljaHenning Mankell 5 Iceland small world - small ed.Sigurgeir Sigurjónsson 6 VettlingaprjónGuðrún S. Magnúsdóttir 7 Stígum framSheryl Sandberg 8 LeðurblakanJo Nesbo 9 InfernoDan Brown 10 Árið sem 2 sekúndur bættust viðtímann Rachel Joyce Kiljur 1 Maður sem heitir OveFredrik Backman 2 HöndinHenning Mankell 3 LeðurblakanJo Nesbo 4 InfernoDan Brown 5 Árið sem tvær sekúndur bættustvið tímann Rachel Joyce 6 Rosie verkefniðGraeme Simsion 7 Minnisbók MayuIsabel Allende 8 Fórnargjöf MóloksAsa Larsson 9 FrelsarinnJo Nesbo 10 Týnda dóttirinShilpi Somaya Gowda MÁLSHÁTTUR VIKUNNAR Miklir menn erum við, Hrólfur minn.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.