Morgunblaðið - 30.11.2013, Side 22

Morgunblaðið - 30.11.2013, Side 22
22 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. NÓVEMBER 2013 Helgi Bjarnason helgi@mbl.is „Tilgangurinn með þessu er að bæta landið, loka rofi og fá sam- fellda gróðurþekju eins og hlýtur að hafa verið hér áður fyrr. Við viljum því skila landinu betra til komandi kynslóða en við tókum við því,“ seg- ir Guðmundur Þorvaldsson, bóndi á Bíldsfelli í Grafningi. Bændurnir á Bíldsfelli og bæjarstjórinn í Hafn- arfirði tóku við landgræðsluverð- launum 2013 úr hendi Sigurðar Inga Jóhannssonar umhverfis- ráðherra. Hjónin Árni Þorvaldsson og Sig- rún Hlöðversdóttir á Bíldsfelli III og Guðmundur Þorvaldsson og Kristín Guðrún Gísladóttir á Bílds- felli II hafa tekið þátt í uppgræðslu- verkefnum Landgræðslu ríkisins í rúm tuttugu ár. Guðmundur segir að landgræðslustarf á jörðinni eigi sér þó mun lengri sögu því lengi hefur moð, húsdýraáburður og fleira sem til fellur verið borið í rofabörð. Haldnir voru sérstakir fjölskyldudagar þar sem systkinin frá Bíldsfelli og síðar afkomendur þeirra komu saman á hverju ári til að vinna að landgræðslu. Betra að vinna á jörðu niðri Bændurnir fengu áburðarflugvél Landgræðslunnar til að dreifa áburði um tíma. „Okkur fannst það ekki nógu markvisst því ekki er samfellt jarðvegsrof á jörðinni. Við fórum því að vinna þetta á jörðu niðri, með dráttarvélum,“ segir Guðmundur. Lengi hefur verið dreift um 8 tonnum af áburði á ári og grasfræi að auki, og það beinist að uppgræðslu á rofabörðum og ógrónum melum, auk fjallsins. Í rökstuðningi Landgræðslunnar fyrir útnefningu bændanna á Bílds- felli kemur fram að jörðin hafi gjör- breyst síðustu áratugina: „Áður var mikið um rofabörð og uppi á Bílds- fellinu voru stórir óstöðugir melar og hlíðarnar allar sundur grafnar. Vatnsflaumur var þar niður eftir miklar rigningar og leysingar áður en uppgræðslan hófst. Land- græðslustarfinu hefur verið sinnt af áhuga og kostgæfni og alls hefur verið unnið að landgræðslu á um 360 hekturum. Jörðin er nú að mestu gróin og kominn birkiskógur þar sem áður var örfoka land.“ Árangurinn hvetjandi Guðmundur segir að það hafi hjálpað til að loftslag hafi hlýnað og svo hafi verið dregið úr beit. „Rofa- börðin gróa samt ekki upp af sjálfu sér, það verður að hjálpa þeim.“ Guðmundur neitar því ekki að það sé hvetjandi að fá viðurkenn- ingu eins og landgræðsluverðlaunin. „Þetta er bara hluti af okkar starfi en við erum tilbúin að leggja tölu- vert á okkur því uppgræðslan kost- ar mikla vinnu og fjármuni. Stund- um hefur maður hugsað af hverju maður er að þessu. Svo hefur ár- angurinn komið í ljóst og hvatt mann áfram.“ Fjöregg Sveinn Runólfsson landgræðslustjóri, Sævar Andri Árnason, sem tók við verðlaununum fyrir hönd Árna Þorvaldssonar og Sigrúnar Hlöðversdóttur, Guðmundur Þorvaldsson, Kristín Guðrún Gísladóttir, Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir, bæjarstjóri Hafnarfjarðar, og Sigurður Ingi Jóhannsson umhverfisráðherra. Skila betra landi til komandi kynslóða  Bændurnir á Bíldsfelli og Hafnarfjarðarbær fá landgræðsluverðlaun  Jörðin hefur gjörbreyst  Hafa tekið þátt í uppgræðsluverkefnum í rúmlega tuttugu ár  Dreifa áburði og grasfræi Landgræðslan hefur frá árinu 1992 veitt viðurkenningar fyrir störf á sviði landgræðslu. Alls hafa 82 aðilar hlotið þessi verð- laun. Sveinn Runólfsson land- græðslustjóri sagði í ávarpi við athöfnina sem fram fór í Gunn- arsholti í gær að þegnar þjóð- félagsins hefðu unnið mikið starf við gróðurvernd og land- bætur. „Oftar en ekki er heldur hljótt um þessi verk enda eru þau ekki unnin í þeim tilgangi að hljóta opinberar viðurkenn- ingar, heldur vegna umhyggju fyrir landinu. Verðlaunin eiga að undirstrika þá grundvall- arstefnu Landgræðslunnar að árangur í landgræðslustarfinu byggist á fórnfúsu starfi ótal þjóðfélagsþegna og verðlaun- unum er bæði ætlað að vera við- urkenning fyrir ötult starf og um leið að hvetja fleiri til dáða,“ sagði Sveinn. Viðurkenning og hvatning MIKIÐ OG FÓRNFÚST STARF Umhyggja Unnið að uppgræðslu. Kjartan Kjartansson kjartan@mbl.is Heildargjaldeyrisútgjöld olíufélag- anna þurfa ekki að aukast þegar ný lög um endurnýjanlegt eldsneyti taka gildi um áramótin og innlendir framleiðendur munu geta staðið undir allt að helmingi eftir- spurnar árið 2015. Þetta segir Benedikt Stef- ánsson, fram- kvæmdastjóri viðskiptaþróunar Carbon Recycl- ing International. Í fréttaskýr- ingu Morgunblaðsins í gær kom fram að olíufélögin þurfi að greiða 800 milljónir króna aukalega í inn- kaup á endurnýjanlegu eldsneyti í erlendum gjaldeyri til að uppfylla ákvæði laganna. Benedikt segir að til að þessar tölur standist þýði það að hver lítri lífdísils kosti helmingi meira í inn- kaupum en sama magn af jarðolíu. Hið rétta sé hins vegar að heims- markaðsverð á lífdísil hafi verið um 10-15% hærra að meðaltali undan- farið. Fjármagnað með kolefnisskatti Þá gerir Benedikt athugasemd við þá forsendu að nær allt end- urnýjanlegt eldsneyti verði innflutt þar sem innlendir aðilar ráði ekki við eftirspurnina og útgjaldaaukn- ing olíufélaganna endi því öll í er- lendum vösum. Benedikt segir að það endurnýjanlega eldsneyti sem keypt verði inn komi í staðinn fyrir jarðefnaeldsneyti sem þegar sé keypt inn og sé ekki viðbót við það. Þar að auki verði hluti þess fyrr- nefnda framleiddur hérlendis sem leiði til minni gjaldeyrisútgjalda. „Ég fullyrði ekki núna að hægt verði að anna allri þörfinni innan- lands en þegar komið verður fram á 2015 ætti um það bil helmingur þess sem er notað að geta verið af ís- lenskum uppruna,“ segir Benedikt. Hann bendir einnig á að fullyrð- ingar um tekjutap ríkisins séu ekki á rökum reistar. Kolefnisskattur eigi að skila 3,2 milljörðum kr. á þessu ári en hann sé ætlaður til að fjármagna breytingarnar í lögunum. Áætlað tap ríkissjóðs vegna nýju laganna sé aðeins þriðjungur af tekjum af kolefnisskattinum. Ekki kostnaðarauki fyrir olíufélögin  Hægt að framleiða helming eldsneytisins hérlendis 2015 Innlendir framleiðendur endurnýj- anlegs eldsneytis töldu frestun á gildistöku laga um endurnýjanlegt eldsneyti í samgöngum á landi ekki koma sér til góða þar sem þeir hefðu þegar lagt aukinn kraft og fjármagn í undirbúning vegna laganna. Þetta kemur fram í greinargerð með frumvarpi atvinnuveganefnd- ar sem kveður á um að gildistöku sektarákvæðis í nýju lögunum verði frestað til 1. október, níu mánuðum eftir að lögin sjálf taka gildi. Nefndin ákvað að fresta ákvæð- inu sem gefur Orkustofnun heim- ild til að beita eldsneytissala sekt- um á grundvelli laganna, m.a. til að veita svigrúm vegna hugsan- legra tæknilegra vandkvæða við innleiðingu nýs búnaðar. Þá nefnir nefndin að þannig fái Orkustofnun reynslutímabil til að hafa eftirlit með framfylgd laganna auk þess sem sanngirnismál sé að beita ekki sektum strax þar sem gild- istöku laganna hafi verið flýtt. Fulltrúar Atlantsolíu, Carbon Recycling International, Lífsdísils ehf., Mannvirkjastofnunar, N1, Skeljungs og slökkviliðsins á höf- uðborgarsvæðinu fjölluðu um mál- ið með nefndinni. Ekki framleiðendum til góða GILDISTÖKU SEKTARÁKVÆÐIS LAGANNA FRESTAÐ Benedikt Stefánsson Magimix matvinnsluvélar, blandarar og safapressur. Kaffivélar fyrir Nespresso og kaffi frá Caffé Vergnano fyrir Nespressovélar. vi lb or ga @ ce nt ru m .is Kynntu þér málið hjá sölumönnum Eirvíkur Suðurlandsbraut 20, Reykjavík | Sími 588 0200 | www.eirvik.is J Ó L AT I L B O Ð

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.