Morgunblaðið - Sunnudagur - 20.10.2013, Qupperneq 2
2 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 20.10. 2013
Fátt var skemmtilegra í leikfimi-
tímum í gamla daga en að fá að
fara í Tarsanleik. Þá var búið að
leggja allan salinn undir hesta og
stökkbretti, allir kaðlar dregnir út
og dýnum dreift um gólfið. Minnið
nær reyndar ekki til þess ná-
kvæmlega út á hvað leikurinn
sjálfur gekk. Aðalmálið var að fá
að nota allan salinn og fá útrás.
Magnús Jónsson, leikari og tón-
listarmaður, lýsir því í viðtali á
heilsuopnu Sunnudagsblaðsins í
dag hvernig hann nýtir Öskjuhlíð-
ina sem risastóran leikfimisal
þegar hann fær mikla hreyfiþörf,
en hann er greindur með ADHD.
Hreyfingu er hægt að stunda víða
og þótt speglasalir, tæki og tól séu
gagnleg jafnast fátt á við góðan
„útisal“. Nóg er af þeim, jafnt í
sveit og borg.
Yesmine Olsson og Arngrímur
Fannar Haraldsson segja
skemmtilega hvort frá öðru í við-
tali í blaðinu í dag. Yesmine gefur
út matreiðslubók fyrir jólin og
hefur auk þess verið með eigin
sjónvarpsþætti um matargerð
sem Arngrímur framleiddi. Yesm-
ine er sænsk en hún var ættleidd
frá Sri Lanka og tengir við upp-
runa sinn í gegnum matargerð.
Hún hefur alltaf stundað íþróttir
og varð sænskur meistari í tramp-
ólínhoppi á sínum tíma. Þau
kynntust einmitt í ræktinni, þegar
Arngrímur kom í þjálfun til henn-
ar.
Gunnar Eyjólfsson leikari segir
frá því í viðtali í blaðinu að hjá
stórum tæknifyrirtækjum á borð
við Google og Facebook sé hug-
leiðsla og hreyfing hluti af vinnu-
degi starfsfólks. Hann slær hvergi
af í iðkun á qigong og segir hug-
leiðslu leiða okkur á braut kær-
leika og friðar.
Hvort sem við kjósum kraft-
mikil útihlaup, trampólínhopp eða
yfirvegaða hugleiðslu getum við
vonandi öll notið helgarinnar.
RABBIÐ
Helgarhreyfingin
Eyrún Magnúsdóttir
Endi var bundinn á sjálfstæði Íslands með Gamla sáttmála árið 1264 og landið formlega sett undir Noregskonung. Nú er öldin önnur; ekki það að sjálf-
stæði Noregs sé ógnað en Nýi sáttmáli segir einfaldlega til um það að Íslendingar eru betri en gamla herraþjóðin í fótbolta. Nú ríður enginn Gissur jarl
um héruð heldur Eiður Smári, Gylfi, Kolbeinn, Aron og þeir hinir sem fögnuðu af einlægri gleði á Ullevaal-leikvanginum í Ósló í vikunni. Að vísu „bara“
jafntefli en úrslitin dugðu til þess að íslenskt karlalandslið er komið skrefi lengra en nokkru sinni fyrr. Upp í hugann kemur frækinn sigur á Norðmönnum
í september 1987, í undankeppni Evrópumótsins árið eftir; Atli fyrirliði Eðvaldsson gerði þá markið í óvæntum 1:0-sigri á sama stað og fagnaði innilega
eins og sjá má. Hannes Þór Halldórsson var ekki síður ánægður, sem vonlegt var, eftir leikinn á sama velli á þriðjudaginn. skapti@mbl.is
AUGNABLIKIÐ
NÝI SÁTTMÁLI
HM-DRAUMUR ÍSLENDINGA ER ENN FYRIR HENDI OG STAÐAN Á HEIMSLISTA ALÞJÓÐAKNATTSPYRNUSAM-
BANDSINS SEGIR SÍNA SÖGU: ÍSLENDINGAR TELJAST Í FYRSTA SKIPTI BETRI EN NORÐMENN Í FÓTBOLTA!
Reuters Morgunblaðið/Eva Björk
Hádegismóum 2,
110 Reykjavík.
Sími 5691100
Útgáfufélag
Árvakur hf.,
Reykjavík.
Útgefandi Óskar Magnússon
Ritstjórar Davíð Oddsson, Haraldur Johannessen
Aðstoðarritstjóri Karl Blöndal
Umsjón
Eyrún Magnúsdóttir,
eyrun@mbl.is
Prentun
Landsprent ehf.
Hvað? Mýs og menn
Hvar? Borgarleikhúsið, stóra sviðið
Hvenær? Laugardag kl. 20
Nánar Tekið aftur til sýningar eftir hlé
og sýnt að minnsta kosti út nóvember
Aftur á svið
Hvað? Fatamarkaður
Kormáks og Skjaldar
Hvar? KEX hostel
Hvenær? Laugardag
og sunnudag kl. 12-17
Nánar: Herrafata-
verzlun Kormáks og Skjaldar selur föt á
lágu verði
Herraföt á KEX
Í fókus
VIÐBURÐIR HELGARINNAR
Hvað? Örsmiðja fyr-
ir börn 6 ára og eldri
Hvar? Listasafn
Reykjavíkur
Hvenær? Sunnudag
kl. 14-16
Nánar: Þátttakendur
vinna teikningu og þrívítt verk í
tengslum við sýningu Önnu Hallin í Ás-
mundarsafni
Leit að fígúru
Hvað? Íslandsmót í
tölvuleiknum FIFA14
Hvar? Spot Kópavogi
Hvenær? Fyrsta um-
ferð er á sunnudags-
kvöld kl. 19
Nánar: Keppt er í
tölvuleiknum FIFA14 og vegleg verðlaun
í boði fyrir sigurliðið. Verð: 5.000 kr. 18
ára aldurstakmark
FIFA-fótboltamót
Hvað? Fjölskylduferð í Þjóðminjasafnið
Hvar? Suðurgötu 41
Hvenær? Sunnudag
Nánar Tveir fyrir einn af aðgangseyri
Þjóðminjasafnsins og frítt fyrir börn
yngri en 18 ára
Fjölbreyttar sýningar
Hvað? Kórahátíð
Hvar? Hörpu
Hvenær? Sunnudag kl. 15
Nánar: Landssamband blandaðra kóra
er 75 ára og því verður efnt til kórahá-
tíðar. Verð: 3.200/3.700 kr
Kórar í hóp
* Forsíðumyndina tók Golli.