Morgunblaðið - Sunnudagur - 20.10.2013, Síða 22

Morgunblaðið - Sunnudagur - 20.10.2013, Síða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 20.10. 2013 Heilsa og hreyfing „Planki er æfing sem allir ættu að gera reglulega, þar sem þetta er frábær alls- herjaræfing sem vinnur með stóran hluta líkamans,“ segir Silja Úlfarsdóttir, einkaþjálfari og afrekskona í frjálsum íþróttum. „Æfingin er sérstaklega góð fyrir kvið og axlir, ásamt því að hún vinnur aðeins með jafnvægið. Þessi æfing gæti verið erfið fyrir suma til að byrja með, en byrjið þar sem þið treystið ykkur og vinnið ykkur upp.“ Hægt er að auðvelda sér plankaæf- ingar með því að gera þær á hnjánum í staðinn fyrir að standa á tánum. Til að gera æfinguna erfiðari er t.d. hægt að lyfta upp öðrum fætinum eða annarri hendinni. Plankaæfingar má gera 2-3x í viku, hægt að miða við ákveðinn tíma eða endurtekningar (t.d. 6 hvorum megin). 1 Byrjar í plankastöðu, með lófana í gólfi. Ein-beittu þér að því að halda líkamanum beinum og að axlir séu alltaf fyrir ofan hendur. 2Nú lyftirðu fætinum upp og krossar hannfyrir aftan þig, mikilvægt að halda líkam- anum beinum og spenna kviðvöðvana til að halda jafnvægi. 3Næst ferðu með fótinn undir þig eins langtog þú treystir þér án þess að missa jafn- vægið, en nú verðurðu að draga kviðvöðvana saman. Morgunblaðið/Eggert ÆFING VIKUNNAR Planki með snúningi É g fer oft út að hlaupa í Öskjuhlíðinni og þar hleyp ég um eins og óður maður á milli trjánna í hálfgerðum Tarsanleik,“ segir Magnús. „Þessi útrás er algjörlega geðveik og mér líður eins og ég sé tíu ára í brjáluðu Hringadróttins- ævintýri þegar ég spretti þarna um. Hreyf- ing er mér algjörlega lífsnauðsynleg.“ Samhliða spretthlaupum leggur hann stund á fótbolta, sund, hjólreiðar og körfu- bolta til að fá útrás. Göngutúrar og rólegt skokk henta honum hins vegar ekki. „Ég verð að fá öfluga útrás á skömmum tíma. Snöggir sprettir og öflugt sund heldur mér vanalega góðum í þrjá eða fjóra klukkutíma áður en ég finn aftur fyrir þessari útrásar- þörf. Þegar ég finn að umframorkan er að spretta aftur upp afsaka ég mig út úr þeim aðstæðum sem ég er í og rýk af stað í ein- hverja góða hreyfingu.“ Gott mataræði hefur mikið að segja, að hans mati, en hann reynir að sneiða hjá sykri, mjólk og brauði eins og hann getur. Þá telur hann omega-3-fitusýrur og D- vítamín einnig hafa góð áhrif. Bundinn við rúmið Magnús fékk gælunafnið „Funi“ hjá pabba sínum því hann átti það til að rjúka upp og brjóta allt og bramla. Hann segir ömmu sína þó hafa fyrirgefið sér allt sem hann gerði því hún vissi að það lá aldrei nein illska að baki. „Ég var alveg kolklikkaður villingur og ég var í alls konar rugli. Ég var byrjaður í smáglæpum tíu ára gamall og það munaði örugglega litlu að ég endaði inni á Litla- Hrauni. Ég var oft settur í straff fyrir hluti sem ég gerði en það var ekki séns að halda mér inni því ég fór bara út um gluggann aftur. Einu skiptin sem ég var kyrr á sama staðnum var á nóttunni, en þá þurftu for- eldrar mínir oft að binda mig niður við rúm- ið svo ég færi mér ekki að voða.“ Ofurhetjur með ADHD Magnús ber ADHD-taugaröskun saman við ýmsar ofurhetjur í bíómyndum. „Þeir sem eru með ADHD eru með annað grunnforrit en annað fólk. Maður þarf oft að halda niðri einkennum til að vera tekinn alvar- lega í samfélaginu. Súperman þarf til dæm- is að klæða sig í venjuleg föt og fela kraft- inn til að passa inn í kerfið. Þegar öll þessi orka fær útrás líður mér best, líkt og þeg- ar Súperman rífur sig úr jakkafötunum og fær að fljúga frjáls.“ Magnús hefur lært að taka taugarösk- unina í sátt en viðurkennir að lífshlaup hans hafi aldrei verið auðvelt. „ADHD hef- ur bakað mér ýmis vandræði í gegnum tíð- ina en röskunin hefur einnig hjálpað mér mikið og fleytt mér í gegnum lífið. Sólar- hringurinn er t.d. aldrei nægilega langur til að framkvæma allar hugmyndirnar sem berjast um athygli mína og sköpunarþörfin er endalaus,“ segir Magnús og þakkar ADHD fyrir að líf hans er bæði skemmti- legt og gefandi. Tekur orkuna í sátt „Stundum ranka ég við mér þegar ég er búinn að semja lag og mála hálft málverk og þá man ég allt í einu eftir því að ég ætlaði upprunalega að hella upp á kaffi. Þetta eru brjálaðir eigin- leikar og þeir nýtast mér vel í allri listsköpun, ég hef gaman af þessari orku í dag og er hætt- ur að skammast mín eins og ég gerði kannski áður.“ Magnús langar að opna fyrir umræðu um ADHD og kallar eftir að samfélagið fagni fjöl- breytileika ólíkra einstaklinga. „Við erum öll ólík og það er bara frábært, það á ekki að steypa alla í sama mótið.“ Hann nefnir sérstaklega fyr- irmyndir líkt og Jón Gnarr í þessu tilliti og hrós- ar starfi ADHD-samtakanna í hástert. „Ástandið hefur skánað mikið frá því að ég var ungur og nú tekur fólk orkumiklum ein- staklingum með athyglisbrest betur. Það þarf hins vegar að vinna gegn fordómum því enn er til fjöldinn allur af ADHD-fólki sem lifir í skömm og ef ég get hjálpað einhverjum með því að koma fram og tala um þetta er ég sátt- ur.“ Fær útrás fyrir ADHD í Tarsanleik Magnús hefur alltaf vitað að hann passaði ekki inn í hefðbundna ramma samfélagsins. „Allir í kringum mig vissu að ég var með brjálaða orku strax í barnæsku en á þessum tíma þekkti eng- inn ADHD. Maður var bara stimplaður óþekkur eða með njálg eða eitthvað álíka.“ Morgunblaðið/Golli * Magnús mun halda fyrirlesturum ADHD ásamt fjölda annarra fyr- irlesara á 25 ára afmælisráðstefnu ADHD-samtakanna sem verður á Grand hóteli dagana 25. og 26. októ- ber næstkomandi. Ráðstefnan nefnist „Lífsins ganga með ADHD“ en þar verður farið yfir birtingarmyndir ADHD á ólíkum aldursskeiðum og þær áskoranir sem þeim fylgja. Allar nánari upplýsingar og skráningu má finna á heimasíðunni www.adhd.is. * Skammstöfunin ADHD er al-þjóðleg og stendur fyrir „Attention Deficit Hyperactivity Disorder“ eða athyglisbrest og ofvirkni. ADHD er taugaþroskaröskun sem kemur yf- irleitt snemma fram eða fyrir sjö ára aldur og getur haft víðtæk áhrif á daglegt líf, nám og félagslega aðlögun fólks. Athyglisbrestur og ofvirkni er algerlega óháð greind. „ALLIR SEM ÞEKKJA MIG VEL VITA AÐ ÉG ER MEÐ BULLANDI ADHD,“ SEGIR MAGNÚS JÓNSSON, LEIKARI, TÓNLISTARMAÐUR OG MÁLARI. HANN HEF- UR ALDREI VERIÐ Á LYFJUM EN ÞRÓAÐI MEÐ SÉR TÆKNI TIL AÐ VINNA MEÐ ORKUNA. ÞAR SKIPTA HREYFING OG HOLLT MATARÆÐI MIKLU MÁLI. Jón Heiðar Gunnarsson jonheidar@mbl.is Skemmtileg leið til að skapa fjölbreytni í neyslu ávaxta og grænmetis er að hafa alla liti regn- bogans í huga og borða svolítið af hverjum og einum. Græni liturinn getur t.d. verið grænkál, rauði liturinn getur verið tómatur eða paprika, gulur fyrir banana o.s.frv. Önnur spennandi aðferð er sú að borða dökkgrænt grænmeti í einni máltíð og appelsínugult í þeirri næstu. Allir litir regnbogans BRJÁLAÐUR VILLINGUR SEM VAR BUNDINN NIÐUR Í RÚMIÐ

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.