Morgunblaðið - 30.11.2013, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 30.11.2013, Blaðsíða 43
43 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. NÓVEMBER 2013 – Ertu forsöngvarinn í hópn- um? „Það halda það að minnsta kosti margir,“ segir Edda og hlær. „En það heyrist vel í mér. Ég var svo heppin að fá góða rödd. Móðir mín hafði yndislega sópranrödd og bróðir minn, Engilbert, söng með Hljómum í ansi mörg ár.“ Vínsala á Hrafnistu Á síðasta ári var mikið rætt um vínsölu á dvalarheimilum. Breytingar stóðu yfir á matsal Hrafnistu í Reykjavík en til stóð að breyta salnum í kaffihús fyrir íbúa og gesti þeirra. Hrafnista sótti um leyfi til vínsölu og var það harðlega gagnrýnt, meðal annars af formanni Lands- sambands eldri borgara og for- manni SÁÁ. Hrafnista fékk þó leyfið að lokum og var kaffihúsið, sem nefnist Skálafell, formlega opnað í septembermánuði á síð- asta ári. Edda segist ekki hafa skilið þá umræðu að íbúarnir gætu ekki farið með vín. „Við erum sjálf- stætt, gamalt fólk og eigum fjöl- skyldur. Við getum látið kaupa handa okkur allt það vín sem við viljum, haft það hjá okkur og drukkið það eins og við kærum okkur um. Svo það breytti engu þegar við allt í einu gátum keypt það á staðnum. Það héldu allir að við yrðum svo sólgin í að kaupa áfengið á barnum en eftir tvo mánuði kom í ljós að sala á bjór og léttvíni hafði numið um tveimur prósentum af heildarsölunni,“ seg- ir hún. „Mér dettur ekki í hug að fullyrða það að enginn fái sér vín, því það væri eitthvað skrítið, en ég get sagt að hér sést ekki vín á nokkurri manneskju.“ Hún bendir einnig á að eftir að kaffihúsið opnaði hafi Hrafnista orðið fjölskylduvænni staður en áður. Nú sé, svo eitt dæmi sé tek- ið, leikhorn til staðar fyrir börnin þar sem þau geta hlaupið um og leikið sér. Það sé mikið notað. „Ég held ég geti fullyrt að íbúar hafa fengið fleiri heimsóknir síðan kaffihúsið var opnað. Nú er allt svo frjálslegt og þægilegt,“ segir Edda. Morgunblaðið/Golli Kaffihús Í september á síðasta ári var nýtt og stórglæsilegt kaffihús opnað.Morgunblaðið/Golli Vatnsveita Reykjavíkur tók til starfa 1909 en neysluvatn Reykvíkinga kemur frá fjórum vatnstökusvæðum í Heiðmörk. „Það eru Gvend- arbrunnarnir og Jaðarsvæði svokallað sem er þarna rétt við Rauðhól- ana. Svo er það svæði sem er kallað Myllulækur og er eiginlega beint austur af Elliðavatninu og ofar er Vatnsendakriki, sem er nýjasta svæðið og þar eru dýpstu holurnar. Þar erum við að taka mesta vatn- ið,“ útskýrir Eiríkur Hjálmarsson, upplýsingafulltrúi Orkuveitu Reykjavíkur. Vatnsnotkun höfuðborgarbúa nam 22,7 milljónum tonna árið 2012, sem gera 62 milljónir lítra á dag. „Fyrir svona áratug var farið í mjög markvissa lekaleit og þá dró verulega úr notkun,“ segir Eiríkur. „En síðan hefur íbúum fjölgað og atvinnustarfsemi aukist, sem hefur auk- ið vatnsnotkunina,“ segir hann en engin hætta sé á vatnsskorti. Til að viðhalda gæðum vatnsins hafa verið settar strangar reglur um vatnsverndarsvæðin, sem eru af þrennum toga. Sjálf brunnsvæðin eru afgirt og þar er umferð mjög takmörkuð og óheimil nema með leyfi OR. Á svokölluðum grannsvæðum, sem liggja næst vatnsból- unum, eru öll umsvif önnur en þau sem tengjast veitustarfseminni mjög takmörkuð en á fjarsvæðunum, t.d. í Bláfjöllum, þurfa aðilar sem hyggja á hvers konar starfsemi að leggja ítarlegar áætlanir fyrir viðkomandi heilbrigðiseftirlit. holmfridur@mbl.is Vatnsból Reykvíkinga Notuðu 22 milljónir tonna af vatni 2012 Ljósmynd/www.mats.is Vatn Strangar reglur gilda um umgengni á vatnsverndarsvæðunum. Hnetusteik með sveppasósu, bökuðu epli, rauðlaukssultu og blönduðu rótargrænmeti. 1.790 kr. Spínatbaka með sætum kartöflum, fetaosti og grilluðu grænmeti. 1.690 kr. Grænmetislasagne með ruccolapestó, hvítlaukssósu, og fersku salati. 1.690 kr. Rauðrófusalat með geitaosti, valhhetum, ruccola, perum, spínati og hindberjavinaigrette. 1.590 kr. Súpersalat með kjúklingi, byggi, qinoa og möndlum. Sætar kartöflur og ferskt grænmeti. 1.790 kr. Kjúklingaréttur dagsins. 1.890 kr. minni / 2.290 kr. stærri Súpa dagsins með brauði og hummus. 1.150 kr. Salat og súpa með brauði og hummus. 1.590 kr. Dásamlegur aðventumatse ðill! Opið til kl. 21 alla virka dag a. Sendum einnig í fyrirtæki Suðurlands braut 12 l Sími: 557-5 880 l kru ska@kruska .is l krusk a.is ....... ....... ....... ....... ....... .......
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.