Morgunblaðið - Sunnudagur - 27.10.2013, Qupperneq 53
27.10. 2013 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 53
Á laugardagskvöld kl. 22
hefst á Gamla Gauk við
Tryggvagötu innrás tveggja
athyglisverðra hljómsveita
frá Bretlandi, The Activators sem er
skipuð tíu manns og Kill Pretty sem
kemur frá Manchester.
2
Útgáfu nýrrar bókar Lani
Yamamoto, Stína stóra-
sæng, verður fagnað í Sparki
á Klapparstíg 33 klukkan 16
á laugardag. Börn eru sérstaklega vel-
komin og boðið verður upp á vöfflur
og heitt súkkulaði. Crymogea gefur
bókina út og Vík Prjónsdóttir hann-
aði „hlýja bókarkápu“.
4
Á sunnudag kl. 13, 14, 15 og
16 verður boðið upp á
áhugaverða leiðsögn um
Gljúfrastein - hús skálds-
ins. Fjallað verður um húsmuni,
hönnun og handverk á heimili Hall-
dórs og Auðar Laxness.
5
Í Bíó Paradís hefst um
helgina ný dagskrá þar sem
sýndar eru vandaðar verð-
launakvikmyndir fyrir börn
og ungmenni á laugardögum og
sunnudögum klukkan 16. Markmiðið
er að auðga kvikmyndaframboðið
fyrir aldurshópinn. Fyrst er sýnd
teiknimynd frá 2012, Ernest og Ce-
lestína, í nýrri talsetningu.
3
Á sunnudag klukkan 15 mun
Anna Hallin leiða gesti um
sýningu sína, Samleik“, í Ás-
mundarsafni. Þar vinnur hún
með einskonar samspil eigin verka og
verka Ásmundar Sveinssonar frá
fjórða og fimmta áratugnum.
MÆLT MEÐ
1
Á dögunum var ytri vefur hins menningarsögulega gagnasafnsSarps opnaður formlega á vefslóðinni www.sarpur.is. Eru þaðumtalsverð tíðindi því þar með hafa allir aðgang að upplýs-
ingum um meira en hálfa milljón muna, ljósmynda, listaverka, ör-
nefna og fleira, frá söfnum landsins. Aðildasöfnin eru nú fimmtíu tals-
ins, þar á meðal Þjóðminjasafn Íslands, Listasafn Íslands, Minjasafn
Reykjavíkur, Mótorhjólasafnið og byggðasöfn víðsvegar um landið.
Áhugasamir grúskarar geta ekki bara skoðað vefinn, heldur eru
þeir hvattir til að senda ábendingar um myndir, muni, verklag sem
tengist hlutum sem fjallað er um, og annað slíkt. Þá geta þeir líka
pantað ljósmyndir á vefnum.
Sveinbjörg Sveinsdóttir, framkvæmdastjóri rekstrarfélags Sarps,
segir það merkileg tímamót að aðgangur hafi verið opnaður að öllum
þessum upplýsingum; í dag séu yfir milljón færslur í Sarpi, þeim
fjölgi með hverjum deginum, og hafi almenningur nú aðgang að um
helmingi þeirra.
„Það er svo margt þarna inni, myndasöfnin, listasöfnin, örnefni og
ótal margt annað,“ segir hún. „Þetta er nútíminn, að allir þessir hlut-
ir séu aðgengilegir almenningi á einum stað. Mörgum færslnanna
fylgir líka áhugavert myndefni að skoða og átta sig á.“
Aðföngin á Sarpi spanna alla Íslandssöguna, frá landnámi til dags-
ins í dag og gerir öflug leitarvél notendum kleift að leita að því sem
vekur áhuga þeirra.
Sarpur er rekinn í tengslum við landskerfi bókasafna og segir
Sveinbjörg að það starfræki einnig vefinn Leitir.is sem auðveldi gest-
um að leita í ólíkum gagnabönkum og vísi þeim leið, meðal annars inn
á Sarp.
„Það er ótrúlega margt skemmtilegt og áhugavert að finna á þess-
um vef,“ segir hún og hvetur alla til að athuga hvað má finna í Sarpi.
MENNINGARSÖGULEGT GAGNASAFN OPNAÐ ALMENNINGI Á NETINU
Litið í söfnin í tölvunni
Í SARPI ER OPINN AÐGANGUR AÐ UM HÁLFRI MILLJ-
ÓN MUNA, LISTAVERKA OG HVER KYNS GAGNA Í
ÓLÍKUM SÖFNUM LANDSINS.
Í Þjóðminjasafni Íslands er urmull gripa í geymslum en hér er litið á
gamlar altaristöflur. Nú er stór hluti þeirra sýnilegur í Sarpi.
Morgunblaðið/Halldór Kolbeins
„Þetta er tími frumkvöðla sem vert er að skoða,“ segir Margrét Elísabet um sýninguna á íslenskri vídeólist í Hafnarhúsinu.
Morgunblaðið/Einar Falur
Dagskrá um vídeólist, með sýn-
ingu myndbandsverka, fyr-
irlestrum og pallborðs-
umræðum, stendur yfir í
Hafnarhúsi Listasafns Reykja-
víkur nú um helgina. Er dag-
skráin hluti verkefnisins „Nor-
dic Outbreak“ sem fjallar um
vídeólist á Norðurlöndum.
Um er að ræða norrænt
samstarfsverkefni sem leggur
áherslu á að miðla nýjum mynd-
bandsverkum valinna lista-
manna á Norðurlöndunum og
tengist það sýningunni sem fyr-
ir er í húsinu, um íslenska víd-
eólist áranna 1975 til 1990, á
áhugaverðan hátt.
Verkefnið „Nordic Out-
break“ hófst í New York-borg í
vor og ferðast á árinu til valinna
menningarstofnana á Norð-
urlöndunum. Streaming Mu-
seum í New York hrinti verk-
efninu af stokkunum en það er
unnið í samstarfi við Listasafn
Reykjavíkur, Scandinavia House
í New York og söfn í Helsinki,
Kaupmannahöfn, Umeå, Stav-
angri og Nuuk.
Auk þessara sýningarstaða,
hefur hluti verkefnisins þegar
ferðast til São Paulo í Brasilíu,
Jóhannesarborgar í Suður-
Afríku og Sydney, Ástralíu.
Myndbandsverkin, sem sýnd
eru hér, eru valin af Birtu Guð-
jónsdóttur sýningarstjóra, úr
verkum er fimm sýning-
arstjórar verkefnisins hafa áður
valið saman.
Á laugardag hefst dagskráin
kl. 11-13 með pallborðs-
umræðum um vídeólist í fortíð
og nútíð. Kl. 13-17 er dagskrá
myndbandsverka í fjölnotarými
safnsins (10 myndbandsverk á
50 mín.). Kl. 17-24 er síðan
dagskrá myndbandsverka utan-
dyra, varpað í glugga bókasafns
listasafnsins, sjávarmegin.
Á sunnudag kl. 10-17 er dag-
skrá myndbandsverka í fjöl-
notarými og kl. 17-24 er dag-
skrá myndbandsverka
utandyra.
DAGSKRÁ HELGUÐ NORRÆNUM MYNDBANDSVERKUM Í HAFNARHÚSINU UM HELGINA