Morgunblaðið - 30.11.2013, Qupperneq 34

Morgunblaðið - 30.11.2013, Qupperneq 34
Kristinn Ingi Jónsson kij@mbl.is „Ég hélt alltaf með MR í Gettu bet- ur þegar ég var yngri en síðan fór ég að spá í MH því ég var í ballett og setti stefnuna á listdansbraut. Það breyttist hins vegar á seinustu stundu. Ég ákvað að reyna við MR og hef aldrei séð eftir þeirri ákvörð- un,“ segir Birna Ketilsdóttir Schram, inspector scholae í Mennta- skólanum í Reykjavík, í samtali við Morgunblaðið. Birna er tíunda stúlkan til að gegna embættinu í meira en hundr- að ára sögu þessarar fornfrægu menntastofnunar. En hvað gerir in- spector scholae? „Þetta er í raun latneskur titill yfir formann Skólafélags MR. Ég stýri allri þeirri starfsemi sem Skólafélagið stendur fyrir, svo sem blaðaútgáfu, söngkeppni, tón- smíðakeppni, böllum og fleiru. Þann- ig að það er alltaf nóg að gera,“ segir hún. Birna kemur úr Hagaskóla og býr í miðbænum, steinsnar frá skól- anum, og segir það hafa haft mikil áhrif á ákvörðun hennar að velja MR. „Það voru líka langflestir í vina- hópnum í Hagaskóla sem fóru í MR,“ bendir hún á. „Mamma og tvö systkini hennar voru líka í MR á sín- um tíma og þá hafði eldri frænka mín, sem var alltaf að lofsama skól- ann, sín áhrif á ákvörðunina.“ Hvað ber hæst á skólaárinu þegar kemur að félagslífinu? „Ætli það sé ekki árshátíð Skólafélagsins sem er haldin að hausti. Þá er söngkeppnin alltaf mjög flott og er skemmtilegt að sjá MR-inga spreyta sig á sviði. Svo mun leikfélagið Herranótt setja upp Títus Andrónikus eftir William Shakespeare, en sýningar Herra- nætur eru alltof rosalega flottar,“ segir Birna. Þess má geta að Herra- nótt er elsta leikfélagið á Norð- urlöndunum, en fyrstu heimildir um það eru frá árinu 1740. Samkeppnin af hinu góða Það vekur athygli að í MR eru starfrækt tvö nemendafélög, Skóla- félagið og Framtíðin, og er að sögn Birnu löng hefð fyrir því. Aðspurð hvort það ríki samkeppni á milli fé- laganna svarar Birna því til að svo sé, en „allt á góðu nótunum. Ein af ástæðunum fyrir því að félögunum hefur ekki verið steypt saman í eitt er einmitt þessi samkeppni sem til staðar er og gerir félagslífið eins öfl- ugt og raun ber vitni“. Hvernig gengur þér að púsla saman náminu og félagslífinu? „Ef ég á að vera hreinskilin, þá var það erfitt fyrstu mánuðina, en það er alltaf langmest að gera hjá okkur þá. Þetta er farið að róast núna og í kringum stúdentsprófin næsta vor verður komin ný stjórn og get ég þá einbeitt mér að fullu að þeim.“ Í MR hefur lengi verið lögð áhersla á að halda í og virða gamlar hefðir. Spurð um skemmtilegustu hefðirnar nefnir Birna tollering- arnar í byrjun hvers skólaárs þegar nýnemum er fleygt í átt til skýja af sjöttubekkingum. „Ég hlakka líka mjög til fiðluballsins. Það er svo ótrúlega öðruvísi að klæða sig upp í galafatnað og dansa gömlu dans- ana,“ segir hún. „Mér finnst það mjög skemmtileg hefð.“ Hvað um hlaupið í kringum Tjörnina? Viltu hverfa frá þeirri hefð? „Nei, það getur verið mjög hressandi. Ég myndi ekki vilja sleppa því,“ segir Birna að lokum, glöð í bragði. Valdi MR og hefur aldrei séð eftir því  Birna er tíunda stúlkan til að gegna embætti insepctor scholae í MR Morgunblaðið/Eva Björk MR-ingur Birna ætl- aði fyrst í MH en breytti um skoðun á síðustu stundu. Morgunblaðið/Golli Tolleringar Á haustin er nýnemum fleygt í átt til skýja af sjöttu bekkingum. REYKJAVÍK DAGA HRINGFERÐ 34 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. NÓVEMBER 2013 Byggðinni í Reykjavík er skipt í tíu hverfi; Vest- urbæ, Miðborg, Hlíðar, Laugardal, Háaleiti og Bú- staði, Breiðholt, Árbæ, Grafarholt og Úlfarsárdal, Grafarvog og Kjalarnes, samkvæmt skiptingu á vef- síðu borgarinnar. Vesturbær er eitt af elstu hverfum borgarinnar og liggur í suðri að Skerjafirði, að Kollafirði í norðri, að Seltjarnarnesi í vestri og miðborginni í austri. Ná- lægðin við sjóinn er eitt af einkennum Vesturbæj- arins, t.d. er fjölsóttasti göngustígur borgarinnar á Ægisíðu. Í miðborgina leggja þúsundir leið sína á degi hverjum til að sækja vinnu sína eða njóta lífsins, enda er þar miðstöð atvinnu, verslunar og menning- ar. Þangað má líka rekja upphaf byggðar á Íslandi. Íbúar í Hlíðahverfi hafa af ýmsu að státa; þar eru t.d. Kjarvalsstaðir og Nauthólsvík og þá er þar hið fal- lega útivistarsvæði í Öskjuhlíð. Í hverfi Háaleitis og Bústaða er m.a. metnaðarfullt skólastarf og íþrótta- líf og útivistarsvæðið í Fossvogsdal. Hverfið markast m.a. af Kringlumýrarbraut, Suðurlandsbraut og Kópavogi og skiptist í nokkra minni hluta. Heitir eftir bænum Breiðholti Í Laugardal er að mestu leyti íbúðarbyggð, en einnig er nokkuð um atvinnuhúsnæði á afmörkuðum svæðum. Þar eru margar helstu perlur borgarinnar; Laugardalslaug, Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn og Grasagarðurinn. Breiðholt dregur nafn sitt af bænum Breiðholti, sem stóð á svipuðum slóðum og gatan Skógarsel. Hverfið afmarkast af Reykjanesbraut, Elliðaám og Kópavogi og það skiptist í Efra-Breiðholt, Neðra- Breiðholt og Seljahverfi. Það er fjölmennasta hverf- ið, en þar búa um 21.000 af þeim tæplega 120.000 sem borgina byggja. Árbæjarhverfi samanstendur af Ártúnsholti, Bæjum, Hálsum, Selási og Norðlinga- holti og þar er mikið atvinnusvæði þar sem mörg af stærstu fyrirtækjum landsins hafa aðsetur. Nýjustu hverfi borgarinnar eru Grafarholt og Úlf- arsárdalur. Eitt helsta einkenni þeirra er mikil nánd við náttúruna, enda Úlfarsfellið og Reynisvatn innan göngufæris. Grafarvogur er landmesta hverfi borg- arinnar og er stundum talað um það sem bæ í borg, en Kjalarnes er það fámennasta. Þar mætast sveit og borg og talsverður landbúnaður er stundaður þar. annalilja@mbl.is Hverfin í Reykjavík hafa hvert og eitt sín sérkenni Byggðin í Reykjavíkur- borg skiptist í tíu hverfi Morgunblaðið/Ómar Húsin í borginni Þarfir borgarbúa eru ólíkar og þar af leiðandi eru hverfin í Reykjavík mismunandi. Spila sér til ánægju og heilbrigðis  Á milli 3.500 og 4.000 manns iðka badminton hjá Tennis- og badmin- tonfélagi Reykjavíkur en Sigfús Ægir Árnason, framkvæmdastjóri TBR, segir að langstærstum hluta sé um að ræða einstaklinga og hópa sem taka sig sam- an, leigja völl og hittast einu sinni til tvisvar í viku yfir vetrartímann til að spila sér til ánægju og heilbrigðis. Vellir félagsins eru 17 og á annatímum annar framboð ekki eftirspurn. „85% af fólkinu heldur áfram frá ári til árs, það eru ekki nema 10-15% afföll og nýliðun en margir af þessum hópum eru búnir að vera hjá okkur í áratugi, jafnvel 30-40 ár. Sumir þeirra endurnýjast innan frá; ef einn hættir kemur ann- ar inn, en sumir eru nánast óbreyttir. Þetta eru t.d. ungir menn sem fóru að spila saman og eru hjá okkur fram yfir sjötugt eða áttrætt. Við erum með fólk á níræðisaldri hjá okkur,“ segir Sigfús. Á hverjum vetri býður TBR níu ára börnum í tíu skólum í ókeypis æfingatíma og gefur þeim badmintonspaða og sum þeirra halda áfram í unglingastarfið. Unglingarnir æfa 3-4 sinnum í viku en félagið hóf einnig nýverið samstarf við Fjölbrautaskólann í Ármúla, sem býður upp á badminton sem valáfanga. „Krakkarnir koma til okkar þrisvar í viku og spila badminton á morgnana undir stjórn þjálfara en þetta er afreksfólk, þetta er ekki fyrir hvern sem er. Þeir verða að vera orðnir sterkir í badminton til að eiga kost á þessu,“ segir Sigfús. holmfridur@mbl.is Morgunblaðið/Árni Sæberg Æfing Hjá TBR æfir öflugur hópur unglinga sem taka þátt í keppnum og mótum.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.