Morgunblaðið - Sunnudagur - 20.10.2013, Side 12

Morgunblaðið - Sunnudagur - 20.10.2013, Side 12
12 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 20.10. 2013 D agurinn líður Önnu Margréti seint úr minni en það var hvítasunnudagur, 29. maí, ár- ið 1955. Það var lagt af stað frá New York í afleitu veðri, rigningu og roki, að kvöldi þann 28. maí. Gat ferðin tekið allt frá tólf tímum og upp í sex- tán, eftir veðri. „Það voru nú sextán tímar, oftast, og ef veðrið var ekki nógu gott þurftu þeir að lenda í Gander eða Goose Bay,“ segir Anna Margrét. Vélin Hekla var af gerðinni Skymaster DC4, fjögurra hreyfla og tók 56- 58 farþega. „Við fórum alltaf að kvöldi til frá New York, í myrkri, og þetta kvöld var vont verð- ur og ausandi rigning og farþegarnir bara komu um borð. Ég tók sérstaklega eftir einni konu, hávaxinni í svartri regnkápu, víðri, en ekkert annað sérstakt við hana. Konan tók sér sæti aftarlega,“ segir Anna Margét. Vélin var full og haldið var af stað. Lenda þurfti í Gander á Nýfundnalandi til eldsneytistöku og tók það um klukkustund. Farþegar fengu að teygja úr sér og fengu kaffisopa í bragga þar, áður en haldið var af stað á ný. Hélt á nýfæddu barni „Við Siggý (Sigríður Gestsdóttir yfirflug- freyja) tókum sína vaktina hvor, vorum bún- ar að svæfa farþegana með mat og drykk,“ segir Anna Margrét og hlær. „Við ákváðum að hún myndi leggja sig fyrst og hún reyndi að sofna á gólfinu, en ég sat aftast í vélinni á kistu, hjá klósettunum og var með lítið borð og ljóstíru, annars var bara myrkur,“ lýsir hún. „Og þar sem ég sit þar heyri ég stunur úr baðherberginu, en ég hafði séð konuna í svörtu regnkápunni fara þar inn. Það liðu nokkrar mínútur og þá heyri ég meiri stun- ur. Mér finnst þetta dálítið undarlegt þannig að ég banka á dyrnar og það er opnað. Blasti þá við mér ótrúleg sjón. Þar situr konan á klósettinu með nýfætt barn í fang- inu!“ segir Anna Margrét. Barnið grét ekki en var á lífi. „Konan horfði á mig biðjandi augum, hún bara gat ekki sagt neitt,“ segir hún. Flugmennirnir fyrst vantrúa Anna Margrét fór og vakti Siggý sem lét flugmennina vita en þá var yfirflugstjóri Kristinn Olsen. „Hann ætlaði náttúrulega fyrst ekki að trúa okkur, og þeir hlógu bara,“ rifjar hún upp. Siglingafræðingurinn, Halldór Ólafsson, var fenginn til að skilja á milli hjá móður og barni og háttsettur norsk- ur herforingi bauð fram aðstoð sína, en þeir höfðu báðir verið viðstaddir fæðingar áður. „Svo var svo heppilegt að það var koja í eld- húsinu, hjá flugstjórnarklefanum, og þangað fórum við með konuna og barnið og gátum lagt þær, og Siggý spurði mig hvort ég væri ekki bara til í að vera hjá þeim og hún skyldi hugsa um farþegana. Þá var veðrið orðið enn verra, mikil ókyrrð á meðan flogið var í gegnum skýin,“ segir hún. Flugstjórinn lækkaði flugið úr níu þúsund fetum í fimm þúsund, en vélar af þessari gerð voru ekki búnar þrýstibúnaði og þurftu konan og barn- ið að fá nægilegt súrefni, en stúlkan var afar lítil. Flugstjórinn tilkynnti öðrum vélum og flugstöðinni í Reykjavík um þessa ein- kennilegu stöðu, en fæstir af farþegunum vissu neitt á þessum tímapunkti, enda flestir í fastasvefni. Potaði sífellt í kinnar barnsins „Það var ekkert handklæði til þarna, en ég gat tekið koddaver, sem voru þá úr lérefti, sem betur fer, og ég gat þurrkað barninu og svo lá móðirin í kojunni með barnið í fang- inu,“ lýsir hún. Ég stóð svo yfir þeim í fjóra klukkutíma við kojuna til þess að halda lífi í barninu og hugsa um veslings konuna,“segir hún. „Mér leið ekki illa, og henni leið ekki illa, hún var stórkostleg. Hún var mjög róleg og sýndi mikinn hetjuskap. Hún gat ekki sofnað neitt, brosti öðru hvoru til mín og var svo þakklát greinilega en hún talaði ekkert, hún var náttúrulega svo þreytt. Barnið var alltaf alveg að sofna, en ég þorði ekki að láta það sofna, þannig að ég potaði alltaf í kinn- arnar á henni þegar hún lygndi aftur aug- unum. Ég hugsaði, guð, ef hún sofnar, þá vaknar hún kannski ekki aftur!“ Barnið var einungis átta merkur en virtist heilbrigt að öllu leyti. „Við vissum það bara seinna að konan hafði verið komin átta mánuði á leið,“ segir Anna Margrét. Áhöfnin í heimsókn á spítalann Þegar vélin lenti í Reykjavík beið sjúkrabíll með ljósmóður og voru þær mæðgur fluttar á fæðingardeildina, þar sem þær dvöldu í nokkrar vikur. Áhöfn vélarinnar fór nokkr- um dögum seinna að heimsækja hana og færði henni gjafir en einnig höfðu farþeg- arnir safnað saman peningum handa móð- urinni. Konan, Ellen Marie Danielsen, var loftskeytamaður hjá norska flotanum og vann á skipi sem var statt í New York. Í þessari ferð var hún á heimleið til Noregs til að eignast barnið, sem ákvað að drífa sig í heiminn í háloftunum. Engin samskipti í rúma hálfa öld Síðan liðu 53 ár og Anna Margrét hafði enga vitneskju fengið um mæðgurnar norsku sem hún hafði svo oft hugsað til. Á jólafundi Svalanna árið 2008 sat við hlið Önnu Mar- grétar ung kona, Kristín Hauksdóttir, sem er norsk-íslensk. Þær spjölluðu mikið saman og Anna Margrét segir henni þá söguna um barnsfæðinguna um borð í Heklu. „Ég sagði Kristínu að ég hefði alla tíð vonast til þess að ná sambandi við þetta litla barn mitt, sem væri reyndar orðið þarna 53 ára,“ segir hún og brosir. Kristín ákveður að hjálpa til við að hafa upp á mæðgunum og einnig báðu YNDISLEGIR ENDURFUNDIR Hitti „barnið sitt“ eftir 58 ár LÍTIL NORSK STÚLKA ÁKVAÐ AÐ DRÍFA SIG Í HEIMINN UM BORÐ Í LOFTLEIÐAVÉLINNI HEKLU Í NÍU ÞÚSUND FETUM FYRIR 58 ÁRUM. ANNA MARGRÉT LÁRUSDÓTTIR VAR ÞÁ UNG FLUGFREYJA OG HAFÐI AÐEINS STARFAÐ Í TVO MÁNUÐI ÞEGAR HÚN FÓR Í AF- DRIFARÍKA FERÐ FRÁ NEW YORK TIL REYKJAVÍKUR. LAGT VAR AF STAÐ MEÐ 56 FARÞEGA EN LENT MEÐ 57. ANNA MARGRÉT OG BARNIÐ SEM FÆDDIST Í VÉLINNI HITTUST SVO AFTUR FYRIR SKÖMMU Í FYRSTA SKIPTI EFTIR FLUGFERÐINA. Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is Anna Margrét Lárusdóttir flugfreyja gleymir aldrei hinum örlagaríka degi fyrir 58 árum þegar hún kom að konu með nýfætt barn inni á salerni flugvélar. Anna Margrét og Hilde skoða gögn sem móðir hennar hafði geymt um fæðinguna um borð í Heklu. Hluti áhafnar á Heklu árið 1955. Sigríður Gestsdóttir, yfirflugfreyja, Kristinn Olsen flugstjóri og Anna Margrét Lárusdóttir flugfreyja. Fæðing stúlkubarns um borð í Heklu fyrir 58 árum er sú eina sem vitað er um í íslenskri flugvél. Viðtal

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.