Morgunblaðið - 30.11.2013, Síða 63

Morgunblaðið - 30.11.2013, Síða 63
MINNINGAR 63 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. NÓVEMBER 2013 Raðauglýsingar Nauðungarsala Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolur.is. Framhald uppboðs á eftirfarandi eign verður háð á henni sjálfri, sem hér segir: Laufásvegur 11, fnr. 211-5962, Stykkishólmi, þingl. eig. Guðný Vilborg Gísladóttir, gerðarbeiðandi Íbúðalánasjóður, miðvikudaginn 4. desember 2013 kl. 10:00. Sýslumaður Snæfellinga, 29. nóvember 2013. Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolur.is. Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim sjálfum, sem hér segir: Ingólfsstræti 4, 200-4369, Reykjavík, þingl. eig. Anne Kathrine Clausen og Bjarni Einarsson, gerðarbeiðandi Íslandsbanki hf., fimmtudaginn 5. desember 2013 kl. 10:30. Rauðarárstígur 11, 200-9690, Reykjavík, þingl. eig. Þb. Bryn ehf, gerðarbeiðandi Orkuveita Reykjavíkur, fimmtudaginn 5. desember 2013 kl. 10:00. Sýslumaðurinn í Reykjavík, 29. nóvember 2013. Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolur.is. Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim sjálfum, sem hér segir: Bíldshöfði 14, 204-3174, Reykjavík, þingl. eig. Sigurgeir Þór Sigurðsson, gerðarbeiðendur Arion banki hf., Orkuveita Reykjavíkur, Reykjavíkurborg ogTollstjóri, miðvikudaginn 4. desember 2013 kl. 10:00. Seljabraut 38, 205-6239, Reykjavík, þingl. eig. Hallgrímur Egilsson, gerðarbeiðandi Íbúðalánasjóður, miðvikudaginn 4. desember 2013 kl. 13:30. Suðurás 22, 221-4935, 50% ehl., Reykjavík, þingl. eig. Ásgerður Margrét Helgadóttir, gerðarbeiðandiTollstjóri, miðvikudaginn 4. desember 2013 kl. 11:00. Sýslumaðurinn í Reykjavík, 29. nóvember 2013. ✝ Bjarni Eiríks-son fæddist í Miklholtshelli í Hraungerðishreppi 14. febrúar 1922. Hann lést á Heil- brigðisstofnun Suð- urlands 18. nóv- ember 2013. Foreldrar hans voru Eiríkur Bjarnason, frá Túni, f. 27.6. 1881, bóndi í Miklholtshelli, d. 27.9. 1969 og Margrét Einarsdóttir, frá Minni-Vatnsleysu, f. 13.6. 1891, húsfreyja, d. 1.11. 1973. Systkini Bjarna voru Einar, bóndi í Miklholtshelli, f. 28.7. 1925, d. 14.6. 2004, og Guðbjörg, Christine Einarsson, þau eiga fimm börn.7) Bjarni, f. 1978, í sambúð með Idu Skov Olsen. Guðbjörg giftist Sigurjóni Jóns- syni, fæddum í Smjördölum 16. apríl 1929, d. 17. júlí 1991. Börn Guðbjargar og Sigurjóns eru: 1) Eiríkur, f. 1963, kvæntur Guð- björgu Huldu Albertsdóttir, þau eiga tvo syni. 2) Jón Kristinn, f. 1966, kvæntur Kristínu Öldu Al- bertsdóttur, þau eiga þrjú börn. 3) Grétar, f. 1968, kvæntur Anne B Hansen, þau eiga tvo syni. 4) Margrét, f. 1970, gift Friðjóni Má Viðarssyni, þau eiga þrjú börn. Bjarni var ókvæntur og barn- laus og bjó alla sína tíð í Mikl- holtshelli, lengst af í félagsbúi með Einari bróður sínum. Útför Bjarna verður gerð frá Hraungerðiskirkju í dag, 30. nóv- ember 2013, og hefst athöfnin klukkan 13.30. f. 4.2. 1930, hús- freyja í Smjördölum, d. 11.5. 1988. Einar kvæntist Guðrúnu Guðmunds- dóttur, f. 5.1. 1939, frá Ólafsfirði. Börn Einars og Guðrúnar eru: 1) Jónína, f. 1964, gift Gísla Haukssyni, þau eiga fjögur börn. 2) Eirík- ur, f. 1965, kvæntur Evu Caren Einarsson, þau eiga tvo syni. 3) Guðmundur, f. 1967, 4) Már, f. 1969, kvæntur Ingibjörgu Ágústsdóttur, þau eiga tvö börn. 5) Margrét, f. 1971, gift Sigurði Þór Ástráðssyni, þau eiga tvo syni. 6) Gunnar, f. 1974, kvæntur Bjarni frændi í Helli er fallinn frá. Hann var móðurbróðir okkar, elstur af þremur systkinum. Mamma okkar Guðbjörg lést árið 1988 og Einar bróðir þeirra lést 2004. Það er skrítið til þess að hugsa að þau þrjú séu nú öll farin. Á milli systkinanna var mikil sam- staða, stuðningur og tryggð sem hélt alla tíð. Systkinin í Helli voru þekkt fyrir vinnusemi og dugnað. Þau ásamt foreldrum sínum byggðu upp búið í Miklholtshelli af miklum myndarskap svo eftir var tekið. Bjarni var alltaf að, fram á það síðasta. Hann bjó ásamt Einari og konu hans Guð- rúnu og börnum þeirra í Helli en mamma flutti í næstu sveit og hóf búskap í Smjördölum með Sigur- jóni pabba okkar. Mikill samgang- ur var á milli heimilanna og afar gott samband. Bjarni kom oft í heimsókn eða til að hjálpa okkur með ýmislegt og var þá yfirleitt á appelsínugulum Dodge Ramchar- ger. Það mátti sjá í fjarska hvort Einar eða Bjarni væri á ferð þar sem Bjarni ók töluvert hraðar enda Einar ábyrgur faðir sjö barna. Fyrsti bíllinn sem Bjarni eignaðist var árið 1945 en það var Dodge Weapon árgerð 1942 sem hann keypti hjá Sölunefnd setu- liðseigna. Bjarni hafði ákveðinn bílasmekk. Alla tíð var aðalatriðið hjá honum að aka eingöngu á bíl- um sem framleiddir voru af bíla- smiðjum Chrysler. Það var ein- ungis fyrir nokkrum vikum sem hann festi kaup á síðustu bifreið sinni af tegundinni Cherokee sem að sjálfsögðu var framleidd af eft- irlætis bílasmiðju hans. Bjarni hafði brennandi áhuga á vélum og þótti búið vera langt á undan sinni samtíð í þróun sem Bjarni átti stóran þátt í. Bjarni var mjög jafnlyndur maður og alltaf stutt í brosið og kannski góðlátlega kaldhæðni, glettni og stríðni. Hann var sterk- ur persónuleiki, hógvær og hafði sig ekki í frammi í margmenni. Hann hafði sterkar skoðanir á ýmsu sem tengdist mönnum og málefnum og ekki feiminn að viðra þær. Þannig vissi maður alveg hvar hann stóð. Eftir að foreldrar okkar létust hélt hann tryggð sinni við Smjördali og heimsótti Grétar og Anne í hverjum mánuði. Höfðu þeir frændur mjög gaman af því að ræða um bíla og önnur mál þar sem sameiginlegur áhugi þeirra lá. Þrátt fyrir að Bjarni væri fæddur 1922 og því orðinn 91 árs var ekki að sjá að hann væri neitt eldri en hann var þegar við vorum börn nema að hann var orð- inn hokinn og lélegur í fótum. Að öðru leyti var hann alltaf eins. Hann var alla tíð mjög glöggur og fylgdist mjög vel með hvort sem það voru samfélagsmál, pólitík, við systkinin eða annað. Það var alveg sama hvort maður spurði hann um nútímann eða um ýmislegt tengt æskunni – hann var með þetta allt á hreinu allt til þess síðasta. Hann vann meðal annars við að koma eggjum í verslanir og til annarra viðskiptavina og þannig hafði hann samskipti við marga. Síðustu eggjaflutninga til Reykjavíkur sá hann um í lok júní þá 91 árs og var þá ástæðan sala á rekstri búsins en ekki aldurinn. Við Smjördala- systkinin þökkum Bjarna sam- fylgdina og tryggðina við okkur alla tíð. Nú er einn af þessum föstu punktum í tilverunni horfinn á braut en Bjarna verður ávallt minnst í huga okkar af mikilli hlýju og þakklæti. Við hugsum til þess að systkinin séu nú sameinuð á ný og höfum við grun um að þau láti til sín taka í nýjum sameig- inlegum verkefnum. Fyrir hönd systkinanna frá Smjördölum, Margrét. Hann Bjarni föðurbróðir okkar yfirgaf okkur nokkuð skyndilega fyrir nokkrum dögum. Það var reyndar í hans anda að dvelja ekki of lengi við hlutina og drífa það af sem fyrir lá hverju sinni. Það að hann stofnaði aldrei til fjölskyldu varð til þess að við systkinin kynntumst honum afar vel, þar sem hann bjó inni á heimili foreldra okkar frá því við munum eftir okkur. Á stríðsárunum kynntist hann amerískum vörum og tækni sem hann sá að höfðu yfirburði og varð því mikill aðdáandi þeirra. Eign- aðist snemma sinn fyrsta bíl, sem ekki voru algengir á þessum slóð- um á þeim tíma, og því eftirsóttur í ýmis viðvik. Þar hefur eflaust líka komið til að Bjarni var afar bón- góður maður og nutum við systk- inin þess í mörgu síðar meir. Sem dæmi um mikla tryggð við vissar tegundir véla eða tækja má nefna að á sínum tíma var keypt dráttarvél af gerðinni Massey Ferguson. Hann var spurður af hverju hann hefði ekki keypt sér þá tegund sem var vinsælust á þeim tíma. Svarið var einfalt: „Ég ætla að nota vélina í vinnu.“ Hann var afar verklaginn og út- sjónarsamur að finna bestu lausn- ir á þeim verkefnum sem þurfti að vinna og árangurinn látinn tala sínu máli. Vildi gera hlutina vel í byrjun, þannig að þeir stæðu til lengri tíma og eins að viðhaldi væri sinnt sem best. Einstaklega framsýnn og tilbúinn til að láta reyna á nýja hluti ef hann mat þá þess virði, enda var bú þeirra bræðra lengi vel í fararbroddi hvað varðar tækniframfarir og nýjungar. Til dæmis eitt fyrsta rörmjaltakerfið hér á landi, korn- rækt, nýjungar í heyverkun og fleira mætti nefna. Og síðar meir varð nautakjötsframleiðsla og hænsnaræktun lifbrauðið þeirra, sem ekki var algengt á þeim tíma. Að fæðast í torfbæ, á jörð þar sem bústofn og landgæði voru tak- mörkuð, fara í gegnum framfara- skeið og byggja upp húsin, rækta landið, stækka bústofninn veru- lega og horfa til nýrra möguleika – vissulega voru þær miklar breyt- ingarnar sem Bjarni fór í gegnum í sínu lífi. En það mótaði hann líka að því leyti að hann vissi að ekkert fengist nema vinna að því hörðum höndum og fara vel með. Og það gerði hann svo sannarlega alla sína tíð. Á níræðisafmælisdegi sínum sinnti hann vinnu sinni við eggja- dreifingu samkvæmt venju. Ljós- myndari héraðsfréttablaðs hitti á hann og óskaði eftir að taka mynd. Það var tekið jákvætt í bónina, en það þyrfti að ganga hratt fyrir sig þar sem verk væri að vinna. Það var einkennandi fyrir hann að hafa gaman af því að vekja um- ræður og gat leikið sér að því að vera á öndverðum meiði bara til að ná upp smá-fjöri í umræðuna og var mjög gaman að fylgjast með hnyttnum tilsvörum hjá honum. Það átti við hann að vera á ferð- inni, hitta vini og kunningja, spjalla og fylgjast með öllu. Þær voru ótal margar ferðirnar sem Bjarni fór, bæði við flutninga og þar fyrir utan, sem veittu honum mikið. Maður fann gjarnan hversu ánægður hann kom til baka úr þeim, en ekki síður þegar lagt var af stað í þá næstu. Við þökkum Bjarna frænda samfylgdina um leið og hann býr sig af stað í nýtt ferðalag. Systkinin Helli, Jónína, Eiríkur, Guðmundur, Már, Margrét, Gunnar og Bjarni. Bjarni Eiríksson í Miklholts- helli er kvaddur með virðingu og þökk. Mér er til efs að nokkur dagur hafi fallið úr vinnu hjá þess- um eljumanni. Hann var kominn á tíræðisaldur og hver dagur hafði sínar skyldur og verkefni og þann- ig hafði það verið frá barnsaldri. Bjarni var tveggja manna maki í lífsstarfi sínu og vinnan var hon- um eins og lífsgangan, aðeins til gleði. Hann var nýkominn úr hné- aðgerð og hugsaði eins og hetjan: „Eigi skal haltur ganga meðan báðir fætur eru jafnlangir.“ Segja má að ekkert hafi að Bjarna amað annað en hnén voru að gefa sig og ekki var við annað komandi en að- gerð svo áfram mætti vinna, aka bíl og dráttarvélum. Hann hafði síðustu árin ekið eggjum hænsna- búsins til viðskiptavina og gerði það eins og annað af alúð. Þeir bræður hann og Einar tóku við góðu búi af foreldrum sínum á lít- illi en gjöfulli jörð og allt blómstr- aði í höndum þeirra. Hver sú bú- grein sem þeir bjuggu með vakti athygli og skaraði fram úr, þeir voru menn tækni og framfara. Kornið, mjólkurkýrnar, hold- anautin, kartöflurnar eða varp- hænurnar, allt unnið af fag- mennsku og snyrtimennsku sem einkenndi þeirra störf. Miklholts- hellir varð höfuðból í höndum þeirra bræðra og búskapurinn skaraði fram úr. Ekki minnkaði myndarskapurinn þegar Guðrún Guðmundsdóttir kom til Einars frá Ólafsfirði og hjónaband þeirra blómstraði og bærinn fylltist af börnum. Félagsbú þeirra bræðra einstakt, vandamál ekki til og öll verkefni leyst með bræðralagi. Einar góður búfjárhirðir en Bjarni vélamaður og alltaf með bestu vélarnar í höndunum og þeim vel viðhaldið. Túnin grasgef- in mót sól og suðri og snemma slegið, alltaf með þeim fyrstu í Flóanum. Snemma munum við Brúna- staðasystkinin Bjarna á víbonj- eppanum, hann var fenginn til að aka stórfjölskyldunni á hátíðir, jólaböll og annað sem til féll. Það var sannfæring okkar að Bjarni væri besti maður í heimi, þannig kom hann fram við okkur og sá sem átti svona bíl var töframaður. Bjarni var bæði skák- og brids- maður. Bjarni gaf sig ekki mikið að félagsmálum en þar var Einar framarlega, en Bjarni var skoð- anafastur en óáreitinn um öll mál- efni. Hann var kíminn og sá hið spaugilega í fari samferðamanna sinna, allt var það græskulaust en húmorinn einstakur og meiðingar- laus og athugasemdir hans voru oft á við góða spaugstofu. Hann unni græskulausu gamni og hlát- urinn var aldrei langt undan. Við sveitunga sína, vini og frændgarð, var hann tillitssamur og orðvar. Stundin var aldrei löng sem hann gaf öðrum á förnum vegi en hún var hlý og skildi eftir vinarþel. Bjarni var ofinn úr góðum þráð- um mannkostamanns, hann var trúr öllu því sem honum var falið. Bjarni gengur glaður og sáttur inn á græna velli eilífðarinnar tilbúinn að starfa meira guðs um geim. Hann kvaddi eins og skáldið orðaði það svo vel: „Bognar aldrei en brotnar í bylnum stóra seinast.“ Þannig hverfa hetjur hvunndags- ins á braut. Guðni Ágústsson. Bjarni frændi minn í Miklholts- helli leit oft í heimsókn til foreldra minna á Selfossi og var alltaf au- fúsugestur. Hann var yfirleitt á hraðferð, að flytja egg í verslanir eða draga nauðsynjar til búsins, en gaf sér þó alltaf tíma til að segja fréttir úr sveitinni eða spjalla um landsmálin. Yfirleitt var stutt í grínið og góðlátlegt glottið álíka gróið við andlitið og vel snyrt yf- irskeggið. Búskapurinn átti hug Bjarna allan og hann bjó myndarbúi með Einari bróður sínum og fjölskyldu hans í Helli. Hann bar það þó eng- an veginn utan á sér að ganga til mishreinlegra bústarfa dag hvern, enda snyrtimennska honum í blóð borin og klippingin virtist aldrei meira en dagsgömul. Ökutækin voru heldur ekki dæmigerð land- búnaðarfarartæki. Enginn mann- legur máttur hefði megnað að draga hann upp í Land Rover eða Rússajeppa. Hann hafði aftur á móti mikið dálæti á amerískum bíl- um, helst átta gata sjálfskiptum, og meðan nokkur vegur var notaði hann slíka kagga til útréttinga fyr- ir búið. Í seinni tíð neyddist hann þó til að sætta sig við óvirðulegri farartæki af hagkvæmnisástæð- um. Véladellan hafði reyndar lengi loðað við þennan frænda minn. Eftir seinna stríð eignaðist hann til dæmis mótorhjól og notaði það óspart. Hann flutti meðal annars Margréti móður sína á mannamót á þessu farartæki. Minnisstætt er líka þeim sem sáu þegar Guðrún amma mín tók sér far með Bjarna á mótorfáknum, því þegar á leið- arenda kom var sú gamla með drjúgan hluta af Flóaveginum á peysufötunum og drullan náði al- veg upp á skotthúfu. Þá hefur Bjarni glott ef ég þekki hann rétt. Bjarni var líka þokkalega stríð- inn og tók sér ýmislegt fyrir hend- ur í því sambandi. Einhvern tíma dundaði hann sér við að gera heim- alninginn í Helli mannýgan með því að þæfa á honum krúnuna. Ár- angurinn lét ekki á sér standa og fengu gestir og gangandi að finna fyrir því þegar hrúturinn renndi sér í hnésbæturnar á þeim án fyr- irvara. Hann hafði líka gaman af því að pexa um pólitík og var ekki alltaf sammála föður mínum í þeim efnum. Bjarni var sjálfur svo sanntrúaður sjálfstæðismaður að hann verslaði bara í Höfn og fór frekar til Reykjavíkur til innkaupa en stíga fæti í framsóknarkaup- félagið hinum megin við götuna. Andlát Bjarna var óvænt þó að hann væri kominn á tíræðisaldur. Sjálfsagt hefur hann hugsað gott til glóðarinnar að ganga á ný til bú- starfanna þegar löppin væri komin í lag eftir aðgerð. Blessuð sé minn- ing þessa ágæta frænda míns. Gísli Skúlason. Bjarni Eiríksson Elsku Arnhildur. Ég á skemmtilegar minningar um þig. Þegar ég fyrst var kynnt fyrir „tengdamömmu“ var ég sam- stundis leidd um húsið þitt og sýnd málverkin þín og þú sagðir mér söguna á bak við hvert þeirra. Sögurnar gátu verið allt frá pöbb í London til leikhúss í Aþenu. Ekki amalegt að fá einkasýningu lista- manns af þinni breiddargráðu. Við deildum sama áhugamálinu, myndlistinni. Reyndar þegar við fórum að kynnast betur komu í ljós fleiri áhugamál, bækur og sakamálaþættir. Í fjölskylduboð- um endaði ég yfirleitt á því að eiga Arnhildur Helga Guðmundsdóttir ✝ ArnhildurHelga Guð- mundsdóttir fædd- ist í Reykjavík 1. ágúst 1933. Hún lést á heimili sínu 14. nóvember 2013. Útför Arnhildar fór fram frá Garða- kirkju, Álftanesi, 22. nóvember 2013. skemmtilegt og fróð- legt spjall við þig enda varstu „svolítið spes“ og talaðir frá hjartanu um hlutina eins og þeir eru og það kann ég að meta. Þú varst heimskona, töffari. Sælla er að gefa en þiggja, það átti sannarlega við um þig. Gjafirnar eru margar í gegnum árin, stórar sem smáar. Þú gafst mér m.a. eldrauð- an varalit þrátt fyrir að ég hafi notað fölbleikan í yfir 20 ár – já kannski er kominn tími á mig að breyta aðeins til enda varstu smekkmanneskja á allt í kringum þig. Þú elskaðir að ferðast og nú ertu á enn einu meiriháttar ferða- laginu og ég er viss um að við hitt- umst þar einn daginn með pensl- ana, hlið við hlið. Núna verður hásætið autt í ára- mótaboðinu, aldrei þessu vant, eða hvað? Harpa Karlsdóttir. Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Neðst á forsíðu mbl.is má finna upplýsingar um innsendingarmáta og skilafrest. Einnig má smella á Morgunblaðslógóið efst í hægra horninu og velja viðeigandi lið. Skilafrestur | Sé óskað eftir birtingu á útfarardegi þarf greinin að hafa borist á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað getur birt- ing dregist, jafnvel þótt grein hafi borist innan skilafrests. Lengd | Hámarkslengd minningargreina er 3.000 slög. Lengri greinar eru eingöngu birtar á vefnum. Hægt er að senda stutta kveðju, Hinstu kveðju, 5-15 línur. Formáli | Minningargreinum fylgir formáli sem aðstandendur senda inn. Þar kemur fram hvar og hvenær sá sem fjallað er um fæddist, hvar og hvenær hann lést og loks hvaðan og hvenær útförin fer fram. Þar mega einnig koma fram upplýsingar um foreldra, systkini, maka og börn, svo og æviferil. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í for- málanum, sem er feitletraður, en ekki í minningargreinunum. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.