Morgunblaðið - 30.11.2013, Síða 24
24 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. NÓVEMBER 2013
BAKSVIÐ
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
„Við getum gert ýmislegt til að auka
framleiðsluna. Við erum tæknilega
öflug og bændastéttin að stórum
hluta vel menntað fólk sem kann til
verka. Fyrst og fremst er þetta
spennandi áskor-
un fyrir fólk að
takast á við,“ seg-
ir Sigurður Lofts-
son, formaður
Landssambands
kúabænda, um
möguleika til að
auka mjólkur-
framleiðsluna til
að mæta vaxandi
eftirspurn eftir
fituríkum afurðum á innanlands-
markaði.
Sala mjólkur hefur aukist mikið á
þessu ári, sérstaklega vörur sem
unnar eru úr mjólkurfitu. Mjög hefur
gengið á birgðir á haustmánuðum
þegar framleiðslan er í lágmarki.
Mjólkursamsalan hefur hvatt bænd-
ur til að auka framleiðsluna. Í þeim
tilgangi var ákveðið að greiða alla
mjólk fullu verði. Það hefur ekki dug-
að til og áformar Mjólkursamsalan
að flytja inn smjör til að verða ekki
uppiskroppa með hráefni fyrir jólin.
Fordæmalaus sölusprenging
Sigurður Loftsson segir að fram-
leiðslan hafi dalað meira í haust en
venja hefur verið til. Tengir Sigurður
það því að illa hafi árað og minna út
úr framleiðslunni að hafa.
Mjólkursamsalan hefur verið
gagnrýnd á bændafundum síðustu
vikurnar fyrir að bregðast ekki fyrr
við söluaukningu. Sú gagnrýni hefur
einnig komið fram hjá stjórn Lands-
sambands kúabænda. „Við hefðum
viljað fá snarpari viðbrögð frá Mjólk-
ursamsölunni,“ segir Sigurður og
getur þess að ákvörðun um að greiða
fullt verð fyrir alla umframmjólk
hefði mátt koma fyrr. „Við trúum því
að með því hefði hugsanlega mátt fá
framleiðsluaukninguna fyrr í gang.
Hins vegar ber að virða ákvarðanir
þeirra sem bera hina fjárhagslegu
ábyrgð,“ segir Sigurður.
Hann segir að gera hefði mátt ráð
fyrir söluaukningu í takt við það sem
verði hefði með einni undantekningu
síðustu tíu árin en tekur fram að
sölusprengingin í mjólkurfitu sem
varð á síðari hluta ársins sé for-
dæmalaus og ekki hafi verið hægt að
sjá hana fyrir.
Til að mæta söluaukningunni í ár
og væntanlegri þróun hefur atvinnu-
vegaráðuneytið ákveðið að auka
heildargreiðslumark í mjólk um 7
milljónir lítra á næsta ári, í 123 millj-
ónir lítra.
Allir kvígukálfar settir á
Kúabændur eru að vinna með lif-
andi dýr og það tekur þá augljóslega
langan tíma að auka framleiðsluna.
Sigurður nefnir fyrst að hægt sé að
fresta slátrun á mjólkurkúm og láta
þær mjólka lengur en annars verið
gert. Það sé skammtímaaðgerð og
skili strax einhverri aukningu.
Hann segir skýrslur sýna að fyrsta
kálfs kvígur séu allt að tveimur mán-
uðum eldri þegar þær bera en nauð-
synlegt er. Unnt sé að flýta burði
með réttum undirbúningi. Ef bænd-
ur hafi hugað að þessu í haust komi
þessir gripir fyrr inn í framleiðslu
næsta haust en annars hefði orðið.
Til að fjölga í kúastofninum til
lengri tíma þarf að auka ásetning
kálfa. Sigurður vill að allir kvígukálf-
ar sem fæðast verði settir á, annað
hvort á viðkomandi búi eða seldir
annað.
„Við eigum inni einhverja mögu-
leika á að auka meðalnyt í kúastofn-
inum, með markvissari fóðrun. Ráð-
gjafarmiðstöð landbúnaðarins er að
taka á því með okkur,“ segir Sigurð-
ur. Hann bætir því við að bændur
taki í vetur ákvarðanir um innkaup á
áburði og sáðkorni og um aukna
ræktun sem muni að öllu eðlilegu
hafa áhrif á magn og gæði gróffóðurs
á næsta sumri og þar með fram-
leiðslu í kjölfarið.
Kvótakerfið var sett á til að tak-
marka framleiðslu mjólkur. Núver-
andi búvörusamningar renna út í lok
árs 2016. Sigurður telur að þær
breytingar sem orðið hafi á sölu á
þessu ári gefi ekki tilefni til þess að
afnema framleiðslustýringuna en ef
þróunin haldi áfram og bændur hafi
markað fyrir alla mjólk sem þeir geta
framleitt og fengið ásættanlegt verð
fyrir, þurfi að ræða það hvort annars
konar fyrirkomulag henti betur.
Spennandi áskorun að takast á við
Formaður kúabænda segir að bændur hafi möguleika á að auka mjólkurframleiðsluna Flestar
aðgerðir skila sér á löngum tíma Hefði mátt auka framleiðsluna fyrr með snarpari viðbrögðum
Morgunblaðið/Eggert
Í fjósi Bændur hafa einhver tækifæri til að auka mjólkurframleiðsluna strax og hafa sumir nýtt þau en flestar var-
anlegar aðgerðir taka langan tíma. Björgvin Guðmundsson, bóndi í Vorsabæ í Austur-Landeyjum, hugar að kúnum.
Mjólkurneysla
» Sala á fitu hefur aukist mjög
á síðustu tíu árum, eða úr sem
svarar til 98 milljónum lítra í
119 milljónir lítra.
» Sala á próteini var alltaf
meiri en í fitu en nú í fyrsta
skipti minni.
» Ef neyslan er reiknuð á
hvern íbúa sést að neysla á
mjólkurpróteini hefur minnkað
á tíu ára tímabili en fitusala
aukist verulega.
Neysla mjólkur
*Áætlun
100
80
60
40
20
0
Próteinsala í milljónum lítra
Fitusala í milljónum lítra
‘04 ‘05 ‘06 ‘07 ‘08 ‘09 ‘10 ‘11 ‘12 ‘13*
Sigurður Loftsson
www.birkiaska.is
Bodyflex Strong vinnurgegn stirðleika
og verkjum í liðamótum og styrkir
heilbrigði burðarvefja líkamans.
2 hylki tvisvar á dag í tíu daga. Síðan er hægt
aðminnka skammt í 2 hylki á dag. Inniheldur
hvorki laktósa, ger, glúten né sætuefni.
Bodyflex
Strong
Bílastæðum á Hofsvallagötu verður
fjölgað að vestanverðu, fuglahús og
flögg tekin niður, eyja að austan-
verðu tekin burt og miðlína löguð að
norðanverðu. Verkið verður unnið í
desember og er gert ráð fyrir að það
taki 4-6 vinnudaga.
Þetta kemur fram í tilkynningu
frá Reykjavíkurborg en þar segir að
unnið verði skv. tillögum sem gerðar
voru í samráði við íbúa í Vesturbæ.
Talsverður styr hefur staðið um
framkvæmdirnar og gagnrýndu íbú-
ar í hverfinu að þær yllu þrengslum.
Fram kom í fyrri tilkynningu í
haust að kostnaður við 1.374 hjóla-
merkingar í götunni væri alls
7.144.800 kr. Alls kostuðu fram-
kvæmdirnar 17,7 millj. og fuglahús
þar af 155 þúsund. Upplýsinga-
fulltrúi borgarinnar hafði ekki upp-
lýsingar um hvað verkið nú kosti.
Fuglahús fjarlægð
á Hofsvallagötu
Framkvæmdin
tekur 4-6 vinnudaga
Morgunblaðið/Rósa Braga
Umdeilt Svona leit Hofsvallagata út
eftir breytingarnar fyrr í haust.