Morgunblaðið - 30.11.2013, Side 37
37
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. NÓVEMBER 2013
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
„Bókasöfnin og starfsemi þeirra hefur breyst
mikið frá því ég hóf störf hér fyrir 38 árum,“
segir Tryggvi Ólafsson bókasafnsfræðingur.
Hann starfar á Borgarbókasafninu í Gróf-
arhúsinu í Tryggvagötu. Margir þekkja
manninn af störfum sínum, enda eru söfnin
fjölsótt og á margan hátt lykilstofnanir í sam-
félaginu.
„Þegar ég byrjaði – þá í litlu útibúi safns-
ins við Hofsvallagötu – fólst starfið aðallega í
að finna til bækur, raða í hillur og afgreiða
fólk sem fór út með bækurnar eftir að stimpl-
að hafði verið á miða aftast í þeim og tilsvar-
andi færsla sett í spjaldskrá safnsins. Núna
afgreiðir fólk sig sjálft með strikamerktar
bækurnar. Starf bókasafnsfræðinga í dag
felst í ríkari mæli í að hjálpa fólk við heim-
ilda- og gagnaleit, t.d. í gegnum ýmsar
gagnalindir og upplýsingabanka sem bóka-
söfn landsins hafa aðgang að,“ segir Tryggvi.
Hefur áhuga á ferðabókum
Höfuðstöðvar Borgarbókasafnsins eru í
Grófarhúsinu við Tryggvagötu og er starf-
semin á þremur hæðum þess. Á jarðhæð er al-
menn afgreiðsla, fagurbókmenntir og barna-
bækur á 2. hæð og fróðleikur hverskonar,
ævisögur og hagnýtisrit eru á þeirri 5.
Tryggvi sinnir verkum í öllum deildum en
hefur þó helst verið á efstu hæðinni. „Þar eru
að minnsta kosti þær bækur um þau efni sem
ég hef mestan áhuga á, til dæmis rit um fjar-
læg lönd og framandi slóðir. Hef sjálfur lagst
í ferðalög nú á síðari árum og haft ánægju af
– og þannig tengjast áhugamál og störf,“ seg-
ir Tryggvi.
Innan við múrvegginn átti ég löngum
mitt sæti, segir Jón Helgason handritafræð-
ingur í ljóði sínu, Í Árnasafni. Jú, víst er
ímynd bókasafna – að minnsta kosti í ein-
hverra huga sú að þau séu hinn rykfallni
staður þar sem lestrarhestar og latínugránar
sitja löngum stundum og séu í sinni eigin ver-
öld. Almennt talað er raunin hins vegar allt
önnur, segir Tryggvi.
Finnum hvernig landið liggur
„Bókasafn er lifandi staður. Hingað
kemur fjöldi fólks á hverjum degi, börn sem
fullorðnir, og hér finnum við ágætlega í
gegnum útlán bóka hvernig landið liggur og
hver stemningin í þjóðfélaginu er á hverjum
tíma. Á haustin eru bækur um til dæmis
handavinnu og ýmsa dægradvöl mjög vinsæl-
ar og margir vilja líka fá jólabækurnar með
fyrra fallinu og koma þá hingað,“ segir
Tryggvi.
„Alltaf er áhugi fyrir Arnaldi, Yrsu og
öðrum spennusagnahöfundum. Þá sækir fólk
alltaf í það safaríka sem gjarnan tengist því
sem er í fréttum. Þannig er líklegt að mikið
verði spurt um uppgjörsbækur þeirra Öss-
urar Skarphéðinssonar og Steingríms J. Sig-
fússonar. Reynslan er þó sú að bækur stjórn-
málamanna eru nokkuð skammlífar hvað
vinsældir áhrærir og spenningur vegna
þeirra fjarar fljótt út.“
Tryggvi Ólafsson hefur starfað á Borgarbókasafninu í 38 ár
Leitað í lindum og bönkum
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Bókavörður „Hér finnum við ágætlega í gegnum útlán bóka hvernig landið liggur og hver
stemningin í þjóðfélaginu er á hverjum tíma,“ segir Tryggvi Ólafsson .
Vatnsrennibrautagarður og tívolí
Krakkar í 11 og 12 ára bekk í Ártúnsskóla sitja fyrir svörum um Reykjavík, uppáhaldsfagið og
framtíðardrauma Þau eru dugleg að stunda íþróttir og finnst vanta skemmtigarða í höfuðborginni
Gabríel Máni Ómarsson 11 ára
Hvað finnst þér skemmtilegast við Reykjavík?
Mér finnst skemmtilegast … það er svo mikið
mannlíf hérna. Og það er hægt að fara í keilu.
Myndir þú vilja breyta einhverju eða finnst þér
eitthvað vanta? Já, mér finnst að flugvöllurinn
eigi ekki að vera í Keflavík heldur hérna … til
útlanda sko. Og mér finnst að það eigi líka að
vera vatnsrennibrautagarður og tívolí og eitt-
hvað svoleiðis. Hvað ætlarðu að verða þegar þú
verður stór? Ég ætla að reyna að verða ann-
aðhvort atvinnumaður í fótbolta eða hand-
bolta. Eða verða einhvers konar verkfræð-
ingur eða hagfræðingur.
Kolbrún Dís Snorradóttir 11 ára
Hvað finnst þér skemmtilegast við Reykjavík
eða að gera í Reykjavík? Fara á tónleika í
Hörpunni. Hvaða tónleika hefurðu farið á þar?
Ég hef farið á Verslóvælið og svo hef ég farið
á Töfraflautuna og alls konar. Er eitthvað sem
þér finnst vanta í Reykjavík? Vatnsrenni-
brautagarð og tívolí. Er eitthvað sem þú mynd-
ir vilja breyta? Ég veit það ekki. Hvert er uppá-
haldsfagið þitt í skólanum? Myndmennt og
íþróttir. Ertu í einhverjum tómstundum? Ég er
í fimleikum. Hvað ætlarðu að verða þegar þú
verður stór? Hárgreiðslukona.
Elísabet Eva Kolbeinsdóttir 12 ára
Hvað finnst þér skemmtilegast að gera í Reykja-
vík? Mér finnst gaman að fara á handbolta-
leiki og æfa og alls konar. Er eitthvað sem þú
vildir breyta eða þér finnst vanta? Vatns-
rennibrautagarð og tívolí og H&M. Hvert er
uppáhaldsfagið þitt í skólanum? Íþróttir og
heimilisfræði. Ert þú í einhverjum tóm-
stundum? Ég æfi fótbolta og spila á píanó.
Hvað ætlar þú að verða þegar þú verður stór?
Ég er ekki búin að ákveða það.
Guðjón Örn Árnason 12 ára
Hvað finnst þér skemmtilegast við að búa í
Reykjavík, hvað er skemmtilegast að gera í
Reykjavík? Ég veit það ekki. Ég fer á æf-
ingar. Hvað ertu að æfa? Körfubolta. Er
eitthvað sem þér finnst vanta? Vatns-
rennibrautagarð og tívolí. Hvert er uppá-
haldsfagið þitt? Heimilisfræði. Hvað finnst
þér skemmtilegast að gera í skólanum? Við
fórum einu sinni í hvalaskoðun, það var
mjög skemmtilegt. Sáuð þið einhverja hvali?
Já, hrefnu. Hvað gerir þú þegar þú ert ekki í
skólanum? Fer á æfingar eða leik mér úti
eða horfi á sjónvarpið. Hvað ætlar þú að
verða þegar þú verður stór? Annaðhvort
kokkur eða smiður.
Hrefna Svavarsdóttir 12 ára
Hvað finnst þér skemmtilegast við að búa í
Reykjavík? Það er gaman að geta valið um
hvaða sundlaugar maður vill fara í og fara á
kaffihús og niður í bæ. Er eitthvað sem þú
myndir vilja breyta eða finnst vanta? Kannski
stærri dýragarð með fleiri dýrum. Hvert er
uppáhaldsfagið þitt? Myndmennt, stærðfræði
og íþróttir. Er eitthvað skemmtilegt sem þú
manst eftir að hafa gert með skólanum? Við
fórum á kaffihús síðustu jól. Ertu að æfa eitt-
hvað? Píanó. Hvað langar þig að verða þegar þú
verður stór? Ekki hugmynd.
Stella Bjarkadóttir 12 ára
Hvað finnst þér skemmtilegt við Reykjavík,
skemmtilegt að gera? Íslenski hestur-
inn … mér finnst gaman að geta farið á hest-
bak. Geturðu það í Reykjavík? Já, í Víðidal.
Finnst þér að það þurfi að breyta einhverju eða
bæta? Mér finnst að það megi gera skemmti-
legri söfn og meira sem börnin geta bara farið
ein, ekki í fylgd með fullorðnum. Hvert er
uppáhaldsfagið þitt? Stærðfræði og heim-
ilisfræði. Hefurðu gert eitthvað skemmtilegt
með skólanum sem þú manst eftir? Reykir.
Hvað gerðuð þið þar? Fórum í fjöruna og fór-
um í Bjarnarborg og fórum á byggðasafn og
alls konar. Hvað langar þig að verða þegar þú
verður stór? Mig langar að verða hestabóndi
og hestaræktandi.
Jón Hákon Garðarsson 11 ára
Hvað finnst þér skemmtilegt að gera í
Reykjavík eða skemmtilegast við að búa í
Reykjavík? Mér finnst gaman að fara á æf-
ingar. Hvað finnst þér vanta, hverju myndir
þú vilja breyta? Ég væri alveg til í að það
væri tívolí og eitthvað skemmtilegt. Hvert
er uppáhaldsfagið þitt? Íþróttir. Ertu að æfa
eitthvað? Já, fótbolta og skíði og parkour.
Með hvaða félagi? Fylki. Hvað er skemmti-
legast að gera með skólanum? Við förum í
vettvangsferðir. Fórum áðan á tónleika.
Hvaða tónleika? Með Skálmöld. Svona
þungarokkstónleika. Ég bjóst ekki við því.
Hvernig var? Það var bara fínt. Hvað langar
þig að verða þegar þú verður stór? Atvinnu-
maður í einhverri íþrótt.
Haukur Ingi Steindórsson 11 ára
Hvað finnst þér skemmtilegast að gera í Reykja-
vík? Mér finnst gaman að æfa íþróttir, fara á
æfingar. Hjá hvaða félagi ertu að æfa? Fylki.
Hvað ertu að æfa? Handbolta, fótbolta og
parkour. Hvert er uppáhaldsfagið þitt? Mynd-
mennt. Er eitthvað sérstaklega skemmtilegt sem
þið hafið gert í skólanum sem þú manst eftir? Já,
fara á tónleikana. [Með Skálmöld] Hvað ætlar
þú að verða þegar þú verður stór? Mig langar að
verða atvinnumaður í handbolta eða fótbolta.
Skannaðu kóðann til að
horfa á viðtöl við krakkana
í Ártúnsskóla.