Morgunblaðið - Sunnudagur - 20.10.2013, Page 19

Morgunblaðið - Sunnudagur - 20.10.2013, Page 19
20.10. 2013 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19 Neðanjarðarlestin er þægilegur ferðamáti í borg- inni. Lestarkerfið er ekki eins einfalt og í London en samt er lítið mál að læra á það. Leigubílar eru þolanlega dýrir og gott orðspor fer af leigubílstjórum í borginni. Þeir eru ekkert að fara aukahring til að græða aukaevrur. Ekkert mál er að nota strætó, sem gengur eftir öllum að- algötum. Einnig er Bus Turistic góður kostur. Sá stoppar á athyglisverðum stöðum í borginni. Frá- bær aðferð til að kynnast borginni í tveggja hæða opnum strætó. SAMGÖNGUR AFP Ramblan er verslunargata. Á Römblunni eiga vissulega mörg heimsþekkt vörumerki heimili sitt í borginni en sleppa ferðalangar að skoða í búðarglugga og skoða á göturnar má sjá magnaða götulistamenn. Það bera þó að varast vasaþjófa sem gera fólki oft lífið leitt í Barcelona og þeir eru sérstaklega varasamir á Römblunni. Gamli góði veskisp- ungurinn kemur að góðum notum vilji fólk ekki missa verðmæti sín. RAMBLAN Fjölmargir frábærir veitingastaðir eru í Barce- lona og þrír af þeim hafa Michelin stjörnu. Flestir borða þó tapas réttina eða þjóðarréttin Bacalao þar sem íslenskur þorskur kemur við sögu. Við Ólympíuhöfnina er einnig úrval veitingastaða. VEITINGASTAÐIR Ekki mjög langt frá Barcelonaborg er fjallið Montser- rat. Til að komast að rótum fjallsins þarf að ferðast í rúma klukkustund með bíl eða lest frá aðalbrautarstöð Barcelona. Þegar þangað er komið er hægt að taka kláf upp að klaustri Benediktínareglunnar, sem hefur kom- ið sér fyrir uppi í fjallshlíðinni. Frá munkaklaustrinu taka þeir lötu annan kláf upp, en hinir ganga upp eftir merktum stígum. Fjallið er um 1.200 metra hátt og þaðan er stórkostlegt útsýni. FJALLIÐ MONTSERRAT Kastalinn sem kenndur er við Montjuic er stórskemmtilegur staður til að koma við á þegar Barcelona er heimsótt. Útsýni yfir haf- ið, höfnina, gamla bæinn, gosbrunnurinn magnaði og góður matur. Kvöldganga þarna uppeftir er rómantískari en margt annað. Erf- itt að skrifa um stemningu – þetta er nokkuð sem allir þurfa að upplifa. CASTELL DE MONTJUIC HEYRNARSTÖ‹IN Þjónusta Heyrnarstöðvarinnar gengur út á aukin lífsgæði. Við bjóðum ókeypis heyrnarmælingu, hágæða heyrnartæki og margvíslega sérfræðiþjónustu og ráðgjöf. Kynntu þér þjónustu okkar á heyrnarstodin.is og vertu í sambandi. Við tökum vel á móti þér. Heyrumst. Heyrnarstöðin • Kringlunni • Sími 568 7777 • heyrnarstodin.is

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.