Morgunblaðið - 30.11.2013, Side 61
MINNINGAR 61
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. NÓVEMBER 2013
Þar munu eftir
undirsamlegar
gullnar töflur
í grasi finnast,
þær eru í árdaga
áttar höfðu.
(Úr Völuspá).
Halldór Jón, Einar Garðar
og Gísli Jón.
Það er ekki áhlaupaverk að
stjórna fjölda fólks á stórum
vinnustað. Slíkt útheimtir dugn-
að, þekkingu á viðfangsefninu, út-
sjónarsemi og sambland af elju
og lagni. Allt þetta hafði Guð-
mundur Páll Einarsson, föður-
bróðir minn, til að bera. Fyrir vik-
ið reyndist hann einkar farsæll
yfirmaður sem yfirverkstjóri hjá
einu stærsta fiskvinnslufyrirtæki
landsins á þeim tíma, Íshúsfélagi
Bolungarvíkur. Hann var vinsæll
með afbrigðum; jafnt hjá sam-
starfsfólki sínu og öllum þeim
sem áttu við hann samskipti.
Í vinnunni var eilífur erill.
Starfsfólkið taldi á annað hundr-
að manna. Vinnan hófst árla
morguns, stundum var unnið
fram á kvöld og um helgar. Og
alltaf var yfirverkstjórinn til stað-
ar. Hann skipulagði daginn, skip-
aði til verka og brást við öllu því
sem getur komið upp á fjölmenn-
um vinnustað. Stundum barst
mikill afli að landi, stundum voru
brælur og tregfiskirí. Verkefnin
voru því oft risavaxin og alltaf
fjölþætt. En undir þessu öllu stóð
Guðmundur Páll, glaðbeittur,
röskur og útsjónarsamur.
Ég vann hjá honum æði mörg
sumrin og þekki þetta því vel af
eigin raun. Satt best að segja hef
ég aldrei vitað mann sem gat með
stjórnað fólki með svona
áreynslulausum hætti. „Herra
minn,“ sagði hann við okkur
strákana. „Komið hérna með
mér, þið eruð svo duglegir.“ Og
maður lyftist allur upp við upp-
hefðina; og það þó jafnvel biði
manns helst að þrífa undan beina-
kassanum eða eitthvað álíka
spennandi.
Frændi minn stjórnaði ekki
með látum eða asa. Hann var ein-
faldlega góð fyrirmynd, og vílaði
ekki fyrir sér að takast á hendur
hvaða verk sem var, ef þörfin
kallaði. Hann gerði auðvitað kröf-
ur til síns fólks, en mestar kröfur
gerði hann til sjálfs sín. Það var í
nógu að snúast og í endurminn-
ingunni man ég frænda minn
helst á hlaupum, til þess að koma
sem mestu í verk. Samstarfsfólk-
inu þótti vænt um hann, lagði sig
fram og naut þess að vinna hjá
honum. Og sína sögu segir það að
margir unnu með honum og undir
stjórn hans í áratugi.
En þó að vinnudagurinn væri
langur og oft strembinn slappaði
Guðmundur Páll sjaldnast af þeg-
ar heim kom. Hann stjórnaði
virku og kraftmiklu skátafélagi í
frístundum sínum, ræktaði garð-
inn sinn í bókstaflegri merkingu
og var góður og ljúfur fjölskyldu-
faðir. Hann valdist til trúnaðar-
starfa í fyrirtækjum sem sjávar-
útvegsfyrirtækin fyrir vestan
stofnuðu með sér, til dæmis við
sölu á skreið. Þar eins og annars
staðar var honum borin sagan vel,
enda gjörkunnugur þeim málum.
Samgangur fjölskyldu minnar
við Guðmund Pál og Kristínu –
Gumma og Stínu – var náinn. Þeir
faðir minn voru góðir og sam-
rýmdir bræður og nánir sam-
verkamenn um áratugi. Börn
þeirra Gumma og Stínu voru á
svipuðum aldri og við systkinin
og miklir vinir okkar.
Nú er þessi heiðursmaður og
góði frændi allur. Stínu, börnun-
um, tengdabörnunum og niðjun-
um öllum sendi ég og fjölskylda
mín innilegar samúðarkveðjur.
Það er sjónarsviptir þegar svo
vænn maður er genginn. Blessuð
sé minning míns góða frænda.
Einar Kristinn
Guðfinnsson.
„Vinir mínir fara fjöld“ kvað
Bólu-Hjálmar forðum. Hér á það
vel við því Guðmundur Páll var
sannur vinur, gegnheill, traustur
og jákvæður. Kynni okkar eru
löng og vinaböndin því sterk við
frænda minn sem ég hitti síðast
hressan og kátan á demantsbrúð-
kaupsafmæli hans og Kristínar
konu hans. Sama má reyndar
segja um lífsförunaut hans því
hún hefur alla þá eðliskosti til að
bera sem leggja grunn að traustu
og farsælu hjónabandi.
Á sokkabandsárum mínum
fékk ég oft að sitja í bíl Guðmund-
ar Páls í einhverri þeirra þúsunda
ferða sem hann fór um Óshlíð. Við
tengdumst órjúfandi böndum
þegar hann var kjörinn formaður
útflutningsfélags okkar Félags
vestfirskra skreiðarframleiðenda
sem seinna varð Ísfang. Í því
hlutverki var hann á þriðja ára-
tug. Samtöl okkar, fundir, ráð-
stefnur og ferðir um landið og er-
lendis eru fleiri en ég hef tölu á en
öll innlegg Guðmundar í sameig-
inleg mál einkenndust af já-
kvæðni hans, bjartsýni og einlæg-
um áhuga á því sem honum var
trúað fyrir. Glettni hans og gam-
ansemi lituðu að auki samveru-
stundir með honum. Hvergi kom-
um við í sjávarpláss þar sem
Guðmundur þekkti ekki menn
sem tóku okkur höfðinglega.
Stóra hlutverk Guðmundar
Páls var að stjórna einu af
stærstu fiskiðjuverum landsins,
Íshúsfélagi Bolungarvíkur, þar
sem störfuðu vel á annað hundrað
manns. Þar voru framleidd verð-
mæti sem breyttu Bolungarvík úr
litlu þorpi í myndarlegan bæ. Oft
þurfti að leggja nótt við dag því
alltaf var lífið björgulegt í Bol-
ungarvík þar sem veiðarnar
brugðust ei árið um kring. Ötul
stjórn hans um árafjöld verður
seint fullþökkuð.
Þó að starfið og fjölskyldan
hafi tekið drýgstan tíma Guð-
mundar lét hann félagsmál mikið
til sín taka. Hann var virkur fé-
lagi Oddfellow-stúkunnar á Ísa-
firði, stofnfélagi Lionsklúbbs Bol-
ungarvíkur og þátttakandi í starfi
hans af lífi og sál. Þá gleymist
ekki skátaforinginn Guðmundur
Páll sem leiddi skátastarf í Bol-
ungarvík í skátafélaginu Gagn-
herjum í heil sextán ár. Skáta-
hugsjónin yfirgaf hann aldrei og
var hluti þeirra mannkosta sem
fylgdu honum alla tíð. Hann
hvatti ungt fólk til dáða með
áhuga sínum og eldmóði.
Vinátta sem helgast af gagn-
kvæmum hug glatast aldrei.
Gamli skátinn Einar Guðfinnsson
átti þátt í þeirri vináttu sem þró-
aðist með okkur Guðmundi Páli
og mat hana mikils. Ég hygg að
segja megi það sama um Guð-
mund Pál og föður hans. Hann
átti hug og hjörtu allra Bolvík-
inga og fjölda vina um land allt.
Þessi vinafjöldi kveður hann nú
með söknuði og þökk í huga.
Við Salbjörg sendum þér
Kristín mín, öllum börnum ykkar,
barnabörnum og venslafólki inni-
legar samúðarkveðjur. Góður og
gegnheill drengur hefur kvatt
okkur en minning hans mun lifa.
Hann lifði í anda þeirrar áskor-
unnar sem skátahöfðinginn Ba-
den Powell kvaddi okkur með –
að yfirgefa heiminn betri en þeg-
ar hann fæddist í hann.
Kæri vinur og frændi. Þær
vörður sem þú hlóðst og sá gróð-
ur sem þú sáðir verða okkur
minning kær. Megir þú svífa á
vængjum morgunroðans meira
að starfa Guðs um geim.
Ólafur Bjarni Halldórsson.
Guðmundur Páll Einarsson,
var einn af stofnfélögum Lions-
klúbbs Bolungarvíkur 1959 og fé-
lagi í honum æ síðan meðan heilsa
leyfði. Hann var ávallt mjög virk-
ur í störfum klúbbsins og lét fundi
sjaldnast fram hjá sér fara.
Ekki minnist ég þess að hafa
hitt Guðmund Pál öðruvísi en sér-
lega jákvæðan og léttan í lund,
jafnt á fundum klúbbsins sem í
annan tíma. Með breyttum tíðar-
anda á síðari árum hefur orðið
meira los og erfiðara að fá menn
til að skuldbinda sig í þágu félags-
mála. Þess meira virði er það að
hafa félaga eins og Guðmund Pál
innan sinna raða; félaga, sem
ávallt mátti reiða sig á og með
einlægan áhuga á velferð klúbbs-
ins og skilning á þýðingu slíks fé-
lagsskapar í litlu samfélagi – hinn
sanna Lionsanda eins og það er
stundum nefnt. Stóð t.d. húsnæði
Íshússfélags Bolungarvík, sem
Guðmundur Páll hafði yfir að
segja, klúbbnum ávallt til boða
meðan enn var heimilt að róa til
fiskjar í fjáröflunarskyni fyrir
klúbbinn fyrir daga kvótakerfis-
ins.
Á 40 ára afmæli klúbbsins var
Guðmundur Páll gerður að Melv-
in Jones félaga, sem er æðsta við-
urkenning Lionshreyfingarinnar,
fyrir sitt góða framlag.
Nú þegar leiðir skilur er Guð-
mundi Páli þakkað gott starf í
þágu Lionsklúbbs Bolungarvíkur
og góð og ánægjuleg kynni. Færi
ég hans nánustu innilegar sam-
úðarkveðjur.
Jónas Guðmundsson,
formaður Lionsklúbbs
Bolungarvíkur.
Elsku Sigga okkar er látin. Ég
kynntist henni árið 1992 þegar ég
og maðurinn minn fórum að vera
saman, en Sigga var mjög góð
vinkona tengdamóður minnar
heitinnar, Helgu Jónsdóttur.
Sigga var alltaf hress og kát og
ég var alltaf brosandi í kringum
hana. Enda ekki annað hægt þar
sem Helga tengdamóðir mín var
alltaf brosandi og saman voru
þær yndislegar og margt rætt við
eldhúsborðið í Goðabyggðinni.
Sigga var alltaf til staðar ef við
þurftum á henni að halda. Það
sem okkur mun ávallt þykja mjög
vænt um er þegar Sigga var hjá
Helgu á brúðkaupsdaginn okkar
Inga, en þá var tengdamóðir mín
orðin mjög veik og gat ekki komið
með okkur í kirkjuna. En eftir at-
höfnina í Akureyrarkirkju brun-
uðum við heim í Goðabyggðina og
kysstum Siggu og tengdamömmu
og að sjálfsögðu fengu þær mat-
arsendingu úr veislunni, svona til
Sigríður Margrét
Hreiðarsdóttir
✝ Sigríður Mar-grét Hreið-
arsdóttir fæddist
að Laugarbrekku í
Hrafnagilshreppi,
Eyjafirði, 2. októ-
ber 1944. Hún lést
23. nóvember 2013.
Útför Sigríðar
fór fram frá Ak-
ureyrarkirkju 28.
nóvember 2013.
að taka eitthvað þátt
í deginum. Sigga
mín, ég hef þakkað
þér mörgum sinnum
fyrir og vil þakka
þér enn og aftur fyr-
ir að veita tengda-
mömmu félagsskap
á þessu yndislega
brúðkaupsdegi okk-
ar Inga, 20. júlí
2002. Það var ómet-
anlegt að þú skyldir
vera hjá tengdamömmu þennan
dag. Það var alveg yndislegt og
við metum það mikils og vitum að
það var mjög gaman hjá ykkur
þennan dag. Eins og alla daga.
Já, nú er eflaust mikið hlegið í
himnaríki þar sem þið vinkonurn-
ar hafið sameinast á ný. Eflaust
eruð þið að fá ykkur kaffi og
kringlur og spjalla um barna-
börnin og hlæja mikið. Það var
þitt einkenni, þú varst alltaf í
góðu skapi að mér virtist, og allt-
af stutt í hláturinn. Virkilega góð
kona, hjartahlý, vingjarnleg og
yndisleg kona í alla staði.
Hafðu þökk fyrir allt, elsku
Sigga okkar.
Fjölskyldu Siggu vottum við
okkar dýpstu samúð. Það er alltaf
sárt að missa ástvin og við biðjum
Guð um að gefa ykkur styrk í
gegnum erfiða tíma.
Guð blessi ykkur og varðveiti.
Kær kveðja,
Þorgerður og Ingi.
virðing reynsla & þjónusta
allan sólarhringinn
www.kvedja.is
571 8222
82o 3939 svafar
82o 3938 hermann
✝
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og
hlýhug vegna andláts og útfarar ástkærs
eiginmanns míns, föður, tengdaföður, afa og
langafa,
SIGURÐAR INGÓLFSSONAR,
Háeyrarvöllum 34,
Eyrarbakka.
Alúðarþakkir færum við þeim sem önnuðust hann,
veittu hjálparhönd og umhyggju í veikindum hans.
Ingunn Hinriksdóttir, Sævar Sigurðsson,
Sigríður Guðlaug Björnsdóttir, Jón Birgir Kristjánsson,
Halldór Björnsson, Hafdís Edda Sigfúsdóttir
og afabörnin.
✝
Þökkum þeim sem sýndu okkur samúð og
styrktu góð málefni vegna andláts
ÖNNU RÖGNU LEIFSDÓTTUR
frá Þingeyri við Dýrafjörð,
síðast til heimilis að Gautlandi 15.
Þökkum sérstaklega starfsfólki í Múlabæ
fyrir góða umönnun svo og öðrum sem
aðstoðuðu hana heima fyrir og annars staðar.
Álfheiður Erla Sigurðardóttir, Guðbrandur G. Björnsson,
Sigurður F. Guðbrandsson, Katja Dinse,
Ásta G. Guðbrandsdóttir, Gunnlaugur Vésteinsson,
Ragna B. Guðbrandsdóttir, Manuel Plasencia Gutierrez
og barnabarnabörn.
✝
Okkar kæri,
AÐALSTEINN VALDIMARSSON
frá Hvallátrum í Breiðafirði,
Kirkjuvöllum 9,
Hafnarfirði,
verður jarðsunginn frá Víðistaðakirkju í
Hafnarfirði þriðjudaginn 3. desember
kl. 13.00.
Guðfinna Vigfúsdóttir,
Ásta Valdís Roth Aðalsteinsdóttir, Andreas Rolf Roth,
Snædís Gíslín Heiðarsdóttir, Ragnar Ó. Guðmundsson,
Jens Valdimarsson,
Ella Margret Roth,
Ian Arthur Roth,
fjölskylda og aðrir aðstandendur.
✝
Hjartans þakkir til allra sem sýndu okkur
samúð, hlýhug og vináttu við andlát og útför
okkar ástkæra föður, tengdaföður, afa og
langafa,
JÓHANNESAR ÞORSTEINSSONAR,
Hlíðarvegi 4,
Ísafirði.
Magnús Jóhannesson, Ragnheiður Hermannsdóttir,
Þorsteinn Jóhannesson, Margrét K. Hreinsdóttir,
Þórir Jóhannesson, Helga Gunnarsdóttir,
Hanna Jóhannesdóttir, Andrés Kristjánsson,
Laufey Jóhannesdóttir, Ari Þorsteinsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð og
kveðjur við fráfall elsku konunnar minnar,
mömmu okkar og fósturmömmu, dóttur,
systur og mágkonu,
NÍNU BJARKAR SIGURÐARDÓTTUR,
sem lést miðvikudaginn 30. október.
Flosi Eiríksson,
Eyrún, Kári, Eiríkur og Júlíus Flosabörn,
Sigurður Ó. Kjartansson, Eyrún Gunnarsdóttir,
Kjartan Ó. Sigurðsson, María Dröfn Steingrímsdóttir,
Inga Sigurðardóttir, Ingólfur E. Kjartansson.
✝
Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir,
tengdasonur og afi,
EINAR SIGURÐSSON
matreiðslumeistari,
Svöluási 1a,
Hafnarfirði,
verður jarðsunginn frá Hafnarfjarðarkirkju
þriðjudaginn 3. desember kl. 13.00.
Fanney Ottósdóttir,
Halldóra Einarsdóttir, Hólmar Egilsson,
Einar Einarsson, Björg Össurardóttir,
Helgi Einarsson, Helga Íris Ingólfsdóttir,
Halldóra M. Sæmundsdóttir
og barnabörn.
✝
Innilegustu þakkir fyrir auðsýnda samúð og
allan hlýhug við fráfall elskulegrar systur
minnar, móður okkar, tengdamóður, ömmu
og langömmu,
KRISTBJARGAR BJARNADÓTTUR
frá Víðistöðum,
Hvassaleiti 18,
Reykjavík,
sem lést föstudaginn 18. október.
Sérstakar þakkir til starfsfólks á 2. hæð suður á Eir fyrir alla alúð
og góða umönnun.
S. Kristín Bjarnadóttir,
Bjarni Guðmundsson,
Magnús Guðmundsson, Helga Jónsdóttir,
Guðmundur Ó. Bjarnason,
Guðrún María Bjarnadóttir,
Telma Kristín Bjarnadóttir,
Jón Bjarni Magnússon, Erla Sigríður Hallgrímsdóttir,
Árni Magnússon, Thelma Dögg Haraldsdóttir,
Helga Júlíana Jónsdóttir.