Morgunblaðið - Sunnudagur - 27.10.2013, Qupperneq 60
60 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 27.10. 2013
D
iego Costa, framherji Atlético Madrid,
er einn heitasti framherji Evrópu og
jafnvel heimsins þessa dagana. Hann
varla getur reimað á sig takkaskóna án
þess að skora. Costa fæddist í Brasilíu
en fékk spænskt ríkisfang í júlí og þar sem hann hef-
ur ekki spilað alvörulandsleik með Brasilíu getur hann
valið á milli þess að spila með sínu fæðingarlandi eða
Spáni. „Ég er búinn að taka ákvörðun. Ég er búinn að
segja þeim sem ég þarf að segja en ég get ekkert sagt
opinberlega alveg strax,“ sagði þessi magnaði fram-
herji.
Varnarmenn hlakka lítið til að mæta Costa því hann
beitir ekki alveg þekktum aðferðum að koma mönnum
úr jafnvægi. Fræg er viðureign hans við Sergio Ramos
úr Real Madrid á síðustu leiktíð. Ramos byrjaði að
rífa kjaft en Costa er alinn upp í fátækrahverfum Sao
Paulo og kallar ekki allt ömmu sína. Til að svara Ram-
os beitti hann ekki munninum heldur nefinu. Snýtti
hann sér duglega í hanskana og dúndraði slummunni
svo í Ramos. Dómarinn tók ekkert eftir atvikinu en
Ramos bætti í svívirðingar sínar enda ósáttur. Þá tók
Costa aftur til óspilltra málanna og snýtti sér bara aft-
ur í hanskann, nú þegar Atlético átti aukaspyrnu, og
lét vaða í Ramos. Þá varð fjandinn laus. Leikmenn
Real hópuðust að dómaranum og vildu fá rautt spjald
á Costa, sem kippti sér lítið upp við lætin í þessum
ríku drengjum frá Real. Svona bara spilar hann.
Lærði að spila fótbolta með engum bolta
„Ég ólst upp við olnbogaskot og annað sem þykir ljótt
að sjá í fótboltanum sem eðlilegan hlut. Ég fór ekki í
neina akademíu eða neitt slíkt. Skólinn minn var gat-
an,“ sagði Costa við blaðiði El Pais á Spáni og rifjaði
upp fortíðina og sína löngu leið á toppinn. Hann er
fæddur í Lagarto, litlu fátækrahverfi í Sao Paulo í
Brasilíu, þar sem var ekki leikið á grasi eða með net í
mörkum og varla með neinn bolta. Bara blóð, svita og
tár. „Fjölskylda mín var ekki fátæk eða svöng en við
áttum erfitt. Ég lærði að spila fótbolta á götunni með
engan fótbolta. Oftast þurftum við að búa til boltann,
skipta í lið og spila.“
Þegar Wayne Rooney var að skrifa undir sinn
fyrsta atvinnumannssamning hjá Everton og Radae-
mel Falcao að spila á HM U17 ára liða var Diego
Costa að smygla fölsuðum varningi til Paragvæ til að
hafa smápening til að geta boðið stelpu á stefnumót.
Hann lifði sem flakkari en æfði sig á hverjum degi.
Með Rayo Vallecano skoraði Costa níu mörk í 16 leikjum.Costa skoraði sigurmarkið gegn Real Madrid í borgarslagnum um Madríd.
Snýtingin fræga þar sem Costa henti hori á Ser-
gio Ramos, varnarmann Real Madrid.
Götu-
listamaður
Útsendarar Sport-
ing Braga frá Portúgal sáu hann í
leik sem hann átti ekkert að spila.
Hann var í leikbanni en sætti sig ekki
við bannið og mætti í leikinn. Spilaði
frábærlega og Braga-menn buðu
honum samning á staðnum. „Ég réð
bara ekki við mig. Ég ber enga virð-
ingu fyrir andstæðingum mínum,
ekki neina. Ef ég hefði fengið fót-
boltauppeldi hefði það kannski
hjálpað mér en ég meina; svona er
ég.“
Ekki gekk Costa vel í byrjun og hann
var mikið lánaður til annarra klúbba. Þar
fékk hann 63 gul spjöld og fjögur rauð, takk
fyrir. En hann er að læra smátt og smátt að nýta
götusnilldina sér í hag og er orðinn hálfgerður götu-
listamaður miðað við markið hans í Meistaradeild-
inni í vikunni.
Breyttist við rauða spjaldið
frá Kidda Jak. í Tékklandi
Með mikið skap að vopni gat skapið líka verið hans
versti óvinur. Diego Simeone, þjálfari Atlético,
sem var nú ekkert lamb að leika sér við sjálfur,
gerði sér grein fyrir því og reyndi að beisla
orkuna sem var í Costa með misjöfnum árangri.
Costa hins vegar brást liðsfélögum sínum 6.
desember á síðasta ári í Evrópu-
deildarleik gegn Viktoria Plzen þar sem
hann var rekinn af velli fyrir að skalla
leikmann Viktoria. Kristinn Jakobsson
dæmdi þann leik og sá atvikið ekki nógu
vel, spjallaði við Gunnar Jarl
Jónsson, sem gegndi
hlutverki sprota-
dómara, sem sá at-
vikið betur, og
sagði Kristni hvað
hefði gerst. Krist-
inn gerði það eina
rétta í stöðunni; reif
upp rauða kortið. Þá
fékk ekki aðeins Simeone
DIEGO COSTA ER EKKERT LAMB AÐ LEIKA SÉR VIÐ. HANN ER HÁLFGERÐUR DUNCAN
FERGUSON, NEMA MEÐ TÆKNI. HANN ER EKKERT Á TWITTER AÐ TALA VIÐ AÐDÁENDUR
ÞVÍ HONUM ER SAMA UM ALLT OG ALLA. HANN ÓLST UPP VIÐ MIKLA FÁTÆKT
EN GETUR NÚNA VALIÐ Á MILLI ÞESS AÐ SPILA MEÐ SPÁNI OG BRASILÍU.
Snýtarinn af götunni
Hvort velur hann Spán eða
Brasilíu? Fótboltafíklar bíða
spenntir eftir ákvörðun hans.
AFP
Skjáskot/youtube
„Það var gaman að kljást við Falcao. Hann spilaði af heil-
indum og leitaði aldrei að snertingu – annað en Costa.“
Sergio Ramos um Diego Costa
Boltinn
BENEDIKT BÓAS
benedikt@mbl.is