Morgunblaðið - 30.11.2013, Side 67
ljósmynda, framkallaði þær sjálfur
og stækkaði, og var vanur að útbúa
eigin jólakort fjölskyldunnar með
myndum af dætrunum.
Steinarr varð skáti ungur að árum
og starfaði mikið í skátahreyfingunni
til fullorðinsára. Með skátafélög-
unum naut hann útivistar, göngu-
ferða og skíðaferða en þeir félagar
sóttu m.a. mikið í skíðaskálana á
Hellisheiði.
Steinarr minnist eftirminnilegrar
ferðar með skátunum til Bretlands, í
boði breskra skáta árið 1949. Þá var
flogið með fyrstu Douglas DC-4 Sky-
master flugvél Flugfélags Íslands,
heimsóttar kolanámur, þegið boð hjá
borgarstjóranum í Maidstone og
horft á knattspyrnuleik milli Arsenal
og Liverpool þar sem Liverpool sigr-
aði 3:2.
Fjölskylda
Steinarr kvæntist 1959 Elsu Pét-
ursdóttur, f. 14.3. 1936, húsfreyju.
Foreldrar hennar voru Pétur Otte-
sen Jónsson rakarameistari og Krist-
ín Elíasdóttir húsfreyja.
Dætur Steinars og Elsu: Kristín
Steinarsdóttir, f. 1.5. 1959, d. 12.11.
2012, kennari og kennsluráðgjafi en
maður hennar var Sigurbjörn Magn-
ússon lögmaður og eru börn þeirra
Magnús, f. 1987, Áslaug Arna, f. 1990,
og Nína Kristín, f. 1993; Björg Stein-
arsdóttir, f. 10.3. 1961, viðskiptafræð-
ingur í Kópavogi en maður hennar er
Gísli Viðar Guðlaugsson fram-
kvæmdastjóri og eru börn þeirra
Guðlaugur Steinarr, f. 1984, Kristín
Alexandra, f. 1998, og Sverrir Hauk-
ur, f. 2001; Rakel Steinarsdóttir, f.
4.12. 1965, myndlistarmaður í
Reykjavík en börn hennar eru
Agnes, f. 1990, Rebekka, f. 1992, og
Kristján, f. 1999; Bryndís Stein-
arsdóttir, f. 5.11. 1968, viðskiptafræð-
ingur í Kópavogi en maður hennar er
Hermann Hermannsson viðskipta-
fræðingur og eru börn þeirra Herdís
Eva, f. 1998, og Hermann Ingi, f.
2003.
Systir Steinars var Edda Guðjóns-
dóttir, f. 7.11. 1935, d. 16.7. 2007, var
verslunarmaður í Reykjavík.
Hálfsystir Steinars, samfeðra, var
Hrafnhildur Guðjónsdóttir, f. 23.4.
1930. d. 8.10. 1987, var búsett í
Bandaríkjunum.
Foreldrar Steinars voru Guðjón
Pétursson, f. 26.4. 1903, d. 30.6. 1979,
húsgagnasmíðameistari í Reykjavík,
og Sigurbjörg Jónsdóttir, f. 15.5.
1903, d. 11.6. 1997, húsfreyja.
Steinarr mun verja afmælisdeg-
inum með fjölskyldunni.Með afa Steinarr og dætrasynir, Sverrir Haukur og Hermann Ingi.
Úr frændgarði Steinars Guðjónssonar
Steinarr
Guðjónsson
Sigríður Steinsdóttir
húsfr. á Efra-Hvoli
Gunnlaugur Guðbrandsson
b. á Efra-Hvoli og síðar á Læk
í Holtum
Steinunn Gunnlaugsdóttir
húsfr. í Húsagarði
Jón Hannesson
b. í Húsagarði
Sigurbjörg Jónsdóttir
húsfr. í Reykjavík
Sigurbjörg Sigurðardóttir
húsfr. í Haukadal
Hannes Jónsson
b. í Haukadal
Eyrún Jónsdóttir
húsfr. á Árgilsstöðum
Kristján Jónsson
b. á Árgilsstöðum
Guðný Kristjánsdóttir
húsfr. á Skammbeinsstöðum
Pétur Jónsson
b. á Skammbeinsstöðum
Guðjón Pétursson
húsgagnasmíðam. í Rvík
Guðrún Ketilsdóttir
húsfr. á Stokkalæk
Jón Pétursson
b. á Stokkalæk
ÍSLENDINGAR 67
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. NÓVEMBER 2013
Jón Ásbjörnsson, fiskútflytjandiog bridgespilari, fæddist íReykjavík 30.11. 1938. For-
eldrar hans voru Ásbjörn Jónsson,
verslunarmaður og þekktur bridge-
spilari, og k.h., Kristrún Jónsdóttir
húsfreyja.
Ásbjörn var sonur Jóns, b. á
Deildará í Múlahreppi Jónssonar, og
Ástríðar Ásbjörnsdóttur.
Kristrún var dóttir Jóns, b. á Þór-
oddsstöðum í Ölfusi Jónssonar,
bróður Ingibjargar, ömmu Karls
Guðjónssonar alþm.
Systir Jóns er Fríða Ásbjörns-
dóttir, gift Steingrími Baldurssyn en
meðal sona þeirra er Héðinn Stein-
grímsson, fyrrv. heimsmeistari í
skák, 12 ára og yngri.
Jón kvæntist Höllu Daníelsdóttur
og eru börn þeirra Ásbjörn og Ásdís.
Þriðja barn Jóns er Birgir Jóhannes
en móðir hans er Herdís Birg-
isdóttir. Þá var Jón kvæntur um
skeið, Hugrúnu Auði Jónsdóttur.
Jón útskrifaðist með versl-
unarskólapróf frá VÍ 1957 og lauk
kennaraprófi frá Íþróttakenn-
araskóla Íslands á Laugarvatni
1960. Hann var sundkennari í Hafn-
arfirði 1960-61 og íþróttakennari við
gagnfræðaskóla í Reykjavík 1961-
77, lengst af við Gagnfræðaskóla
verknáms og síðar Ármúlaskóla. Á
vorin réri hann á grásleppu og á
sumrin var hann á handfærum.
Jón hóf verslunarrekstur 1977.
Hann stofnaði, ásamt fjölskyldu
sinni, Fiskkaup hf. 1983, hóf vinnslu
á ferskum fiski og síðar saltfiski og
fékk fyrstur leyfi til útflutnigs á salt-
fiski 1990, en einokun hafði verið á
þeim útflutningi fram að því.
Jón var í hópi snjöllustu bridge-
spilara hér á landi en hann var um
árabil landsliðsmaður í bridge og
margfaldur Íslandsmeistari.
Hann var um skeið forseti Bridge-
sambands Íslands og ritstjóri
Bridge-blaðsins í mörg ár.
Jón var einn af stofnendum SFÚ,
Samtaka fiskframleiðenda og út-
flytjenda, 1994, og fyrsti formaður
þeirra, sat í stjórn Faxamarkaðarins
og í stjórn Útflutingshóps FÍS og
var formaður þar 1995-99.
Jón lést 2.10. 2012.
Merkir Íslendingar
Jón
Ásbjörnsson
Laugardagur
80 ára
Lilja Katrín Benediktsdóttir
75 ára
Guðný Björnsdóttir
Reynir Bergsveinsson
Rósa Lilja Sigmundsdóttir
70 ára
Ardís Erlendsdóttir
Baldur Már Arngrímsson
Bjarney Gísladóttir
Guðrún Sigríður
Gunnarsdóttir
Helga María Þorsteinsdóttir
Leifur Aðalsteinsson
Matthildur Þórarinsdóttir
Rósa Björg Andersen
Sigmundur Halldórsson
Soffía Ólafsdóttir
60 ára
Arnar Andrésson
Auður Sigurgeirsdóttir
Eiríkur Þorláksson
Haukur Arnþórsson
Heiða Kolbrún Leifsdóttir
Jóhanna Sigurbjörg
Huldudóttir
Jóna Halldóra
Tryggvadóttir
Kristinn Kristinsson
Maria Fernanda Correia
Estevao
Miroslaw Andrzej
Andruszkiewicz
Óskar Karl Elíasson
Sigríður S. Valdimarsdóttir
Svavar Gunnar Jónsson
50 ára
Eggert Benedikt
Guðmundsson
Hjördís Elva Ingvadóttir
Hjördís Guðmundsdóttir
Rikard Bess Júlíusson
Unnur María Þórarinsdóttir
Þorgrímur Leifsson
40 ára
Agnar Haraldsson
Andri Sigurðsson
Brynja B. Gröndal Grieve
Fanný Þórsdóttir
Freyr Eyjólfsson
Guðrún Marinósdóttir
Halldór Guðfinnsson
Hanna Gerður
Guðmundsdóttir
Hans Liljendal Karlsson
Hrefna Sigríður Ingólfsd.
Waage
Jebie Cabuenas Calzada
Jóhann Valdimar Helgason
Sigríður Sigurðardóttir
Stella Sigríður Ólafsdóttir
Vilborg Stefanía Gísladóttir
Þórhalla Andrésdóttir
30 ára
Árni Jóhannsson
Ásdís Ýr Ólafsdóttir
Ásgeir Örn Valgarðsson
Belal Mohamed M. Rshdy
Eva Hrund
Gunnarsdóttir
Ingi Rafn Ingibergsson
Sigurbjörg Tinna
Gunnarsdóttir
Sumarrós María S.
Óskarsdóttir
Sunnudagur
90 ára
Helga Ebenezersdóttir
85 ára
Gunnar J. Björnson
Jón Norðfjörð Vilhjálmsson
Kristín Nikulásdóttir
Sigríður Jónsdóttir
Sigrún María Bjarnadóttir
Þorsteinn Gíslason
75 ára
Edda Jóhanna
Sigurðardóttir
Guðrún Elísabet
Friðriksdóttir
Guðrún Jónsdóttir
Jón Kjartansson
Ólafur Þór Haraldsson
Reynir S. Gústafsson
70 ára
Ágúst Þórarinsson
Einar Steindórsson
Ester Eiríksdóttir
Jófríður Ragnarsdóttir
Ragna Rósberg
Hauksdóttir
Þorvaldur Kjartansson
Þórir Snorrason
Þuríður Margrét
Haraldsdóttir
60 ára
Arngrímur Hermannsson
Bergljót Jónasdóttir
Bergþóra Oddgeirsdóttir
Georg Bergmann Ingvason
Gunnar Sigurgeirsson
Gylfi Ægisson
Ólína Jóna Bjarnadóttir
Valgerður Sigurðardóttir
Víglundur Rúnar Jónsson
50 ára
Ásdís Björnsdóttir
Dagbjört Helena
Óskarsdóttir
Désirée Louise Neijmann
Friðrik Valdemarsson
Kristinn Klemensson
Magnús Ási Pálsson
María Vigdís Sverrisdóttir
Ólafur Darri Andrason
Ólafur Einarsson
Óli Óskar Herbertsson
40 ára
Auðna Hödd Jónatansdóttir
Freygerður
Sigursveinsdóttir
Guðrún Iðunn
Sigurgeirsdóttir
Halldóra Ástrún
Jónasdóttir
Haraldur Björn Björnsson
Konráð Alexander B. Warén
Kristján Ólafur Ólafsson
Sigurbjörn Agnar
Pétursson
Sigurður Ragnar Eyjólfsson
Sóley Huld Árnadóttir
Ulla Kristin Lundberg
30 ára
Arna Óskarsdóttir
Benedikt Helgi Jónsson
Birna Ásgeirsdóttir
Elísa Ólafsdóttir
Matthías Þór Rafnkelsson
Páll Valdimar Kolka
Jónsson
Sigríður Sigurðardóttir
Tinna Jónsdóttir
Tryggvi Rafn
Sigurbjarnarson
Til hamingju með daginn
Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum
borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að
Morgunblaðinu í einn mánuð.
Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni
mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is
Börn og brúðhjón
ALLT
á einum stað!
Lágmarks biðtími www.bilaattan.is
Dekkjaverkstæði
Varahlutir
Bílaverkstæði
Smurstöð