Morgunblaðið - 30.11.2013, Side 44
44 FRÉTTIRViðskipti Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. NÓVEMBER 2013
Stuttar fréttir ...
● Eir hjúkrunarheimili hefur verið veitt
heimild til að leita nauðasamninga. Í
auglýsingu í Lögbirtingablaðinu kemur
fram að þeir sem telji sig eiga samn-
ingskröfur á félagið skuli lýsa þeim inn-
an fjögurra vikna.
Málefni Eirar hafa mikið verið til um-
fjöllunar síðasta ár, bæði vegna rekst-
urs félagsins og möguleika á að íbúar
muni tapa töluverðum fjármunum.
Nánar á mbl.is
Eir í nauðasamninga
● Verðbólga jókst
á milli mánaða í
nóvember og fór úr
0,7% í október-
mánuði í 0,9% á
evrusvæðinu, sam-
kvæmt Eurostat,
Hagstofu ESB.
Þetta er 0,1 pró-
sentustigi meiri
verðbólga en reiknað hafði verið með,
samkvæmt því sem Bloomberg-
fréttaveitan greindi frá í gær. Spá Blo-
omberg gerði ráð fyrir 0,8% verð-
bólgu.
Þeir liðir sem juku verðbólgu á evru-
svæðinu eru sagðir hafa verið verð-
hækkanir á matvöru, áfengi og tóbaki.
Þetta er tíundi mánuðurinn í röð sem
verðbólga mælist undir 2% verðbólgu-
markmiðum evrópska seðlabankans.
Verðbólga á evrusvæð-
inu 0,9% í nóvember
● RA eignir ehf., dótturfélag VBS fjár-
festingabanka, sem varð gjaldþrota um
mitt ár 2011 skildi eftir sig rúmlega 555
milljóna gjaldþrot. Félagið hélt utan um
eignir á Oddeyrartanga á Akureyri. Í
auglýsingu í Lögbirtingablaðinu kemur
fram að aðeins hafi fengist 0,045%
upp í almennar kröfur, eða 251 þúsund
af 555.788.743 krónum.
Kröfur í búið voru aðallega frá VBS
fjárfestingabanka, en einnig voru aðrir
minni aðilar. Á árunum fyrir hrun voru
uppi hugmyndir um að breyta Oddeyr-
artanga og koma þar upp íbúðabyggð.
555 milljóna gjaldþrot
vegna Oddeyrartanga
Helgi Vífill Júlíusson
helgivifill@mbl.is
Hagnaður fasteignafélagsins Regins, sem skráð er í
Kauphöll og á m.a. Smáralind, var töluvert meiri en
greiningardeildir Arion og IFS reiknuðu með en
nokkuð minni en greiningardeild Íslandsbanka
bjóst við. Afkoman var betri en talið var vegna
matsbreytinga á fjárfestingareignum, sem að sögn
Arion skýrist að miklu leyti af lækkun fjármagns-
kostnaðar í Regin atvinnuhúsnæði og auknum
tekjum. Rekstrarhagnaður (EBITDA) félagsins
var hins var í takt við væntingar greiningardeilda.
Hagnaður Regins, sem var 557 milljónir króna á
þriðja ársfjórðungi, var 127-139% prósentum yfir
spám greiningardeildanna. En greining Íslands-
banka vænti 809 milljóna króna hagnaðar, sam-
kvæmt gögnum sem Morgunblaðið hefur undir
höndum, en hún bjóst við að fjárfestingareignir
myndu hækka um 769 milljónir króna á fjórðungn-
um, en raunin varð 409 milljónir. Arion reiknaði
ekki með matsbreytingum á tímabilinu en IFS
spáði að þær myndu nema 42 milljónum króna.
Umfang Regins hefur vaxið nokkuð milli ára
Umfang Regins hefur vaxið þónokkuð á milli ára.
Leigutekjur félagsins hækkuðu um 33% milli ára og
námu 1.066 milljónum króna í lok fjórðungsins.
„Fjárfestingareignir í lok þriðja ársfjórðungs námu
36,9 milljörðum króna og hafa vaxið um 23% að
verðmæti á rúmu ári – 20% ef litið er framhjá mats-
breytingum,“ segir í nótu frá greiningardeild Arion
banka sem Morgunblaðið hefur undir höndum.
Þar segir að áætlanir Regins hafi gengið nokkuð
vel eftir. „Það er mjög mikilvægt sérstaklega þegar
félag hefur færst jafn mikið í fang og Reginn með
sínum ytri vexti,“ segir í nótunni.
Að sögn greiningardeildarinnar má á næsta
fjórðungi eiga von á áhrifum af hinu nýkeypta fast-
eignafélagi Vist, sem á húsnæði t.d. í Ármúla, á Eg-
ilsstöðum og Ísafirði, og kaupum á húsnæði sem oft
er kennt við Reykjavíkurapótek í reikningum fé-
lagsins. Í byrjun næsta árs verður fasteignafélagið
Klasi, sem meðal annars leigir Árvakri og Voda-
fone, væntanlega hluti af Regin.
Ekki náðist í Helga S. Gunnarsson, forstjóra
Regins, við vinnslu fréttarinnar.
Hagnaður Regins vel yfir
spám greiningardeilda
Morgunblaðið/Ernir
Smáralind Fasteignafélagið Reginn á Smáralind.
Hagnaður Regins á fjórðungnum var 127-139%
yfir spám greiningardeilda Arion og IFS.
Matsbreytingar á eign-
um skipta þar sköpum
Færist nær markmiði
» Eignasamsetning Regins eftir kaup á Klasa
færist nær markmiðum Regins.
» Hlutfall verslunarhúsnæðis í eignasafni fé-
lagsins mun nema rúmum 40% og hefur
lækkað um 14% á rúmu ári. Markmið er að
hlutfallið sé 30-35%.
» Stærsti núverandi leigutaki Klasa fasteigna
er Vodafone með um 26% af leigutekjum. Í
sameinuðu félagi munu leigutekjur Vodafone
nema um 4-5% af leigutekjum Regins.
» Ávöxtunarkrafan (e. yield) við kaup á Klasa
er 7% brúttó.
Ísland er meðal
þeirra ríkja sem
hafa samþykkt að
veita upplýsingar
um bankareikn-
inga Breta en alls
hafa bresk
stjórnvöld gert
slíka samninga
við 37 ríki en
þetta er liður í
baráttunni við skattaundanskot.
Á vef Telegraph er fjallað um
samningana en í gær var tilkynnt
um samkomulag við Lúxemborg,
Liechtenstein, Kólumbíu, Grikk-
land, Ísland og Möltu.
Telegraph hefur eftir fjár-
málaráðherra Bretlands, George
Osborne, að ríkisstjórnin sé með
þessu að auka gegnsæi og upplýs-
ingaflæði líkt og er á stefnuskrá átta
helstu iðnríkja heims.
Upplýsa um
bankareikn-
inga Breta
Bretar hafa gert
samning við 37 ríki
George Osborne
Fyrstu tíu mánuðina 2013 voru
fluttar út vörur fyrir 508,9 millj-
arða króna en inn fyrir 457,6 millj-
arða króna fob (493,6 milljarða
króna cif). Afgangur var því á vöru-
skiptum við útlönd sem nam 51,3
milljörðum króna, reiknað á fob-
verðmæti, en á sama tíma árið áður
voru þau hagstæð um 64,1 milljarð
á gengi hvors árs. Vöruskiptajöfn-
uðurinn var því 12,8 milljörðum
króna lakari en á sama tíma árið
áður, segir í frétt á vef Hagstofu Ís-
lands.
Í októbermánuði voru fluttar út
vörur fyrir 55,0 milljarða króna og
inn fyrir 47,9 milljarða króna fob
(51,8 milljarða króna cif). Vöru-
skiptin í október, reiknuð á fob-
verðmæti, voru því hagstæð um 7,1
milljarð króna. Í október 2012 voru
vöruskiptin hagstæð um 15,1 millj-
arð króna á gengi hvors árs.
Fyrstu tíu mánuði ársins 2013
var verðmæti vöruútflutnings 24
milljarðar eða 4,5% lægra á gengi
hvors árs en á sama tíma árið áður.
Iðnaðarvörur voru 51,4% alls út-
flutnings og var útflutningur þeirra
5,3% minni en á sama tíma árið áð-
ur. Sjávarafurðir voru 44,5% alls
útflutnings og var verðmæti þeirra
1,0% lægra en á sama tíma árið áð-
ur.
Afgangurinn minnk-
ar um 12,8 milljarða
Afgangur Fyrstu tíu mánuðina 2013 voru fluttar út vörur frá Íslandi fyrir
508,9 milljarða króna en inn til landsins fyrir 457,6 milljarða króna.
Morgunblaðið/ÞÖK
Eitt þúsund Innova-hugbúnaðar-
kerfi Marel hafa verið seld. Sala
kerfanna hefur aukist jafnt og þétt
frá árinu 2008 þegar Innova var
kynnt til sögunnar og nú er svo
komið að eitt eða fleiri kerfi eru
seld og sett upp á hverjum virkum
degi, samkvæmt því sem fram kem-
ur í fréttatilkynningu frá Marel.
„Innova er hugbúnaður Marel
sem hjálpar matvælaframleiðendum
að hámarka verðmæti og nýtingu
hráefnisins í gegnum allt vinnslu-
ferlið, allt frá því að tekið er á móti
hráefninu og til vöruafhendingar.
Innova-hugbúnaðurinn getur verið
allt í senn, upplýsinga-, pöntunar-,
stýri- og samhæfingarhugbúnaður
sem gerir alla vinnslu skilvirkari
auk þess sem rekjanleiki er tryggð-
ur jafnt í stórum sem litlum fram-
leiðslufyrirtækjum.
Margir af helstu matvælafram-
leiðendum hér á landi hafa sett upp
Innova-kerfi í vinnslum sínum og
hefur reynslan af þeim verið mjög
góð,“ segir í tilkynningu.
Þar kemur jafnframt fram að
margir af stærstu matvælaframleið-
endum í heimi í kjöti, fiski, kjúklingi
og fullvinnslu nota Innova-hugbún-
aðinn. Þá hafi Marel gert samkomu-
lag um afhendingu á Innova-kerfi til
að tryggja rekjanleika í gegnum öll
sláturhús í Úrúgvæ. Í Bretlandi séu
gæðaupplýsingar um dýr, sem hef-
ur verið slátrað í Bretlandi skráðar
í miðlægu Innova-kerfi.
Fram kemur í tilkynningu að
Innova er fimmta kynslóð kerfis-
hugbúnaðar sem þróaður er af Mar-
el.
Marel hefur selt þúsund
Innova-hugbúnaðarkerfi
Innova Einhamar Seafood í Grinda-
vík notar Innova-hugbúnað.
Salan aukist og eitt eða fleiri kerfi seld hvern virkan dag
!"# $% " &'( )* '$*
++,-.
+,/-00
++1-00
1+-231
+,-/.3
+4-+44
+.+-24
+-+030
+4.
+01-13
++,-34
+,3-+.
++1-,,
1+-4+0
+,-/,1
+4-1/+
+.1-+3
+-+0,
+4.-33
+01-2
1+0-.1.,
++,-40
+,3-0
++.-.1
1+-44
+,-3/,
+4-1,/
+.1-31
+-+21/
+4/-+
+0.-+3
Skannaðu kóð-
ann til að sjá
gengið eins og
það er núna á
● Útflutningur þjónustu á þriðja árs-
fjórðungi 2013 var, samkvæmt bráða-
birgðatölum, 141,3 milljarðar en inn-
flutningur á þjónustu 95,2 milljarðar
króna. Þjónustujöfnuður við útlönd var
því jákvæður um 46 milljarða á þriðja
ársfjórðungi en var jákvæður um 35
milljarða á sama tíma 2012 á gengi
hvors árs. Þetta kemur fram í frétt Hag-
stofu Íslands.
Samgöngur eru stærsti þjónustuliður
í útflutningi og afgangur vegna þeirrar
þjónustu var 32,8 milljarðar. Önnur
þjónusta er stærsti liður í innflutningi
og nam halli á þeirri þjónustu 12,1 millj-
arði. Afgangur á ferðaþjónustu var 25,3
milljarðar.
Þjónustujöfnuður já-
kvæður um 46 milljarða