Morgunblaðið - 30.11.2013, Side 46
46 FRÉTTIRErlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. NÓVEMBER 2013
Bogi Þór Arason
bogi@mbl.is
„Það er ekki hægt að gleyma þessu.
Það er eins og einhver sé að stinga
mig með hníf þegar ég rifja þetta
upp,“ segir fimmtán ára piltur,
Taha, sem sá sjö lík nálægt heimili
sínu í Sýrlandi áður en hann flúði
þaðan vegna stríðsins í landinu.
Taha er á meðal 80 barna sem rann-
sóknarmenn á vegum Flóttamanna-
fulltrúa Sameinuðu þjóðanna
(UNHCR) ræddu við í flótta-
mannabúðum í Jórdaníu og
Líbanon.
Í 60 síðna skýrslu, sem flótta-
mannastofnunin birti í gær, kemur
m.a. fram að börn eru um helmingur
allra sýrlensku flóttamannanna í
grannríkjum Sýrlands. Flótta-
mannastofnunin hefur skráð alls um
2,2 milljónir Sýrlendinga, sem hafa
flúið heimaland sitt, en grannríkin
áætla að flóttamennirnir séu enn
fleiri, eða um þrjár milljónir. Áætlað
er því að um 1,1 til 1,5 milljónir
barna séu á meðal flóttafólksins.
Í nýju skýrslunni er varpað ljósi á
ömurlegar aðstæður barnanna sem
mörg hver eru í sundruðum fjöl-
skyldum. Fram kemur að meira en
70.000 fjölskyldnanna í flótta-
mannabúðunum eru án föður og
fleiri en 3.700 barnanna hafa misst
eða orðið viðskila við báða foreldra
sína. Flest barnanna fá enga mennt-
un og mörg þeirra eru helsta fyrir-
vinna fjölskyldu sinnar.
„Ef við bregðumst ekki fljótt við
þessu verður heil kynslóð saklausra
barna varanlegt fórnarlamb þess-
arar hörmulegu styrjaldar,“ hefur
fréttaveitan AFP eftir António Gu-
terres, flóttamannafulltrúa Samein-
uðu þjóðanna.
„Heimsbyggðin þarf að grípa til
aðgerða strax til að bjarga kynslóð
einangraðra, angistarfullra og
þjáðra barna frá hörmulegri ógæfu,“
hefur fréttavefur CNN-sjónvarpsins
eftir Angelinu Jolie, sérlegum sendi-
herra flóttamannastofnunarinnar.
Af um 1,1 milljón barna, sem eru á
skrám Sameinuðu þjóðanna, eru um
385.000 í Líbanon, 294.300 í Tyrk-
landi og rúm 291.000 í Jórdaníu. Í
Líbanon eru sýrlensku börnin fleiri
en öll líbönsk börn í ríkisskólum
landsins. Um 80% sýrlensku
barnanna í Líbanon ganga ekki í
skóla. Áætlað er að allt að 300.000
sýrlensk börn í grannríkjunum
gangi ekki í skóla, að því er fram
kemur á fréttavef breska ríkis-
útvarpins.
Fær 500 krónur fyrir
tólf tíma vinnu
Embættismenn flóttamannastofn-
unarinnar hafa áhyggjur af því að
mörg sýrlensk börn séu notuð í ólög-
legri atvinnustarfsemi í grann-
ríkjum Sýrlands, einkum í Jórdaníu
og Líbanon. Þar sem tugir þúsunda
flóttabarnanna eru án feðra sinna
eru mörg þeirra helsta fyrirvinna
fjölskyldunnar. Algengt er að börn
séu ráðin í illa launuð störf í Líbanon
og Jórdaníu þótt slík barnavinna sé
bönnuð í löndunum. Þessi lúsarlaun
eru oft einu tekjur fjölskyldnanna.
Í skýrslu, sem Sameinuðu þjóð-
irnar birtu í mars, er áætlað að tí-
unda hvert sýrlenskt barn í grann-
ríkjum Sýrlands hafi fengið vinnu og
allt að 50% barnanna á sumum
svæðum. Sum þeirra eru aðeins sjö
ára að aldri.
Samir, þrettán ára piltur, gekk í
skóla í Sýrlandi áður en fjölskylda
hans flúði til borgarinnar Irbid í
Jórdaníu. Faðir hans beið bana þeg-
ar sprengju var varpað á hús fjöl-
skyldunnar í sýrlensku borginni
Homs og móðir hans lamaðist.
Móðirin ákvað að gifta fimmtán ára
dóttur sína fimmtugum Sýrlendingi
og taldi það nauðsynlegt til að hún
gæti notið verndar eiginmanns.
Samir vinnur sex daga vikunnar
við þjónustustörf í biljarðsal. Fyrir
tólf klukkustunda vakt fær hann um
fjóra dollara, jafnvirði tæpra 500
króna, að því er fram kemur á vef
breska dagblaðsins The Guardian.
„Ég afgreiði kaffi og te og hreinsa
borðin milli klukkan sex á kvöldin til
fimm á morgnana. Ég fæ ekki neitt
hlé en ef það er rólegt get ég sest
niður,“ hefur blaðið eftir honum.
Mörg barnanna hafa sýnt merki
um að þau hafi orðið fyrir alvarlegu
áfalli, sem geti valdið þeim varan-
legu sálrænu tjóni, vegna hryllings-
ins sem þau hafa upplifað í stríðinu,
að sögn Volkers Türk, sem stjórnar
alþjóðlegu hjálparstarfi flótta-
mannastofnunarinnar.
„Fólk veður blóð upp að hnjám í
Sýrlandi,“ sagði sautján ára piltur
sem lýsti stríðshörmungunum. Eitt
af hverjum þremur sýrlensku
barnanna hefur sætt einhvers konar
ofbeldi, t.a.m. orðið fyrir barsmíðum
eða lent í skotárás. Þrjú af hverjum
fjórum barnanna hafa misst a.m.k.
einn náinn vin eða ættingja í átök-
unum.
Mörg sýrlensk börn í sárri neyð
Mörg barnanna eru helsta fyrirvinna fjölskyldu sinnar í búðum flóttafólks frá Sýrlandi
Flest barnanna ganga ekki í skóla Mörg fá lúsarlaun fyrir ólöglega barnavinnu
EPA
Vilja berjast Sýrlensk börn leika sér að plastbyssum í flóttamannabúðum í þorpi nálægt borginni Sídon í Líbanon.
Margir piltanna í flóttamannabúðunum eru reiðir og segjast vilja fara aftur til Sýrlands í því skyni að berjast.
Milljónir barna á flótta
» Auk allt að þriggja milljóna
flóttamanna í grannríkjunum
hafa um 6,5 milljónir Sýrlend-
inga þurft að flýja heimkynni
sín vegna stríðsins og dvelja
enn í Sýrlandi. Þar af er um
helmingurinn börn.
» Talið er að meira en 120.000
manns hafi beðið bana í stríð-
inu í Sýrlandi frá mars 2011,
þar af minnst 11.000 börn, að
sögn samtaka sem safna upp-
lýsingum um mannfallið.
EPA
Á flótta Sýrlenskt barn þvær sér í
flóttamannabúðum í Líbanon.
Vaxandi óánægju og stríðsþreytu er farið að gæta meðal uppreisnar-
manna eftir meira en tveggja og hálfs árs átök í Sýrlandi, að sögn blaða-
manna The New York Times sem hafa rætt við sýrlenska uppreisnarmenn.
Óánægjuna má meðal annars rekja til aukinna áhrifa íslamista meðal
uppreisnarmannanna, sumir kvarta yfir spillingu meðal þeirra sem
stjórna uppreisninni og aðrir hafa einfaldlega fengið nóg af stríðinu. Blað-
ið nefnir sem dæmi 33 ára mann, sem flúði frá Damaskus eftir að hafa
verið pyntaður og misst vinnu í banka í höfuðborginni. Hann segist nú
hafa snúið baki við uppreisnarmönnunum og sjá eftir því að hafa tekið
þátt í uppreisninni. Þrítugur uppreisnarmaður í borginni Homs kveðst
hafa lagt niður vopn, sem hann hafði keypt fyrir peninga sem eiginkona
hans fékk þegar hún seldi skartgripi sína til að hann gæti tekið þátt í upp-
reisninni. Margir aðrir uppreisnarmenn láta þó engan bilbug á sér finna.
Vaxandi óánægja og þreyta
ÓEINING MEÐAL SÝRLENSKRA UPPREISNARMANNA
100 km
M
IÐ
JA
R
Ð
A
R
H
A
F Raqah
Palmyra
Daraa
DAMASKUS
Homs
ÍS
R
A
E
L
Svæði á valdi stjórnarinnar
Svæði uppreisnarmanna
Yfirráðasvæði Kúrda
Átakasvæði
Landamærastöð á
valdi uppreisnarliðs
Strjálbýl
eyðimerkursvæði
Hama
Aleppo
Hasakah
Deir Ezzor
SÝRLAND
Qamishli
Idlib
Baniyas
TYRKLAND
ÍRAK
JÓRDANÍA
LÍ
BA
N
O
N
Nethyl 2 110 Reykjavík Sími 568 1245
Sérfræðingar í
líkamstjónarétti
Veitum fría ráðgjöf
fyrir tjónþola
Pantaðu tíma: fyrirspurnir@skadi.is
www.skadi.is
Þ. Skorri
Steingrímsson,
Héraðsdóms-
lögmaður
Steingrímur
Þormóðsson,
Hæstaréttar-
lögmaður