Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq

Morgunblaðið - Sunnudagur - 27.10.2013, Qupperneq 55

Morgunblaðið - Sunnudagur - 27.10.2013, Qupperneq 55
Á stuttu ristunni stendur Drengir ristu rún- ir. Orðið drengir er líka einhverskonar her- flokkur og þetta er eiginlega krotað á læri ljónsins og erfitt að tímasetja þessa ristu nema innan 11. aldar. Svo förum við að hægri hlið ljónsins og verðum heldur betur hissa. Þar er dæmigerð rista fyrir seinni hluta 11. aldar, óskaplega falleg og hefur verið vel gerð. Sá sem gerði þessa ristu hefur verið mjög fær en engin rista eftir hann er til í Svíþjóð. En því miður er þessi rista verr farin en hin, ekki hefur bara verið skotið á styttuna heldur hafa reipi verið sett þarna um ljónið þegar það var dregið, sjá má hvernig reipið hefur nuggast og eytt rúnum, auk þess sem yfirborðið er tætt upp eftir að styttan var dregin. Fyrir vikið er miklu erfiðara að lesa þessa ristu og ekki hægt að greina nema um helming rún- anna. Þetta tókst mér að lesa: Ásmundr risti (run)ar þessar þair Æskell/Áskæll (?) … Þórlæifr … ok … Þarna hefur verið þessi Ásmundur sem risti rúnirnar, ásamt Áskeli og Þorleifi, en hvað þeir voru að gera er því mið- ur ekki greinanlegt. Á þessum tíma voru þarna nokkrar stórar orrustur og það má gera ráð fyrir að ristan hafi verið gerð til minningar um einhverja sem hafa fallið.“ Stundum er Þórgunnur spurð að því hvort henni finnist ekki einkennilegt að væringjar hafi rist rúnir sem þessar suður á Grikklandi en það finnst henni ekki. „Mér finnst ein- kennilegt að ekki hafi fundist fleiri,“ segir hún. „Þeir voru svo mikið og lengi þarna suð- ur frá. Tvær stuttar rúnaristur hafa fundist í Ægissif, Hagia Sofia, í Istanbúl, krotaðar á handrið í kirkjunni. Það er nöfnin Hálfdán og Árni. Það gætu verið fleiri en það er erfitt að greina það, þetta er svo máð. En mér finnst ekki ólíklegt að fleiri rúnir gætu fundist í þessum löndum.“ Hún segir að heimildir um væringja séu eiginlega allar íslenskar og þá mikið í sög- unum af Haraldi harðráða, í Morkinskinnu, Fagurskinnu, Heimskringlu og víðar. „Ef ég má stæra mig af einhverju, þá hefði engum Svía dottið í hug þessi ráðning á „gjald vann gerva“ en þetta er hluti af mínum íslenska orðaforða.“ Íslenskur bakgrunnurinn hjálpaði Þórgunni þannig í starfinu, sem oftar, segir hún. „Merkingar orða í ristunum geta verið fjöl- margar en enginn sem ég hef borið þetta undir hefur neitt við þennan lestur að athuga, enda er ég ekki í neinum vafa um að ég hafi lesið þetta rétt,“ segir hún. Þórhildur rýnir í risturnar á vinstri hlið Piræusarljónsins í Feneyjum. 27.10. 2013 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 55 Á Piræusarljóninu í Feneyjum eru þrjár rúnaristur, allar að líkindum frá 11. öld. Á vinstra framfæti og vinstri hlið er löng rista sem byrjar á bringunni, heldur svo áfram út með vinstri fram- löpp, beygir við hnéð og heldur áfram upp á bringuna aftur. Seinni hluti henn- ar er ristur skáhallt yfir vinstri síðu og kvið. Þessi rista er sennilega frá tíma- bilinu 1025-1040. Hún á sér margar hliðstæður á sænskum rúnasteinum. Þórgunnur hefur lesið hana þannig: Hjuggu þeir helmings menn … en í höfn þessari þeir menn hjuggu rúnir að (eftir) Horsa bónda (allhvat- an?) … Réðu Svíar þetta á ljón(ið) (eða: réðu Svíar þetta ljóni). Géll/fórst áður gjald vann gerva. Meðfram vinstra læri er stutt rista, auðlesin en erfitt að tímasetja. Hún er að líkindum frá 11. öld. Þar stendur: Drengir rist(u) rúnir. Ristan á hægri hlið er dæmigerð fyr- ir rúnaristur í „Upplandi“ á seinni hluta 11. aldar. Þessi er að öllum lík- indum frá tímabilinu 1070-1100. Hún er falleg og vel gerð en hefur farið illa, líklega við árás Feneyinga á höfnina í Piræus og flutning ljónsins í kjölfarið. Aðeins er hægt að lesa um helming ristanna í dag. Þar hefur aðeins verið hægt að lesa upphafið: Ásmundr risti (run)ar þessar þair Æskell/Áskæll (?) … Þórlæ- ifr … ok … Rúnaristan á hægri hlið ljónsins hefur verið fagurlega hoggin en hefur orðið fyrir verulegum skemmdum. Meðfram vinstra læri ljónsins er þessi stutta rista, sem erfiðara er að tímasetja, en þar segir: Drengir ristu rúnir. MERKILEGAR RÚNIR Á PIRÆUSARLJÓNINU Meginhluta langrar ristunnar á vinstri hliðinni er unnt að lesa. Þórgunnur segir þetta dæmigerða sænska rúnaristu. * Merkingar orða í ristunumgeta verið fjölmargar en enginnsem ég hef borið þetta undir hefur neitt við þennan lestur að athuga, enda er ég ekki í neinum vafa um að ég hafi lesið þetta rétt. Iðnaðarryksugur NT 25/1 Eco Ryksugar blautt og þurrt Fylgihlutir Barki 35mm 2,5m, málmrör, 30mm gólfhaus og mjór sogstútur. F A G M E N N S K A A L L A L E I Ð Skeifan 3 E-F • 108 Reykjavík • Sími 581 2333 • rafver.is NT 55/1 Eco Ryksugar blautt og þurrt Fylgihlutir Barki 35mm 2,5m, málmrör, 30mm gólfhaus og mjór sogstútur. Þegar gerðar eru hámarkskröfur Sjálfvirk hreinsun á síu
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.