Morgunblaðið - 30.11.2013, Page 70

Morgunblaðið - 30.11.2013, Page 70
70 MENNING MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. NÓVEMBER 2013 Sýning á rómaðri myndbands- innsetningu Ragnars Kjart- anssonar, The Visitors, verður opnuð í Kling & Bang galleríi á Hverfisgötu 42 klukkan 17 í dag, laugardag. Þetta viðamikla verk er sýnt á níu stórum skjám og er sett upp hér í samvinnu við samtímalist- stofnun í Vínarborg, Thyssen- Bornemisza Art Contemporary, sem á þetta eintak verksins. Ragnar er í dag í hópi kunnustu gjörningalistamanna sinnar kyn- slóðar og hefur á undanförnum árum sett upp verk og fram- kvæmt gjörninga í nafntoguðum myndlistarstofnunum og söfnum víða um lönd. Fyrsta einkasýning hans var hins vegar í þessu sama listamannarekna galleríi fyrir tíu árum. Góðir dómar The Visitors var frumsýnt í Mi- gros-safninu í Zürich í fyrra. Það hefur síðan meðan annars verið sýnt í galleríi Ragnars í New York, LuhringAugustine Gallery, og er nú sýnt í liststofnun í Míl- anó; alls staðar hefur uppsetn- ingin hlotið framúrskarandi dóma. Verkið sýnir hvar hópur vina og tónlistarmanna safnast saman á niðurníddum herragarði í New York-ríki, í kjörlendi bóhemíunn- ar, og í ljósaskiptunum leika þau lag í klukkustundarlangri ók- lipptri töku, þar sem hvert þeirra er í sínu herbergi og sjást á sér skjá. Um lagið sem þau flytja hef- ur verið sagt að það sé „tónfall rómantískrar örvæntingar.“ Ragnar hefur sagt það vera „fem- inískt, níhilískt gospellag“ en um leið er þetta marglaga portrett af vinum listamannsins og könnun á möguleikum tónlistar í kvik- myndaforminu. Það sækir titilinn í síðust plötu ABBA-flokksins, en hún hefur verið sögð gegnsýrð af viðskilnaðartilfinningu. Lagið er samið við texta úr ljóðum Ásdísar Sifjar Gunnarsdóttur og má segja að það sé á vissan hátt portrett af ákveðinni kynslóð í listasenu Reykjavíkur. Ragnar syngur text- ann þar sem hann liggur í baði með kassagítar og endurtekur lín- urnar: „There are stars exploding around you, and there’s nothing you can do.“ Tregafullt Á níu myndbandsskjám má sjá jafn marga hljóðfæraleikara flytja lag Ragnars Kjartanssonar, hver í sínu herbergi á lúnum herragarði. Sýna The Visitors  Rómað mynd- bandsverk Ragn- ars í Kling&Bang María Margrét Jóhannsdóttir mariamargret@mbl.is Blindhríð nefnist ný skáldsaga eftir Sindra Freysson en hann hefur áður getið sér gott orð fyrir bækur á borð við Dóttir mæðra minna og Flóttinn, auk ljóðabóka. Blindhríð fjallar um veðurþulinn Stefán sem verður fórn- arlamb ofsókna eftir stutt kynni við konu sem telur Stefán vera hinn full- komna sálufélaga. Líf hans koll- varpast og hann þarf að velja hvort hann sætti sig við ástandið, með til- heyrandi vanlíð- an, eða snúast til varna með rót- tækum aðferðum. „Rafrænar of- sóknir og hvernig hægt er að bregð- ast við þeim er mál sem verður stöðugt brýnna með aukinni tækniþróun,“ segir Sindri. „Við er- um að mörgu leyti búin að afsala okkur friðhelgi heimilisins í þágu tækninnar, og um leið veita greiðan aðgang að okkur. Ef fólk hefur eitt- hvað illt í hyggju, líkt og kvenper- sónan í Blindhríð, þá eru fá úrræði til staðar. Þeir ofsækjendur sem eru hvað grimmastir virðast alltaf finna sér leið til að halda ofsóknunum áfram. Eins er lögreglan vanmáttug þegar kemur að þessum málum því lögin hafa ekki fylgt tækniþróuninni eftir.“ Andstyggileg lífsreynsla Sindri tekur fram að bókin hafi ekki predikunartilgang heldur sé fyrst og fremst spennutryllir en með meiri dýpt þó en tíðkast í þeirri bók- menntagrein. „Ég skoða meðal annars hvar mörkin liggja á milli hins siðaða manns og hins siðblinda. Hvar liggja mörk opinbers lífs og einkalífs? Gráu svæðin eru mörg og oft skuggaleg.“ Hugmyndin að bókinni á sér lang- an aðdraganda en persónuleg reynsla Sindra varð kveikjan. „Mín reynsla er auðvitað smávægileg mið- að við þær hremmingar sem persóna bókarinnar lendir í en fyrir mörgum árum, áður en tæknin var jafnþróuð og hún er í dag, varð á vegi mínum manneskja sem vildi meiri kynni við mig en ég taldi eðlilegt. Fyrst var ég upp með mér en síðan fór áreitnin stigvaxandi og mér fór að renna kalt vatn á milli skinns og hörunds.“ Snúið á staðalmyndir „Hringingarnar og sms-in urðu sí- fellt fleiri og barið var utan á húsið mitt á næturnar. Áreitnin hætti ekki fyrr en ég fékk mér leyninúmer. Á þeim tíma var ég ekki nettengdur og vil varla hugsa til þess hvernig það væri að lenda í svona í dag þegar möguleikarnir til þess að áreita fólk eru orðnir miklu fleiri og ískyggi- legri, þökk sé tækninni. Þetta var nógu andstyggilegt á sínum tíma. Athygli vekur að í þessari sögu er það kona sem hrellir karl. „Konur eru ekki bara fórnarlömb, þær geta líka verið gerendur. Það kann að stafa af því að ekki þarf líkamlega yfirburði til þess að ofsækja ein- hvern á netinu,“ segir Sindri og bæt- ir við að ofsóknir leggist þungt á fórnarlömb, óháð kyni. „Karlmenn upplifa jafnmikið varnarleysi auk þess sem þeir þurfa oft að kljást við staðalmyndir um karlmennsku. Mörgum þykir ekki „karlmannlegt“ að bugast undan skilaboðum á netinu og hversu oft hefur maður ekki heyrt að karlar ættu bara að vera upp með sér að fá athygli frá konu? Það má segja að ég sé að snúa á þá staðalmynd að karl- maður sé alltaf ofsækjandinn, því að staðreyndin er sú að karlar eru fórn- arlömb þessara glæpa í 40% tilvika.“ Spennutryllir um of- sóknir og gráu svæðin  Reynsla Sindra Freyssonar var kveikja nýrrar sögu Morgunblaðið/Árni Sæberg Ofsóknir Sindri Freysson rithöfundur kafar djúpt í hugarheim þeirra sem kvelja og eru kvaldir á netinu, í nýjustu skáldsögu sinni, Blindhríð. Skáldsögurnar Ósjálfrátt eftir Auði Jónsdóttur og Illska eftir Eirík Örn Norðdahl hafa verið tilnefndar til Bókmenntaverðlauna Norð- urlandaráðs fyrir Íslands hönd. Dómnefnd útnefnir síðan verð- launahafann og tilkynnt verður um úrslitin við verðlaunahátíð Norð- urlandaráðs í lok október á næsta ári. Frá Danmörku eru tilnefndir rit- höfundarnir Claus Beck-Nielsen og Ida Jessen; frá Finnlandi skáld- sagnahöfundurinn Kjell Westö og Henriikka Tavi fyrir ljóðasafn; frá Noregi eru tilnefnd þau Tomas Espedal, fyrir ljóð, og Mona Høvr- ing fyrir skáldsögu; ljóðskáldið Eva Runefelt og skáldsagnahöfund- urinn Andrzej Tichý eru fulltrúar Svía; Færeyingurinn Tóroddur Poulsen er tilnefndur fyrir ljóða- safn; hin grænlenska Juaaka Ly- berth fyrir skáldsögu og sömuleiðis Johanna Boholm frá Álandseyjum. Skáldsögur Auðar og Eiríks Arnar tilnefndar Tilnefningar Eiríkur Örn og Sigríð- ur Halldórsdóttir, móðir Auðar. Söfn • Setur • Sýningar LISTASAFN ÍSLANDS Þjóðminjasafn Íslands: Sunnudagur 1. desember: Ókeypis aðgangur Jólaratleikir og jólasýningar opna Silfur Íslands í Bogasal Silfursmiður í hjáverkum í Horni Sigfús Eymundsson myndasmiður- Frumkvöðull íslenskrar ljósmyndunar í Myndasal Skemmtilegir ratleikir, safnbúð og kaffihús. Þjóðmenningarhúsið við Hverfisgötu: Síðasta sýningarhelgi: Handritin – Saga handrita og hlutverk um aldir Þúsund ár – fyrsti áfangi Þjóðminjasafn Íslands, Suðurgötu 41, s. 530 2200, www.facebook.com/thjodminjasafn og www.facebook.com/thjodmenning Opið alla daga nema mánudaga í Þjóðminjasafni 11-17, Þjóðmenningarhúsi alla daga 11-17. Listasafn Reykjanesbæjar ENDURFUNDIR/REUNION Samsýning: Þórður Hall og Kristbergur Ó. Pétursson 1. nóv. – 15. des. Bátasafn Gríms Karlssonar Byggðasafn Reykjanesbæjar Listasafn Erlings Jónssonar Opið virka daga 12-17, helgar 13-17. Aðgangur ókeypis reykjanesbaer.is/listasafn SKÖPUNARVERK - KRISTÍN GUNNLAUGSDÓTTIR 8.11. 2013 - 19.1. 2014 SAMSÆTI HEILAGRA 11.10. - 8.12. 2013 SUNNUDAGSLEIÐSÖGN KL. 14 um sýningarnar í fylgd Sigríðar Melrósar Ólafsdóttur GERSEMAR - DÝR Í BÚRI 8.11. - 11.5. 2013 GERSEMAR 8.11. 2013 - 19.1. 2014 SAFNBÚÐ - Listaverkabækur, gjafakort og listrænar gjafavörur. KAFFISTOFA - Heit súpa í hádeginu, úrval kaffidrykkja og heimabakað meðlæti. Fríkirkjuvegi 7, 101 Reykjavík, sími 515 9600. Opið daglega kl. 10-17, lokað mánud. SAFN ÁSGRÍMS JÓNSSONAR FORYNJUR - Sýning á verkum af tröllum, draugum og ófreskjum eftir Ásgrím. Lokað í desember og janúar. Bergstaðastræti 74, sími 561 9616 • www.listasafn.is LISTASAFN SIGURJÓNS ÓLAFSSONAR ÚR DJÚPUNUM - Samsýning Listasafns Sigurjóns Ólafssonar og Listasafns Íslands Síðasta sýningarhelgi. Laugarnestanga 70, sími 553 2906, www.lso.is • Opið lau. og sun. kl. 14-17. VATN - sýning Guðrúnar Kristjánsdóttur í Hallgrímskirkju 16. ágúst - 24. nóvember. Opið 9-17 alla daga, ókeypis aðgangur. Sýningarleiðsögn laugardaginn 16. nóv kl. 16. Guðrún Kristjánsdóttir myndlistarmaður, Daníel Bjarnason tónskáld og Ólafur Gíslason listfræðingur. HALLGRÍMSKIRKJA Listvinafélag Hallgrímskirkju Dvalið hjá djúpu vatni Rúna – Sigrún Guðjónsdóttir Sýningarstjóraspjall sunnudag 1. desember kl. 15 Þorbjörg Br. Gunnarsdóttir Hádegistónleikar þriðjudag 3. desember kl. 12 Rúnar Óskarsson klarinettuleikari Opið 12-17, fim. 12-21, lokað þri. hafnarborg.is, sími 585 5790 Aðgangur ókeypis Óvænt kynni - Innreið nútímans í íslenska hönnun (7.6.-5.1.2014) Opið kl. 12-17. Lokað mánud. Verslunin Kraum í anddyri Garðatorg 1, Garðabær www.honnunarsafn.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.