Morgunblaðið - 30.11.2013, Qupperneq 33

Morgunblaðið - 30.11.2013, Qupperneq 33
illar stúlku, Helgu Jónu Ásbjarn- ardóttur, en gagnvegir voru milli fjöl- skyldu hennar og Þórbergs og Margrétar eiginkonu hans. Slóðir Þórbergs liggja víðar. Hann bjó að Stýrimannastíg 9 frá 1921 til 1932, húsi sem nú er í eigu Magnúsar Björnssonar tannlæknis og konu hans, Rögnu Árnadóttur að- stoðarforstjóra Landsvirkjunar og fv. dómsmálaráðherra. Segir á vef bókmennaborgarinnar að Bréf til Láru sé mikilvægt „í upphafi nútíma- bókmennta á Íslandi … enda féll hún illa að hefðbundnum flokkunum.“ Laxness á Laufásvegi Halldór Laxness fer víða um í sögum sínum og þær eru sjaldnast bein landafræði. Laxness – skáld Mosfellinga en þó fyrst og síðast Ís- lendinga allra – má staðsetja á þrem- ur punktum í Reykjavík. Hann fædd- ist í steinbænum að Laugavegi 32, en fluttist sem barn í Mosfellsdalinn. Ástin leiddi Halldór í bæinn og á þeim árum sem þau Inga Ein- arsdóttir áttu samleið bjuggu þau að Laufásvegi 25. Þar – og kannski und- ir súð í kvistherbergi eins og við trú- um að raunin sé með skáldin – skrif- aði hann nokkrar af sínum fyrstu skáldsögum, svo sem Sölku Völku, að sögn kunnugra. Njálsgata og austurborgin Þríleikur Finnboga Hermanns- sonar, Afabækurnar, eru m.a. um mannlífið á Njálsgötu á Skólavörðu- holti í Reykjavík á árum kalda stríðs- ins. Ný bók úr þeirri röð var að koma út, Úr húsi afa míns, og þar segir af kúluvarparanum Gunnari Huseby sem „bjó þar í kjallaragreni inni á Vitastíg og var mörgum andvaragest- ur í hverfinu þegar hann var fullur og tæmdust götur þegar sást til hans.“ Austurborgin. Laugarnes- hverfið er svið minningabóka Sig- urðar A. Magnússonar. Fyrst þeirra var Möskvar morgundagsins. Vogaskáldin svonefndu eru Steinunn Sigurðardóttir, Einar Kárason, Guðmundur Andri Thors- son og Einar Már Guðmundsson. Góðir höfundar eins og þau sækja efnivið beint og óbeint í heimkynni bernskunnar. Í Reykjavík gerist saga Einars Más, Englar alheimsins, þar sem höfundurinn fjallaði um baráttu bróður síns við geðsjúkdóm. Bók- arlok eru í öryrkjablokkunum við Há- tún þar sem aðalsögupersónan, Páll, endar sína daga með flugi úr efstu hæðum þar. Í lokakafla Engla al- heimsins segir: „Úti svífur vængjaður tími. Svo tek ég sæng mína og stekk“ Hringbraut Í þessu húsi, númer 45, var kveðinn Sálmurinn um blómið. Stýrimannastígur Í þessu húsi sat Þórbergur og skrifaði Bréf til Láru. MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. NÓVEMBER 2013 Hraunbær í Árbæjarhverfinu hef- ur lengi haft vinninginn sem sú gata borgarinnar sem flestir búa við. Alls eru Hraunbæingar 2.380. Við götuna eru áberandi þriggja til fjögurra hæða fjölbýlishús sem eru á hægri hönd þegar gatan er ekin til austurs. Götunúmer blokkanna ná alveg frá 2 upp í 198 – og vel að merkja þá eru húsnúmerin á sléttri tölu, skv. þeirri reykvísku reglu að oddatalan sé vinstra megin en sú slétta til hægri. Neðst við götuna eru raðhús með oddatölunni og á síðari árum hefur Hraunbæj- arbyggðin verið að þéttast nokk- uð með nýjum fjölbýlishúsum, en hæsta húsnúmerið á þessum oddatöluvæng götunnar er 131. Kleppsvegurinn er í öðru sæti, en við hann búa 1.348 manns. Neðst við götuna er átta hæða fjölbýlishús með húsnúmerunum 2-6 og er það Prentarablokkin sem svo er kölluð. Við Kleppsveg- inn, sem liggur samsíða Sæbraut, er öll byggðin hægra megin og þannig rekja húsin, að stærstu leyti blokkir, sig áfram alveg upp í 144 sem er hæsta talan og þá er- um við komin inn að Holtavegi. Fólkið í blokkinni er fjölmennur hópur Hraunbærinn vinsæll Morgunblaðið/Rósa Braga Árbæjarhverfi Blokkirnar í Hraunbænum eru byggðar í kringum 1970. um Öskjuhlíðina,“ segir í frétt frá Reykjavíkurborg. Á tveimur stöðum í Öskjuhlíð eru sérstaklega eftirtektarverðar stríðsminjar, mannvirki sem Bretar reistu í kjölfar þess að þeir her- námu Ísland í maí 1940. Fyrir ofan Keiluhöllina er steinsteypt virki, að mestu niðurgrafið. Það er átta metrar á hvern kant og inn í byrgið er gengt um yfirbyggðar tröppur sem eru hvorar á sínum gafli – þótt aðrar séu ófærar vegna grjóthnull- unga sem í þeim liggja. Raunar var virki þetta aðeins ætlað fáum út- völdum, því þarna ætlaði yfirstjórn herliðs Breta að hafast við ef kæmi til árásar á flugvöllinn. Stærsta stríðsvirkið í Öskjuhlíð- inni er steinhlaðinn veggur sem er beint upp af Barnaskóla Hjallastefn- unnar við Nauthólsveg. Hann var reistur árið 1944, nokkuð á annað hundrað metrar á lengd og tveir til þrír metrar á hæð. Múrinn, þar sem steypa er milli steina, þurfti líka að vera traustur mjög, því ofar í hlíð- inni voru þrír stórir eldsneyt- isgeymar og áttu veggur þessi að koma í veg fyrir flóð brennandi eldsneytis niður hlíðina ef loftárás yrði gerð á tankana. Þeir voru tekn- ir niður fyrir margt löngu, en vegg- urinn stendur í skógarþykkni. sbs@mbl.is Skjól Veggur í vesturhlíð. NÚTÍMASKÁLD Bókmennirnar eru lífið sjálft. Sú var tíðina að átök sveitar og borgar voru þungamiðja ís- lenskra bók- mennta. Nú er þjóðin komin á mölina og borgin sögu- svið flestra skáldverka. Nærtækt er þar að nefna 101 Reykjavík eftir Hallgrím Helgason hvar segir af Hlyni Birni, sem forðast ábyrgð og föst sambönd en er áhugamaður um kynlíf og klám, fer á barinn og hangir á netinu. Nútímalíf, segir einhver. Önnur bókmenntakreðsa eru Grafarvogsskáldin Sigmundur Ernir, Ari Trausti, Gyrðir Elíasson, Ragnar Ingi Aðalsteinsson, Sig- urbjörg Þrastardóttir, Kristín Marja Baldursdóttir og Einar Már Guðmundsson, einnig Voga- skáld. Hallgrímur Helgason Bókmenntir á mölinni Reykjavík er höfuðborg Íslands, fjölmennasta sveitarfélag landsins og eina borgin. Í borginni búa tæplega 120 þúsund manns, þar af eru um 11% innflytjendur. Þó Reykjavík hafi verið bústaður Ingólfs Arnarsonar fór ekki að kveða að staðnum að ráði fyrr en á 18. öld. Reykjavík fékk kaupstaðarréttindi árið 1786 í kjölfar afnáms einokunaverslunar á landinu og þá voru þar 167 íbúar. Menningarleg, efnahagsleg og stjórnmálaleg þungamiðja landsins AÐVENTUHÁTÍÐ Á AUSTURVELLI SUNNUDAGINN 1. DES. KL. 16—17 15:30 Lúðrasveit Reykjavíkur blæs til Aðventuhátíðar. 16:00 Hinar hugljúfu jólastjörnur Sigríður Thorlacius og Ragnhildur Gísladóttir syngja jólin inn. 16:10 Jón Gnarr, borgarstjóri tekur á móti Oslóartrénu úr hendi sendinefndar Norðmanna í 62. sinn. Ljósin tendrar hinn sjö ára gamli norsk–íslenski Ólafur Gunnar Steen Bjarnason. 16:15 Jólastjörnurnar syngja fleiri jólalög. 16:20 Stefanía Ragnarsdóttir frumflytur kvæði um kuldastráið Gluggagægi. 16:30 Jólastjörnurnar syngja fleiri jólalög. 16:35 Jólasveinarnir Stúfur, Glugga- gægir og Giljagaur hafa stolist til byggða. Þeim þykir ekkert skemmtilegra en að syngja jólalög með kátum krökkum! Kynnir er hin ástsæla Gerður G. Bjarklind. Dagskráin verður túlkuð á táknmáli. Heitt kakó og kaffi verma kalda kroppa og bílastæðahúsið í Ráðhúsinu verður opnað sérstaklega. Góða skemmtun í hjarta jólaborgarinnar! B ra n d e n b u rg /T e ik n in g Só lH ra fn sd ó tt ir
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.