Morgunblaðið - 30.11.2013, Síða 52

Morgunblaðið - 30.11.2013, Síða 52
52 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. NÓVEMBER 2013 Hamraborg 9 | sími 564 1451 | www.modurast.is | opið 10-18 virka daga og 12-16 laugardaga INNISKÓR á stráka og stelpu r Það var ekki sjálf- gefið að Reykvík- ingar, hvað þá heldur öll íslenska þjóðin, tækju að sér að ljúka við byggingu tónlist- arhússins Hörpu í kjölfar bankahrunsins árið 2009. En skyndi- lega stóð þjóð í eft- irhrunslosti frammi fyrir brostnum stór- mennskudraumum útrásarinnar. Útrásarinnar sem tók völdin af tón- listarunnendum sem í áraraðir höfðu nurlað saman fyrir útborgun fyrir nýju tónlistarhúsi. Húsi sem talið var að myndi hæfa þrjú hundruð þúsund manna þjóð. Stór- huga menni eiga sér stóra drauma sem gjarnan kalla á glæsilega um- gjörð. Ekkert skapar glæsilegri bakgrunn en Menning með stórum staf. Kofatildur í Laugardal var aldrei líklegt til að geta uppfyllt þann menningarlega metnað sem útrásarliðið taldi sér hæfa. Því ákvað það að „gefa“ þjóðinni glæsi- höll. Dýrari gjöf hefur þjóðin ekki þegið. Flestir þekkja þá sögu. Ekk- ert var til sparað; nú skyldi byggja stærra og hærra með tilheyrandi margföldun kostnaðar svo tugum prósenta munaði. Harpa þjóð- arinnar reis úr djúpinu og er nú talin meðal sýningargripa á heims- mælikvarða. Þjóðin þumbaðist dálítið við en lagði að endingu blessun sína yfir að varpa byrðunum á börnin sín. Enginn talaði um rekstrarkostnað á þeim tíma. Hann mun þó vera um 1.000 milljónir á ári og hátt í það sama til rekstrar le rai- son d́être, þ.e. Sinfón- íuhljómsveitar Íslands. Margan setti hljóðan við þær upplýsingar, þegar hulunni var svipt af þeirri gríðarlegu upphæð sem ríkið greiðir með hverjum gesti sem sækir sinfóníutónleika. Í fréttum Stöðvar 2 kvöldið 26. nóv- ember var greint frá því að ríkið greiðir 82% kostnaðar tónleika- haldsins. Það er langt umfram það sem eðlilegt getur talist en allt yfir 50% hlýtur að teljast yfirmáta óeðlilegt. Þetta gríðarlega meðlag er einmitt lóðbein afleiðing stór- mennskubrjálæðisins sem gekk hér yfir og gerði kröfu um allt það stærsta og flottasta. Því hefði mátt ætla að hús sem tekur til sín 2.000 milljónir á ári frá skattgreiðendum sýndi smá snefil af auðmýkt gagnvart hinum skattp- índa almúga. Svo er þó ekki. Saga mín hefst fyrir tæpum níu mán- uðum, þegar auglýstir voru tón- leikar, sem ég vildi alls ekki missa af. Von var á einum glæsilegasta pí- anóleikara okkar tíma, Paul Lewis, til að spila í Eldborgarsal Hörpu. Ég íhugaði verð miðans, 4.900 krónur, dagsetningu og staðsetn- ingu. Jú, ég var tilbúin að borga þetta verð, ekki síst vegna þess að í Eldborgarsalnum er fullkomin að- staða til að stjórna hljómburði eða svo er manni sagt, að auki sem áheyrendur eiga val um hvar þeir sitja. Fyrir aðra eins upphæð þáði ég tilboð sem þessum tónleikum fylgdi þótt „aukatónleikarnir“ væru auglýstir í Norðurljósasal hússins, sem klárlega býður ekki upp á kjöraðstæður. Nokkrum dögum fyrir tónleika Paul Lewis uppgötv- aðist að tónleikarnir, sem ég hafði látið mig dreyma um í níu mánuði, höfðu verið fluttir í Norðurljósasal- inn. Ég hafði strax samband við miðasöluna til að láta óánægju mína í ljós. Kvartaði ég undan flutningi viðburðarins í Norðurljósasal, sem dugar jú ágætlega fyrir árshátíðir, jafnvel hnefaleikakeppnir, sem helst líkjast því ástandi sem skap- ast, þegar áheyrendur olnboga sig inn til að fanga ómerkt sætin. Það er ekki óskabyrjun á unaðsstund. Auk fyrrgreindrar athugasemdar óskaði ég ennfremur upplýsinga um auglýsingu í Morgunblaðinu, þar sem almennt verð á tónleikunum var sagt 3.900 krónur en ekki 4.900 eins og Harpa auglýsti. Að endingu óskaði ég upplýsinga um hver stæði fyrir tónleikahaldinu svo hægt væri að koma kvörtunum milliliðalaust til hans. Miðasölustjóri Hörpu sagði húsið enga ábyrgð bera á þessum tilflutningi en bauðst til að gefa mér aukamiða, sem var alls ekki til- gangurinn með kvörtun minni. Einnig bað hann mig að senda sér kvörtunarbréf með tölvupósti, sem ég gerði. Þar sem tónleikarnir eru nú yfir- staðnir og ekkert svar borist við kvörtun minni lýsi ég hér með eftir tónleikahaldaranum. Greinilegt er að aðsókn að tónleikunum var dræm og hefði það átt að opna augu tónleikahaldarans fyrir því að innflutningur á heimsfrægum lista- mönnum, hverra orðspor hefur enn ekki borist til Íslands, kallar á gríð- arlegt kynningarstarf. Annað er ekki boðlegt fyrir listamanninn, því Eldborg er ekki fyllt með bjartsýn- inni einni saman. Hitt sem kom þarna í ljós er að þrátt fyrir allan tilkostnaðinn við Hörpu þá er húsið vanbúið til að taka á stöðu eins og þeirri sem upp kom síðastliðinn þriðjudag. Tillaga mín til tónleikahaldarans sem kom sér í þetta klandur er því sú að kanna næst hvort ekki sé betra að flytja viðburð sem þennan í Salinn í Kópavogi, sé hann laus. Þar er boð- ið upp á aðstöðu fyrir listamenn sem enginn þarf að skammast sín fyrir og áheyrendur geta notið þess til fullnustu sem hugur þeirra stendur til. Þrátt fyrir þau leiðindi sem ég upplifði í sambandi við þennan við- burð vil ég þakka Paul Lewis hetju- lega frammistöðu við illbærilegar aðstæður. Eftir Ragnhildi Kolka Ragnhildur Kolka » Stjórnendum Hörpu gæti verið hollt að brjóta odd af oflæti sínu og leita á náðir Salarins í Kópavogi áður en þeir endurtaka slík mistök Höfundur er nemandi í HÍ. Feilnótur slegnar í Hörpu Í grein Gísla Páls Pálssonar, formanns Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu, „Tugmilljarðar greiddir úr ríkissjóði en engir samningar“, sem birtist í Morg- unblaðinu í gær, 29. nóvember, koma fram rangfærslur sem brýnt er að leiðrétta. Í greininni bendir Gísli á að ekki eru í gildi skriflegir þjónustusamningar við öldr- unarstofnanir þótt þær fái reglu- leg framlög úr ríkissjóði. Óskar höfundur skýringa á því af hverju Ríkisendurskoðun hafi ekki gripið til „viðeigandi ráðstafana“ vegna þessa og sakar stofnunina um „ótrúlega linkind“ í þessum efnum. Af þessu tilefni minnir Ríkisend- urskoðun á opinbera skýrslu sína til Al- þingis um þjónustu- samninga við öldr- unarheimili (maí 2013). Þar vekur Rík- isendurskoðun athygli á og gagnrýnir að ráðuneyti heilbrigð- ismála hafi aðeins gert þjónustusamn- inga við átta af 73 öldrunarheim- ilum þó að framlög ríkissjóðs til þeirra árið 2013 nemi 22,3 ma.kr. Sömuleiðis gagnrýnir stofnunin hve lítið hafi þokast í samn- ingagerð við heimilin undanfarin ár. Loks beinir hún eftirfarandi ábendingu til ráðuneytisins: „Ríkisendurskoðun hvetur vel- ferðarráðuneyti til að gera þjón- ustusamninga við öll öldr- unarheimili til að öðlast betri yfirsýn og bæta stjórnun sína á málaflokknum. Þetta mun m.a. stuðla að meiri jöfnuði og gæðum í þjónustunni notendum til hags- bóta og auðvelda samninga um flutning hennar til sveitarfélaga.“ Samtök fyrirtækja í velferðar- þjónustu fengu drög að þessari skýrslu til umsagnar. Í þessu samhengi ber einnig að vekja athygli á áliti stjórnskip- unar- og eftirlitsnefndar Alþingis frá 31. október sl. vegna umfjöll- unar Ríkisendurskoðunar. Þar segir m.a. svo: „Nefndin áréttar að mikilvægt er að vanda til verka við samn- ingsgerð en bendir jafnframt á að Ríkisendurskoðun hefur ítrekað bent á mikilvægi þess að þjón- ustusamningar liggi fyrir og hvatt ráðuneyti heilbrigðismála til að gera slíka samninga. Nefndin átel- ur að ekki hafi verið fyrr gripið til markvissra aðgerða til að mæta ábendingum stofnunarinnar.“ Það er því alrangt að Ríkisend- urskoðun hafi ekki gert það sem í hennar valdi stendur til að koma samningamálum öldrunarstofnana í betra horf en verið hefur. Í þessu sambandi má raunar benda á að Ríkisendurskoðun starfar á vegum Alþingis og telst hluti af starfsemi þess. Af þessu leiðir að hún er ekki stjórnvald og telst ekki hluti af stjórnsýslu rík- isins. Stofnunin fer því ekki með framkvæmdarvald. Lögbundið hlutverk hennar felst annars veg- ar í eftirliti með fjárreiðum rík- isins og þeirri starfsemi sem rekin er á kostnað ríkissjóðs og hins vegar í stjórnsýsluendurskoðun. Eitt helsta markmið stjórnsýslu- endurskoðunar er að „vekja at- hygli (stjórnvalda) á því sem hún telur að úrskeiðis hafi farið í rekstri og benda þeim á þau atriði sem hún telur að athuga þurfi með tilliti til úrbóta“. Ríkisendurskoðun telur að hún hafi sinnt þessu hlutverki með at- hugasemdum sínum og ábend- ingum um þjónustusamninga öldr- unarheimila. Yfir öðrum úrræðum býr hún ekki lögum samkvæmt. Vegna samskipta Ríkisendurskoð- unar við Samtök fyrirtækja í vel- ferðarþjónustu að undanförnu hlýtur greinarhöfundi að vera full- kunnugt um að stofnunin hefur ekki boðvald gagnvart stjórnvöld- um eða vald til þess að grípa til einhverra sérgreindra aðgerða gagnvart þeim. Eftir Svein Arason » Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu fengu drög að þessari skýrslu til umsagnar. Sveinn Arason Höfundur er ríkisendurskoðandi. Rangfærslur leiðréttar Uppgangur í Gullsmáranum Glæsileg þátttaka var í Gullsmára fimmtudaginn 28 .nóvember. Spilað var á 18 borðum.Úrslit í N/S: Erla Sigurjónsd. – Jóhann Benediktss. 373 Guðlaugur Nielsen – Pétur Antonss. 305 Auðunn Guðmss. – Guðm.Sigursteinss. 292 Jón Bjarnar – Katarínus Jónsson 285 Guðrún Hinriksd. – Haukur Hanness. 271 A/V Gunnar Alexanderss. – Elís Helgason 346 Ernst Backman – Hermann Guðmss. 298 Guðm. Andrésson – Sigfús Jóhannsson 294 Ormarr Snæbjss. – Sturla Snæbjörnss. 287 Guðbjörg Gíslad. – Sigurður Sigurðsson 286 Skor þeirra Erlu og Jóhanns er rétt tæp 71%. Afar góð skor. Mánudaginn kemur 2. desember hefst svo sveitakeppni félagsins og stefnir í metþátttöku (14 sveitir). Hjördís með góða forystu Farið er að síga á seinnihlutann í aðalsveitakeppni Bridsfélags Kópa- vogs. Fimmta kvödið af sjö var spilað síðastliðinn fimmtudag og jók sveit Hjördísar við forskotið með því fá rúm 36 stig af 40 mögulegum en sveit Gulla Bessa fékk 35,66 stig og er komin í þriðja sæti. Staða efstu sveita: Hjördís Sigurjónsdóttir 152,71 Björn Halldórsson 131,64 Guðleugur Bessason 130,65 Hjálmar S Pálsson 119,57 Vinir 111,78 Erla Sigurjónsdóttir 102,29 BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson| norirbrids@mbl.is Móttaka aðsendra greina Morgunblaðið er vettvangur lif- andi umræðu í landinu og birtir aðsendar greinar alla útgáfudaga. Þeir sem vilja senda Morg- unblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Kerfið er auðvelt í notk- un og tryggir öryggi í samskiptum milli starfsfólks Morgunblaðsins og höfunda. Morgunblaðið birtir ekki greinar sem einnig eru send- ar eru á aðra miðla. Að senda grein Kerfið er aðgengilegt undir Morgunblaðslógóinu efst í hægra horni forsíðu mbl.is. Þegar smellt er á lógóið birtist felligluggi þar sem liðurinn "Senda inn grein" er valinn. Í fyrsta skipti sem inn- sendikerfið er notað þarf notand- inn að nýskrá sig inn í kerfið. Ít- arlegar leiðbeiningar fylgja hverju þrepi í skráningarferlinu. Eftir að viðkomandi hefur skráð sig sem notanda í kerfið nóg að slá inn kennitölu notanda og lykilorð til að opna svæðið.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.