Morgunblaðið - Sunnudagur - 27.10.2013, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - Sunnudagur - 27.10.2013, Blaðsíða 32
Matargestir frá vinstri: Helga Sigríður Steingrímsdóttir framhaldsskólanemi, Aldís Kristín Árnadóttir Firman, lögmaður í London, húsbóndinn og húsfreyjan sjálf; Steingrímur Sigurgeirsson og María Guðmundsdóttir. Loks er það sjálfur Ralph Firman, kappakstursökuþórinn úr Formúlunni, en hann er tengdasonur okkar Íslendinga – er giftur Aldísi. M ér finnst mjög gaman að halda matarboð, geri þó nokkuð af því og hef lært af reynslunni að einfaldleikinn er best- ur. Þetta matarboð var ekki flókið í undirbúningi. Ég mæli með að fólk gefi sér um það bil þrjár klukkustundir fyrir matreiðsluna en þá eru líka ekki mörg handtök eftir þegar gest- irnir koma,“ segir Steingrímur Sigurgeirsson, einn af helstu vínsér- fræðingum landsins og vínbókahöfundur. „Ég valdi rétti þar sem notast er við vín í matargerðinni sjálfri. Vín er skemmtilegt krydd í matargerðina og gefur góðan bragðgrunn. Þemað var ítalskt og franskt, risotto er í miklu uppáhaldi hjá mér sem og andarbringur. Öndin er líka eitt það besta sem hægt er að fá með góðu víni. Margir halda að það sé mikið mál að elda önd en það er ekkert flóknara en að elda kjúkling. Oft hugsa ég fyrst um það hvaða vín mig langar að bjóða gestunum og vel svo réttina út frá því.“ Steingrímur lumar á góðum ráðum fyrir þá sem vilja spreyta sig með vín í matargerð. Sjálfur hefur hann skrifað fjölmargar greinar í erlend og innlend tímarit um vínmenningu og ekki er langt síðan bók hans Vín – frá þrúgu í glas kom út en þar eru kaflar um vín og mat. Í bókinni er sérkafli um hvað hafa ber í huga þegar kemur að því að velja vínið með matnum, bæði um hvað maður á að forðast og svo líka þumalputtareglur um hvað það er sem passar vel saman. „Ein algeng- ustu mistökin sem fólk gerir yfirleitt er að bera rauðvínið fram of heitt og hvítvínið of kalt. Gott rauðvín nýtur sín best við 18-20 gráður, sem er nokkuð undir því sem kalla má hinn dæmigerða íslenska stofuhita. Það þarf að passa að vínið hvorki valti yfir matinn né falli í skuggann af honum. Stundum vilja menn hafa vínið í aðalhlutverki og þá þarf maturinn að styðja við það. Svo mæli ég eindregið með því að nýta af- gangsvín í matargerð. Frysta það til dæmis í klakabox og eiga þá allt- af eitthvað til að setja í sósur og grunna. Það er hægt að frysta vín í marga mánuði eða ár. Þá er þetta bara í litlum einingum sem eru til- búnar.“ MATARBOÐ HJÁ ÞRÚGUSÉRFRÆÐINGI Vín er krydd STEINGRÍMUR SIGURGEIRSSON KANN AÐ NOTA VÍN SVO VEL SÉ Í DÝRINDIS MATARRÉTTI. Júlía Margrét Alexandersdóttir julia@mbl.is 32 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 27.10. 2013 Matur og drykkir Það þarf um 800 g af humar í skel í þessa uppskrift. Byrjið á því að taka humarinn úr skelinni og garnhreinsa. Notið ca. 2/3 af skeljunum í soðið og 1/3 í olíuna. HUMARSOÐ humarskeljar 2 gulrætur 1 sellerístöngull 1 laukur 2 dl hvítvín nokkrir steinseljustönglar 1 lítil dós tómatpúrra 1 tsk. piparkorn 2 lárviðarlauf ólífuolía Grófsaxið grænmetið. Hitið olíuna í þykkum potti. Steikið humarskeljar, sell- erí, gulrætur og lauk ásamt pip- arkornum og lárviðarlaufum þar til þetta hefur tekið á sig lit, 6-8 mínútur. Blandið tómatapúrrunni saman við. Hellið hvítvíninu út í pottinn og sjóðið niður. Bætið ca. 2,5 lítrum af vatni út í og látið malla í 30-40 mínútur. Síið og geymið soðið. HUMARKRYDDOLÍA 4 dl ólífuolía humarskeljar 1 fennelbelgur 1 skalottlaukur nokkrir timjanstönglar 1 lítil dós tómatapúrra Skerið laukinn í tvennt. Grófsaxið fen- nelbelginn. Setjið skeljar, lauk, fennel, timjan og tómatapúrru á pönnu og steikið í nokkrar mínútur eða þangað til þetta fer að taka á sig lit. Hellið olíunni á pönnunna og látið malla á vægum hita í um klukkutíma. Síið olíuna frá í gegnum fínt sigti. HUMARRISOTTO 4 dl risottogrjón, arborio eða carnaroli 1,5 lítrar humarsoð 600 grömm humar 2 dl hvítvín 1 kúrbítur 2 skalottlaukar 3-4 hvítlauksgeirar 1 lúka fínt söxuð flatlaufa stein- selja 1 mjög væn lúka rifinn parmes- anostur 25 g smjör Haldið humarsoðinu heitu í potti. Saxið skalottlaukinn og hvítlaukinn. Hitið olíu á stórri pönnu og mýkið laukana í 2-3 mínútur. Bætið þá grjónunum út á og steikið áfram í 2-3 mínútur, þau eiga að vera orðin vel heit. Hellið hvítvíninu út á og leyfið að sjóða nær alveg niður. Byrjið að ausa soðinu út á þannig að það rétt þeki grjónin. Haldið áfram að ausa soðinu út á eins og þarf, einni ausu í einu. Það tekur um 18-20 mínútur að sjóða grjónin og misjafnt hvað þarf að nota mikið af soðinu. Skerið kúr- bítinn í teninga. Þegar þið eruð búin að sjóða grjónin í um 8 mínútur er kúrbítnum bætt saman við. Þegar grjónin eru tilbúin slökkvið þið á hitanum og blandið humarhöl- unum og ostinum saman við. Látið standa í nokkrar mínútur. Humarinn eldast í heitum grjónunum. Bragðið til með salti og vel af pipar. Hrærið loks smjörinu saman við. Setjið á diska og sáldrið fínt sax- aðri steinseljunni yfir. Setjið um mat- skeið af olíunni á hvern disk meðfram grjónunum. Humarrisotto með kúrbít og kryddolíu Í fordrykk var Veuve-Clicquot kampavín. Með forréttinum þarf nokkuð öflugt og þétt vín að sögn Steingríms. „Ég bauð upp á Pieropan La Rocca – einnar ekru vín frá Soave í Veneto á Ítalíu. Það væri líka hægt að hafa gott hvítvín frá Friuli með. Önd og Bordeaux eru síðan fullkomin sam- setning. Við buðum upp á Chateau Branaire- Ducru 2002 og Pichon-Longueville 2001. Önnur góð Bordeaux-vín eða vín frá Ribera eða Rhone myndu einnig passa vel við.“ VÍNIN MEÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.