Morgunblaðið - Sunnudagur - 27.10.2013, Side 59

Morgunblaðið - Sunnudagur - 27.10.2013, Side 59
27.10. 2013 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 59 LÁRÉTT 1. Jakob og afætur fá hluta af húsgögnum. (9) 4. Brjálæði kisa yfir því að leggja of mikið á. (8) 9. Partar sem enda í skýlu. (11) 10. Dallas-safn getur byggt á svæði sem var selt. (10) 12. Ofan á mikið kemur kaffi. (11) 14. Söngur sunginn á mannfagnaði um málamiðlun. (10) 16. Alin af gulli færir tin til gripanna. (9) 17. Greip aðsjált fyrir tæknilegt. (8) 19. San Jose dalinn yfirgefur maður með skóinn. (9) 20. Hamingjusöm passi lítið afkvæmi sem er gefið fyrir góðgæti. (12) 23. Efnisagnir og þættir af þeim. (6) 24. Lagagrein og hyggindi finnast í starfi. (12) 26. Staðall námstíma hjá hluta af Frökkum. (9) 28. Eftir vímu keyr ekki, Sigurður Ari, til einvalds. (12) 31. Hluti andlits á krá er frekar hlutinn af hálsinum. (7) 32. Við mörk lækja er drukkin undirförul. (10) 33. Sú sem er þreytt á því að vera heima finnur veg. (8) 34. Hluti plöntu og ofn sem starfsmaður hljómsveitar finnur. (8) LÓÐRÉTT 1. Býsnast með kíló til að skapa aust-rómverskt. (8) 2. Dett af fjalli. (4) 3. Vegna sára ennþá gef sveigjanlega. (8) 5. Marghlunnfarið einhvern veginn vegna byssu. (14) 6. Ók aftur með te fyrir Letta með kjötstykki. (9) 7. Þökk. Inn fer hnappurinn. (7) 8. Við bjór og kjark kemur hryggð inn með sjávarganginum. (13) 11. Fús ómakar ljómandi mann. (8) 13. Pressan fær greini til að sýna konuna. (10) 15. Erlend kona ætti að sjá rifrildi. (8) 18. Tvíátt efldi Erling og vetrarsköpun hans. (11) 21. Ruglast vegna tilvísunar til dansks mannvirkis. (10) 22. Athuga sögn mjög vandlega. (10) 24. Teiknimyndapersóna sem sagt er að klappi kind. (8) 25. Kýs heilaga fjölskyldu og ríkt. (8) 27. Það gengur ágætlega að skrópa ekki. (7) 29. Afi fær klukku sem helsi. (5) 30. Stór endar á svallhátíð. (5) Eftir fyrri helming Íslandsmóts skák- félaga hélt haustmót Taflfélags Reykjavíkur áfram og þar hélst stað- an hvað varðar efsta sætið óbreytt. Einar Hjalti Jensson vann sinn stærsta sigur á ferlinum, hlaut 7 ½ vinning úr 9 skákum. Á Norðurlanda- mótinu í skák sem haldið var í strand- bænum Köge í Danmörku tefldu fyrir Íslands hönd Henrik Danielsen og Guðmundur Kjartansson. Henrik hlaut 6 ½ vinning og varð í 3.-5. sæti en Guðmundur fékk 5 ½ vinning og varð í 15.-23. sæti. Norðurlandameist- ari varð Svíinn Axel Smith. Í lok síðustu viku hélt Víkinga- sveitin til Rhodos án nokkurra lyk- ilmanna en þó með Hannes Hlífar, Björn Þorfinnsson og Davíð Kjart- ansson innanborðs. Hjörvar Steinn Grétarsson sem í haust gekk til liðs við Víkingana valdi að tefla fyrir hitt liðið sitt, skosku sveitina Dukes of Kent. Þeir eru búnir að standa sig vel, Hannes með 3 vinninga úr fjórum skákum og Hjörvar og Björn með 2 ½ vinning. En á þessu móti þar sem saman koma margir af sterkustu skákmönn- um heims hefur verið tefld ein furðu- leg skák. Við nána skoðun finnst varla rökréttur þráður. Samt eigast við öflugir stórmeistarar sem hitta á frábæra leiki. Morozevich sem er meistari sjónhverfinga leikur einum slæmum leik í byrjun og á undir högg að sækja eftir það. Og tilþrifin eru mögnuð: EM Rhodos 2013 Alexander Morozevich – Viktor Laznicka Enskur leikur 1. g3 e5 2. c4 Rf6 3. Bg2 Rc6 4. Rc3 Bc5 5. e3 d5!? 6. cxd5 Rb4 7. Rf3!? Býður riddaranum til d3! Hér var öruggast að leika 7. d4 exd4 8. cxd4 Be7 o.s.frv. 7. … Rd3+ 8. Ke2 Rxd5 9. Da4+ Vitaskuld ekki 9. Kxd3 Rxe3+ og vinnur. 9. … Bd7 10. De4 R5b4 11. a3 Bc6 12. Dc4 b5 13. Dg4 Rc2 14. Dxg7 Hf8 15. Ha2? Moro átti ýmsar vænlegar leiðir í byrjun, t.d. 12. Rxe5 eða jafnvel 13. Rxb5. En þetta er fyrst beini afeikur hans og héðan í frá á hann undir högg að sækja. Best var 15. Hb1. 15. … b4! 16. axb4 Rcxb4 17. Ha5 Dd6 18. Dg4 Bb6 19. Ha3 Hd8 20. Re4 De7?! Missir af 20. … Dg6! 21. dxg6 fxg6 22. Rg5 h6 23. Rh3 g5 24. g4 Rc5 og svartur á að vinna – „Houdini“. 21. Df5?! 21. Rh4! skorðar f6-peðið betur. Baráttan í framhaldinu snýst um „blokkeringar“ að hætti Nimzowitch „og drottningunni hentar ekki vel það hlutverk,“ skrifaði sá góði mað- ur. 21. … f6 22. Rh4 Bb5 23. Kf3?! Kóngurinn leggur í óvissuferð. 23. … Rc2 24. Hxd3 Hxd3 25. Dh5 Kd8 26. Rf5 Db4 27. Kg4 Hd7 28. Kh3 Bd3 29. Df3 c6 30. g4 h5 31. gxh5 Hh7 32. Reg3 Hfh8 33. e4 Dc4 34. Kh4 Kc7?! Hann gat unnið með 34. …. Hxh5+! 35. Rxh5 Be2 o.s.frv. 35. b3 Dxb3 36. Bb2 Dxb2 37. Dxd3 Hd7 38. Df3 Rb4 39. Re3 Bxe3 40. dxe3 Rd3 41. Hd1?! Hvítur gat leikið 41. Dxf6 sem heldur jafnvægi. 41. … a5 42. Bh3 Hd6 43. Dg4 Hhd8 44. Dg7 Kb6 45. h6 Dxf2 46. Hb1 Rb4 47. h7 Dxe3 48. Bf5 Hd2 49. Hh1 Dg5 50. Dxg5 fxg5 51. Kxg5 a4 52. Kf6 a3 53. Be6 H2d6 54. Rf5 Hxe6 55. Kxe6 Hh8 56. Kxe5 a2 57. Ha1 Hxh7 58. h4 Ha7 59. Re3 Kc5 60. Hc1 Kb5 61. Ha1 Ha3 62. Rf5 Kc4 63. h5 Rc2 Loks gat Laznicka andað léttar. Þessi staða er auðunnin. 64. Hxa2 Hxa2 65. h6 Ha7 66. Kf6 Rd4 67. Re7 Ha1 68. h7 Hh1 69. Kg7 Re6 70. Kg8 Hg1 71. Kf7 Rg5 72. Kg6 Rxh7 73. Kxh7 c5 74. Rf5 He1 - og Morozevich gafst upp. Stór- kostleg baráttuskák. Helgi Ólafsson helol@simnet.is SKÁK Skrýtnar myndir á skákborði Verðlaun eru veitt fyrir rétta lausn krossgátunnar. Senda skal þátttökuseðilinn með nafni og heimilisfangi ásamt úrlausninni í umslagi merktu: Krossgáta Morgunblaðsins, Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Frestur til að skila úrlausn krossgátu 3. nóv- ember rennur út á hádegi föstu- daginn 1. nóvember. Vinnings- hafi krossgátunnar 27. október er Cecil Haraldsson, Múlavegi 7, Seyðisfirði. Hann hlýtur í verðlaun bókina Höndin eftir Henning Mankell, Hólmfríður K. Gunn- arsdóttir íslenskaði. Mál og menning gefur út. KROSSGÁTUVERÐLAUN Nafn Heimilisfang Póstfang

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.