Morgunblaðið - 30.11.2013, Side 36
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
Á því herrans ári 1913 bjuggu 13.354
í Reykjavík eða 15,4% þjóðarinnar
sem þá var 86.115 manns. Út af fyrir
sig segja þessar aldargömlu tölur lít-
ið nema því aðeins að þær séu settar
í samanburð við aðrar breytur sem
aftur gefa tækifæri til að draga af
þeim ályktanir og reyna að lesa í
þróunina. Og hvað hefur gerst á
þeim 100 árum sem liðin eru síðan
borgarbúar voru rétt liðlega þrettán
þúsund. Jú. Nú eru þeir 119.764 eða
36,5% þjóðar en Íslendingar eru í
dag alls 321.857.
Og skeggið er skylt hökunni,
eins og máltækið segir. Ef höf-
uðborgarsvæðið allt er tekið með,
þar sem búa 206.675 manns, þá læt-
ur nærri að þar búi 2/3 Íslendinga.
Af þeim veruleika talnanna er
sprottið það hugtak sem stundum
hefur verið kallað ójafnvægi í byggð
landsins. Þau orð geta vissulega eiga
rétt á sér, en í tölunum felst þá líka
að Reykjavík er sannarlega höf-
uðstaður landsins.
Um 1.800 börn á ári hverju
Eins og fram kemur annars
staðar hér á síðunni eru aðeins þrír
Reykvíkingar enn lifandi sem fæddir
voru árið 1913. Og víst er að enginn
stöðvar tímans þunga nið. Fólks-
fjölgun almennt er annars eins og
snjóbolti, í dag er algengt að á ári
hverju fæðist 1.600 til 1.800 Reykja-
víkurbörn. Hrunið leiddi af sér
barnasprengingu og metið var slegið
árið 2009; börn í borginni fædd það
ár eru alls 1.809.
En inn í hvaða aðstæður fæðast
þessi börn? Fjölskylduform í dag
eru flóknari og fjölbreyttari en áður
og hugtakið kjarnafjölskylda hefur
ef til vill ekki sömu merkingu og áð-
ur. Fjölskyldur í Reykjavík eru alls
27.332. Mamma, pabbi, börn og bíll
eru ekki sami staðalpakkinn í dag og
var fyrir einhverjum áratugum. En
að því slepptu: fjölskyldur í þessu
hefðbundna mynstri í Reykjavík eru
alls 7.514, það er foreldrar sem búa
saman og eiga börn eru alls 10.864.
Einstæðir foreldrar í Reykjavík eru
alls 5.392; þar af eru konur sem búa
einar með börnum sínum 4.974.
Íbúðir um allan bæ
Í Reykjavík er stundum talað
um bæjarblokkir. Sú var tíðin að
byggðar voru heilu blokkirnar með
litlum íbúðum sem ætlaðar voru
skjólstæðingum félagslega kerfisins.
Nú hefur verið horfið frá þeirri
stefnu og keyptar íbúðir víða um
bæinn. Félagsbústaðir ehf., fyr-
irtæki í eigu borgarinnar, eiga 2.211
slíkar og dreifist fjöldinn nokkuð
jafnt milli borgarhluta, þó þær séu
kannski heldur fleiri í úthverfunum
en annars staðar. Það er samt ekki
algilt.
Eftir hrunið hefur víða verið
hart á dalnum og margir hafa þurft
að komast í var. Allt frá fyrstu tíð
hafa sveitarfélögin haft ríkar fé-
lagslegar skyldur og þeim ber að að-
stoða fólk til að komast af. Og þeim
hefur fjölgað. Þegar góðærið var í
algleymi, árið 2007, fékk 2.421 fjöl-
skylda framfærslustyrk frá borg-
inni. Síðan þá hefur þeim fjölgað
jafnt og þétt og 4.040 fengu þennan
stuðning á síðasta ári. Einstæðar
mæður og einhleypir, konur sem
karlar, eru meginþorri þessa fólks.
Og rétt í lokin er það menn-
ingin. Borgarbókasafnið sóttu alls
636.970 manns í fyrra. Á Listasafn
Reykjavíkur komu 171.138 og 23.334
manns sigldu út í Viðey; perluna á
sundunum bláu eins og sumir kom-
ast að orði.
Fjölbreytt
fjölskylduform
í borginni
Fleiri fá aðstoð Íbúum fjölgar jafnt
og þétt Barnasprengja eftir hrun
634
útlendingar búa í
Neðra-Breiðholti eða
16,2% íbúa hverfisins
1.507
karlar í Reykjavík voru
atvinnulausir í október sl.
50.155
íbúðir voru í Reykjavík árið
2011 og lítið hefur verið
byggt síðan
1.069
kjarnafjölskyldur eru
í Laugarneshverfinu
173
kíló af sopri féllu til frá
hverjum Reykvíkingi í fyrra
en 231 kg árið 2007
275
einstæðir foreldrar eru í
Grafarholti og Úlfarsárdal
52
var að jafnaði fjöldi
strætisvagnaferða hvers
Reykvíkings í fyrra.
1.172
sóttu um félagslegar leigu-
íbúðir hjá borginni í fyrra
68.980
bílar óku að jafnaði um
Kringlumýrarbrautina í fyrra
292
búa við Dalhús í
Grafarvogi
2
eru skráðir til
heimilis í Síðumúla
354
nemendur voru í Breiðagerðis-
skóla á síðasta ári
134
börn sækja frístundaheimilið
Glaðheima við Langholtsskóla
96.980
var heildarfjöldi skráðra bíla
í Reykjavík í lok síðasta árs
4.288
er heildarfjöldi gjaldskyldra
stæða Bílastæðasjóðs
3
Reykvíkingar verða
100 ára á árinu
2.076
Reykvíkingar eru fæddir
1986, árið sem borgin
varð 200 ára
803
einbýlishús eru
í Vesturbænum
REYKJAVÍK
DAGA
HRINGFERÐ
36
Árlega sækja tæplega 40 þúsund manns Ár-
bæjarsafn heim, flestir yfir sumartímann.
„Útisöfn eru því marki brennd að það er meira
fjör á sumrin, þá er þetta virkilega lifandi
safn,“ segir Guðbrandur Benediktsson sagn-
fræðingur. „Þá er leiðsögufólkið okkar klætt í
tíðarandabúninga og við höfum verið að fikra
okkur aðeins áfram í að vera með litla leik-
þætti; að leiðsögufólkið sé með smá handrit
til að styðjast við. Við höfum kallað þetta leik-
ræna leiðsögn og í fyrra gat fólk t.d. slegist í
för með landpóstinum sem fór hérna á milli
húsa og hitti íbúa,“ segir hann.
Á sumrin gefst gestum jafnframt tækifæri
til að sjá hvernig bústörfum var sinnt á árum
áður en yfir vetrartímann snýst starfsemin að
stórum hluta um að taka á móti skólahópum
og fræða þá um sveitasamfélagið á Íslandi áð-
ur fyrr. Í jólavertíðinni heimsækja safnið allt
að fimm leikskólahópar á dag, til að læra um
jólaundirbúninginn og jólahefðirnar í gamla
daga en þrjá sunnudaga í aðventu, 8., 15. og
22. desember í ár, er efnt til sérstakrar jóla-
sýningar.
„Þá er opið frá 13-17 og við erum í sum-
artempói. Þá erum við með fólk í öllum hús-
unum að sýsla eitthvað, t.d. steypa kerti úr
tólg, skera laufabrauð og svo er verið að búa
til jólagjafir; skera út. Þannig að það er verið
að sýna uppruna jólahefðarinnar sem við
þekkjum enn þann dag í dag,“ segir Guð-
brandur. holmfridur@mbl.is
Á Árbæjarsafni ríkja gamlar
hefðir jafnt að sumri sem vetri
Morgunblaðið/Styrmir Kári
Fræðsla Börn kynnast gömlum háttum á safninu. Þar verður opið á sunnudögum á aðventunni.
Forsvarsmenn farfuglaheimilisins Lofts við
Bankastræti í Reykjavík fengu á dögunum af-
henta vottun norræna umhverfismerkisins
Svansins. Starfsemin er samkvæmt vottuninni í
fremstu röð hvað varðar jákvæð umhverfis- og
heilsuáhrif.
„Efnanotkun er í lágmarki, orku- og vatns-
notkun,“ segir Anna Sigurveig Ragnarsdóttir,
sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun. Í tilkynn-
ingu er eftir henni haft að vel gangi að flokka
úrgang á farfuglaheimilum og sömuleiðis að
miðla upplýsingum um umhverfisbótastarf til
gesta. Loft er í Bankastræti 7 með gistirými fyr-
ir allt að 100 gesti í vel búnum tveggja til átta
manna herbergjum með baði. Loft er á þremur
efstu hæðunum í gamla Samvinnubankahúsinu.
Á efstu hæð er bar og kaffihús.
Svanurinn er
kominn á Loft
Svanur Elva Jónsdóttir frá Umhverfisstofnun,
t.v., afhendir Sigríði Ólafsdóttur vottunarskjal.
Erlendir ríkisborgarar í Reykjavík eru alls 9.350. Þetta
kemur fram í Árbók Reykjavíkur. Fólk þetta á uppruna sinn
víða, en alls eru Pólverjarnir 3.077, Litháar eru 824, Filipps-
eyingar 338 og frá Víetnam eru 1.999. Alls 667 manns sem
eiga ríkisfang sitt á Norðurlöndunum búa í Reykjavík og þar
af eru Danirnir ríflega helmingur.
Efra-Breiðholtið er hálfgerð nýlenda fólks sem er af er-
lendu bergi brotið. Þar eru til dæmis margir Pólverjar bú-
settir, en alls eiga 2.134 manns eða 24,6% íbúa með rætur
annars staðar en á Íslandi heimkynni sín í Bergum, Hólum
og Fellum, svo vísað sé til götunafna í Breiðholtsbyggðum
hinum efri. Hlutfall þetta er annars mjög misjafnt milli
hverfa. Til dæmis eru íbúar í Fossvogi 4.131, en útlending-
arnir eru ekki nema 175 – eða 4,2% þeirra sem hverfið
byggja. sbs@mbl.is
Breiðholtið er sem nýlenda
Dans Fjölmenning í Reykjavík.
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. NÓVEMBER 2013
Sundlaugarnar eru einn vinsælasti
samkomustaður borgarinnar. Það
segir að minnsta kosti heilmikla
sögu að alls 784.470 manns fóru í
Laugardalslaugina í fyrra eða tæp-
lega 5% fleiri en árið á undan. Yfir
lengri tíma er fjölgun enn meiri og
ber þá að taka fram að á sl. ári var
unnið að miklum endurbótum og
lagfæringum í Laugardalnum sem
hefði átt að draga úr áhuga ein-
hverra á því að fara þar í sund. Það
var hins vegar öðru nær.
Í flestum öðrum sundlaugum
borgarinnar er gestafjöldinn í fyrra
vel 200 þúsund manns og í mörg-
um tilvikum svipaður frá ári til árs.
Gestirnir eru þó talsvert fleiri í Ár-
bæjarlauginni en öðrum og sjálf-
sagt hefur þar nokkur áhrif að í Ár-
bænum er fín inniaðstaða og
leiktæki og fyrir vikið er laugin vin-
sæl fjölskyldulaug
Sú sundlaug borgarinnar sem
fæstir sækja er Klébergslaug á
Kjalarnesi. Tvímælis kann að orka
að telja hana beinlínis borgarlaug –
enda í úthverfi. Gestir þar í fyrra
voru 8.500. sbs@mbl.is
Samkomustaður borgar
HUNDRUÐ ÞÚSUNDA SÆKJA SUNDLAUGARNAR
Vatn Sundið er sæla og holl tómstund.