Morgunblaðið - Sunnudagur - 20.10.2013, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - Sunnudagur - 20.10.2013, Blaðsíða 9
20.10. 2013 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9 Þ etta er mjög flott tækifæri og mjög spennandi að sjá hvað kem- ur út úr þessu,“ segir fatahönn- uðurinn Rakel Sölvadóttir sem nýlega sendi útskriftarlínu sína í heild til poppstjörnunnar og tískufyrirmynd- arinnar Lady Gaga. Eftir útskrift úr Listaháskóla Íslands síð- astliðið vor var Rakel boðið að taka þátt í Designer’s Nest sem er keppni milli nýút- skrifaðra fatahönnuða í Skandinavíu. Keppn- in er haldin í samfloti við tískuvikuna í Kaup- mannahöfn og mæta þangað nemar með þrjá alklæðnaði úr útskriftarlínum sínum. Tísku- vikan í Kaupmannahöfn er með þeim stærri í Skandinavíu og er því frábært tækifæri fyrir nýútskrifaða hönnuði að geta tekið þátt í keppninni og kynnt sig og línur sínar. Eftir sýninguna hvarflaði þó að Rakel að skilja fatnaðinn eftir í Kaupmannahöfn enda sá hún ekki fyrir sér að línan yrðinotuð í annað en að taka pláss í fataskápnum. Stuttu eftir heimkomu hafði þó umsjón- armaður keppninnar samband við Rakel með þau skilaboð að Lady Gaga hefði áhuga á lín- unni og var hún beðin um að senda línuna í heild til stílista Lady Gaga. „Lady Gaga er þekkt í tískubransanum sem ákveðið tískuíkon og er í raun frægust fyrir fötin sem hún klæðir sig í,“ segir Rakel sem er að vonum ánægð með tækifærið. Lady Gaga er ein af brautryðjendum tískuheimsins og hafa stjörnur á borð við Karl Lagerfeld fatahönnuður og Marina Abramovic, einn fremsti gjörningalistamaður samtímans, hampað stíl hennar og framkomu sem jafnvel mætti túlka sem nokkurskonar gjörninga. Lady Gaga hefur vissulega vakið mikla athygli fyrir fatnaðinn sem hún klæðist og því mikið hrós fyrir nýútskrifaðan hönnuð að hún hafi beðið um fatnaðinn. Lady Gaga er að gefa út geisladisk í byrj- un nóvember og eru fötin hugsuð í ýmsar kynningar og viðburði tengda útgáfunni. Rakel Sölvadóttir fatahönnuður, er að vonum ánægð með athyglina sem útskriftarlínan hefur fengið. VAKTI ATHYGLI Á TÍSKUVIKUNNI Í KAUPMANNAHÖFN Lady Gaga vildi alla fatalínuna senda RAKEL SÖLVADÓTTIR FATAHÖNN- UÐUR VAR BEÐIN AÐ SENDA POPPSTJÖRNUNNI LADY GAGA ÚT- SKRIFTARLÍNU SÍNA Í HEILD EFTIR AÐ STÍLISTI SÖNGKONUNNAR SÁ VERK RAKELAR Á TÍSKUVIKUNNI Í KAUPMANNAHÖFN. LADY GAGA ER ÞEKKT FYRIR ÁBERANDI STÍL OG LISTRÆNA GJÖRNINGA Á SVIÐI Sigurborg Selma Karlsdóttir sigurborg@mbl.is Lady Gaga er þekkt fyrir skapandi stíl og sviðs- gjörninga. „Kjötkjóllinn“ svokallaði vakti gífurlega athygli á VMA-verðlaunaafhendingunni 2010. Kjóllinn var gerður úr hráu kjöti. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Lína Rakelar er frekar óhefðbundin og einkennist af formum og umbreytingu líkamans. Rakel skapaði ákveðna erki- týpu og hannaði línuna út frá þeirri hugmynd. „Það er framtíðarblær yfir línunni sem endurspeglar eins konar samspil milli valda og elegans. Þetta er köld distópía um herveldi kvenna sem stefna ótrauðar áfram og líta aldrei til baka. Þær finna ekki, þær gleðjast ekki, þær hræðast ekki. Konurnar eru valdamiklar og kaldar,“ segir Rakel. Að sögn Rakelar hófst ferlið sem rannsókn á formum í tengslum við lík- amann. Form línunnar eru hörð og sterk og grafík er notuð til að ýkja þau. Síð, niðurmjó silúetta, stórar axlir og grafísk form blása lífi í kraftmikla, ag- aða konu. Sterk grafík undir- strikar og ýkir form línunnar. Köld framtíðarsýn um herveldi kvenna
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.