Morgunblaðið - 30.11.2013, Qupperneq 48

Morgunblaðið - 30.11.2013, Qupperneq 48
48 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. NÓVEMBER 2013 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Talsverðbjartsýniog trú á framtíðina ein- kennir viðhorf forystumanna í at- vinnulífi og sveitarstjórnum um land allt samkvæmt könn- un sem Morgunblaðið gerði í haust og greint er frá í blað- inu í dag. Könnunin var liður í 100 daga hringferð um landið sem farin var í tilefni af aldar- afmæli blaðsins. Þetta er ánægjuleg niður- staða og gott veganesti fyrir stjórnvöld sem nú standa frammi fyrir því að ljúka hin- um stóru verkefnum sem biðu þeirra og hefja uppbyggingu til bættra lífskjara og nýrrar framfarasóknar þjóðarinnar. Engum sem kynnir sér nið- urstöður könnunarinnar blandast hugur um að þessi bjartsýni byggist ekki á óraunsæi og óskhyggju. Þátt- takendur vita vel um hvað þeir eru að tala og gera sér fulla grein fyrir vandamálum sem til staðar eru. Þeir vita að mörg þeirra eru ekki auð- leyst. Við sum þeirra verður að búa til lengri tíma. Engu að síður telja þátttakendur að tækifærin til að efla atvinnu- lífið og bæta lífskjörin séu fjölmörg. Við erum svo heppin að hér á landi skortir hvorki nátt- úruauðlindir né mannauð. Öllu skiptir að menn átti sig á því hver tækifærin eru og hvar, greini þau og skoði af þekkingu og yfirvegun og finni síðan leiðir til að nýta þau. Slíkt gerist ekki nema með samstilltu átaki um land allt og þátttöku stjórnvalda. Þau hljóta að hlusta á raddir fólksins og bregðast við ábendingunum. Áberandi í könnuninni eru áhyggjur manna um land allt af einhæfu atvinnulífi og skorti á störfum fyrir fólk með sérhæfða og tæknilega menntun. Sú staða hefur áhrif á búsetuval fólks, aðflutning og brottflutning. Áhugaverð- ar eru hugmyndir um að stærri fyrirtæki marki sér menntastefnu til að takast á við þetta vandamál. Það vekur nokkra athygli hve mikið er kvartað yfir því að ákvarðanir stjórnvalda séu teknar í litlu samráði við fólk- ið í landinu og þá sem hags- muna eiga að gæta hverju sinni. Niðurskurður í velferð- armálum verður enn harka- legri ef ákvarðanir á því sviði eru teknar án þekkingar á að- stæðum á hverjum stað eins og fullyrt er að gerst hafi. Krafan um samráð og tillits- semi er sjálfsögð og eðlileg. Stjórn- málamenn og stjórnsýsla verða að vanda vinnu- brögð sín. Viðmið- unin á að vera landið allt og landsmenn allir, en ekki bara Reykjavík eins og stundum virðist vera. Það vekur líka athygli hve margir nefna óvissu um fram- tíðina sem eitt stærsta vanda- málið. Bent er á að frá stjórn- völdum séu stöðugt að koma hugmyndir og tillögur sem enginn viti hvort eða hvenær verði að veruleika, en geti haft gífurleg áhrif á einstök byggðarlög og svæði ef fram- kvæmd verða. Í þessu sam- bandi er óvissan um rekstr- argrundvöll sjávarútvegsins mörgum ofarlega í huga, sem þarf ekki að koma á óvart þegar litið er til þess að hann var helsti skotspónn síðustu ríkisstjórnar. Undir þetta falla einnig stöðugar umræð- ur án niðurstöðu um hagræð- ingu í mennta- og heilbrigð- iskerfinu, svo sem með sameiningu stofnana. Könnunin sýnir að þjóðin metur mikils þá miklu upp- byggingu sem orðið hefur í mennta- og menningarmálum um land allt á síðustu árum. Náin tengsl eru á milli öfl- ugra skóla og öflugs atvinnu- lífs eins og rektor Háskólans í Reykjavík benti á hér í blaðinu í gær. Kröftugt menningarlíf nærir síðan mannlífið og skapar lífsfyll- ingu sem allir þurfa á að halda. Sú var tíð að mörgum virt- ist meiri bjartsýni um fram- tíðina og sóknarhugur á höf- uðborgarsvæðinu en úti á landi. Hafi svo verið er staðan breytt, því raddirnar af lands- byggðinni benda til þess að vitundarvakning hafi orðið um þau lífsgæði sem fylgja búsetu í minni byggðarlögum. Nefna menn í því sambandi einkum náin tengsl við nátt- úruna, fjölskylduvænt um- hverfi og sterka samfélagsvit- und. Inn í þetta spilar að sjálfsögðu einnig sú innspýt- ing sem fylgt hefur auknum umsvifum ferðaþjónustunnar. Víða úti á landi hefur þetta leitt til þess að líf hefur færst í byggðarlög þar sem doði og samdráttur var áður. Vegna hinna erlendu ferðamanna þarf að hafa opin bankaútibú, póstafgreiðslur og verslanir sem til stóð að loka eða draga saman þjónustu. Þetta er gleðileg þróun. Efling lands- byggðarinnar er þjóðfélaginu öllu til framdráttar. Stjórnvöld eiga að hlusta vel á fólkið í landinu} Fjölmörg tækifæri H inn 22. nóvember skrifuðu Ingi- björg Gunnarsdóttir prófessor og Bryndís Eva Birgisdóttir, dósent í næringarfræði við Há- skóla Íslands, grein í Morg- unblaðið undir fyrirsögninni: „ÁTVR verður GÁTVR.“ Inntak greinarinnar var í stuttu máli þetta: Sykraðir gosdrykkir eru slæmir og nauðsyn- legt að takmarka aðgengi að þeim, sérstaklega aðgengi barna. Þær benda á að ekki hafi tekist að nota skattkerfið til að letja fólk til að kaupa gosdrykki. Hvað er þá til ráða? Jú, banna þá. Eða svo gott sem. Þannig ætti Áfengis- og tóbaks- verslun ríkisins að fá einkaleyfi til að selja gos- drykki og verða Gos-, áfengis- og tóbaks- verslun ríkisins, GÁTVR. Með því móti væri tryggt að gosdrykkir yrðu ekki aðgengilegir yngra fólki en 18 ára gömlu. Ég ætla ekki að þræta við greinarhöf- unda þegar þær segja að sykraðir gosdrykkir í óhófi séu engum hollir. Heil kynslóð illa tenntra sykursjúkra offitusjúklinga væri ekki á þessa þjóð bætandi. Hvað sem því líður virðist heldur róttækt að vilja takmarka aðgengi að sykur- glundrinu með þeim hætti sem lagt er til, sérstaklega þeg- ar þjóðfélagsáttavitinn stefnir frekar í átt til aukins frjáls- ræðis. Þannig gæti GÁTVR fljótlega staðið uppi sem GVR, þar sem áfengi verður vonandi jafnaðgengilegt full- orðnu fólki og gosdrykkir eru nú. Í því samhengi má draga fram að undanfarin ár virðist sem „menning“ hafi skapast í kringum áfengisdrykkju – þar sem fólk áður kepptist við að blanda sem skást bjórlíki er nú að finna tugi nýrra bjóra, sem sumir hverjir hafa unnið til verðlauna í keppn- um erlendis. Þetta gerðist ekki fyrr en kynslóð bjórdrykkjufólks, sem þykir ekkert óeðlilegt við að drekka bjór eða tvo fimm daga vik- unnar, frekar en að sturta í sig á annan tug í vikulokin, óx úr grasi. Fram að því var aðgengi að ölinu eitthvað það versta sem þekktist í hin- um vestræna heimi. En hvað er þá til ráða? Börn gera enn það sem fyrir þeim er haft. Að- gengi barna að sykruðum gosdrykkjum ræðst fyrstu árin fyrst og fremst af aðgengi þeirra að þeim á heimilinu. Ábyrgðin er og verður því miður helst foreldra. Rétt eins og útbreiðsla tóbaksreykinga á árum áður, þegar ljósmóð- irin drap varla í meðan hún tók á móti barni. Í dag eiga reykingamenn undir högg að sækja og saumað að þeim hvarvetna, hvort sem er á vinnustöðum, í skólum eða á barnum. Aðgengi hefur lítið breyst. Eins og tóbaksreyk- ingar foreldra eru til þess fallnar að stuðla að reykingum barna eru slæmar matarvenjur líklegar til að fylgja börn- um af heimilum. Með aukinni meðvitund um þann skaða sem kann að hljótast af ofneyslu gosdrykkja eru allar líkur á að úr henni dragi. Séu greinarhöfundar hins vegar gall- harðir í sinni afstöðu má ræða hvort við gætum samið um að færa G-ið til ríkisins en Á-ið í matvöruverslanir í stað- inn. gunnardofri@mbl.is Gunnar Dofri Ólafsson Pistill Nýlenduvöruverzlun Simma og Bjarna STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Útgefandi: Óskar Magnússon FRÉTTASKÝRING Gunnar Dofri Ólafsson gunnardofri@mbl.is Kostnaður hins opinberavegna svonefndra S-lyfjahefur aukist gríðarlega áundanförnum árum. Þann- ig var kostnaður af lyfjunum rúmir 1,5 milljarðar árið 2003 en ríflega 5,8 milljarðar árið 2012. Á sama tíma jókst kostnaður af almennum lyfjum mun minna, úr 5,6 milljörðum í kring- um 8,8 milljarða. Hlutur S-lyfjanna hefur því aukist mjög mikið í heildarlyfjakostnaði. S- lyfin eru yfirleitt mjög dýr lyf, svo sem ný krabbameins- og gigtarlyf, en reynt hefur verið að hafa hemil á notkun þeirra vegna mikils kostnaðar við þau, án árangurs. Í frumvarpi til fjáraukalaga er til að mynda gert ráð fyrir 485 milljóna króna aukaframlagi vegna S-merktra lyfja. Efasemdir um fjármálastjórn Í frumvarpinu segir einnig að nú- verandi fyrirkomulag á umsýslu S- merktra lyfja hafi verið í gildi frá árinu 2009, en við 2. umræðu fjárlaga þess árs hafi verið ákveðið að færa fjárheimildir vegna S-merktra lyfja frá Landspítalanum og Sjúkrahúsinu á Akureyri yfir á fjárlagalið Sjúkra- trygginga Íslands. Samhliða því var gert samkomulag milli Sjúkratrygg- inga og sjúkrahúsanna um umsýslu á greiðslu kostnaðar og um kostnaðar- nefnd um kostnaðargrunn S-merktra lyfja. Í því er einnig kveðið á um skil- yrði fyrir upptöku nýrra S-merktra lyfja. Meðal skilyrða er að lyfið hafi markaðsleyfi og verið tekið í notkun í tilteknum viðmiðunarlöndum. Loks segir í frumvarpinu: „Telja verður mikið álitamál hvort þessar breyt- ingar á fyrirkomulagi fjármálastjórn- arinnar sem gerðar voru í lok árs 2008 hafi gefið góða raun þar sem á undan- förnum árum hefur ítrekað þurft að bæta við fjárheimildum í fjár- aukalögum vegna þessa liðar.“ Fjármagn ekki ótakmarkað Ljóst er að áhyggjur af miklum kostnaði vegna S-merktra lyfja eru ekki nýjar af nálinni. Í 4. tölublaði Læknablaðsins frá árinu 2007 ritaði Sigurður Böðvarsson grein um notk- un S-merktra lyfja á sjúkrahúsum. Sigurður segir í grein sinni að „[e]ins og flestir vita er það fjármagn sem til ráðstöfunar er innan heilbrigðiskerf- isins ekki ótakmarkað. Því er mikil- vægt að því fjármagni sem til skipt- anna er sé varið að vel íhuguðu máli og þannig að sem mest fáist fyrir hverja krónu. Hér þarf að fara saman læknisfræðileg og rekstrarleg skyn- semi. Hvað lyf varðar þá verða þau sí- fellt árangursríkari og jafnframt dýr- ari. Ég tel eðlilegt að gerðar séu ákveðnar kröfur til nýrra lyfja og að þau verði að hafa sannanlega virkni í tilteknum sjúkdómum og jafnframt að kostnaður við þau sé innan þeirra marka sem ásættanleg eru fyrir þjóð- félagið.“ Stefnt að breytingu S-merkinga Breytingar á flokkun S-merktra lyfja hafa staðið til um nokkurt skeið. Í frétt sem birtist í desember í fyrra á vefsíðu Lyfjastofnunar segir að stofn- unin hafi til skoðunar að afnema S- merkingar allra lyfja sem þekkt er að eru notuð utan sjúkrahúsa, sem og lyfja sem nú er ekki talin sérstök ástæða til að binda við sjúkrahús Á vef lyfjagreiðslunefndar birtist hins vegar í apríl síðastliðnum frétt þess efnis að afnámi S-merkinga lyfja yrði frestað. Þar sagði meðal annars: „Lyfjagreiðslunefnd lítur nú svo á að framkvæmd á afnámi S-merkingar lyfja sé frestað þar til annað er ákveð- ið.“ Því má gera ráð fyrir að bið verði á þessum breytingum, sem gæti haft í för með sér að kostnaður ríkissjóðs mun halda áfram að hækka. Verður að forgangs- raða í lyfjamálum Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson Lyfjakostnaður S-merkt lyf kosta ríkissjóð hærri fjárhæðir ár eftir ár og hefur kostnaður af þeim hækkað mun meira en af öðrum lyfjum. Ólafur Adolfsson segir skil- greiningu á S-merktum lyfjum ekki bundna við sjúkrahús eins og segir í reglugerð sem tók gildi árið 2001. Sum þeirra séu vissulega eingöngu til notkunar á sjúkrahúsum. „S-merkt lyf í dag eru ýmist leyfisskyld eða ekki,“ segir hann. Leyfisskyldu lyfin eru að hans sögn mjög dýr lyf og eru leyfisskyld í þeim skilningi að fyrir þarf að liggja notkunarleyfi á lyfinu fyrir til- tekinn sjúkling í tiltekinn tíma. Hinn hlutinn er lyf sem læknir getur ávísað og eru afgreidd í apóteki. Ekki bara sjúkrahúslyf S-MERKT LYF S-merkingar Lyf með S-merkingu eru ekki lengur bara sjúkrahúslyf.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.