Morgunblaðið - 30.11.2013, Síða 6
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. NÓVEMBER 2013
SVIÐSLJÓS
Björn Jóhann Björnsson
bjb@mbl.is
Sala á nýjum bílum hefur dregist
saman núna á síðari hluta ársins og
bílaumboðin hafa flest haldið aftur af
sér í hækkunum. Benedikt Eyjólfs-
son, eigandi Bílabúðar Benna, segir
þó enga undirliggjandi þörf vera hjá
þeim á verðhækkun nýrra bíla, enda
gengið verið nokkuð stöðugt að und-
anförnu. Chevrolet hafi hjálpað fyr-
irtækinu við að bjóða samkeppnis-
hæft verð.
„Við höfum verið með mjög gott
verð, eins og á Chevrolet Spark á
tæpar 1,8 milljónir, sem er mest seldi
bíllinn okkar á árinu. Ágæt sala hefur
verið í millistærð á bílum en hægst á
jeppunum,“ segir Benedikt en bætir
við að álögur ríkisins á bílum og
dekkjum séu alltof miklar. Ríkið þurfi
að lækka tolla á þessum varningi.
Hæg endurnýjun flotans
„Annars kvörtum við ekki yfir
árinu þó að salan hafi almennt verið
minni en menn bjuggust við,“ segir
Benedikt en Bílabúð Benna seldi 600.
bílinn á árinu í þessari viku. Allt árið í
fyrra seldi fyrirtækið 467 nýja bíla
þannig að aukningin nú þegar er orð-
in 28%.
Páll Þorsteinsson, upplýsingafull-
trúi Toyota á Íslandi, segir gengi
gjaldmiðla hafa veruleg áhrif á verð
bíla. Toyota greiði sinn innflutning
með evrum en síðasta verðbreyting
hjá umboðinu var 5% verðlækkun í
apríl sl. Páll segir að síðan þá hafi evr-
an hækkað þó nokkuð og í raun sé
ástæða til að hækka verð nú.
„Við höfum samt ákveðið að hækka
ekki og vonum að fleiri vinni með
þeim hætti í þeirri von að halda megi
aftur af verðbólgunni,“ segir Páll sem
telur ómögulegt að spá um áhrif að-
gerða ríkisstjórnarinnar á bílasölu.
Hann segir endurnýjun bílaflota
landsmanna alltof hæga. Meðalaldur-
inn sé kominn í 12,5 ár en hann megi
ekki vera hærri en 7-8 ár.
„Gamall bílafloti þýðir mun meiri
eldsneytiseyðsla því stór munur er á
eyðslu nýrra bíla og þeirra sem eru
eldri. Þar með yrði mengun minni og
ekki þyrfti að eyða eins miklum gjald-
eyri til eldsneytiskaupa.
40% samdráttur í nóvember
Egill Jóhannsson, forstjóri Brim-
borgar, bendir á að gengið hafi verið
þokkalega stöðugt undanfarnar vikur
miðað við oft áður.
„Evran hefur þó aðeins veikst síðan
í lok sumars og við höfum að mestu
tekið það á okkur. Ef gengið helst
áfram stöðugt þá erum við ekkert að
fara að hækka verð á bílum. Evran
má þó ekki veikjast mikið til viðbótar
án þess að við þurfum að hækka eitt-
hvað. Síðan eru alltaf einhverjar
hækkanir erlendis, eins og þegar
skipti verða á árgerðum. Við megum
ekki gleyma því að það er líka verð-
bólga í útlöndum,“ segir Egill, sem
vonast til að bílasala dragist ekki
meira saman en orðið er. Nóvember
hafi verið mjög slæmur og það megi
helst skrifa á óvissuna í efnahagslífi
þjóðarinnar. Svo virðist sem allir hafi
ákveðið að fresta sínum fjárfestingum
þar til stjórnvöld hafa kynnt sínar til-
lögur í skuldamálum. „Mér sýnist
stefna í 40% samdrátt í nóvember á
bílamarkaðnum hér heima, miðað við
sama mánuð í fyrra. Heildarmarkað-
urinn í september fór niður um 19%
og um 9% í október. Það er því ekki úr
háum söðli að detta,“ segir Egill.
Morgunblaðið/Ómar
Halda aftur af hækkunum
Innflutningur á nýjum bílum hefur víðast dregist saman í ár Bílaumboðin
með undirliggjandi þörf fyrir verðhækkun Óvissa um áhrif skuldaleiðréttingar
Verði sú lækkun á
áburðarverði sem
SS hefur tilkynnt
almenn á mark-
aðnum munu
sparast 200-300
þúsund krónur í
áburðarkaupum
meðalkúabús. Er
þetta fyrsta verð-
lækkun á áburði í mörg herrans ár.
„Ég fagna því mjög að áburðarverð
skuli vera að lækka. Áburður er stór
útgjaldaliður hjá bændum og þetta er
því virkilega jákvætt,“ segir Sindri
Sigurgeirsson, formaður Bænda-
samtaka Íslands.
8-12% verðlækkun
Sláturfélag Suðurlands er fyrsti
áburðarsalinn sem birtir verðskrá
sína í vetur en félagið flytur inn Yara-
áburð. Köfnunarefnisáburður lækkar
um 12% og algengar þrígildar áburð-
artegundir lækka um 8-11% en aðrar
minna. Verðskráin gildir til áramóta
en er með fyrirvara um breytingar á
gengi.
Áburður er stór kostnaðarliður í
búrekstri. Hjá kúabændum hleypur
hann á milljónum króna. Hjá bónda
sem kaupir 25-30 tonn af áburði á ári
lækkar reikningurinn um 200-300
þúsund krónur. helgi@mbl.is
Meðalbúið
sparar 200-
300 þúsund
SS lækkar verð á
tilbúnum áburði
Heyin verða ódýr-
ari á næsta sumri.
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Arion banki hefur eignast Hótel Ís-
land sem var dótturfélag Hótels
Sögu. Er það hluti af samningum um
skuldir Hótels Sögu sem er í eigu
Bændasamtaka Íslands.
Skuldir Hótels Sögu hækkuðu
mjög í efnahagshruninu 2008. Lengi
hefur verið unnið að samningum um
afskrift hluta skuldanna. „Það hefur
tekið of langan tíma að greiða úr
þessu,“ segir Sindri Sigurgeirsson,
formaður Bændasamtakanna, en
samningar eru nú í höfn.
Hótel Saga tók við rekstri Hótels
Íslands eftir að Búnaðarbankinn
eignaðist það hótel og keypti síðan
félagið. Hótel Ísland fer nú aftur til
bankans með skuldum. Sindri segir
ekki hægt að segja til um það á þess-
ari stundu hvað bankinn felli niður
miklar skuldir enda fari það eftir því
hvernig unnið verður úr eignunum
sem skipta um hendur. Auk Hótels
Íslands kaupir Arion banki það 80
fermetra pláss á jarðhæð Bænda-
hallarinnar sem bankinn notar fyrir
útibú sitt.
Sindri segir að Hótel Saga sé vel
rekstrarhæft félag eftir þessa end-
urskipulagningu. Það sé síðan næsta
búnaðarþings að ákveða hvort hót-
elið verði selt eða Bændasamtökin
reki það áfram.
Laust skrifstofupláss
Bændasamtökin hafa verið að
þjappa starfsemi sinni saman í skrif-
stofuhúsnæðinu á 3. hæð Bændahall-
arinnar. Þar verður laust pláss sem
ætlunin er að leigja út.
Bændahöllin reis fyrir liðlega
fimmtíu árum. Þegar forverar
Bændasamtaka Íslands ákváðu að
byggja nýjar skrifstofur var það gert
af myndarskap, á góðum stað í
Reykjavík, og um leið byggt hótel
fyrir bændur sem heimsækja höfuð-
borgina. Mikill skortur var þá á gisti-
rými í borginni. Hótel Saga (nú Rad-
isson Blu) varð fínasta hótel
borgarinnar og þar hafa þjóðhöfð-
ingjar gist og margir af þekktustu
gestum landsins.
Arion banki eignast
Hótel Ísland á ný
Næsta búnaðarþing ákveður hvort Hótel Saga verður seld
Morgunblaðið/Eggert
Bændahöllin Hótel Saga hefur verið eitt af fínustu hótelum Reykjavíkur í
gegnum tíðina og þar var lengi vinsæll skemmtistaður.
Özur Lárusson, framkvæmdastjóri Bílgreina-
sambandsins, segir bílaumboðin hafa haldið aftur af
sér í hækkunum á nýjum bílum. Undirliggjandi þörf á
hækkunum sé til staðar en við núverandi markaðs-
aðstæður sé ekki hægt að hækka verð. „Markaðurinn
er þannig að hann tekur ekki við því verði sem er í
dag. Þess vegna er enginn að fara út í hækkanir,
menn eru bara að þreyja þorrann,“ segir Özur, sem
telur aðspurður ómögulegt að spá í áhrif fyrirhug-
aðra aðgerða stjórnvalda í skuldamálum heimilanna.
„Það eina sem við vitum er að við erum komin með
elsta bílaflota í Evrópu. Það eru mörg stór ef í þessum bransa hjá okkur
og vantar einhverjar skýrar línur. Væntingar til þessa árs hafa algjörlega
brugðist, við áttum von á hægum bata en það hefur því miður ekki
gerst,“ segir Özur.
Með elsta bílaflota í Evrópu
FRAMKVÆMDASTJÓRI BÍLGREINASAMBANDSINS
Özur Lárusson
tofrandi jolagjafir
Kringlan 4-12 | s. 577-7040 • loccitane.com
.. ‘
ALMOND GJAFAKASSI
Jólatilboð: 6.990 kr.
Andvirði: 9.680 kr.
Handkrem 30 ml - 1.250 kr. | Líkamskrem 100 ml - 5.100 kr.*
Sturtuolía 250 ml - 2.730 kr. | Skrúbbsápa 50 g - 600 kr.
*E
kk
is
el
t
íl
au
sa
sö
lu
.
Aleksandar
Knezevic, hjálp-
arstarfsmaður
Rauða krossins á
Íslandi, heldur til
neyðarstarfa á
Filippseyjum í
dag og verður
þriðji fulltrúinn
sem RKÍ sendir á
hamfarasvæðið.
Þetta er fyrsta
verkefni Knezevic fyrir RKÍ og
verður hann við störf í sjö vikur.
Þrír fulltrúar frá
RKÍ á Filippseyjum
Aleksandar
Knezevic