Morgunblaðið - 30.11.2013, Qupperneq 56
56 UMRÆÐANBréf til blaðsins
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. NÓVEMBER 2013
Að verða foreldri er sá lífs-
viðburður sem nefndur hefur verið
„eðlileg tilvistarkreppa“. Mörg pör
vita að breytingin yfir í foreldra-
hlutverkið felur ekki aðeins í sér
möguleika og vonir heldur getur
hún einnig boðað tímabil óvissu,
ótta og kvíða. En veltum fyrir okk-
ur hvaða áhrif stjórnmála- og
fræðimenn hafa á líðan foreldra
ungbarna með orðræðu sinni á op-
inberum vettvangi.
Meirihluti foreldra getur ekki
valið um hvort þeir nota þjónustu
dagforeldra eða leikskóla í ljósi
takmarkaðs fjölda leikskólarýma. Í
umræðunni er talað um að bjóða
leikskólavist fyrir öll eins árs börn
og þannig ýjað að því að leggja
þurfi þjónustu dagforeldra af. En
er þessi umræða hjálpleg for-
eldrum ungbarna á tímabili óvissu,
ótta og kvíða?
Í grein Oddnýjar Sturludóttur
borgarfulltrúa á visi.is 20. nóv-
ember 2012 undir yfirskriftinni
Hvenær á að byrja í leikskóla?
kemur fram að borgin hafi greint
áhrif þess að börn hefji leik-
skólagöngu eins árs gömul, í stað
þess að miða við árið sem þau
verða tveggja ára. Niðurstöðurnar
leiddu í ljós; „kostnað upp á 1,2
milljarða án framkvæmdakostnaðar
við nýbyggingar, þörf á fjölgun
starfsfólks um rúmlega 200 manns,
áhrif á dagforeldrakerfið sem
myndi óhjákvæmilega minnka, auk-
in húsnæðisþörf og margt fleira“.
Hér er fyrst og fremst verið að
setja spurningarmerki við hvernig
opinberir aðilar taka þátt í umræðu
í viðkvæmum málaflokki án þess að
ný úrræði séu tilbúin. Í annan stað
set ég spurningarmerki við það að
borgin kollvarpi dagvistunarmálum
ungbarna með miklum tilkostnaði á
sama tíma og engu fjármagni er
varið í forvarnir til að fyrirbyggja
þunganir unglingsstúlkna eða for-
varnir til að fyrirbyggja heimilis-
ofbeldi. UNI-
CEF vakti
athygli á því fyrr
á árinu að ung-
lingsstúlkur hér
á landi eiga ekki
eins mikla mög-
leika á að njóta
unglingsáranna
og unglings-
stúlkur í öllum
löndum Evrópu
nema einu, sökum fjölda ótíma-
bærra þungana. UNICEF vakti
einnig athygli á að á Íslandi eru
engar forvarnir gegn heimilis-
ofbeldi, aðeins viðbrögð við þeim.
Opinber umræða um að leggja
niður dagforeldraþjónustu við nú-
verandi aðstæður er óheppileg, ef
ekki ónærgætin og ófagleg. Óör-
yggi og streita verðandi foreldra og
foreldra ungbarna er aukin og það
eitt og sér getur haft grafalvar-
legar afleiðingar. Foreldrar og dag-
foreldrar „baða“ börn upp úr eigin
líðan og það er hlutverk samfélags-
ins að hjálpa þeim að líða vel og til
þess að geta sinnt sínu hlutverki
sem best þurfa þeir að finna
ánægju með og viðurkenningu fyrir
framlag sitt til samfélagsins.
Hér hef ég velt vöngum yfir því
hvort umræða um að leggja af
þjónustu dagforeldra sé tímabær
þegar foreldrar hafa almennt ekki
val. Því ætti þessi umræða að eiga
sér stað utan kastljóss fjölmiðla
þangað til ljóst er að raunverulegt
val er til staðar. Þannig geta
stjórnmálamenn og fræðimenn sýnt
foreldrum ungbarna nærgætni og
stuðning i þeirra eðlilegu tilvist-
arkreppu.
Undirritaður starfar m.a. við
barnavernd og hefur í þeim til-
gangi staðið að innleiðingu snemm-
tækra forvarnaverkefna í samstarfi
við aðra.
ÓLAFUR GRÉTAR
GUNNARSSON,
fjölskyldu- og hjónaráðgjafi.
Nærgætni og ungbörn
Frá Ólafi Grétari Gunnarssyni
Ólafur Grétar
Gunnarsson
Guðmundur Andri Thorsson rithöf-
undur telur sig hafa þá sjálfsmynd
að vera í millistétt ásamt fólki „upp
til hópa“. (Fréttabl. 25.11.13.) Ef til
vill er erfiðara, að skilgreina milli-
stétt í okkar fámenna unga lýðveldi
en hjá milljóna þjóðum sem í mörg
hundruð ár hafa skipað sér í ótal
stéttir?
Guðmundur Andri virðist skil-
greina millistétt eftir tekjum lang-
skólamenntaðs fólks en ekki störfum
sem „ómenntaður“ almenningur
vinnur, minnist ekki á iðnmenntun,
menntun sjómanna eða menntun
lögreglufólks/slökkviliðs svo eitt-
hvað sé nefnt. Hann segir, „sumir
sjómenn eru á forstjóralaunum“,
veit hann hvernig sjómenn vinna,
veit hann hvað stór hluti af vinnu-
launum þeirra er vegna langs vinnu-
tíma, veit hann hvað þeir vinna
marga mánuði á ári? Er Guðmundur
Andri búinn að gleyma að háskóla-
menntað fólk fær stóran hluta
menntunar sinnar í háskólum hér á
landi sem ríkið heldur uppi, er hann
búinn að gleyma að Nóbelsskáldið
okkar hafði ekki langskólamenntun
en varð ágætlega bjargálna.
Síðan kemur gamla tuggan um
verndun hagsmuna útvegsmanna og
bænda á kostnað almennings engin
skýring hvers vegna? Eru sjávar-
útvegsfyrirtæki og bændur ekki
fyrst og fremst fyrirtæki sem skaffa
gjaldeyri og atvinnu? Það er ef til
vill ekki þjóðhagslegt? Flestar þjóð-
ir er telja sig sjálfstæðar vernda at-
vinnu í eigin landi sérstaklega land-
búnað á öllum sviðum.
Engin trygging er fyrir ódýrari
matvælum þótt innflutningur yrði
frjáls, engin leið inn í ESB næsta
áratug eða lengur vegna efnahags-
ástands hér á
landi. Hvort ESB
verður þá á leið –
eða orðið nýtt
efnahags-
bandalag með
Bandaríkjunum/
Brasilíu/Kanada
gæti orðið raun-
veruleiki?
Ef skilgreina á
millistétt eftir
tekjum má nefna barnafjölskyldur
þar sem bæði hjón hafa um 200 til
400 þús. tekjur pr. mán. samanlagt
og vinna tólf tíma á dag og aðra
hverja helgi til ná endum saman.
Fyrir efnahagshrunið höfðu um-
ræddar fjölskyldur kaupgetu til að
greiða afborganir lána. Eftir hrun
eiga þessar fjölskyldur ekki fyrir
brýnustu þörfum en flestar greiða
þó ennþá af lánum sínum. Barna-
fjölskyldur með umræddar tekjur
geta ekki greitt tannviðgerðir/
tannréttingar, íþróttir, tónlist eða
annað nauðsynlegt fyrir börnin sín
er ríkið greiðir ekki.
Er það réttmætt/siðlegt að há-
skólagengið fólk/listamenn með mun
hærri laun setjist á bak fátækrar al-
þýðu og heimti enn hærri laun sem
ekki er unnt að veita, á að halda
áfram að níðast á fátæku barnafólki
þótt það sé ekki háskólamenntað?
Framangreint fólk ætti að spyrja
sig, „getum við lifað á þeim tekjum
sem við höfum, látið nægja hóflega
launahækkun“? – Ætti það ekki að
spyrja sig í leiðinni, „hvað getum við
gert til að fátækar fjölskyldur geti
séð fyrir börnum sínum með sóma-
samlegum lífsmáta“?
SIGRÍÐUR LAUFEY
EINARSDÓTTIR,
BA-guðfræði/djákni.
Situr vel launað fólk á baki
fátæku fjölskyldufólki?
Frá Sigríði Laufeyju Einarsdóttur
Sigríður Laufey
Einarsdóttir
Þeir farþegar Ice-
landair sem kallast
skiptifarþegar (tran-
sit farþegar) borga
ekki krónu fyrir af-
not af Flugstöð
Leifs Eiríkssonar.
Hinir farþegar fé-
lagsins, svo og ann-
arra flugfélaga, nið-
urgreiða þjónustuna
fyrir skiptifarþeg-
ana. Í fyrra voru skiptifarþegar með
Icelandair 433 þúsund talsins sam-
kvæmt tölum Isavia.
Söguleg hefð er fyrir því að
skiptifarþegar borga ekkert þegar
þeir fara um Keflavíkurflugvöll.
Fyrir mörgum áratugum var þessi
undantekning leidd í lög til að bæta
samkeppnisstöðu Loftleiða í flugi
yfir Norður-Atlantshafið. Síðan þá
hefur kostnaður við þjónustu flug-
stöðvarinnar snarhækkað. Af ein-
hverjum undarlegum ástæðum er
þessi úrelta undanþága þó ennþá í
gildi.
Flugstöðin missir
af 900 milljónum
Sá kostnaður sem aðrir en skipti-
farþegar bera er verulegur. Hver
fullorðinn farþegi borgar 2.640 kr.
til flugstöðvarinnar, auk 600 kr. inn-
ritunargjalds. Börn
borga helmingi minna.
Ef skiptifarþegar hefðu
verið látnir borga sömu
fjárhæð og hinir farþeg-
arnir, án innrit-
unargjalds, þá hefðu
tekjur flugstöðvarinnar
orðið rúmlega 900 millj-
ónum króna hærri.
Að sjálfsögðu eru þessi
fríðindi ekkert annað en
ríkisstyrkur til Ice-
landair, sem er eina flug-
félagið sem notar Kefla-
víkurflugvöll fyrir skiptiflug. Engu
máli skiptir í því samhengi hvort
Icelandair notar ríkisstyrkinn til að
styrkja sig í samkeppni með lægri
fargjöldum, eða stingur honum í
vasann.
Pissað á kostnað annarra
Einhver kynni að spyrja hvort
samkeppnisstaða Icelandair í flugi
yfir Norður-Atlantshafið versnaði
ekki ef skiptifarþegar yrðu krafðir
um eðlilega greiðslu fyrir afnot af
flugstöðinni. Á móti þarf þá að svara
hvort íslenska ríkið eigi að styrkja
flugsamgöngur fyrir fólk sem er
ekki einu sinni á leiðinni til Íslands
– nema til að pissa í flugstöðinni
sem það borgar ekki fyrir.
Einnig má benda á að nú þegar
verðleggur Icelandair fargjöld yfir
hafið eins hátt og markaðurinn leyf-
ir. Annað væri heimska. Sparnaður-
inn af því að þurfa ekki að borga
neitt fyrir afnot skiptifarþega af
flugstöðinni eru því hreinar tekjur
fyrir Icelandair. Þessi ríkisstyrkur
birtist í dágóðum hagnaði félagsins.
Nærtækara en náttúrupassi
Ríkisvaldið áformar að hefja nýja
skattheimtu af ferðamönnum með
sölu á svokölluðum náttúrupassa.
Þetta er arfavitlaus hugmynd, ætt-
uð úr smiðju ráðgjafarfyrirtækis
Icelandair. Miklu einfaldara og
skynsamlegra er að afnema nið-
urgreiðsluna vegna skiptifarþega.
Þannig fengist tæpur milljarður
króna í ríkissjóð á ári. Á næsta ári
gæti þessi fjárhæð orðið enn hærri,
því þá ætlar WOW að hefja sams-
konar flug með skiptifarþega. Þessa
fjármuni má jafnt nota til að borga
kostnað við flugstöðina og til vernd-
ar og viðhalds vinsælla ferða-
mannastaða.
Óþarfur 900 milljóna króna
ríkisstyrkur til Icelandair
Eftir Ólaf
Hauksson » Sparnaðurinn af að
þurfa ekkert að
borga fyrir afnot skipti-
farþega af flugstöðinni
eru hreinar tekjur fyrir
Icelandair.
Ólafur Hauksson
Höfundur er almannatengill.
Ég legg til að stofnað verði fyrirtæki
(gæti kallast SagMed) um fram-
leiðslu á náttúrumeðali úr íslenzkri
furu (Pinus sylvestris) gegn önd-
unar- og meltingarkvillum (gæti
heitið SagSan) en hún inniheldur
örve(i)ruhemjandi efni (Aether-
oleum pini). Framleiðslan er einföld.
Fura í jólatrjáastærð er möluð í
hæfilega fínt duft, fölgrænt að lit,
sem fyllt er á glær vegetabílsk hylki
nr. 1, pakkað í þynnur og seld í
pappaöskjum
með fallegri
mynd af trjánum
í íslenzku um-
hverfi, sem kosta
um 25 dali fyrir
30 hylki. Gera
ætti rannsóknir á
innihaldsefn-
unum, birta þær í
erlendum vís-
indaritum, og láta að því liggja að
þau séu betri en annars staðar vegna
hreinleika landsins og loftsins. Sjálf-
sagt er að gera klíníska rannsókn
líka. Þó hún komi neikvætt út í heild-
ina gagnvart engu (lyfleysu) gerir
það ekkert til því það yrði örugglega
hægt að finna ýmsa undirhópa þar
sem virknin er vel marktæk. Þá væri
frábært að fá einhvern prófessor
emeritus (skiptir ekki máli þótt hann
sé orðinn aflóga og elliær) til að
skrifa greinar um ágæti vörunnar í
blöðin.
REYNIR EYJÓLFSSON,
dipl.med.herb.
Náttúrumeðal úr íslenzkri furu
Frá Reyni Eyjólfssyni
Reynir Eyjólfsson
HJÁ AÐALSKOÐUN ERT ÞÚ
Í GÓÐUMHÖNDUM
Snjallt að
kíkja á okkur
á adal.is
Við erummeð fjórar skoðunarstöðvar á höfuðborgarsvæðinu og eina í
Reykjanesbæ. Þaulreyndir og þjónustuliprir fagmenn taka á móti þér á
þeim öllum. Hlökkum til að sjá þig!
H
V
ÍT
A
H
Ú
S
IÐ
/S
ÍA
–
1
3
-0
4
6
7
Aðalskoðun, faggildur skoðunaraðili í 19 ár
Reykjavík
Grjóthálsi 10
Sími 590 6940
Reykjavík
Skeifunni 5
Sími 590 6930
Hafnarfjörður
Hjallahrauni 4
(við Helluhraun)
Sími 590 6900
Kópavogur
Skemmuvegi 6
(bleik gata)
Sími 590 6935
Reykjanesbær
Holtsgötu 52
(við Njarðarbraut)
Sími 590 6970
www.adalskodun.is og www.adal.is
Við getum minnt þig á þegar þú þarft að láta skoða bílinn
á næsta ári. Skráðu þig á póstlistann hjá okkur þegar þú kemur með
bílinn í skoðun og þú gætir unnið 200 lítra eldsneytisúttekt.
Opið kl. 8-17 virka daga – sími 590 6900