Morgunblaðið - Sunnudagur - 20.10.2013, Side 48

Morgunblaðið - Sunnudagur - 20.10.2013, Side 48
48 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 20.10. 2013 H jónin Yesmine Olsson og Arn- grímur Fannar Haraldsson, betur þekktur sem Addi Fannar, eru fólk sem þykir ekkert annað koma til greina en að koma þeim hugmyndum sem þau fá í verk, hvort sem það tengist dansi, matargerð eða skemmtanaiðnaðinum. Einar Bárðarson, stóri bróðir Adda Fannars var sá sem kynnti þau en frá þeirri viðkynningu liðu þó um þrjú ár þar til þau settust niður og tóku meðvitaða ákvörðun um að byrja saman. Við hittumst í Hörpu og þegar blaðamaður biður um „Arngrím Fannar“ hugsar mað- urinn í móttökunni sig smástund um... „Já Addi?“ Enda er Arngrímur ekki neinn Arn- grímur. Hann er Addi Fannar úr hinni geysivinsælu sveitaballahljómsveit Skíta- móral og hvar sem við stöndum í pólitík og hvaða þjóðfélagshópi sem við tilheyrum, hljótum við öll að geta raulað „Ertu þá far- in?“ En Addi er einmitt núna kominn – í af- greiðsluna með Yesmine. Hann segir reynd- ar að Addi Fannar sé gaurinn í Skítamóral og í dag sé hann Addi. Þetta gæti orðið flók- ið. Hann starfar sem verkefnastjóri tónlistar- viðburða í Hörpu en hefur einnig tekið þátt í verkefnum eiginkonu sinnar, svo sem mat- reiðslubókum og framleiðslu matreiðsluþátta. Snúum hlutverkunum aðeins við. Hvað getið þið sagt mér um bakgrunn hvort ann- ars? Addi „Yesmine fæddist á Sri Lanka. Hún var átta mánaða þegar hún og systir hennar voru sóttar þangað af sænskum foreldrum sem ættleiddu þær en þeir fóru í mikla svað- ilför til Sri Lanka og náðu í stúlkurnar. Þær voru svo aldar upp sem tvíburar en það var aðeins ár á milli þeirra. Þær systur gengu í sama bekk og æska Yesmine einkennist af íþróttum – fótbolta, fimleikum og svo æfði hún keppnisíþrótt sem Íslendingar eiga erfitt með að skilja en það er mjög töff sport sem er trampólínhopp á skíðum. Ég veit að sem unglingur fór hún að tengja við rætur sínar, leita að einhverju framandi, sem hún fann þá meðal annars í dansi.“ Yesmine„Addi er uppalinn á Selfossi. Í rosalega fallegu húsi sem foreldrar hans byggðu. Foreldrar hans voru lengi í eigin rekstri, ráku blómabúð á Selfossi og svo á hann hálfbróður sem heitir Einar Bárðarson sem hann er alinn upp með. Fjölskyldan var mikið á skíðum og í veiði og þegar Addi var 12 ára gamall keypti hann sér hest. For- eldrum hans þótti það svo skemmtilegt að þau seldu húsið sitt, fluttu út í sveit og hófu hestabúskap. Ég veit að hann var pínu gang- ster. Að minnsta kosti mjög óþekkur. Nei, ég þori ekki að segja frá því sem ég hef heyrt!“ Addi „Yesmine var mjög virk og orku- mikil. Það kallast ekki óþekkt en fjölskyldan þurfti að hafa svolítið fyrir henni að því leyti að passa að hún hefði alltaf nóg fyrir stafni.“ Yesmine „Ég var uppi í öllum trjám.“ Addi „Og fékkst útrás við að elta geitur. Hún bjó í fiskiþorpi en auk þess á fjölskylda hennar sveitasetur í Svíþjóð og þar var hún mikið, svo sem öll sumur.“ Yesmine „Hann var sem sagt óþekkur og ég bara smá villt. Addi er mikið náttúrubarn og sveitastrákur, gengur í öll verk því hann kann því vel að gera hlutina sjálfur. Hann er mikill dýravinur og veit allt um fugla, fiska og jörðina. Á tímabili var hann alltaf að tala um að hann vildi verða bóndi og mér leist nú ekki alveg nógu vel á það og spurði hann af hverju hann hefði ekki sagt mér það áður en við giftumst! Ég er meiri borgarstelpa. En í dag eru hlutverkin þannig að Addi er mjög rólegur og ég ekki,“ segir Yesmine og hlær. „Hann hefur þó kennt mér að taka líf- inu með meiri ró.“ Addi „Yesmine hefur kennt mér að ég hef ekki alltaf rétt fyrir mér.“ Heppni að ferðaplönin breyttust Hefurðu einhvern tíma fundið til löngunar til að fara til Sri Lanka og skoða rætur þínar þar? Yesmine „Ég hef fundið til þeirrar löng- unar já og við í raun vorum alltaf á leiðinni að fara þangað en landið var svo stríðshrjáð að það var erfitt. Ég ætlaði að heimsækja þessar slóðir um áramótin 2003-2004 og við áttum bókað far þá. Við vorum mjög heppin að ferðaplönin breyttust og við seinkuðum ferðinni því flóðbylgjan gekk yfir þarna ná- kvæmlega á þeim tíma sem við höfðum ætl- að að fara.“ Flóðbylgjan gekk á land í 14 löndum, meðal annars í Sri Lanka og Indlandi, og 250.000 manns létu lífið. Yesmine „Kunningjakona okkar hafði stungið upp á að við myndum bíða aðeins með að fara þar sem við gætum þá búið hjá henni svo að við fórum til Dubai í staðinn. Það er ótrúlegt að hugsa til þessa eftir á. En ég held að ég hafi fengið að upplifa minn uppruna í gegnum matargerðina og svo Bol- lywood-dansinn sem virðist vera mér eðl- islægur. Ég ætla að fara einn daginn og mig langar en ég finn ekki þörf sem truflar mig dagsdaglega. Ég er mjög ánægð með það sem ég á. Mér finnst það eðlilegt að flesta sem eru ættleiddir langi til að fara og sjá landið sitt.“ Hafið þið lært að meta umhverfi hvort annars – þú sveitina sem fjölskylda eig- inmannsins býr í, Yesmine, og hefur eig- inmaðurinn á móti heimsótt Svíþjóð? Yesmine „Það var mjög gott fyrir mig að komast út í sveitina hans og náttúruna en svona rosalega friðsælu umhverfi var ég ekki vön. Það var róandi en líka stundum erfitt fyrst því það var áskorun að taka því alveg svona rólega. Þarna ertu bara að njóta þess sem þú hefur – þess sem skiptir máli. Hjá fjölskyldu hans lærði ég líka að meta hestamennsku. Og auðvitað er æðislegt að vera þarna og fá alla matvöru beint frá býli. Hef ég lært að meta allan íslenskan mat? Já, nema slátur, ég ætlaði að elda það handa Ronju dóttur okkar um daginn og tók upp á því að steikja það. Hún varð alveg brjáluð yfir því! Sagði að það mætti sko ekki.“ Addi „Ég hef heimsótt Svíþjóð einu sinni til tvisvar á ári frá því að við byrjuðum sam- an og þarna er stutt að fara til að synda í vötnum, skreppa á ströndina og í sumar þótti okkur sérstaklega gott að koma þangað þar sem sumarið hér heima var eins og það var. Úti hjá þeim lærði ég að meta síld og snafs og hina ýmsu sjávarrétti sem ég hafði ekki kynnst áður eins og nokkrar tegundir af skelfiski.“ Auk þess sem þau hjónin eiga sjö ára stúlku sem heitir Ronja á Addi 14 ára strák, Harald Fannar. Þau byrjuðu að vera saman þegar Haraldur var tveggja ára og Yesmine segir fjögurra manna fjölskylduna mjög nána og samheldna. Þegar Yesmine og Addi kynnast, árið 1998, hafði Yesmine verið með annan fótinn á Ís- landi frá 1992 og starfaði sem einkaþjálfari hjá Planet Pulse. Hún átti þá að baki ýmsa sigra. Líklega hófst það með því að 16 ára gömul vann hún stærstu hæfileikakeppni Sví- þjóðar með sólódansatriði og sömu helgi varð hún Svíþjóðarmeistari á trampólíni. Hún vann fyrir sér lengi í dansi og ferðaðist um heiminn sem dansari og danshöfundur. Meðal annars samdi hún dansa fyrir Back Street Boys á tónleikaferðalagi þeirra um Þýska- land en hún var alltaf með hugann við íþrótt- irnar líka. Yesmine kenndi meðal annars í líkamsræktarstöð Jónínu Benediktsdóttur í Svíþjóð, Aktiverum, og um það leyti lærði hún einkaþjálfun og tók sex mánaða nám í næringarráðgjöf í Svíþjóð. Síðar meir kom hún til Íslands og starfaði í Planet Pulse. Í þeirri líkamsræktarstöð hittust þau Addi ein- mitt fyrst. Yesmine hafði þá einnig náð mikl- um frama innan alþjóðlega Fitness-heimsins með danslotum. Líkaði tónlistin Skítamórall var þarna á hátindi ferilsins, hafðirðu heyrt í þeim Yesmine? Yesmine „Nei, reyndar ekki, enda hafði ég ekki haft fasta búsetu hér á landi og mikið verið á ferðalagi út af vinnunni. En engu að síður hafði ég samt heyrt af þeim. Ég hitti Íslending í lest í Kaupmannahöfn og hann fór að tala um Skítamóral en þá kom ég hljómsveitinni ekkert fyrir mig. Síðar í vinnunni heyrði ég tónlistarsyrpu með þeim og lagði eyrun við. Yfirleitt þótti mér íslensk tónlist leiðinleg en ég man að ég hugsaði; „Hmm, kannski get ég notað þetta eitthvað“ og var þá að hugsa um eitthvað vinnutengt. Svo sagði þulurinn í endann að þetta hefði verið Skítamórall. Svo kom hann til mín í Planet.“ Addi „Einar bróðir minn bauð mér með sér í ræktina, átti eflaust eitthvað tveir fyrir einn tilboðskort þarna, og hann fór með mig til Yesmine og spurði hana hvort hún nennti að þjálfa mig.“ Yesmine „En Einar lét sig hverfa, skildi bróður sinn eftir og kom ekkert aftur! En þarna kynntumst við sem sagt þótt við yrð- um bara vinir. Addi fékk mig til að vinna með sér og fara út í skemmtanaiðnaðinn aft- ur. Ég aðstoðaði hann meðal annars með tónlistarmyndband og fór að taka þátt í ýmsu í kringum hljómsveitina og öðru sem Addi Fannar var tengdur. Í þrjú ár vorum við rosalega góðir vinir enda höfðaði hann ekki til mín þá, hann var poppari í allt öðr- um lífsstíl.“ Addi „Á þessum árum hafði ég hljóðfæra- Var meðvituð ákvörðun YESMINE OLSSON GERÐI EIGINMANN SINN SVO ÁSTFANGINN AF SÉR AÐ HANN HÆTTI AÐ VERA GRÆN- METISÆTA. ÞAU HÖFÐU VERIÐ VINIR Í ÞRJÚ ÁR ÞEGAR HÚN SÁ AÐ ÞAU GÆTU HUGSANLEGA VERIÐ KOMIN Á SAMA STAÐ Í LÍFINU OG ÞAU SETTUST NIÐUR OG RÆDDU ÞAÐ SÉRSTAKLEGA HVORT ÞAU ÆTTU KANNSKI AÐ TAKA NÆSTU SKREF SAMAN. Texti: Júlía Margrét Alexandersdóttir julia@mbl.is Myndir: Kjartan Þorbjörnsson golli@mbl.is „Ég ætlaði að heimsækja þessar slóðir um áramótin 2003-2004 og við áttum bókað far þá. Við vorum mjög heppin að ferðaplönin breyttust og við seinkuðum ferð- inni því flóðbylgjan gekk yfir þarna nákvæmlega á þeim tíma sem við höfðum ætlað að fara,“ segir Yesmine Olsson um fyrirhugaða ferð sína fyrir tíu árum til landsins sem hún er ættleidd frá. Viðtal

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.