Morgunblaðið - 30.11.2013, Side 59
MINNINGAR 59
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. NÓVEMBER 2013
✝ Mikael Þór-arinsson
fæddist í Siglu-
firði 4. september
1920. Hann lést á
Sjúkrahúsi Siglu-
fjarðar 18. nóv-
ember 2013.
Foreldrar hans
voru þau Þór-
arinn Ágúst Stef-
ánsson smiður, f.
á Möðruvöllum í
Héðinsfirði 12. ágúst 1880, d.
15. júní 1933 í Siglufirði og
Sigríður Jónsdóttir húsmóðir,
f. að Staðarhóli í Siglufirði,
25. desember 1885, d. 16. maí
1975 í Siglufirði. Mikael var
sjöundi í röð tíu systkina
sinna sem komust flest á legg,
systkini Mikaels voru Jón
Friðrik Marinó Þórarinsson, f.
2. maí 1905, d. 20. mars 1979.
Erlendur Guðlaugur Þór-
Magnús Steindórsson f. á Mel-
um í Víkursveit 28. október
1902, d. á Ísafirði 14. febrúar
1965 og Guðrún Þórðardóttir,
fædd á Hrúti í Ásahrepp 4.
nóvember 1905, d. á Ísafirði
28. maí 1972. Mikael og
Þórný var fimm barna auðið.
1) Jens Gunnar Mikaelsson, f.
8. júní 1949, maki Sigrún
Friðriksdóttir, f. 11. júlí 1947
og eiga þau fjögur börn. 2)
Hallfríður Emilía Mikaels-
dóttir, f. 4. október 1950,
maki Lars Olav Grande, f. 20.
nóvember 1950 og eiga þau
tvö börn. 3) Þórdís Mikaels-
dóttir, f. 4. júní 1953, maki
Sigurgeir Hrólfur Jónsson, f.
31. maí 1955 og eiga þau tvö
börn. 4) Regína Erla Mikaels-
dóttir, f. 27. apríl 1955, maki
Einar Moritz Karlsson, f. 12.
janúar 1958 og eiga þau fjög-
ur börn. 5) Ragnar Mikaels-
son, f. 6. nóvember 1957,
maki Marit Solbakken, f. 13.
júlí 1966, eiga þau tvö börn.
Útför Mikaels fer fram frá
Siglufjarðarkirkju í dag, 30.
nóvember 2013, og hefst at-
höfnin kl. 14.
arinsson, f. 1907,
d. 1910. Sigríður
Þórarinsdóttir f.
1909, d. 1910. Er-
lendur Guð-
laugur Þór-
arinsson, f. 21.
júlí 1911, d. 16.
nóvember 1999.
Stefán Valgarð
Þórarinsson, f.
10. júlí 1914, d.
26. júní 1985.
Sigurgeir Þórarinsson, f. 29.
júní 1917, d. 17. mars 1994.
Júlíus Þórarinsson, f. 18.
ágúst 1923. Hólmsteinn Þór-
arinsson, f. 1. desember 1926
og Einar Þórarinsson, f. 9.
júní 1929.
Mikael kvæntist Katrínu
Þórný Jensdóttur þann 8. apr-
íl 1950, hún er fædd á Ísafirði
8. desember 1928. Foreldrar
hennar voru þau Jens Karl
Það er svo margt sem á
heima hérna en ég hef víst ekki
endalaust pláss. Ég þarf auðvit-
að ekkert að benda á það að afi
var hvers manns hugljúfi, hann
elskuðu allir.
Hann er einn af þessum al-
vöru Siglfirðingum. Borgin átti
aldrei hug hans og ég hugsa að
hægt sé að telja á fingrum ann-
arrar handar hversu oft hann
kom í borgina.
Afa þekktu allir Siglfirðingar
enda bjó hann á miðjum aðalfót-
boltavelli bæjarins í minni æsku.
Hann bjó lengi vel á miðri eyr-
inni og garðinn lánaði hann til
knattspyrnuiðkunar okkar
krakkanna. Oft voru haldin þar
mót. Þetta var fyrsti grasvöllur
bæjarins, ásamt Blöndalstúninu,
enda ólumst við upp við að æfa á
mölinni.
Malarvöllurinn var líka mik-
ilvægur partur af lífinu, þangað
sótti hann alla leiki. Ég man
varla eftir afa nema horfandi á
íþróttir.
Það var oft gott að hafa afa í
miðbænum. Það var ekki svo
óalgengt að við Eva skutumst til
afa og fengum hjá honum tíkall
fyrir bland í poka á Billanum.
Ætli ég skuldi honum ekki
nokkra upphæð ef þetta yrði
uppreiknað. Það var líka gott að
vita af afa niðri í Ramma en
þegar enginn var heima þá gat
maður skotist til hans í vinnuna
sem var alls ekki svo óalgengt.
Ég er viss um að honum þótti
hvíldin góð enda vorum við aldr-
ei send í burtu. Hann var aldrei
upptekinn þó hann hefði nóg að
gera.
Svo er það harmónikkan og
orgelið. Afi mátti varla sjá slíka
gripi án þess að taka lagið, sér-
staklega í kringum jólin. Við
eyddum mörgum jólum saman,
það var bara hefð. Ég get sagt
þér það núna en mikið var ég
feginn þegar þú hættir að borða
og ég komst í pakkana.
En við eldumst víst öll. Þegar
ég varð sextán og fór í burtu í
skóla var mér skipt út. Í heim-
inn kom hún Helga Guðrún. Það
var ótrúlegt að fylgjast með
þeim, þau smullu strax og urðu
algjörir perluvinir.
Það var alltaf fastur liður í
heimsókninni norður að kíkja til
ömmu og afa. Það var gaman að
fylgjast með þér í kringum litlu
börnin og þrátt fyrir að vera
orðinn talsvert lúinn varst þú
alltaf til í að sitja með þau.
Að kíkja til þín síðustu ár var
sérstakt. Mér fannst oft eins og
ég væri að sjá þig í síðasta skipti
og hafði oft orð á því við Hjör-
dísi. Oft varst þú orðinn ferlega
lúinn en þú bjóst að því að hafa
alla tíð verið hraustur. Það var
gamli hraustleikinn sem hélt þér
gangandi svona lengi þrátt fyrir
að margt annað væri farið að
gefa sig, þú misstir þó aldrei
húmorinn.
Í síðasta skiptið sem við hitt-
umst þá vissi ég það. Við kíktum
til þín og við fundum að það var
kveðjustundin, ég fann það svo
sterkt að ég snéri aftur við þeg-
ar ég var að ganga frá stofunni
þinni og kvaddi þig aftur, ég sá
að þú varst tilbúinn.
En jæja afi, ég fæ víst ekki
allt blaðið og geymi restina fyrir
okkur. Ég reyni að minna börn-
in á afa Mikka mús, já, æ fyr-
irgefðu, þetta festist bara hjá
þeim.
Afi minn, þetta er bara kveðja
okkar fjölskyldunnar til þín.
Hafðu það sem allra best þar
sem þú ert. Ég veit að þar er
nóg af fólki sem bíður spennt
eftir að hitta þig. Við skulum
leyfa þeim að eiga tímann þang-
að til við kíkjum yfir til þín.
Jón Gunnar Sigurgeirsson.
Nú hefur það því miður gerst
að vond frétt til manns berst.
Kær vinur er horfinn okkur frá
því lífsklukkan hans hætti að slá.
Rita vil ég niður hvað hann var mér
kær
afi minn góði sem guð nú fær.
Hann gerði svo mikið, hann gerði
svo margt
og því miður get ég ekki nefnt það
allt.
Að tala við hann var svo gaman
á þeim stundum sem við eyddum
saman.
Hann var svo góður, hann var svo klár
æ, hvað þessi söknuður er svo sár.
En eitt er þó víst
og það á við mig ekki síst
að ég sakna hans svo mikið, ég sakna
hans svo sárt
hann var mér góður afi, það er klárt.
En alltaf í huga mínum verður hann
afi minn góði sem ég ann
í himnaríki fer hann nú
þar verður hann glaður, það er mín
trú.
Því þar getur hann vakað yfir okkur
dag og nótt
svo við getum sofið vært og rótt
hann mun ávallt okkur vernda
vináttu og hlýju mun hann okkur
senda.
Elsku afi, guð mun þig geyma
yfir okkur muntu sveima
en eitt vil ég þó að þú vitir nú
minn allra besti afi, það varst þú.
(Katrín Ruth.)
Ástkæri afi okkar er farinn á
vit feðra sinna eftir langa og fal-
lega ævi á þessari jörð. Það er
með kökk í hálsi og tár á hvarmi
sem við skrifum nokkur fátæk-
leg orð um hann afa okkar.
Afi okkar var að jafnaði hæg-
látur maður og dagfarsprúður.
Hann var ekki sú manngerð sem
göslaðist í gegnum lífið með há-
vaða og látum þó að mikið væri
um hlátrasköll og prakkarastrik.
Já, hann afi var mikill stríðn-
ispúki og það var eitt af því sem
við elskuðum við hann. Hann
var einnig mikill tónlistarmaður
og var vanur að spila falleg lög á
harmonikkuna fyrir okkur, sem
og píanóið og munnhörpuna. Sú
minning er grafin í hjarta okkar.
Fallegri sál og jafn barngóðan
mann var vart hægt að finna þar
sem hann vildi allt fyrir náung-
ann gera. Minningin í æsku um
að fá sér blund í fanginu á afa
eftir ærslafullan dag í leik er
eitthvað sem mun ylja okkur um
hjartarætur þar til við munum
sjá hann á ný í öðru lífi. Við
héldum í okkar barnslegu trú að
hann yrði hér alltaf með sög-
urnar sínar og alla þá visku sem
hann bjó yfir.
Elsku afi, það er skrítið að
hugsa til þess að þú sért farinn
frá okkur. Takk fyrir allar frá-
bæru stundirnar sem við áttum
saman. Það var enginn eins og
þú, með grallaraglottið fræga.
Þú varst einstakur maður, hæg-
látur, góðhjartaður, vingjarnleg-
ur, traustur og engum líkur.
Við söknum þín og missir
okkar er mikill en minningin um
góðan mann mun lifa með okkur
um ókomin ár.
Þín barnabörn,
Auður Kapitola, Ragna Dís,
Eva Karlotta, Mikael Þór
og fjölskyldur.
Þá er einn aldinn félagi í við-
bót fallinn frá. Einn af þessum
hörðu og ósérhlífnu sem skildu
ekki fólk sem vék sér undan
verkum.
Sem krakki komst ég
snemma í návígi við Mikael Þór-
arinsson. Hans stóra fjölskylda
og reyndar ætt hans öll voru
mikið skíðafólk, bæði iðkendur
og áhorfendur. Fjölskyldan
mætti á flest skíðamót á Siglu-
firði og stóð á hliðarlínunni og
hvatti sitt fólk.
Löngu síðar lágu leiðir okkar
saman í frystihúsi Þormóðs
Ramma hf. þar sem Mikki vann
við frystitækin til margra ára.
Það voru ekki allir sem að fögn-
uðu þegar lítt reyndur stjórn-
andi kom og ætlaði að segja
gömlum jöxlum til við störf
þeirra.
Frá fyrsta degi fann ég við-
mót hjá Mikka þar sem hann
hefur sennilega hugsað hvort
það ætti ekki að gefa þessum
unga manni smátíma til að
sanna sig. Eftir það fannst hon-
um ávallt að hann ætti eitthvað
smá í mér. Það varð grunnurinn
að vináttu okkar.
Starfsskilyrði við frystingu á
fiski á fyrri árum þættu vart
boðleg í dag. Þar blandaðist
saman vatnselgur og kuldi sem
oft skildi eftir svellbunka á gólf-
um. Það þurfti því sterka ein-
staklinga til að vinna við slík
skilyrði. Þannig maður var
Mikki. Hreystimenni og rammur
að afli.
Eftir að Mikki lét af störfum
var hann duglegur að fara í
gönguferðir og vera úti meðal
fólks. Þegar við rákumst hvor á
annan í heimsóknum mínum til
Siglufjarðar þá tókum við oft
smáspjall. Þrátt fyrir að Mikki
hefði nánast tapað allri heyrn og
ég ekki viss um hvað hann greip
af því sem ég sagði þá sagði
bros hans allt sem segja þurfti.
Hann var ánægður og honum
leið vel. Með jafnaðargeði fór
hann í gegnum lífið.
Ég kveð þennan aldna höfð-
ingja með þakklæti fyrir að hafa
fengið að vera honum samferða í
gegnum þessi ár. Guð blessi
minningu Mikka. Hvíldu í friði.
Róbert Guðfinnsson.
Mikael
Þórarinsson
HJARTAVERND
Minningarkort
535 1825
www.hjarta.is 5351800
✝
Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir
og amma,
SIGRÍÐUR BRAGADÓTTIR,
Ólafsgeisla 4,
Reykjavík,
lést á Landspítalanum, Hringbraut,
miðvikudaginn 27. nóvember.
Jarðarförin fer fram frá Grafarvogskirkju
mánudaginn 9. desember kl. 13.00.
Reynir Sigurðsson,
Sigurður Reynisson,
Bragi Reynisson, Kristín Smáradóttir,
Ástþór Bragason,
Bjarki Bragason.
✝
Elskuleg amma okkar og langamma,
NANNA SOFFÍA PÁLSDÓTTIR
frá Sauðárkróki,
lést á hjúkrunarheimilinu Garðvangi, Garði,
fimmtudaginn 21. nóvember.
Útförin fór fram í kyrrþey.
Drottinn blessi minningu hennar.
Nanna Soffía Karlsdóttir,
Unnur Margrét Karlsdóttir,
barnabarnabörn og makar.
✝
Elskulegur sonur minn, bróðir, mágur og
frændi,
DANÍEL HAFSTEINSSON,
er látinn.
Margrét Jóna Þorsteinsdóttir,
Unnur Inga Karlsdóttir, Davíð Bjarnason,
María Jórunn Hafsteinsdóttir, Smári Geirsson,
Aðalsteinn Hafsteinsson, Guðrún Sigvaldadóttir,
Sigrún Hafsteinsdóttir, Hans Pétur Blomsterberg,
Jón G. Hafsteinsson, Hildigunnur J. Sigurðardóttir,
Haraldur Hafsteinsson,
Sólveig Hafsteinsdóttir, Walter Unnarsson,
Þórdís Hafsteinsdóttir
og systkinabörn.
✝
Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og
langafi,
ELÍESER JÓNSSON,
Sunnuhlíð,
áður Hörpugötu 1,
Skerjafirði,
andaðist sunnudaginn 24. nóvember.
Útförin fer fram frá Neskirkju þriðjudaginn 3.
desember kl. 13.00.
Reynir Elíesersson, Elísabet H. Einarsdóttir,
Guðlaug S. Elíesersdóttir, Alain Knudsen,
Jón E. Elíesersson, Guðríður Sæmundsdóttir,
Jóhanna Jónsdóttir, Magnús Kjartansson,
Sigurjón V. Jónsson, Guðrún Á. Árnadóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
GUÐFINNA ERLA JÖRUNDSDÓTTIR,
Arahólum 2,
Reykjavík,
lést á Landspítala Landakoti fimmtudaginn
28 nóvember.
útför hennar fer fram frá Bústaðakirkju
föstudaginn 6. desember kl. 13.00.
Elín Jónsdóttir, Ólafur Hallgrímsson,
Anna Sigríður Jónsdóttir, Jón Ólafur Ólafsson,
Jörundur Jónsson, Sigrún Erla Þorleifsdóttir,
Þorbjörg Elínóra Jónsdóttir, Árni Gunnarsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Móðir mín, tengdamóðir og amma,
FRÍÐA BJÖRG ÓLAFSDÓTTIR,
Laugavegi 149,
lést fimmtudaginn 15. nóvember.
Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk
hinnar látnu.
Björn Björnsson, Álfheiður Einarsdóttir
og fjölskylda.
✝
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma,
langamma og langalangamma,
SÓLVEIG SÆMUNDSDÓTTIR,
lést föstudaginn 15. nóvember á Hrafnistu í
Reykjavík.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk
hinnar látnu.
Erna M. Ólafsdóttir, Sigurður Kristjánsson,
Magnús Ólafsson,
Stella Guðmundsdóttir, Jónas Birgir Birgisson
og fjölskyldur.
Morgunblaðið birtir minn-
ingargreinar endurgjalds-
laust alla útgáfudaga.
Skil | Þeir sem vilja senda Morg-
unblaðinu greinar eru vinsam-
lega beðnir að nota innsendikerfi
blaðsins. Neðst á forsíðu mbl.is
má finna upplýsingar um inn-
sendingarmáta og skilafrest.
Einnig má smella á Morg-
unblaðslógóið efst í hægra horn-
inu og velja viðeigandi lið.
Skilafrestur | Sé óskað eftir
birtingu á útfarardegi þarf grein-
in að hafa borist á hádegi tveim-
ur virkum dögum fyrr (á föstu-
degi ef útför er á mánudegi eða
þriðjudegi). Þar sem pláss er tak-
markað getur birting dregist,
jafnvel þótt grein hafi borist inn-
an skilafrests.
Undirskrift | Greinahöfundar
eru beðnir að hafa skírnarnöfn
sín undir greinunum.
Myndir | Hafi mynd birst í til-
kynningu er hún sjálfkrafa notuð
með minningargrein nema beðið
sé um annað.
Minningargreinar