Morgunblaðið - Sunnudagur - 03.11.2013, Side 12

Morgunblaðið - Sunnudagur - 03.11.2013, Side 12
12 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 3.11. 2013 EYKJAVÍK | AKUREYRI | REYKJAVÍK | AKUREYRI | REYKJAVÍK | AKUREYRI | REYKJAVÍK | AKUREYRI | REYKJAVÍK | AKUREYRI I | REYKJA HÚSGAGNAHÖLLIN • B í l d s h ö f ð a 2 0 • R e y k j a v í k • OP I Ð V i r k a d a g a 1 0 - 1 8 , l a u g a r d . 1 1 - 1 7 o g s u n n u d . 1 3 - 1 7 O AfsláttuR 6.000 kRónuR! AfsláttuR 6.000 kRónuR! AfsláttuR 2.000 kRónuR! AfsláttuR 3.000 kRónuR! ANDREW Svart, hvítt og brúnt leður. TILBOÐSVERÐ: 13.990 KR. Fullt verð 19.990 ILJANA PU-svart. Svart lakkaðir viðarfætur. TILBOÐSVERÐ: 9.900 KR. Fullt verð 15.990 PIANA Ljós-grátt áklæði. TILBOÐSVERÐ: 7.990 KR. Fullt verð 9.990 KITOS PU-svart og hvítt. Krómfætur. TILBOÐSVERÐ: 10.990 KR. Fullt verð 13.990 ASAMA Margir litir. Krómfætur. TILBOÐSVERÐ: 6.390 KR. Fullt verð 7.990 AfsláttuR 3.000 kRónuR! ATHENA Ljóst og steingrátt áklæði. Viðarfætur. TILBOÐSVERÐ: 10.990 KR. Fullt verð 29.990 MARcus 20% AfsláttuR! T ónlist sem og aðrar listgreinar talar til þess umhverfis sem hún er sprottin úr. Tónlistin verður ekki til af engu. Hún skapast af gagnvirkum áhrifum listamanns og þess umhverfis sem hann lifir í. Það nægir ekki aðeins að fara að vöggu dæg- urlagaflutnings í íslensku útvarpi á árunum upp úr 1950 til að nálgast þær rætur sem Hljómar frá Keflavík spretta upp af. Það verður að leita víðar fanga. Slagarar á öldum ljósvakans Þó er vert að staldra þar aðeins við og horfa yfir sviðið, því það er engin spurning að íslensk dægurlagahefð eftirstríðsáranna var lifandi hluti af tónlistarlegu uppeldi drengjanna sem ólust upp í hinum ört vax- andi útgerðarbæ á Suðurnesjum. Á öldum ljósvakans bárust raddir þeirra Hauks Morthens, Alfreðs Clausen, Björns R. Einarssonar, Sigurðar Ólafssonar, Skafta Ólafssonar og fleiri góðra manna, sem sungu um sjómannslífið, sveitasæluna, ástir og þrár, bjartar vonir og brostin hjörtu. Þessi lög, sem gjarna voru kölluð „slag- arar“, áttu öðrum þræði ættir sínar að rekja til Mið-Evrópu, eða voru vinsæl söng- lög hvítra manna úr vesturheimi. Textum var annaðhvort snarað á íslenska tungu, eða þá samdir nýir um íslenskan veruleika þess tíma og þeir felldir að lögunum. Þessu var úvarpað ásamt öðru tónlistarefni sem komst í gegnum nálaraugu hliðvarðanna. „Lög unga fólksins“ fengu fimmtíu mínútur á viku. Upphafsárin í Keflavík Lítum nú til sögu upphafsára Hljóma frá Keflavík og hvernig þeim reiddi af í þeirri ört vaxandi unglingamenningu sem með sinni eigin orðræðu reyndi að skapa sér stöðu í íslensku samfélagi á sjöunda ára- tugnum. Það var á vordögum maímánaðar á því herrans ári 1963 að helsti dæg- urlagafrömuður Suðurnesja, hljómsveit- arstjórinn Guðmundur Ingólfsson, tilkynnti mannskapnum að hann hygðist leggja hljómsveitina sína niður.Ungu strákarnir í bandinu, þeir Gunnar Þórðarson (f. 1945) gítarleikari og Eggert Kristinsson tromm- ari, voru nú ekki alveg á þeim buxunum að hætta að spila strax. Að sögn Eggerts urðu þeir sammála um að það væri góð hugmynd að hvíla sig á rokkinu og stofna Bossa-Nova band! En það átti allt eftir að breytast. Eddi fór í mánaðarferð til Englands, kom heim í byrjun júlí og öllum áformum um settlega Latin-músik var vikið til hliðar. Hann talaði nú ekki um annað við Gunnar en magnaðan kvartett sem hann sá leika á hverju kvöldi í heila viku suður í Bour- nemouth. Hróður þeirrar sveitar fór eins og eldur í sinu um allar Bretlandseyjar og var þegar farinn að berast út fyrir landsteinana. Þeir kölluðu sig The Beatles og voru ný- búnir að gefa út stóra plötu. Gunnar var ósköp rólegur yfir þessu. Hann vildi stofna hljómsveit með jafnöldrum sínum. Erlingur Björnsson var sjálfkjörinn á rythmagítarinn en nafni hans Jónsson sem hafði verið á bassa með strákunum hjá Guðmundi Ingólfs var ekki jafn augljós kostur. Fyrir það fyrsta var hann töluvert eldri en strákarnir og þar fyrir utan vildi hann helst ekki spila nema að fá allt útskrifað á nótum en það passaði einhvern veginn ekki við nýju gard- ínurnar! Gunnar Þórðarson stakk upp á að fá vin sinn og jafnaldra, hann Rúnar Júl- íusson, til að leika á bassa í hljómsveitinni. Menn voru nú ekki alveg sammála þessu. Ástæðan var ofur einföld, Rúnar kunni ekki á hljóðfærið, en Gunnar gaf sig ekki, sagð- ist taka ábyrgð á vini sínum og myndi kenna honum. Ókei! Einar Júlíusson, sem sungið hafði með hljómsveit Guðmundar Ingólfssonar, var síðan fimmti maður. Óvænt tækifærið eftir þrotlausar æfingar Nú hófust stanslausar æfingar alla daga, sjötíu og fjögur dægurlög voru æfð. Þar mátti heyra lög með Cliff Richards og The Shadows, og vinsældalistalög úr Kanaút- varpinu sem tekin voru upp á segulband á sunnudagseftirmiðdögum. Einnig verður að líta til þess að menningarleg einokun rík- isins á ljósvakanum var að riðlast. Í Eng- landi hafði unglingamenningin hafið uppreisn sina gegn ægivaldi breska ríkisútvarpsins, BBC. „Sjóræningjastöðvarnar“ svokölluðu, Radio Luxemburg og Radio Caroline, sigldu út fyrir breska lögsögu, köstuðu akkerum og útvörpuðu dægurlögum allan sólarhringinn inn á breskan hlustendamarkað. Útsendingar þessar náðust á stuttbylgjurásum útvarps- tækja á Íslandi og drengirnir úr Keflavík eyddu gjarna löngum síðkvöldum í að hlusta á Radio Caroline og skipuleggja með hvaða tökum ætti að takast á við tónlistargyðjuna. Það vantaði nafn á hljómsveitina og kvöld eitt í september á æfingu í Krossinum var tekið á því máli. Þrjár tillögur lágu fyrir, einhver stakk upp á Strengjum, Rúnar stakk upp á Black Knights en Eggert lagði til að nafnið Hljómar yrði notað. Hljómar varð ofan á í atkvæðagreiðslu og svo héldu menn áfram að æfa og æfa. Stóra stundin rann upp þann 5. október. Eftir þriggja mánaða þrotlausar æfingar fengu strákarnir tækifærið óvænt upp í hendurnar. Hljóm- sveit úr Reykjavík sem var bókuð á ball í Krossinum boðaði forföll með fárra daga fyrirvara og Hljómar frá Keflavík hlutu eldskírn sína þetta kvöld. Rúnar sneri hlið- inni í áhorfendur allt kvöldið, þeir héldu að kappinn væri að sálast úr feimni. Það var nú ekki ástæðan heldur var hann að fylgjast með Gunnari segja sér til með bassaleikinn: „F, B, F, C“ o.s.frv. Þeir fengu firnagóðar undirtektir enda margt sem hjálpaðist að. Í nóvember urðu söngvaraskipti í bandinu. Einar Júlíusson söng með þeim fyrstu þrjá mánuðina, en hætti þegar hann fór í háls- kirtlatöku . Karl Hermannsson, skólafélagi Gunnars og Rúnars, leysti hann af hólmi í ársbyrjun 1964 og var aðalsöngvari Hljóma til vorsins. Það var með komu Karls að byrjað var að æfa bítlalögin. Sex laga bítla- syrpa sló gjörsamlega í gegn á Hljómaböll- unum í Keflavík, enda frægð Bítlanna orðin umtalstalsverð í árslok 1963. Eftirsóttasta hljómsveitin á skóla- böllum Reykjavíkuræskunnar Hljómar voru frumherjar, það fór ekki á milli mála, ekki aðeins fyrsta bandið sem Hinir útvöldu Hljómar HLJÓMAR FRÁ KEFLAVÍK SPILUÐU FYRST Á BALLI FYRIR HÁLFRI ÖLD. ÞESSI ÁSTSÆLASTA HLJÓMSVEIT ÞJÓÐARINNAR NÁÐI AÐ SKAPA SÉR SÉRSTÖÐU SEM BRAUÐRYÐJENDUR FRUMSAMINNAR POPPTÓNLISTAR Á ÍSLANDI. Texti: Óttar Felix Hauksson ottar@zonet.is Frá vinstri: Erlingur Björnsson, Rúnar Júlíusson, Einar Júlíusson, Gunnar Þórðarson og Eggert Kristinsson. Á rjúkandi rústum seinni heimsstyrjald- arinnar reis hinn nýi heimur. Úti á tím- ans vegi urðu tónarnir harðari og takt- urinn hraðari. Hjá Elvis í Ameríku og Bítlunum á Bretlandi blöktu gunnfánar rokksins við hún. Á landinu kalda voru margir kallaðir en það voru Hljómar frá Keflavík sem voru hinir útvöldu. „Some guys got it, others dońt Svo einfalt er það.“ ÍSLENSKIR BÍTLAR Úttekt

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.