Morgunblaðið - Sunnudagur - 20.10.2013, Síða 36

Morgunblaðið - Sunnudagur - 20.10.2013, Síða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 20.10. 2013 Græjur og tækni þó frekar klunnalegt og betra að hafa stutta framlengingarsnúru ef stendur til að nota það. Þráðlaust net er IEEE 802.11a/b/g/n og stuðn- ingur fyrir 4G. Hnappur til að kveikja á tölvunni (og svæfa) er á vinstri hlið hennar, en hnappar til að hækka og lækka undir henni hægra megin að fram- an. Sérkennileg staðsetning, en þar er líka hnappur til að ræsa Vaio- hjálparforrit frá Sony. Þar undir eru líka hátalararnir sem hljómuðu vel, ekki síst í ljósi þess hvað þeir eru litlir. Hljóðstýring er Dolby Home Theater v4. Skjárinn er einn sá besti sem ég hef séð á fartölvu hingað til, hreint út sagt frábær, 13,3" Full HD skjár (16:9) með 1920 x 1080 díla upplausn og Sony Triluminos litastýringu. Skjá- stýringin er á móðurborði, Intel HD Graphics 4400. Það er nokkur glampi af skjánum, en sjónarhornið merkilega vítt. Það er best að taka fram að ekki er hægt að hnika skjánum til sem neinu nemur, eftir að hann er kominn upprétta skástöðu er ekki hægt að halla honum meira nema leggja hann niður og þá leggst hann eðlilega yf- ir lyklaborðið. Listaverð er 469.990 kr. Sony Vaio Duo er óvenjuleg vél í flesta staði, nýstárleg og frumlegí senn. Þegar hún er tekin upp er hún eins og gríðarstór (ogþung) spjaldtölva, en ef skjánum er lyft létt að aftanverðu verður úr fartölva með fullvöxnu lyklaborði. Einhverjum finnst músarflöturinn kannski fulllítill, enda er hann ekki nema hálfur áttundi setimetri að breidd og hálfur þriðji að hæð, eins og tvöföld bilstöng, eða þar um bil. Mér fannst það þó litlu skipa, því snertiskjárinn kemur í stað músarinnar að miklu eða mestu leyti. Það er helst þegar maður er með hendurnar á lyklaborðinu, eins og við að skrifa þessa umsögn, sem kom fyrir að ég notaði músarflöt- inn og þá reyndist hann prýði- lega. Aftan á vélinni er straum- tengi, heyrnartólatengi, rauf fyrir SD- eða HG Duo-minniskort, HDMI-tengi og tvö USB-tengi, eitt með aukastraum. Með í kassanum fylgdi tengi til að breyta HDMI i VGA, ef tengja á við annan skjá sem er bara með VGA-tengi, og einnig tengi til að tengja vélina við Ethernet-snúru í gegnum USB-tengi. Það tengi var FRUMLEG FARTÖLVA SNERTISKJÁRINN GEFUR FÆRI Á FORVITNILEGUM TILRAUNUM EINS OG SJÁ MÁ Á NÝRRI SONY-FARTÖLVU, VAIO DUO 13, SEM ER Í SENN SPJALDTÖLVA OG ÖFLUG FARTÖLVA. Græja vikunnar * Sony-bændur halda því framað hleðsla á vélinni dugi í fimmtán tíma, en erfitt að sannreyna það þar sem það byggist á skjástill- ingum (birtustigi), netnotkun, for- ritum og fleiru. Á netinu má þó lesa vitnisburð um það að menn hafi náð ríflega tíu tímum út úr tölvunni og jafnvel meiru, svo ekki eru þeir að ýkja mikið. * Á bak við skjáinn er rauf fyr-ir SIM-kort og hægðarleikur að smella 4G-korti í (þó það hafi verið snúnara að ná því úr aftur). Með vélinni fylgir líka sérstakur penni sem hægt er að nota til að skrifa minnispunkta eða lengri texta eða teikna, nú eða til að klippa út myndir meðal annars. * Í skjánum er 8 Mpixel vef-myndavél, 3.280 x 2.464 dílar. Ör- gjörvi í vélinni er 2,9 GHz Intel Core i7 og vinnsluminni í henni 12 GB. Harður diskur er 256 GB SSD. Hún er 1,6 kg að þyngd, nokkuð þung spjaldtölva, enda í raun öflug fartölva sem nota má sem spjaldtölvu. ÁRNI MATTHÍASSON irmanninum. Það er óséður þáttur af Broen á VOD-inu og nýtt tölublað af Kjarnanum var að berast. Samstarfsmaður hringdi meðan á matseldinni stóð og var búinn að týna slóðinni á Dropbox möppuna sem þú sendir fyrr í dag. Og ekkert af þessu má bíða til morguns, því þá tekur annar eins dagur við. Streitueinkenni sem rakin eru til tækninýjunga tengjast mörg kröfunni um skjót svör og að vera sífellt til taks. Þetta er þó bara hluti af vandamálinu. Rannsóknir hafa sýnt fylgni milli aukinnar tölvunotkunar og bæði svefntruflana og þunglyndis og annarra streitueinkenna, líkt og hausverkja og vöðvabólgu. Og það er fleira sem veldur en bara áreiti að utan. Fjöldi annarra þátta hefur verið tilgreindur, þátta sem valda tæknistreitu, þar á meðal: seinvirk forrit, vont notendaviðmót, innsláttarvillur, kerfisvillur, hægar tölvur, nýr hugbúnaður, truflanir á netsambandi og fleira. Tæknin hefur gert okkur kleift að skila flóknum verkefnum af okkur á stuttum tíma. En allur þessi tímasparnaður þýðir ekki að við höfum meiri tíma. Þess í stað erum við oftar en ekki að sinna mörgum verkefnum í einu. Við tölum í símann á Í venjulegum snjallsíma er umtalsvert meiri reiknigeta en var til staðar í tölvum Apollo 11, sem fór þó alla leið til tungls- ins. Þetta kemur líklega fæstum á óvart, sérstaklega í ljósi þess hve hratt reiknigeta hefur þróast. Lögmál Moore kveð- ur á um að afköst örgjörva tvöfaldist á 18 mánaða fresti, en það lætur nærri lagi. En það tekur sinn toll að hafa alla þessa reiknigetu í vasanum. Margt bendir til að aukin snjallsímaeign og krafan um að sífellt sé hægt að ná í fólk í síma og tölvupósti valdi bæði streitueinkennum og þunglyndi. Margir kannast líklega við að hafa vart undan að svara tölvu- pósti. Þeir sem þekkja það vandamál hafa líklega staðið sig að því að svara vinnupóstinum í símanum á kvöldin. Það fylgir því einkennileg skyldutilfinning að eiga ósvaraðan vinnupóst. Það er margt sem kallar á athygli okkar á gervihnattaöld. Það eru vinaboð á Facebook sem þarf að taka afstöðu til. Skila- boð sem eftir á að svara og stöður sem þarf að skrifa eitthvað hnyttið við. Það þarf að uppfæra stýrikerfið í símanum og passa að hann sé hlaðinn fyrir morgundaginn, að vekj- araklukkan sé rétt stillt, og að fundarboðið hafi borist yf- meðan við eldum matinn og fylgjumst með fréttunum. Við svörum tölvupóstinum á meðan við erum að njóta samvista við fjölskylduna. Við skrifum SMS undir stýri. Stöðugt áreiti frá ýmiskonar raftækjum skapar spennu í daglegu lífi sem veldur hærra streitustigi. Hvað er til ráða? Allir góðir sjálfshjálpardálkar byrja á því að ráðleggja fólki að viðurkenna vandann. Og því skyldi þessi vera öðruvísi? Fyrsta skrefið er að viðurkenna vandann. Í því felst líka að átta sig á að þú munt mögulega ekki ráða við að svara öllum tölvupósti samdægurs eða skrifa villulaus skilaboð og aldrei gleyma sím- anum heima. Og það er allt í lagi. Hafðu í huga að mörg fyr- irtæki og stéttarfélög greiða starfsmönnum hreyfingar- og íþróttastyrki til að draga úr streitu, og efla heilsu starfsmanna. Að leita leiða til þess að draga úr áhrifum tækninnar á streitu er sama eðlis og mun gagnast bæði þér og vinnuveitanda bet- ur þegar fram í sækir. Að því sögðu, þá eru hér á næstu blað- síðu nokkur ráð sem getur verið gagnlegt að hafa í huga. Er tæknistreitan að yfirbuga þig? Morgunblaðið/Styrmir Kári MARGIR ÞJÁST AF STREITUEINKENNUM SEM REKJA MÁ TIL MIKILLAR NOTKUNAR TÆKJA. HÆGT ER AÐ VINNA GEGN STREITUNNI MEÐ ÝMSUM RÁÐUM. Sveinn Birkir Björnsson sveinnbirkir@gmail.com „Margt bendir til að aukin snjallsímaeign og krafan um að sífellt sé hægt að ná í fólk í síma og tölvupósti valdi bæði streitueinkennum og þunglyndi.“

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.