Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq

Morgunblaðið - Sunnudagur - 20.10.2013, Qupperneq 37

Morgunblaðið - Sunnudagur - 20.10.2013, Qupperneq 37
20.10. 2013 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 37 Með smáforritinu Discovr getur þú uppgötvað hljómsveitir og tónlist sem svipar til þíns tónlistarsmekks. Auk þess getur þú fylgst með þín- um uppáhaldshljómsveitum og smáforritið lætur þig vita af nýjum lögum og nýjum fréttum sem frá þeim koma. Þá geturðu spilað lög með appinu í gegnum Spotify, You- tube og önnur tónlistarforrit. DISCOVR Finndu nýjar hljómsveitir Smákökuleikurinn er álíka ávana- bindandi og Candy Crush. Leikurinn gengur út á það að ýta eins oft og þú getur á skjáinn til að framleiða eins margar kökur og þú getur innan ákveðins tíma. Síðan ferðu með af- raksturinn í næsta bakarí til að næla þér í enn betri aðferð við að baka óendanlega margar smákökur á sem skemmstum tíma. COOKIE CLICKERS Bakaðu skrill- jón smákökur Nú er lausnin komin fyrir þig og köttinn þinn. Engir erfiðleikar eða misskilningur í samskiptum ykkar á milli framar. Þetta smáforrit getur þú notað sem túlk fyrir köttinn. Forritið nemur rödd þína, tekur upp það sem þú vilt segja og yf- irfærir yfir á mjálm kattarins. Einnig er sniðugt að nota það til að hrekkja samstarfsmenn og vini. Talaðu við köttinn þinn HUMAN-TO-CAT TRANSLATOR Opnunartímar: Smáralind Virka daga 11-19 | Fimmtudaga 11 - 21 | Laugardaga 11 - 18 Sunnudaga 13 - 18 | Sími 512 1330 Laugavegi 182 Virka daga 10-18 | Laugardaga 12 - 16 | Sími 512 1300 Komin í verslanir okkar Nýr iMac * Skipuleggðuákveðinn tíma til að skoða tölvupóst. Ekki skoða tölvu- póst og önnur samskipti (Face- book-skilaboð, twitter- samskipti) jafn- óðum allan dag- inn. Temdu þér að skoða sam- skipti með 2-4 tíma fresti til dæmis. Þegar þú ferð heim úr vinnunni skaltu hafa þá reglu að svara ekki meiri tölvupósti þann daginn nema ýtrustu nauðsyn beri til. Stilltu tölvu og síma þannig að þú fáir ekki tilkynningu um nýjan póst með hljóði, titringi, blikkandi ljósi eða öðrum sambærilegum leið- um. Pósturinn verður þarna ennþá þegar þú vaknar á morgun. Láttu vini og samstarfsaðila vita, og þau munu virða ákvörðun þína. * Temduþér að nota síur á póst- inn og stilla þær svo að ein- ungis mikilvægur póstur fari þang- að, svo sem frá yf- irmanni og helstu samstarfsmönnum. Öðru sem ekki á þar heima má safna í sérstaka möppu sem hægt er að skoða sjaldnar. * Ekki nota tölvu rétt fyrir svefn. Ljósflestra tölvu- og símaskjáa er á litrófi sem skekkir mat heilans á birtustigi og getur trufl- að líkamsklukkuna. Þetta getur valdið miklum svefntruflunum. Lestu frekar bók – eða í versta falli, prentaðu út skýrsluna sem þú þarft að lesa fyrir morgundaginn. Ekki geyma símann á náttborðinu. Ef hann pípir og titrar á nóttunni bitn- ar það á svefni þínum. * Einbeittu þér að því að leysa eitt verkefni íeinu. Það er gagnlegt að notast við einhvers konar tímastjórnun á því ef þurfa þykir. Hafðu sömuleiðis einungis opna þá glugga tölvuforrits sem þú þarft að nota til að leysa verkefnið sem er fyrir höndum. * Notaðu 20/20/20 regluna til að hvílaaugun. Kanntu ekki 20/20/20 regluna? Hún er einföld. Á 20 mínútna fresti skaltu horfa á eitthvað annað en tölvuskjáinn úr 20 metra fjarlægð í 20 sekúndur. Þessu tengt: Stattu upp og hreyfðu þig. Gakktu hring á skrifstofunni. Í það minnsta kringum skrif- borðið. Ekki gleyma að hlífa líkamanum og sitja rétt. * Prófaðu aðhringja í stað þess að skrifa SMS. Þú skrifar enga vitleysu á með- an, og stundum er fólk bæði skemmtilegt og fróðlegt og samtalið leiðist inn á aðrar gagnlegar brautir. * Feldu leiðinlegu Facebook-vinina. Þúveist hverjir það eru, þessir sem eru alltaf nei- kvæðir og sjá slæmu hliðar allra mála og þurfa endilega að deila þeim með öðrum. Það er engin ástæða til þess að vera að láta neikvætt viðhorf annarra draga þig niður. Þau munu aldrei komast að því að þú tókst þau úr tíma- línunni. * Engar fréttir,síma eða aðra truflun á matmálstíma. Höldum þessa stund hátíðlega. Eyðum tíma hvert með öðru, fjöl- skyldu og vinum og látum hörmungar heimsins bíða betri tíma. Kertaljós við matarborðið myndar oft þægilega stemningu sem hvetur til samveru og samræðna. Nokkur góð ráð gegn tæknistreitu
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.