Morgunblaðið - Sunnudagur - 27.10.2013, Page 57
MET-
SÖLU
LJÓÐA-
BÓK
Félag íslenskra
bókaútgefenda
sendir reglulega frá
sér metsölulista og
er hann birtur hér
á þessari síðu. Ey-
mundsson sendir
svo frá sér vikuleg-
an metsölulista og
þar ber telst til tíð-
inda að í efsta sæti
listans þessa viku situr nú ljóðabók. Þetta er bókin Ár-
leysi alda eftir Bjarka Karlsson, sem nýverið hlaut
Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar
fyrir handritið. Bókin kom út hinn 10. þessa mánaðar,
náði öðru sæti listans vikuna eftir útgáfu og er nú kom-
in á toppinn í annarri viku frá útgáfu. Bókin hefur slegið
í gegn hjá lesendum og þriðju prentunar bókarinnar er
beðið með óþreyju í verslunum.
27.10. 2013 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 57
Vince Vaughn í skýjunum, fyrsta
bók Halldórs Armands Ásgeirs-
sonar, hefur fengið góðar við-
tökur og er á metsölulista vik-
unnar innan um bækur um
lágkolvetnalífsstíl og aðrar lífs-
stílsbækur.
Í bókinni eru tvær sögur;
Vince Vaughn í skýjunum og
Hjartað er jójó. Sara er mennta-
skólastelpa sem vinnur í sund-
laug og Þórir er lottókynnir í
sjónvarpinu. Bæði verða þau
fræg, það er að segja hann verð-
ur alræmdur og hún alþjóðleg
stjarna um stundarsakir.
Þessi fyrsta bók höfundar er
alveg ágætlega heppnuð og verð-
ur örugglega ekki hans síðasta.
Góð frumraun
Halldórs
Armands
Afmælisveislubókin
geymir 123 hugmyndir
að Disney-afmæl-
isveislum. Í litskrúð-
ugri bók er að finna
hafsjó af uppskriftum,
skreytingum og alls
kyns hugmyndum fyrir
afmælisveisluna. Þarna
eru uppskriftir að tert-
um, bollakökum, smá-
kökum, pinnum,
ávöxtum og brauði og
sýnt er hvernig hægt
er að búa til alls kyns
skemmtilegar skreyt-
ingar.
Þið getið til dæmis fræðst um það hvernig á að baka regnboga
– eða hauskúputertu, lært að bragðbæta popp og skreyta glös.
Góðar leiðbeiningar og skýringarmyndir eru að sjálfsögðu í bók-
inni sem auðvelda verkið. Þarna er líka að finna hugmyndir að
gjöfum til veislugesta en þar á meðal eru skreyttar saltstangir,
prinsessuöskjur og sjóræningjakistur.
Þetta er bók sem er uppskrift að glæsilegri afnælisveislu sem
gleður bæði afmælisbarn og gesti.
FJÖLBREYTT AFMÆLISVEISLA
Bókin Óvænt vinátta
er metsölubók víða um
heim, en þar eru sagðar
47 ótrúlegar sögur úr
dýraríkinu og ljós-
myndir varpa frekari
ljósi á samskipti dýra
sem eiga ekkert sameig-
inlegt en bindast vin-
áttuböndum. Vísinda-
blaðamaðurinn
Jennifer S. Holland
segir sögurnar, en hún
starfar hjá tímaritinu
National Geographic
og sérhæfir sig í lífvís-
indum og náttúrusögu.
Þarna er til dæmis sögð vináttusaga blinds labradors og katt-
ar sem hafði fulla sjón og saga flóðhests og skjaldböku sem
urðu vildarvinir og svo er saga nærsýnu dádýrshindarinnar og
púðlutíkurinnar. Einnig eru þarna Afríkufíllinn og hrúturinn,
górillan og kettlingurinn, snákurinn og hamsturinn ásamt fjölda
annarra dýra sem fundu sér félaga í dýri sem þeir áttu ekkert
sameiginlegt með. Vitanlega eru svo birtar hugljúfar myndir af
þessum ólíklegu vinum sem una sér svo ósköp vel saman.
BÓK FYRIR SANNA DÝRAVINI
Api og dúfa á góðri stund.
Vigdís Grímsdóttir á sér fjöl-
marga aðdáendur sem bíða
ætíð eftirvæntingarfullir eftir
næstu bók hennar. Þeir munu
örugglega ekki verða fyrir von-
brigðum með nýjustu bók
hennar sem vel má kallast
skáldævisaga og ber titilinn
Dísusaga – Konan með gulu
töskuna. Þetta er afar tilfinn-
ingarík og sérlega persónuleg
saga um tvær persónur sem
búa í sömu manneskjunni og
eru ólíkar um margt.
Tilfinningarík
saga Dísu
Gríms
Íslenskar
skáldsögur og
heimspeki
NÝJAR BÆKUR
ÍSLENSKAR SKÁLDSÖGUR KOMA NÚ ÚT HVER
Á EFTIR ANNARRI. NÝ SKÁLDSAGA VIGDÍSAR
GRÍMSDÓTTUR MUN EFLAUST HITTA Í MARK HJÁ
AÐDÁENDUM HENNAR OG NÝR HÖFUNDUR
KVEÐUR SÉR HLJÓÐS. HEIMSPEKIBÓKIN ER
SVO BÓK SEM VONANDI RATAR TIL SEM FLESTRA
ÞVÍ HÚN ER FRÓÐLEG OG SKEMMTILEG.
Álfadís og grimmd gullsins er ellefta
bók verðlaunahöfundarins Elíasar
Snælands fyrir börn og unglinga.
Hin unga valkyrja Hildur snýr aftur
til Goðheima í leit að ætt sinni og
uppruna og lendir í heiftarlegum
átökum við illvirkja í Miðgarði. Á
sama tíma ógnar yfirvofandi stríð
Ása og Vana öllum heiminum.
Tekst Hildi að breyta örlögunum
og bjarga Goðheimum?
Ævintýri
ungrar valkyrju
Það er ástæða til að mæla sérstaklega með Heim-
spekibókinni en þar er sagt frá þekktustu hugsuðum ver-
aldarsögunnar og gerð grein fyrir kenningum þeirra.
Þetta er verulega aðlaðandi útgáfa, prýdd myndum og
skýringum. Það er lítill vandi að sökkva sér ofan í þessa
bók því hún er sneisafull af fróðleik og alveg einstaklega
aðgengileg og skemmtileg aflestrar. Bók sem fróðleiks-
fúsir lesendur ættu ekki að missa af.
Heimspekibókin ómissandi
* Ég hef alltaf ímyndað mér Paradís semeins konar bókasafn. Jorge Luis Borges BÓKSALA 7.-20. OKTÓBER
Allar bækur
Listinn er tekinn saman af Félagi íslenskra bókaútgefenda
1 Lág kolvetna ljúfmeti:100 léttir réttir
Ulrika Davidsson
2 Nýir heilsuréttir fjölskyldunnarBerglind Sigmarsdóttir
3 Heilsubók Jóhönnu: matur,lífsstíll, sjúkdómar
JóhannaVilhjálmsdóttir
4 Lág kolvetna lífsstíllinnGunnar Már Sigfússon
5 FjallabókinJón Gauti Jónsson
6 Vísindabók VillaVilhelm Anton Jónsson
7 Vince Vaughn í skýjunumHalldór Armand Ásgeirsson
8 VettlingaprjónGuðrún S. Magnúsdóttir
9 AfmælisveislubókinKristín Eik Gústafsdóttir ritst.
10 LKL2 : lágkolvetnalífsstíllinnGunnar Már Sigfússon
Íslensk skáldverk
1 Vince Vaughn í skýjunumHalldór Armand Ásgeirsson
2 MegasMagnús Þór Jónsson
3 Árleysi aldaBjarki Karlsson
4 I hate dolphinsHugleikur Dagsson
5 SkessukatlarÞorsteinn frá Hamri
6 DísusagaVigdís Grímsdóttir
7 RofRagnar Jónasson
8 HúsiðStefán Máni
9 Til EyjaEdda Andrésdóttir
10 EinvígiðArnaldur Indriðason
MÁLSHÁTTUR VIKUNNAR
Enginn veit hvað átt hefur
fyrr en misst hefur.